Morgunblaðið - 19.10.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.10.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 23 Þýskaland: Handtekinn fyrir morð á Jótlandi Thisted. Danmörku. 15. októher. AP. DANSKA lögreglan segir að 49 ára gamall þýskur sölumaður, sem grunaður er um morð á 34 ára gam- alli þýskri hárgreiðslukonu á Jót- landi seinnipartinn í ágúst, sé í haldi hjá þýsku lögreglunni. Líkamsleifar konunnar fundust í tveimur stöðu- vötnum á Jótlandi í byrjun septem- ber. Danska lögreglan telur að parið hafi verið saman i sumarleyfi á Jótlandi seinnipartinn í ágúst, þar sem það leigði meðal annars tvö sumarhús. Fundist hefur í runna nálægt öðru húsana póstávísun með nafni konunnar, en hún sást síðast í Brúnsvík, heimabæ sínum, skömmu áður en atburðurinn átti sér stað. Þá sagðist hún vera að fara í sumarfrí. Hinn grunaði neitar enn sem komið er öllum sakargiftum, en verður í varðhaldi næstu tvær vik- ur meðan málið er til frekari rannsóknar. Assad forseti Sýrlands. Amin Gemayel Líbanon: Viðræður milli Gemayel og Assad Beirút, I.íbanon, 18. október. AP. BARDAGAR voru í Líbanon í dag milli skæruliða kristinna manna og múhameðstrúarmanna og lést einn borgari og þrír særðust. Atökin urðu aðeins fáum klukkustundum áður en fundur Amin Gemayel, forseta Líbanon og Hafez Assad, forseta Sýrlands átti að hefjast í Damascus, en þaö er níundi fundur þeirra frá því Gemayel tók við forsetaembætt- inu í Líbanon á árinu 1982 eftir innrás ísraelsmanna í landið. Búist er við að viðræður for- setanna snúist einkum um nýgert vopnahlé í Líbanon milli stríðandi fylkinga þar í landi, en Sýrlending- ar áttu frumkvæði að því að tókst að koma á vopnahléi. Gemeyel fer frá Sýrlandi á morgun til Banda- ríkjanna, þar sem hann mun ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á mánudag. Kommunistaflokkur Líbanon hefur lýst á hendur sér ábyrgðinni af sjálfsmorðsárás á útvarpsstöð kristinna manna í gærmorgun, þar sem að minnsta kosti fimm manns létu lífið. Forsvarsmenn útvarps- stöðvarinnar hafa ákveðið að halda áfram rekstri hennar þrátt fyrir sprengjuárásina. Hondúras: Deilt um hjálpargögn Wa.shington, 18. okióber. AP. UPPREISNARMENN í Nicaragua og embættismenn í Honduras deila um hvað orðið hafi af farmi af birgð- um til uppreisnarmanna, sem sendur var frá Bandaríkjunum með flugi 10. október síðastliðinn. Uppreisnar- menn segjast hafa fengið birgðirnar í hendur, en fulltrúar í Honduras segjast hafa stöðvað sendinguna og verði hún endursend til Bandaríkj- anna, þar sem ekki hafi verið rætt við stjórn Honduras áður en birgðirn- ar voru sendar af stað. Verðmæti birgðanna nemur nokkur hundruð þúsundum Banda- ríkjadala og er þetta fyrsti hluti 27 milljón dollara aðstoðar við uppreisnarmenn, sem berjast gegn stjórninni í Nicaragua frá stöðvum sínum í Hondúras. Bandarikjaþing samþykkti að veita þessa aðstoð í sumar og felst hún í fötum, mat- vælum og hjálpargögnum, en ekki er um hernaðaraðstoð að ræða. Vínhneykslið í Austurríki: 60 manns ákærðir Krcnu, Austurríki, 17. október. AP. HINN fyrsti af fjölmörgum sem ákærðir hafa verið í sambandi við vínhneykslið í Austurríki, hefur ver- ið dæmdur fyrir svik og brot á lög- gjöf um framleiðslu víns. Dæmdi héraðsdómur hann í 15 mánaða skil- orðsbundið fangelsi. Vínsalinn Otto Hotzy hafði ját- að að hafa hlandað kpmískum ofn- um sýrópi í 40 þúsund lítra af hvítvíni og 7 þúsund lítra af rauð- víni. Afbrot Hotzy er minniháttar samanborið við afbrot sextíu ann- arra sem ákærðir hafa verið í sambandi við vínhneykslið, er stórskaðaði vínútflutning Austur- ríkis síðastliðið sumar. Rýmingarsala 20—40% afsláttur Vegna flutnings seljum viö nú síðustu sýningareldhúsin ásamt skápum í ganga og fleira með góðum afslætti. Þetta er síðasta tækifærið til þess aö gera kjarakaup. Greiðslukjör Athugið: Ódýru fataskáparnir eru nú fyrirliggjandi. Opið nk. laugardag til kl. 16.00. 1 JtU. Skeifan 8 Reykjavík Sími 82011 ALFROFILAR OG TENGISTYKKI Álsamsetningarkerfið frá systBÍTl StaíldBX býður upp á marga möguleika og hentar t.d. í INNRÉTTINGAR AFGREIÐSLUBORÐ HILLUR ÚTSTILLINGAR o.fl. Önnumst sérsmíði eða sögum niður eftir máli. ■j ? i Sidumula 32. Smn 38000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.