Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.10.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 47 • Valur Ingimundarson var stiga- hæstur í liði UMFN í gær, skoraöi 24 stig, og lék nokkuð vel. Bremner til Leeds? Fré Bob Hennessy fréttamanni Morgunblaðsins i Englandi. Billy Bremner, fyrrum fyrirliöi Leeds United, ræddi við forráöa- menn liðsins í gær — en hann er sá sem þeir hafa mestan áhuga á í starf framkvæmdastjóra, eftir að Eddie Gray var rekinn. Bremner hefur undanfariö verið hjá Doncaster — og staöiö sig vel sem stjóri. Hann hefur mikinn áhuga á því aö taka viö liði Leeds. Bremner lék á sínum tíma 54 lands- leiki fyrir Skotland — og áriö 1970 var hann kjörinn knattspyrnumaðui ársins í Englandi. Hann var fyrirliöi Leeds er liðið varö enskur meistari áriö 1974. • Það vaeri sérgrsetilegt fyrir Toria Ólafsson kraftlyftingamann að fá ekki heimsmet sitt staðfest vegna þess aö ÍSÍ skilar ekki niðurstöðu úr lyfjaprófi því sem hann fór í. Njarðvíkingar fóru yfir 100 stigin þegar þeir sigruðu ÍR NJARÐVÍKINGUM tókst aö rjúfa 100 stiga múrinn í gærkvöldi er þeir léku gegn ÍR í úrvalsdeildinni f körfuknattleik. UMFN sigraði meö 102 stigum gegn 84 eftir aö staðan í hélfleik hafði veriö 39—33 fyrir Njarðvík. Leikur lið- anna var mjög slakur í fyrri hélf- leiknum en heldur lífnaöi yfir honum í síöari hálfleik. Um miöjan fyrri hálfleikinn haföi UMFN náö góöu forskoti 24—15 en ÍR-ingar misstu þá aldrei mjög langt á undan sér. Á fimmtu mín- útu leiksins fengu tveir af máttar- stólpum ÍR, þeir Jón Örn og Jó- 1. deildin i körfu: Þór skoraði 104 stig gegn UBK ÞÓR vann Breiðablik 104—81 í 1. deildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi á Akureyri. í hálfleik var staöan 55—32. Sigur Þórs var mjög öruggur. Um miöjan fyrri hálfleik var staöan 20—18, en síöan juku Þórsarar forskotiö jafnt og þétt. Breiöablik náöi aö minnka muninn niöur í 13 stig í síðari hálfleik, 72—59, og var þaö minnsti munur á liðunum. Stigahæstu leikmenn í liöi Þórs voru: Konráö Óskarsson 32, Eiríkur Sigurösson 18, Jóhann Sigurösson 16, Ingvar Jónsson 10, HólmarÁst- valdsson 9 og Björn Sveinsson 8. Stig Breiðabliks: Kristján Rafns- son 26, Kristinn Albertsson 15, Kristján Oddsson 9, Alfreö Tulinius og Matthías Jónsson 8 stig hvor. Liðin leikaafturídag kl. 14.00. UMFN — IR 102—84 hannes Sveinsson, sína þriöju villu og þá varö Kristinn Jörundsson þjálfari aö skipta þeim út af en þeir komu aftur inná í síöari hálfleik. Á þessum kafla komust Njarövík- ingar í 21 — 11 og réöi það aö sjálfsögöu miklu um gang leiksins. Frá 15. til 18. mínútu í síöari hálf- leik bar þaö til tíöinda aö hvorugu liöinu tókst aó skora stig. Engin karfa var skoruö í þrjár mínútur. I síöari hálfleiknum tókst ÍR- ingum aö jafna leikinn meö harð- fylgi á 5. mínútu, 49—49. Jafnræöi var meö liöunum næstu mínutur en Njarðvík komst þá aftur yfir og á 10. min. síðari hálfleiksins var staðan 65—56 fyrir UMFN. Njarö- vík hélt síöan forystunni alveg til leiksloka. Um tíma var staöan 90—73 og þá var sigurinn í höfn. Bestu menn Njarövíkur voru ís- ak Tómasson, Valur Ingimundar- son og Árni Lárusson. Bestu menn ÍR voru Ragnar Torfason og Hjört- ur Oddsson. Stig Njarövíkur: Valur Ingimundarson 24, ísak Tómasson 23, Helgi Rafnsson 16, Árni Lárus- son 16, Ellert Magnússon 10. Jóhannes Krist- insson 7, Kristinn Einarsson 4. Stifl ÍR: Ragnar Torfason 24, Hjörtur Oddsson 11. Björn Steffensen 11, Karl Gunnlaugsson 11, Bragi Reynisson 6, Jón Jörundsson 5, Jón Örn Guömundsson 5. Jóhannes Sveinsson 5 og Hafþór Óskarsson 2, Benedikt Ingólfsson 4 Tíu marka sigur gegn Lemgo í gær ÍSLENSKA landsliöið í hand- knattleik lék í gærkvöldi æfinga- Fær Torfi ekki helmsmetið staðfest? — fær ekki niðurstöðu úr lyfjaprófi frá ÍSÍ leik í V-Þýskalandi gegn Lemgo og sigraöi með 26 mörkum gegn 16. í hélfleik var staöan 14—10. islenska liöið náöi strax yfir- höndinni og komst í 5—2, en í síö- ari hálfleik 21 — 12. Leikur liöanna var mjög hraöur allan tímann. Þeir Brynjar Kvaran og Kristján Sig- mundsson voru i marki og vöröu báöir vel. Páll Ólafsson skoraói 11 mörk, þar af 6 úr vítaköstum og lék vel. Júlíus Jónsson skoraöi fimm. Þorgils var meö 3, Guömundur 2, Geir 2, Valdimar, Jakob og Bjarni 1 mark hver. í FEBRÚARMÁNUÐI sl. setti Torii Ólafsson heimsmet unglinga í réttstöðulyftu í þyngsta flokki í kraftlyftingum. Nokkrum dögum seínna gekkst hann fyrírvaralaust undir lyfjapróf hjé íþróttasam- bandi íslands, enda é þeím tíma undir lögsögu þeirra. Alþjóöakraftlyftingasambandiö tók þetta lyfjapróf gott og gilt, þar sem um unglingamet væri aö ræöa og ætlaöi aö staöfesta heimsmetiö aó fenginni neikvæöri nióurstöóu. Þá niöurstööu hefur Torfi ekki fengiö og þrátt fyrir málarekstur formanns Lyftingasambands ís- lands, hefur iþróttasamband fs- lands ekki gefiö út staöfestingu á neikvæðu lyfjaprófi. Er nú ekki annaö sýnna en islandi og Torfa Ólafssyni veröi neitaö um staöfest- ingu á heimsmetinu. HM í kraftlyftingum: Kári og Víkingur keppa í Finnlandi Heimsmeistaramótið í kraftlyft- ingum verður haldið í Espoo í Finnlandi dagana 6.—10. nóv- ember nk. Kraftlyftingasamband íslands hefur valið tvo keppendur é mótið, báða fré Akureyri. i 67,5 kg flokki keppír Kári Elísson og í 125 kg flokki Víkingur Trausta- son. Af þeim tveimur á Kári betri möguleika. Á HM í Dallas í fyrra varö hann í 4. sæti og í ár hefur Kári unnið til silfurs á Evrópumóti og gulls á Noröurlandamóti og er til alls liklegur. Víkingur hlaut 5. sæti á Evrópumótinu í ár og síöan gullverölaun á Noröurlandamótinu og á raunhæfan möguleika á 6.-7. sæti á HM. Síöast var Heimsmeistaramót haldiö í Finnlandi 1978, þá í Turku og vann Skúli Óskarsson þar til silfurverölauna, eftir haröa baráttu um gulliö. Af flestum sem til þekkja er mótiö i Turku taliö best skipu- lagöa HM í kraftlyftingum. Samhliöa HM veröur haldiö þing Alþjóöa kraftlyftingasambandsins og mun Ólafur Sigurgeirsson sitja þaö af islands hálfu. Meöal verk- efna hans er aö sækja um HM unglinga 1987, ef núverandi móts- haldari, kraftlyftingasambandiö í Perú, missir af mótínu, sem gæti gerst vegna skulda þess viö al- þjóöasambandiö. Innilega þakka ég öllum þeim, sem geröu mér- afmælisdaginn minn, 19. septembersl., ánægju- legan, með heimsóknum, gjöfum, skeytum, símleiðis og með munnlegu viðtali. Guð blessi ykkur. Pétur Ólafsson, Stóru-Tungu, Dalasýslu. Þakleka - lekavandamál Fíllkoat: Þéttiefni fyrir bárujárnsþök og þakpappa. Kmeperol: Á svalir, slétt þök, stein, í kverkar o.fl. Múrfill: Þéttiefni fyrir sprungna veggi og alkali. Noxide: Gúmmíteygjanlegt akrýl fyrir bárujárn. Fagmenn vinna verkin. Vestur-þýsk gæöaefni. Þétting hf. dagsími 651710 - kvöldsími 54410 FUSAR LEIR — MARMARI — GRANÍT Á GÓLF — VEGGI — ÚTI — INNI H AGSTÆTT VERÐ OG GREIOSLUSKILMÁLAR VERULEGUR MAGNAFSLÁTTUR _________MIKIOÚRVALÁLAGER________ TEIKNUM og veitum FtÁÐLEGGINGAR komiö og skoöiö úrvaliö ViKURBRAUT SF. KÁRSNESBRAUT 124, KÓP. S. 46044

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.