Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 28

Morgunblaðið - 19.10.1985, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 Framkvæmdanefnd um launamál kvenna: Konur leggi niður vinnu 24. október MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Frarakvæmdanefnd um launamál kvenna: Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna hvetur konur til að leggja niður vinnu 24. október nk. til að leggja áherslu á mikilvægi vinnuframlags kvenna og mót- mæla vanmati hefðbundinna kvennastarfa á vinnumarkaðinum svo og þeim gífurlega mismun er er á launakjörum karla og kvenna. Jafnframt hvetur Fram- kvæmdanefndin konur til að fjöl- menna á útifund á Lækjartorgi, sem ’85-nefndin stendur fyrir kl. 14.00 þennan sama dag og á sýn- ingu á störfum og launakjörum kvenna, sem haldin verður í nýja Seðlabankahúsinu. í Framkvæmdanefnd um laun- amál kvenna eiga sæti 18 fulltrúar frá kvennasamtökum, stéttarfé- lögum og öllum stjórnmálaflokk- um. Bandarískur söngv- ari skemmtir í Upp og niður BANDARÍSKI söngvarinn Forrest mun skemmta gestum skemmtistaðar- ins Upp og niður nú um helgina. Þetta er í annað skiptið sem Forrest kemur hingað til lands. Hann er búsettur í Hollandi og starfar þar í hljómsveitinni The Affair ásamt hollenskri stúlku og afrískum pilti. Fréttatilkvnning Kvikmyndaklúbburinn Hispania: Tvær myndir í Regn- boganum á morgun KVIKMYNDASÝNINGAR verða í Regnboganum á vegum kvikmynda- klúbbs Hispania í dag, laugardag. > Sýningar verða í E-sal og er öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndin „Maravillas" verð- ur sýnd kl. 15.00 og 18.15. Hún fjallar um stúlku, Maravillas, sem urinn Bústaðakirkja: Síðdegiskaffi fyrir eldri Esk- firðinga og Reyðfirðinga SÍÐDEGISKAFFI verður fyrir eldra fólk frá Eskifirði og Reyðarfirði í safnaðarheimili Bústaðakirkju sunnudaginn 20. október kl. 15.30. Messað verður í kirkjunni kl. 14.00 og hefst kaffið að messu lokinni. Fréttatilkynning Landleiðir hf. hafa nýiega tekið I notkun nýjan strætisvagn á leiðinni milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Myndin er tekin þegar nýja innanbæjarleiðakerfið var kynnt fyrir skólastjórum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður: Strætisvagnaþjónusta innanbæjar bætt verulega Á UNDANFÖRNUM árum hafa risið upp ný íbúðahverfi í Hafnarfirði og atvinnufyrirtækjum hefur fjölgað mikið víðs vegar um bæinn. Um nokkurt skeið hefur verið í athugun hvernig auka mætti þjónustu strætisvagna inn- anbæjar. verður ástfangin af leikara einum sem er í leikför í heimabæ hennar. Þau verða bæði vitni að ráni þar sem ungmenni ræna klerk einn. Þau Maravillas og unnusti hennar hafa þó uppi á smaragði þeim sem ræningjarnir voru að leita að og færa ræningjunum hann. Klerk- heldur föður Maravillas hafa rænt sig en faðirinr. grunar aftur klerk um græsku þar sem hann tilkynnti ekki iögreglu ránið. Þegar ráðist er á gimsteinasalann liggur öll fjölskylda Marvillas undir grun og þegar játningin kemur fram fer að fara um stúlk- una. Kvikmyndin „E1 Aguilda Imp- erial“ verður sýnd kl. 17.00. í myndinni segir frá keisaraörnum, en þeir eru á meðal fágætustu ránfugla heims og talið er að á öllum Íberíuskaga séu einungis um fimmtíu arnarpör. Myndin er tekin á miðhálendinu í Andalúsíu og lýsir hún tilhugalífi arnanna, hreiðurgerð og heimilislífi allt til þess er ungarnir hverfa á brott, tveggja og hálfs mánaða gamlir. Fyrir atbeina bæjaryfirvalda var nýlega samið við Landleiðir hf. um aukna þjónustu strætis- vagna í tengslum við akstur skóla- barna. Innanbæjaraksturinn teng- ist ferðum almenningsvagna Landleiða hf. milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og akstur skóla- barna er felldur inn í leiðakerfi vagnanna innanbæjar í Hafnar- firði. Landleiðir hf. munu auk ferða almenningsvagna skv. sérleyfi og halda úti sérstökum innanbæjar- vagni mánudaga til föstudaga frá kl. 7.30—17.00. Akstur þessara vagna fer fram skv. sérstökum tímatöflum. Þrír vagnar ganga um bæinn. Tveir vagnanna aka jafnframt milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur, en fara í hverri ferð hring um bæinn. Þriðji vagninn, bæjarvagninn, mun einungis ganga innanbæjar og flytja skóla- nemendur og almenning, sem með skiptimðium getur farið í vagna er ganga milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar. Einnig geta þeir sem koma með vögnum frá Reykjavík fengið skiptimiða yfir í innanbæj- arvagninn. Tímatafla vagnanna er samræmd, þannig að hægt er að skipta á milli vagna á skiptistöð. Á álagstímum er bætt við fleiri vögnum á leiðinni milli Reykjavik- ur og Hafnarfjarðar. Með hinu nýja leiðakerfi kemst einnig sú breyting á að á ákveðn- um tímum alla daga vikunnar ganga vagnar út að Hrafnistu og ætti það mjög að auðvelda sam- göngur vistmanna og starfsfólks. Einnig ekur innanbæjarvagninn á ákveðnum tímum upp í Setberg. Þau skólabörn sem rétt eiga á skólaakstri munu mánaðarlega fá afhenta sérstaka miða í skólunum til notkunar í vögnunum. Skóla- börn, sem rétt eiga á akstri, geta gegn framvísun akstursmiða tekið hvern þeirra þriggja vagna, sem um bæinn ganga. Leitast er við að vagnarnir stöðvi sem næst hverj- um skóla eða kennslustað. Aðrir skólanemar eiga kost á að kaupa sérstök afsláttarkort er gilda fyrir aksturinn innanbæjar í Hafnar- firði. Tímatafla innanbæjarvagnsins hefur verið auglýst og kynnt. Ennfremur verður hún hengd upp í biðskýlum á viðkomustöðum vagnanna. Innanbæjaraksturinn er tilraun til bættrar þjónustu við bæjarbúa, sem rétt er að gera vegna stækk- unar bæjarins og fjölgun vinnu- staða. Bæjarsjóður styrkir nokkuð þessa tilraun Landleiða hf. Til- raunin með innnanbæjarakstur- inn stendur til 31. maí 1986. Að þeim tíma loknum verður metið hvort framhald verður á þessari auknu þjónustu vagnanna innan- bæjar i Hafnarfirði. (FrétUtilkyiming) Héraðsfundur Reykja- víkurprófastsdæmis í Langholtskirkju Nýjar umbúðir MAN- sjampós auka söluna ^ SAPUGERÐIN FRIGG setti fyrir um 2 mánuðum á markað hér á iandi af MAN-sjampó og -baðsápu í nýjum umbúðum og endurbætt að samsetningu, og að sögn forsvars- manna sápugerðarinnar hefur sala á vörunni aukist til muna í kjölfar þessa. Nýju flöskurnar eru 250 ml og króklaga þannig að þægilegra sé að halda á þeim. Einnig er hægt að láta flöskurnar hanga t.d. á blöndunartækjum eða sápuskál í sturtuklefum. Tappinn er með smelluloki og litlu opi og er ekki hætta á að flaskan fyllist af vatni þótt gleymist að loka henni. Auk miða á framhlið umbúð- anna eru miðar að aftan þar sem greint er frá eiginleikum hverrar tegundar, efnainnihaldi og pH-gildi (sýrustigi). Mjög sjald- gæft er að sjá pH-gildi gefið upp á , sjampóumbúðum, en slíkar upp- lýsingar eru sérstaklega mikil- vægar fyrir íslendinga, þar sem pH-gildi hitaveituvatns er víða mjög hátt, segir í frétt frá Frigg. Við efnasamsetningu MAN-vöru- flokksins og ákvörðun á pH-gildi hefur sérstaklega verið tekið tillit til þessara aðastæðna. Bent er á í þessu sambandi að mikilvægt sé að nota MAN hárnæringu eftir hárþvott þar sem pH-gildi hennar er mjög lágt. Nú eru til sjö mismunandi teg- undir undir vörumerkinu MAN. Þær eru: MAN sjampó til nota fyrir þá sem eru með feitt hár og þvo sér ekki daglega um hárið, MAN eggjasjampó er milt og hentar öllu hári, MAN flösueyð- andi sjampó dregur úr flösumynd- un við reglubundna notkun, MAN sérlega milt sjampó er einkum fyrir þá sem þvo sér daglega um hárið, MAN barnabaðsápa er sér- lega mild fyrir húð og hár, MAN húð og hár er hentugt fyrir sund- og íþróttafólk og aðra sem baða sig daglega, MAN hárnæring eyðir burt síðustu leifum af sjampói úr hárinu, styrkir og fegrar hárið, að því er segir í fréttinni. HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkur prófastsdæmis verður haldinn í Langholtskirkju á morgun, sunnu- dag, og hefst kl. 16. Er þetta fyrsti héraðsfundur í prófastsdæminu sem haldinn er samkvæmt nýjum lögum frá því í sumar og kennir þar ýmissa nýjunga. Á fundinn mætir Þorleifur Páls- son, deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og fer nokkrum orðum um hina nýju löggjöf um kirkjusóknir, safnaðar- fundi, sóknarnefndir, héraðsfundi o.fl. og um sóknargjöld sem nú verða innheimt með nýjum hætti þegar á næsta ári. Að venju flytur dómprófastur yfirlitsskýrslu sína og lagðir verða fram endurskoðað- ir reikningar safnaðanna, sem eiga hér eftir skv. hinum nýju lögum, Aðstoðarfor- stjóri — ekki skrifstofustjóri ÞAU mistök urðu í tveimur fréttum Morgunblaðsins í síðustu viku um málefni Fiskveiðasjóðs, að Svavar Ármannsson, aðstoðarforstjóri sjóðs- ins, var sagður skrifstofustjóri hans. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum og leiðréttir þau hér með. að vera komnir í hendur prófasti eigi síðar en 1. júní ár hvert og fylgi reikningunum skýrsla sókn- arnefndar um helstu starfsþætti liðins árs. Ýmsar nefndir sem starfa á vegum prófastsdæmisins gefa skýrslur sínar og mörkuð verður stefna næsta árs. Þá verður flutt erindi séra Sigurðar H. Guð- mundssonar, um umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól, og for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæmis skýrir frá málefn- um garðanna, svo eitthvað nefnt. (Úr rrétlatilkynningu) se Samsýning í Gallerí Gangi SÝNING Kees Visser og Péturs Magnússonar á samvinnuverkum stendur nú yfir í Gallerí Gangi. Myndirnar voru unnar sl. vor með ýmsum nærtækum efnum s.s. blýanti, tússi, vaxlitum, vatnslit- um o.fl. Bók sem gefin var út með þessum verkum er einnig til sýnis. Svissneskur listmaður, Peter Emch, opnar sýningu á grafík- myndum áinum í Gallerí Gangi 25. október nk. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.