Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
43'
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Sovéskur friður —
Jóni Torfasyni svarað
Ileiðraði Velvakandi:
Ég vil gera athugasemdir við
grein Jóns Torfasonar á lesenda-
síðum þínum, 21. september nýlið-
inn.
Fyrst vil ég þakka Jóni fyrir
brosleg svör og gagnrýni en ennþá
veigrar hann sér við að taka Rússa
til bæna. Sem fyrr kúvendir hann
á Bandaríkjamenn og aðgerðir
þeirra í stríðinu við Japani og
kjarnorkusprengjuna sem batt
enda á heimsstyrjöldina.
Það er tvennt ólíkt að bera
saman hernaðaraðgerðir í stríði,
eða á friðartímum. Enginn veit
hvort færri hefðu fallið í lok stríðs-
ins hefðu kjarnasprengjurnar ekki
fallið.
Um Víetnamstríðið er það að
segja, að þar voru kommúnistar
að verki enn sem fyrr og þegar
Bandaríkjamenn fóru á brott, var
haldið áfram að berja á þegnum
Víetnam og nærliggjandi landa,
með þeim hörmungum sem öllum
er kunnugt. Þurfum við frekar
vitnanna við hver veldur stríðum
og ódæðisverkum nú á tímum sem
áður, eins og ég hef oft vakið
athygli á.
í minni grein var reyndar ekki
minnst á „mína ákveðnu stefnu í
afvopnunarmálum". Eflaust þess-
vegna telur hann mig haldinn
„kaldastríðsveiki", eins og hann
orðar það og fellur þarmeð á eigin
bragði. Hann telur mig fara með
getgátur og geri herstöðvaand-
stæðingum upp hugsanir. Sérstak-
lega sárnar Jóni að ég skuli segja,
að herstöðvaandstæðingar hafi
ætlað að lifa sig inní atburðina á
Japanseyjum með því að borða
grillaða lunda. Þetta var nú sagt
frekar í stríðni en sé ég ekkert
eftir því. Kannski varð það til
þessað Jón Torfason svaraði og er
mér það nokkurs virði.
Það hefur áður komið fram í
skrifum mínum að ég vil algjöra
afvopnun og sérstaklega eru kjarn-
orkuvopn ógnun við allt líf á jörð-
inni. En hvers vegna ekki að eyða
þeim?
Á því er aðeins ein skýring.
Bandaríkjamenn hafa marg-
sinnis vakið máls á útrýmingu, en
Rússar sífellt staðið í vegi fyrir
því að svo gæti orðið, því er óger-
legt að sannreyna að sú ákvörðun
yrði virt. Sama má reyndar segja
um Bandaríkin, það er aldrei hægt
með öruggri vissu að sannreyna
að vopn séu ekki til þar. En Rússar
fást ekki til að samþykkja eyðingu
þessara vopna því þau eru þeirra
besta leið til að leggja undir sig
lönd með ofbeldi og engum vörnum
verður við komið af ótta við ger-
eyðingu.
Jón Torfason segir það hugar-
burð minn að herstöðvaandstæð-
ingar vinni fyrir Rússa. Athugum
það nánar.
Rússar voru mjög ánægðir með
friðarhreyfinguna á vesturlöndum
og áttu jafnvel útsendara þar.
Þetta var gert til að reyna að
stofna til uppþota vestantjalds.
Hefði slíkt tekist hefði eftirleikur-
inn orðið auðveldur.
Kjarnorkuvopnalaus svæði eru
Sovétmönnum mjög hagstæð því
þar geta þeir óhindraðir beitt sér
gegn andstæðingnum ef til ófriðar
kemur. Smáþjóðir eru þeim auð-
veld bráð. Þannig vinna herstöðva-
andstæðingar með Rússum, með
áróðri fyrir kjarnorkuvopnalaus-
um svæðum.
Ég þarf vonandi ekki að skýra
það út, að herstöðvaandstæðingar
hafa sameinast friðarsinnum.
Sovéskur friður er, að hafa frið til
að gera óhæfuverkin án íhlutunar
annarra.
Hver er kominn lengra í útrým-
ingatækninni, eru áhöld um, þar
sem Rússland er lokað land, en
bandaríkjamenn drjúgir með að
upplýsa sína tækni, enda stela
Rússar henni óspart.
Ég ætla nú ekki að orðlengja
skoðanamun okkar Jóns Torfason-
ar, því þegar á allt er litið erum
við sammála um eitt, afvopnun.
En fyrir alla muni beitið ykkur
í Velvakanda sl. sunnudag skrif-
ar stúlka í Vesturbænum og kvart-
ar yfir aðstöðuleysi unglinga í
hverfinu.
Stúlkan á hrós skilið fyrir að
taka sér penna í hönd og benda á
í Velvakanda að betur mætti
standa að æskulýðsmálum í Vest-
urbænum. Með því sýnir hún frum-
kvæði og kjark og er með þessu
bréfi mínu vonandi búin að fá svör
við spurningum sínum.
Ég vil fullvissa unglinga í Vest-
urbænum um að Æskulýðsráð
hefur ekki gleymt þeim og leið-
rétta þann leiða misskilning að
Æskulýðsráð hugsi bara um ungl-
ingana i Breiðholtinu.
Æskulýðsráð starfrækir nú 5
félagsmiðstöðvar í borginni,
Tónabæ við Skaftahlíð, Fellahelli
í efra Breiðholti, Bústaði í Bú-
staða- og Fossvogshverfi, Þrótt-
heima í Langholtshverfi og Ársel
f Árbæjarhverfi. Auk þessa gengst
æskulýðsráð fyrir umfangsmiklu
tómstundastarfi i skólum borgar-
innar. Margt fleira mætti telja upp
um starfsemi Æskulýðsráðs fyrir
börn og unglinga borgarinnar en
ég ætla einungis að nefna að á
síðasta vetri leitaði Æskulýðsráð
gegn réttum aðilum í þessari til-
raun ykkar í friðarátt, friðsam-
lega. Að öðrum kosti er ekki hægt
að tala um frið í þessu sambandi.
ísland er stökkpallur í hernað-
arátökum, hvort sem okkur líkar
betur eða verr og eini og besti
kostur er því að vera í bandalagi
lýðræðisþjóða.
eftir því við skátana í Vestur-
bænum hvort þeir gætu ekki haft
opið hús í skátaheimilinu við
Neshaga. Skátarnir tóku þessu
mjög vel og fengu sérstaka fjár-
veitingu frá Æskulýðsráði til
starfseminnar. Eins fékk Haga-
skóli nokkra fjárhæð til að auka
félagsstarf í skólanum. Unglingar
í vesturbæ vita að þetta tvennt,
félagslífið í Hagaskóla og félags-
miðstöð skátanna, var mjög vel
heppnað. Nú i haust verður staðið
að þessum málum með sama hætti
frá hendi Æskulýðsráðs. Starfið
hjá skátunum er að hefjast og
Hagaskóli fær aftur styrk. Þér
finnst eflaust leiðinlegt að þurfa
að bíða eftir að nýja félagsmið-
stöðin opni en hvað mega jafnaldr-
ar þínir í Seljahverfi segja sem
hafa enga félagsmiðstöð og búa við
yfirfulla skóla. Þar kemur eflaust
félagsmiðstöð og Æskulýðsráð
hugsar, eins og þú bendir á, ákaf-
lega mikið um unglingana i Breið-
holtinu en það gleymir samt ekki
að það eru unglingar í Vestur-
bænum líka.
Meö kveðju.
Gísli Árni Eggertsson,
Æskulýðs- og tómstundafulltrúi.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Æskulýðsráð hefur
ekki gleymt ungl-
ingum í Vesturbænum
Til sölu
vinnuvélar
Steypustöö Liber JCB.
Beltagrafa tveggja axla.
Vélaflutningavagn.
Steinbock lyftari 2,5 tonn.
Upplýsingar í síma 92-6007.
Frá dagvist barna
á einkaheimilum
Nú í lok október veröur hætt leyfisveitingum
fyrir dagmæöur á þessu ári. Viö brýnum fyrir
konum sem hafa hugsað sér aö taka börn til
dagvistar á heimili sínu aö sækja um leyfi fyrir
næstu mánaðamót. Viö viljum einnig leggja
áherslu á aö vöntun á dagvist fyrir börn innan
2ja ára er sérstaklega tilfinnanleg.
Umsjónarfóstrur Njálsgötu 9.
VBSUBHJR
BGVHTMGM
Vid höfum vistlega og þægilega
veislusali Fyrir 10-120 manns.
Salirnir henta vel fyrir rádstefnur
og hvers konar samkvæmi, t.d.
árshátidir, brúdkaupsveislur o.fl.
Allar veitingar.
VeMngohú/ió
GAPt-mn
V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI
SIMAR 54477. 54424
4