Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
27
Afmæliskyeðja:
Guðmunda J. Jóns
dóttir frá Hofi
Vinkona mín Guðmunda Jóna
Jónsdóttir er 80 ára í dag.
Hún er fædd á Kirkjubóli í Val-
þjófsdal 19. október 1905. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Marsibil G.
Kristjánsdóttir og Jón Guð-
mundsson. Hún ólst upp hjá for-
eldrum sínum í stórum systkina-
hópi umvafin ástúð og það var
bjart yfir bernskudögum hennar í
Önundarfirði.
Ekki er að efa að það veganesti
hefur dugað henni vel á lífsleið-
inni.
Árið 1921, 16 ára gömul, giftist
Munda Gunnari Guðmundssyni.
Hann er sonur Guðmundar Ein-
arssonar, hinnar kunnu refa-
skyttu og Katrínar Gunnarsdótt-
ur.
Þau hófu búskap á Hofi í
Kirkjubólsdal 1923 og bjuggu þar
til ársins 1958 að þau flytja til
Þingeyrar.
Eignuðust þau 9 börn og komust
8 til fullorðinsára. Þau eru: Jón,
Guðmunda, Gunnar, Aðalsteinn,
Björgvin, Marsibil, Katrín og
Kristján.
Oft hefur lífsbaráttan verið
hörð og kjörin kröpp, en þau áttu
það sem meira er; kjark, dugnað
og bjartsýni.
Þau ólust upp við ólík kjör en
það virðist ekki hafa haft neikvæð
áhrif á sambúð þeirra sem er orð-
in löng og farsæl, eða 64 ár.
Ég kynntist þeim fyrst fyrir
tveimur árum. Þau kynni hafa
verið mér lærdómsrík og fært mér
ótal gleði- og ánægjustundir. Eftir
þetta langa samleið bera þau enn-
þá ást og virðingu hvort til ann-
ars. Þau lifa í fulíkominni sátt við
lífið og tilveruna og eiga gnægð
góðvildar til að miðla öðrum.
Heyrt hef ég að þegar mest hafi
verið að gera við heimilisstörf og
barnauppeldi hafi Munda vaggað
börnunum, þvegið upp og sungið
um leið og hún sinnti störfum sín-
um. Það lýsir lundarfari hennar
vel.
Eftir að til Þingeyrar kom og
heimilisstörfin kröfðust ekki eins
mikils tíma sneri Munda sér að
öðrum hugðarefnum. Hún kann þá
list að nýta hæfileika sína sér og
öðrum til ánægju og yndisauka.
Listsköpun hennar fær útrás í
myndum sem hún býr til úr marg-
litum muldum steinum sem hún
safnar víðsvegar að. Og hefur hún
haldið margar sýningar á verkum
sínuni. Hún hefur lifandi áhuga á
þjóðmálum og hikar ekki við að
bregða sér út á ritvöllinn ef henni
liggur eitthvað á hjarta.
Á þessum sem öðrum sviðum
hafa þau hjón verið samhent, því
Gunnar hefur einnig á efri árum
fengist við myndlist með góðum
árangri.
„Það er ekki unnt að skapa
listaverk án einlægrar mann-
ástar.“-(L.da Vinci).
Mér finnst þetta eiga vel við
þau. Ást til alls sem dregur lífs-
andann.
Stephan G. Steph. kemst svo að
orði:
Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt
sólskinsrönd um miðja nátt,
aukið degi í æviþátt
aðrir þegar stóðu á fætur.
Þó að nú sé haust finnst mér
þessar ljóðlínur eiga vel við nú,
því það er alltaf vor hjá Mundu og
Gunnari og bjart umhverfis þau.
Elsku Munda.
Á þessum tímamótum hugsa ég
til þín með bestu heillaóskum þér
og fjölskyldunni til handa. *
Megi ævikvöldið verða ykkur
hlýtt og notalegt.
Arnheiöur Guðlaugsdóttir
Gæðakaffi sem
gnæfir upp úr
Kaffisöludagur
í Fríkirkjunni
ÁRLEGUR kaffisöludagur kvenfé-
lags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
verður nk. sunnudag 20. október.
Kaffisalan verður í Góðtemplarahús-
inu og hefst að lokinni guðsþjónustu
í kirkjunni.
f kirkjunni hefst dagurinn með
barnasamkomu kl. 10:30. Klukkan
14:00 verður guðsþjónusta þar sem
sr. Magnús Guðjónsson biskups-
ritari og fyrrverandi fríkirkju-
prestur prédikar en fermingar-
börn aðstoða við helgihaldið.
Kaffisala kvenfélagsins er mik-
ilvægur þáttur í starfi safnaðarins
því allur ágóði af kaffisölunni
rennur til kirkjunnar. Það er því
von okkar sem þar störfum að frí-
kirkjufólk og velunnarar kirkj-
unnar bregðist vel við á sunnudag-
inn og mæti í Góðtemplarahúsið
að lokinni guðsþjónustu. Það ætti
enginn að þurfa að verða fyrir
vonbrigðum með móttökurnar þar
því ef að líkum lætur verður þar
góðgæti á borðum.
(FréUatilkynning)
Samvinnuskól-
inn á Bif-
röst 30 ára
SAMVINNUSKÓLINN á Bifröst er
30 ára um þessar mundir og verður
afmælisins minnst í sal skólans nk.
sunnudag, 20. október kl. 15.00.
Gunnar Grímsson, fyrrum yfir-
kennari, segir frá upphafi skólans
á Bifröst. Jón Sigurðsson, núver-
andi skólastjóri, segir frá fyrir-
huguðum breytingum á skólanum.
Ýmsir munir frá liðnum árum
verða til sýnis auk annarra
kennslutækja. Nemendur og kenn-
arar munu síðan veita gestum aðr-
ar upplýsingar um starfsemi skól-
ans.
Allir velunnarar Samvinnuskól-
ans á Bifröst eru velkomnir og eru
gamlir nemendur þó sérstaklega
boðnir velkomnir.
Því verður vart lýst með orðum hvernig Merrild
kaffi bragðast, það verður hver að að reyna
sjálfur. En við getum samt nefnt það sem
Merrild hefur helst sér til ágætis: nefnilega
þennan mikla en ljúfa keim sem situr lengur
á tungunni en þú átt að venjast. Kaffið er
drjúgt og bragðmikið, en aldrei rammt. í
því eru aðeins heimsins bestu kaffitegundir
frá Kolombíu, Brasilíu og Mið-Ameríku, en
ekkert „Robusta".
Merrild kaffið er í loftþéttum umbúðum,
sem varðveita vel ferskt bragð og ilm í allt
að einu ári. Ef þú geymir kaffipokann eftir
að hann hefur verið opnaður í kaffibaukn-
um, er kaffið alltaf eins og nýtt.
Þú getur því hvenær sem þú óskar notið
bragðs af eðal-kaffi, sem hefur hlotið með-
ferð sem því hæfir.
En sem sagt, reynið gæðin og njótið bragðs-
ins.
f
Ný kaffitegund hefur verið að vinna á hér á landi. £
Þótt þú sért ánægður með það sem þú hefur,
skaltu ekki fara á mis við Merrild kaffið. Það
svíkur engann.
2
Merrild setur brag
á sérhvern dag