Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 35 Farprestur þjónar Kársnesprestakalli SR. ÁRNI Pálsson, sóknarprestur í 'Kársnesprestakalli í Kópavogi, hefur fengiö sex mánaöa leyfi frá störfum til námsdvalar erlendis, frá 15. októ- ber aö telja. Á meðan sr. Árni er fjarverandi þjónar sr. Guðmundur Örn Ragn- arsson, farprestur íslensku þjóð- kirkjunnar, í Kársnesprestakalli. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson hefur viðtalstíma í Kópavogs- kirkju mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17.30—18.30, og svar- ar þá í síma 41898. Borg í Miklaholtshreppi: Kindur finnast dauðar í mógröfum Borg, MiklaholLshreppi 17. október SENN fer sumarið að kveöja, því hverju vori fylgir sumar, hverju sumri fylgir haust. Eftirmáli þessa sumars, sem senn er aö baki, er á einn veg. Ilagstæð blíöskapartíð allt til þessa dags, þótt undanfarna daga hafí úrkoma verið allveruleg, en 10—15 stiga hiti á haustdögum er óvenjulegt. Litadýrð haustdaganna Tveir prestar sækja um Miklabæjar- prestakall SÉRA Bragi Benediktsson, félags- málastjóri í Hafnarfirði, og séra Dalla Þórðardóttir, sóknarprestur á Bildudal, sækja um Miklabæjar- prestakall í Skagafjarðarpró- fastsdæmi, sem auglýst var laust til umsóknar. Sr. Þórsteinn Ragn- arsson sem þar var áður sóknar- prestur hefur verið ráðinn prestur Öháða safnaðarins í Reykjavík. Engin umsókn barst um Hólma- víkurprestakall né Staðarpresta- kall í Súgandafirði, sem einnig voru auglýst laus til umsóknar. (FrétUtilkjnning.) er óviðjafnaleg, því hverju góðu hausti fylgir jafnan fagurt kvöld. Sláturtíð fer nú senn að ljúka. Áætlað er að í sláturáætlun Kaup- félags Borgnesinga, að 25. október sé slátrun lokið. Dilkar hafa kom- ið óvenju vel framgegnir eftir sumarið. Fallþungi þeirra með besta móti og flokkun góð. Nokkuð ber á að heimtur séu ekki góðar, þrátt fyrir góða veðr- áttu sumarsins. Þar sem fé hefur gengið á flóum í sumar hafa kind- ur verið í leit að vatni og fundist dauðar í mógröfum, því flóar voru orðnir mikið þurrir seinnipartinn í ágúst. Þótt illa liti út með að framkvæma mikið, þá eru þó til bjartsýnir og framfarasinnaðir bændur. í næstu sveitum eru í byggingu þrjú íbúðarhús. Á þverá, Haukatungu og Kaldárbakka. Þá er stutt í að nýju brýrnar sem byggðar voru á Fáskrúð og Laxá í sumar, verði umferðarhæfar. Uppfylling að þeim er að verða lokið. Verður þessi framkvæmd góð samgöngubót. í næsta mánuði verða 20 ár síðan Laugargerðis- skóli tók til starfa. Ákveðið er að minnast þeirra tímamóta í viðeig- andi hátt. Þar eru nú í vetur rúm- lega 100 nemendur og 10 kennarar auk skólastjóra. Páll Sýningin Form ísland opnuð í Norræna húsinu SÝNINGIN Form ísland verður opnuð í sýningarsöl- um Norræna hússins á morgun, sunnudag kl. 16 að lokinni mikilli sigurgöngu um Norðurlönd. Verndari sýningarinnar, Vigdís Finnbogadottir, forseti íslands, opnaði sýninguna í apríl 1984 í Listiðnaðarsafninu í Helsinki, þegar hún var í opinberri heimsókn í Finnlandi. Sýningin var síðan sett upp í þrem borgum öðr- um í Finnlandi, en fór síðan til Danmerkur, Sví- þjóðar, Noregs og Færeyja. Þaðan fór sýningin aftur til Danmerkur, því að borgarstjórn Fred- riksberg bað um að fá sýninguna áður en hún ýrði send til íslands frá Færeyjum eins og upphaflega var ákveðið. Á sýningunni eru verk 42 listamanna, alls rúm- lega 200 munir og hefur hún hvarvetna hlotið bestu dóma og aðsókn verið mjög góð. Þetta er án efa eitt mesta átak, sem gert hefur verið til þessa að kynna íslenska listhönnun erlendis og á vonandi eftir að skila sér aftur. Sýningin Form ísland mun standa fram til 3. nóvember og er hún opin daglega kl. 14—19. Frétutilkynning Fundur um byggðaþróun í Odda BYGGÐASTOFNUN og Félagsvís- indastofnun gangast fyrir fundi í Odda í Háskóla lslands nk. þriðju- dag, 22. október, og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum flytja sex sérfræð- ingar frá Skandinavíu erindi um byggðaþróun, aðgerðir hins opinbera til að hafa áhrif á þessa þróun og síðast en ekki síst hvað vísindamenn geti lagt til málanna. Nú stendur yfir mótun nýrrar rannsóknaráætlunar hjá Nord- REFO, Norrænu rannsóknarstofn- uninni í byggðamálum, og heldur stjórn stofnunarinnar fund sinn í Borgarnesi nú um helgina. Sex- menningarnir, sem flytja fyrir- lestra í Odda, tóku allir þátt í síðasta rannsóknartímabili NordREFO og hefur stjórn stofn- unarinnar boðið þeim á fund sinn í Borgarnesi, í þeim tilgangi að fá ábendingar um verkefnaval. Einn- ig hefur tveimur fulltrúum Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands verið boðið að taka þaft í fundinum í Borgarnesi. Fundurinn í Odda á þriðjudag er öllum opinn. Auk sexmenning- anna munu stjórnarmenn Nord- REFO, núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjórar taka þátt í fundinum. (Úr frétUtilkynningii) Minning: Anna Sigríður Sigurjónsdóttir í dag, 19. október, verður jarð- sungin að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð Anna Sigríður Sigurjónsdótt- ir frá Torfastöðum, en hún lést í Borgarspítalanum í Reykjavík þann 6. október sl. eftir aðeins tveggja vikna veikindi. Það er með sárum trega sem við kveðjum Önnu og fylgjum henni síðasta spölinn. I marga áratugi hefur hún og fjölskylda hennar verið tengd okkur sterkum ættar- og vináttuböndum. Með þessum fáu kveðjuorðum viljum við þakka henni — vinátta eins og hennar er ómetanleg og sjaldgæf. Anna fæddist að Oddakoti í Landeyjum 17. september 1923. Foreldrar hennar voru hjónin Ólína Sigurðardóttir og Sigurjón Jónsson bóndi. Árið 1925 fluttu þau að Torfastöðum i Fljótshlíð þar sem þau bjuggu síðan. Anna var eina dóttir þeirra, en bræður hennar eru Sveinbjörn bifreiðar- stjóri í Reykjavík, Sigurjón bif- reiðavirki á Hvolsvelli og Óskar sérleyfishafi á Hvolsvelli. Hálf- bróður átti hún, Sigurð Svein- björnsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum að Torfastöðum við venju- leg störf þeirra tíma til sveita. Þegar sem ung stúlka var hún ákveðin í að yfirgefa ekki sveitina sína, enda undi hún þar vel alla tíð. Árið 1947 giftist hún Baldri Ámasyni frá Ölversholtshjáleigu i Holtum. Foreldrar hans voru Marsibil Jóhannsdóttir og Árni Árnason kennari og bóndi. Anna og Baldur tóku við búi foreldra hennar að Torfastöðum eftir að faðir hennar lést árið 1947, en móðir hennar bjó hjá þeim til dauðadags 1963, og hugsaði Anna um hana af mikilli natni. Anna og Baldur eignuðust fimm böm, Ólaf Birgi, giftur Jónu Guð- mundsdóttir, þau búa á Patreks- firði; Sigurdís Björk, býr á Lyng- haga í Hvolshreppi; Árna, býr á Torfastöðum; Marsibil, gift Þor- steini Hafsteinssyni, þau búa á Selfossi; og Jóhann, giftur Guð- björgu Sigurþórsdóttur, búa þau i Vík í Mýrdal. Dóttursonur þeirra, Baldur að nafni, ólst upp hjá þeim, en barnabarnahópurinn er orðinn stór. Að mörgu er að hyggja hjá hús- móður í sveit með stórt heimili. Fyrir utan heimilisfólkið voru alltaf börn og unglingar til sumar- dvalar hjá þeim fyrr á árum. Dugnaður Önnu var mikill alla tíð, sama hvort um var að ræða inni- eða útiverk, og oft var starfsdag- urinn langur. Gestkvæmt var á heimilinu, og alltaf var öllum jafn vel tekið. Hún var heimakær, undi best á heimilinu við að hlúa að þvi og fólkinu sínu. Þegar hún fór i heimsókn til ættingja eða vina (sem ekki var oft), leið henni best þegar heim var komið, þó hún hefði annars mikið gaman af ferð- inni. í þá tæpu tvo áratugi sem við áttum heima á Höfða, ríkti sterk vinátta milli fjölskyldnanna sem ekkert minnkaði þó lengra yrði á milli þegar við fluttum til Reykja- víkur. Ættartengsl voru mikil og aðeins steinsnar á milli bæjanna. Börnin voru nánast eins og systk- inahópur, á svipuðum aldri og bæði skírð og fermd saman. Það var mikill styrkur fyrir okkur að eiga þau að vinum á erfiðleikatím- um. Það er margs að minnast frá þessum árum. Eftir að við vorum flutt úr Hlíðinni var oft farið austur. Það var eins og þá fyrst værum við komin heim þegar sest var inn i eldhúsið hennar Önnu. Hér á það við að skjótt getur skipast veður í lofti, og skuggi sorgar er nú yfir sveitinni hennar fögru. Það er erfitt að trúa því að Anna sé þar ekki lengur. Mikill er missir Baldurs. Guð gefi honum styrk í þessari miklu raun og börnunum þeirra og barnabörnum sem hún var svo mikil stoð. f lok þessara fátæklegu orða viljum við þakka Önnu fyrir allt það sem hún hefur verið okkur og fyrir okkur gert. Blessuð sé minn- ing hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Ásta, Sveinbjörn og dætur Minning: Huldís Ingadóttir Fædd 19. október 1929 Dáin 16. maí 1985 Mamma fæddist í Hafnarfirði 19. október 1929 og hefði hún orðið 56 ára í dag hefði hún lifað. Hún var dóttir Dagbjartar ívarsdóttur og Inga Kristjánssonar smiðs i Hafnarfirði. Það setti marga hljóða þegar fréttist að Huldís á Malarrifi væri dáin svo lífsglöð og mikil dugnaðarkona eins og hún var — og alltaf tilbúin að rétta öllum hjálparhönd þegar þörf var á. Enginn kom að Malarrifi öðru- vísi en að þiggja þar kaffi hjá þeim sæmdarhjónum Huldísi og Pétri og erfitt er að hugsa sér heimilið á Malarrifi án mömmu. Mig langar að minnast hennar með þessu kvæði sem mér finnst eiga vel við hugsanir mínar um hana. Ég veit að mömmu væri það á móti skapi ef ég ritaði langorð eftirmæli. Þess skal þó getið að hún lést úr krabbameini í Land- spítalanum 16. maí sl., aðeins sex mánuðum á eftir systur sinni, Sjöfn Ingadóttur, sem lést úr sama sjúkdómi. Mamma var gift Páli Guðmundssyni og áttu þau þau þrjú börn: Svanhildi, sem er gift Hermanni Magnússyni og eiga þau fjögur börn; Inga Arnar, sem er giftur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau einn son, og Pál Heimi, sem er giftur Borghildi Blöndal og eiga þau tvö börn. Huldís og Páll Guðmundsson slitu samvistum. Síðari maður mömmu var Pétur Pétursson vitavörður á Malarrifi og áttu þau einn son, Pétur. Sambýliskona hans er Lov- ísa Sævarsdóttir og eiga þau einn son. Nú ert þú fallið, fríða tré, og framar enginn sér þitt skraut, þá skuld við gjalda eigum öll, og ég hverf líka senn á braut á annað svíð — og enginn veit, en ef til vill þar bíður mín með silfurglit og sumardýrð í sóldögg fagra krónan þín. (Reynitréð) Svanhildur Pálsdóttir og fjölskylda ttrgtmtfiifcffe Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.