Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 2

Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 SVIPMYND Á SUNNUDEGI / Sten Andersson „Fæddur lýðskrumari“ — segir Dagens Nyheter Sten Andersson ræðir við fyrirrennara sinn, Bodström. FÁIR leiðtogar jafnaðarmanna í Svíþjóð hafa reitt borgaraflokkana eins oft til reiði og nýskipaður utanríkisráðherra þeirra, Sten Andersson, og ef trúa má blaðinu Dagens Nyheter í Stokkhólmi er hann „fæddur lýðskrumari". Hins vegar sagði blaðið að póli- tískir mótherjar Anderssons fagni skipun hans og telji hana bera vott um að ríkisstjórnin vilji vekja aftur traust á sænskri utanríkisstefnu og mótun henn- ar. Ummæli blaðsins voru dæmi- gerð fyrir viðbrögð manna í Sví- þjóð við þeirri ákvörðun Olofs Palme forsætisráðherra að skipa nýjan mann í embætti utanríkis- ráðherra. Lélegur fyrirrennari Ástæðan fyrir því að nýr maður var valinn var fyrst og fremst vaxandi óánægja með Lennart Bodström fráfarandi utanríkisráðherra, sem hefur ekki þótt starfi sínu vaxinn. Andersson er miklu viljasterkari maður og þótt hann hafi orð fyrir að vera réttlínumaður og lýð- skrumari dregur enginn í efa að hann hafi til að bera hæfni og getu til þess að fylgja fastmót- aðri og heilsteyptri utanríkis- stefnu. Flokksritari Andersson var ritari sænska jafnaðarmannaflokksins um ára- bil þar til hann var skipaður fé- lagsmálaráðherra 1982. Tveir aðrir ritarar flokksins hafa einn- ig gegnt embætti utanríkisráð- herra, þeir Torsten Nilsson og Sven Andersson. Báðum þessum mönnum tókst að ávinna sér virðingu stjórnarandstöðunnar og Sten Andersson mun vafa- laust gera það líka að flestra dómi. Hinn nýi utanríkisráðherra Svíþjóðar er 62 ára að aldri. Hann er verkamannssonur frá Södermalm í Stokkhólmi. Á unga aldri var hann bréfberi og hann tók stúdentspróf í bréfaskóla. Andersson gekk ungur í æsku- lýðshreyfingu sósíaldemókrata og lét alþjóðamál til sín taka i henni. Árið 1951 var hann kjör- inn í borgarstjórnina í Stokk- hólmi og árið 1962 varð hann ritari sósíaldemókrataflokksins. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir. Trúr flokknum Tryggð Stens Andersson við flokkinn og sterk staða hans innan hans virðist hafa átt drjúgan þátt í þeirri ákvörðun Palmes forsætisráðherra að skipa hann eftirmann Bodströms. Þegar Palme tilkynnti skipun hans og aðrar breytingar á stjórn sinni á blaðamannafundi gaf hann m.a. í skyn að það hefði háð Bodström í ófriðlegu and- rúmslofti, sem rfkt hefði í sænsk- um utanríkismálum á undan- förnum árum, að hann hefði ekki haft að baki nauðsynlega flokks- pólitíska reynslu. Enginn efast um að Andersson hafi nógu mikla reynslu og hörku til að bera í nýja starfinu. Margir virðast hallast að því, eða a.m.k. vona, að sterk staða Anderssons muni verða til þess að stefnan í utanríkismálum verði traustari og fastmótaðri en í utanríkisráð- herratíð Bodströms og vekji ekki eins harðar deilur. Of linur Bodström hefur verið talinn alltof linur og eftirgefanlegur við Rússa í fjölmörgun deilumálum, sem upp hafa komið út af kaf- bátum þeirra í sænskri lögsögu. En ýmsir hægri menn telja að í raun og veru hafi Bodström aðeins endurspeglað afstöðu Palmes sjálfs og að sjálfur hafi hann ekki gegnt nokkru aðal- hlutverki. Sten Andersson utanríkisráðherra: umdeildur, reyndur og duglegur stjórnmálamaður. í nokkrum helztu málunum, sem vöktu deilur þegar Bodström var utanríkisráðherra, kom hann sjálfur lítið eða ekkert við sögu. 011 þessi mál snertu fyrst og fremst Palme forsætisráðherra. Þetta átti t.d. við um mál Anders Ferm, sendiherra Sví- þjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sem átti í leynilegum viðræðum við Rússa skömmu eftir að nefnd, sem Svíar skipuðu til að rann- saka kafbátamálið, skilaði skýrslu. Sænska utanríkisráðu- neytið kom hvergi nærri því máli, en Palme sætti harðri gagnrýni fyrir hlut sinn í því. Bodström fékk jafnvel ekki að lesa umdeilt bréf, sem Ferm skrifaði Palme. Bodström hafði aðeins þetta að segja á blaða- mannafundi: „Ég las ekki bréfið í heild fyrr en það fannst aftur í skjalasafni forsætisráðherra og efni þess var almennt orðið kunnara." Stóryrði í deilu Svía og Dana um Hess- elö á Eyrarsundi var það aftur forsætisráðherrann, sem tók frumkvæðið af hálfu Svía. í því máli Hkti Palme framkomu Dana við yfirgang Galtieris hershöfð- ingja fyrir innrás Argentínu- manna á Falklandseyjar. Bodström kom hér hvergi nærri, þótt hann væri oft gagn- rýndur fyrir vafasamar athuga- semdir um utanríkismál. Palme virðist jafnan hafa verið stórorð- ari en Bodström og magnað deil- ur í Svíþjóð um stefnuna í utan- ríkis- og öryggismálum, þótt Bodström hafi ekki farið var- hluta af þeirri gagnrýni, sem sænsk utanrikisstefna hefur sætt á síðustu árum. Sjálfstæðari? Hægrimenn vona að Sten Andersson muni fylgja sjálf- stæðari stefnu í utanríkismálum en Bodström hefur gert og telja nokkrar líkur á því að honum muni takast það, þar sem staða hans í flokknum sé sterk og hann verði því ekki í einu og öllu háður duttlungum Palmes forsætisráð- herra. Svenska Dagbladet bendir á að Anderson hafi um margra ára skeið staðið í nánu sambandi við þá menn í flokki sósíaldemó- krata, sem taki raunsærri af- stöðu í utanríkismálum en Palme, og blaðinu þykir það góðs viti. Blaðið bendir á að rétt eftir skipunina í utanríkisráðherra- embættið hafi Andersson hrósað Carl Bildt, þeim stjórnmála- manni Svía, sem Palme sé hvað mest í nöp við og tali helzt ekki um öðru vísi en „hann Bildt þarna“. Blaðið segir að mikilvægasta verkefni Anderssons verði að vinna á móti óheppilegum áhuga Palmes forsætisráðherra á utan- ríkismálum og of miklum áhrif- um hans á því sviði, en spyr hvort það verði hægt. Um leið og Palme fari að tala um „hann Andersson þarna“ verði öllum Ijóst að ágreiningur sé kominn upp. Sjálfur sagði Sten Andersson þegar hann tók við nýja starfinu: „Metnaður minn í starfi utan- ríkisráðherra er í því fólginn að varðveita eininguna um sænska utanríkisstefnu." (Aftenposten, Svenska Dagbladet.) Tilboð óskast Tilboö óskast í AMC-JeepCJ-7 árgerö 1983,6cyl. 5gíra, m/6000 Ibs. rafspili, sem veröur á útboöi þriöjudaginn 29. október kl. 12—15 aö Grensásvegi 9, ásamt öörum bifreiöum. Sala Varnarliðseigna Bladburóarfólk óskast! plnrj0iuiiWaliíl» Ingólfsstræti Leifsgata Hverfisgata 65—115 Barónstígur 4—33 Laugavegur 34—80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.