Morgunblaðið - 19.10.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.10.1985, Qupperneq 22
22________ Bandaríkin MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 Hagyöxturinn jókst í sumar Washington, 17. október. AP. HAGVÓXTUR í Bandaríkjunum jókst verulega á þriðja fjórðungi þessa árs en misserið á undan hafði hann verið minni en búist hafði verið við. I til- kynningu viðskiptaráðuneytisins sagði, að þjóðarframleiðslan hefði aukist um 3,3 % í júlí, ágúst og september. Hagvöxturinn á þriðja ársfjórð- ungi hefur samkvæmt þessu verið þrisvar sinnum meiri en hann var á fyrstu tveimur og allnokkuð umfram þau 2,8%, sem spáð hafði verið. Bandaríkjastjórn er mjög bjartsýn á áframhaldandi vöxt og er þegar farin að spá því, að hann verði fimm sinnum meiri á síðara misseri þessa árs en því fyrra. Ef það gengur eftir verður hann 3% til jafnaðar allt árið. Hagfræðingar ýmsir telja stjórnvöld bjartsýn um of og finnst þeim líklegra, að árshagvöxturinn verði um 2%. Er sá vöxtur skil- greindur sem samdráttur, þ.e.a.s. hann er of lítill til að koma í veg fyrir, að atvinnuleysi vaxi. Við- skiptahallinn í Bandaríkjunum jókst enn á þriðja ársfjórðungi en þóminnaen áður. Martens boðar óbreytta stefnu Brussel, 17. október. AP. WILFRIED Martens, forsætisráð- herra, var í gærkvöldi falin stjórnar- myndun, og boðaði hann í dag áfram- haldandi samsteypustjórn fjögurra flokka, sem verið hefur við völd frá 1981. Martens boðaði áframhaldandi aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum og að haldið yrði áfram uppsetningu stýriflauga Atlantshafsbandalagsins í Belgíu. Martens sagðist myndu hefja viðræður við samstarfsflokkana á mánudag um nýja stefnuskrá stjórnarinnar og breytingar á nú- verandi skipan stjórnarinnar. Búist er við að ný stjórn sverji embættiseiða i nóvemberbyrjun. Ný stjórn verður síðan að standast traustsyfirlýsingu á fyrstu dögum nýs þings, sem hvatt verður saman 14. nóvember. Stjórnarflokkarnir fjórir, Kristilegir demókratar og Frjáls- lyndir, sem hvor um sig skiptist í flokka frönskumælandi og hol- lenzkumælandi Belga, juku þing- meirihluta sinn um tvö sæti, hlutu 115 sæti af 212. Martens sagði að í kosningunum hefðu þeir flokkar tapað, sem vildu fara nýjar leiðir í efnahagsmálum, og því yrði ekki vikið út af þeirri stefnu, sem not- ast hefði verið við undanfarin fjög- ur ár. Franskur björgunarmaður sést hér (neðst) hlusta eftir lífsmarki í skriðunni, sem féll á þorpið Mameyes á suðurströnd Puerto Rico. Nú er Ijóst, að miklu færri grófust undir skriðunni en talið var í upphafi. N áttú ru ham far irnar á Puerto Rico: Dánartöl- ur voru stórlega ýktar Ponce, Puerto Rico, 18. október. AP. FJÖLDI þeirra, sem fórust er aurskriða féll á þorpið Mameyes á suöurströnd Puerto Rico 7. þ.m. kann að hafa verið um 100 að því er borgaryfirvöld í Ponce upplýstu í gær, en ekki 500 eins og almannavarnir á eyjunni og þjóðvarðliðið töldu upphaflega. „Tölurnar stafa af þeirri allsherjar taugaveiklun, sem hér réð ríkjum á þessari stundu," sagði Vivian Marte, fréttafulltrúi borgarstjórans í Ponce. Ronald Regan Bandaríkja- forseti lýsti Ponce og nokkra staði annars staðar á eynni neyðarsvæði í því skyni að greiða fyrir aðstoð alríkisins og eru embættismenn á vegum ríkisins nú að meta tjónið og kanna hvar þörfin er mest fyrir aðstoð. Samkvæmt manntali bjuggu aðeins 702 í hreysum í Mameyes-þorpi en ekki 1.500 eins og yfirvöld og lögregla sögðu. Dapena Tompson, borgar- stjóri í Ponce, staðfesti nýju tölurnar, en nokkrum klukku- stundum eftir harmleikinn sagði hann, að 500 manns hefðu grafist undir skriðunni. #s „60 \ 0<3 -Yv\Ó^c. •• \&sr .60 Grænland: 7 % hækkun námslauna Kaupmaonhöfn, 18. október. Frá Niks Jörgen Bniun, frétUriUra Morgunhlaóflins. ÞAÐ hefur tíðkast í mörg ár í Græn- landi, að elstu nemendur grunnskól- ans fái eins konar námslaun, búi þeir í foreldrahúsum. Nú hefur íandsþingið ákveöið að hækka þessi laun um 7 %. Hér eftir fá nemendur í 9. bekk 661 danska krónu (tæpl. 2.900 isl. kr.) á mánuði, hafi foreldrar þeirra 115.000 d.kr. (tæpl. 500.000 ísl. kr.) eða minna í árslaun. Fái foreldrarnir 168.000 d.kr. (rúml. 700.000 ísl. kr.) árslaun, falla laun viðkomandi námsmanns niður. Indland: Þúsundir manna missa heimili sín KalkútU, 17. október. AP. GÍFURLEGT fárviðri gekk yfir hér- uðin Orissa og Vestur-Bengal í aust- urhluta Indlands og Bangladesh í dag. Vitað er um eitt anddlát af völdum veðursins og þúsundir manna misstu heimili sín. Veruleg röskun varð á samgöngum og síma- línur slitnuðu. Þá fundust lík tveggja manna til viðbótar í Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands og hafa þá látist þar 574 menn í flóðum af völdum monsúnrigninga síðustu þrjámánuðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.