Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Morgunblaiið/Árni Sæberg Rætt við Hauk F. Hannesson sellóleikara um tónlistarkennslu eftir Suzuki-aðferðinni og litið inn í sellótíma Hann gengur einbeittur inn, fer úr pollagallanum og sest við sellóið sitt. Hjalti Jónathansson, fjögurra ára gamall, er kominn í sellótíma hjá Hauki F. Hannessyni eins og hann hefur gert vikulega í tæp tvö ár. En hann kemur ekki einn í tíma því það er liður í Suzuki-kennslu að einhver náinn aðstandandi fylgi barninu. Að þessu sinni er móðir hans, Hrefna Hjaltadóttir, með honum. Hjalti tyllir sér á lítinn koll sem greinilega hefur verið sérsmíðaður fyrir sellóleikara á hans aldri. Kollurinn stendur á mottu sem á eru dularfullar teikningar. Þær skýra sig sjálfar áður en lengra er haldið, þar er gert ráð fyrir fótunum og sellóinu. Hvor fótur er settur á sinn afmarkaða stað á mottunni og sellóið sömuleiðis. Þá fyrst er hægt að byrja, að allt sé á réttum stað. Fyrst er talið upp að áttatíu, hægt. Og þá er aðal- atriðið að sitja kyrr. Fyrir tæpum tveimur árum var hægt að telja upp að fimm áður en þolinmæðina þraut. Puttarnir verða að vera réttir á boganum og allir hafa þeir sinn stað. Allt er gert að leik: Sá sem á heima í „silfurhúsinu" verður að vera heima eins og allir hinir puttarnir reyndar líka ef „músarholan" á að myndast. Þá er að „hræra köku“ með boganum áður en takturinn „Kópavogur- hopp-stopp“ er klappaður. Svo er tíminn allt í einu búinn. Hjalti er farinn að ókyrrast, hann vill komast á kreik á ný eftir set- una við sellóið. Og þannig á það einmitt að vera. Það er hann sem ræður ferðinni. Þetta eru hans tímar og það er hann sem vill koma aftur og aftur. En hann er ekki reiðubúinn að spjalla neitt um þetta nám sitt. Hann kinkar bara kolli þegar hann er spurður hvort þetta sé skemmtilegt. Honum þykir sellónámið greinilega ekkert tiltökumál, enda eru foreldrar hans bæði hljóðfæraleikarar. Hrefna er víóluleikari og faðir hans, sem er breskur, heitir Jonat- han Bager og er flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Islands. Frábrugðið öðru tónlistarnámi „Að læra á hljóðfæri eftir Suz- uki-aðferðinni er ákaflega frá- brugðið öðru tónlistarnámi. Það gerir bæði meiri kröfur til kennara og foreldra. Þetta er ekkert hefð- bundið tónlistarnám," segir Hauk- ur F. Hannesson, sellóleikari. Hann er einn af fáum tónlistar- kennurum hér á landi sem eru útskrifaðir Suzuki-kennarar. „Japanski fiðluleikarinn Shin- ichi Suzuki, sem er upphafsmaður þessarar kennsluaðferðar sem kölluð hefur verið Suzuki-aðferðin, telur að öll börn geti lært á hljóð- færi. Sérhvert barn hafi margs konar hæfileika meðfædda, en það verði að hvetja það á réttan hátt til að þeir geti blómstrað. Suzuki tekur móðurmálið til viðmiðunar. Lítið barn lærir málið þannig að aðstandendur þess þreytast aldrei á að endurtaka fyrir það og hvetja það á jákvæðan hátt. Þess vegna hefur þessi kennsluaðferð m.a. gengið undir nafninu móðurmáls- aðferðin," segir Haukur. „Á sama hátt og þau læra málið geta börn einnig lært að spila og öðlast þannig hlutdeild í þeim fjársjóði sem tónlistin er,“ bætir hann við. Fiðlan er hljóðfæri Shinichi Suz- uki, sem nú er orðinn 87 ára gamall. Hann byrjaði ekki að læra fiðluleik fyrr en hann var orðinn nítján ára gamall, en í kenningum sínum leggur hann mikið upp úr því að nemendur byrji tónlistar- námið snemma. Ekki er óalgengt að þau byrji tveggja ára gömul í tímum, en enn sem komið er mið- ast kennsla eftir hans aðferð aðal- lega við nám í fiðlu-, selló, píanó- eða flautuleik. Að sögn Hauks eru horfur á því að fleiri hljóðfæri bætist í þennan hóp fljótlega. Námshraðinn ræðst af barninu sjálfu „Námshraðinn ræðst algjörlega af barninu sjálfu og þroska þess“, segir Haukur, „en ekki af ein- hverju fyrirfram ákveðnu ferli sem aðrir hafa ákveðið, eins og því að nemandinn skuli ljúka einni bók eða stigi á ári. Krakkarnir byrja á því að koma og hlusta hjá öðrum til að venjast því að heyra selló- leik. Suzuki hefur einnig gefið út plötu og kassettu með þeim lögum sem eru í kennslubókum hans, en þær eru tíu talsins. Þessi lög eiga það öll sammerkt að vera skemmtileg, en jafnframt eru öll tækniatriði við hljóðfæraleikinn vandlega úthugsuð. Ætlast er til að lögin séu spiluð fyrir börnin, helst daglega, og með því að þau heyra þau svo ómeðvitað frá unga aldri verður námið miklu auðveld- ara. Þau kunna meira en maður gerir sér grein fyrir þegar þau fara af stað. Þau læra svo að sjálf- sögðu einnig að lesa nótur þegar lengra er komið í náminu. Það er útbreiddur misskilningur að börn í Suzuki-námi læri ekki nótnalest- ur.“ „Námið er byggt þannig upp að bðrnin læra bara eitt atriði í einu og æfa það aftur og aftur. Það er byrjað á ákveðnum lykilatriðum, Ilaukur F. Hannesson segir Hjalta til. þau læra að klappa ákveðna takta sem allir hafa sitt nafn. „Kópavog- ur-hopp-stopp“ er dæmi um einn og „Ba-na-ni“ er annar. Suzuki- kerfið er byggt upp á markvissum skrefum i kennslu. Frá byrjun er lögð áhersla á að tónninn sé falleg- ur. Suzuki telur að börn séu svo músíkölsk frá fæðingu að hljómi hljóðfæri þeirra illa hætti þau fljótlega að langa til að spila," segir Haukur. „Þáttur foreldra í þessari kennsluaðferð er mjög mikill. Fyrir lítil börn er ómögu- legt að æfa sig heima án stuðnings frá foreldrum. Þess vegna byrjum við oft á því að kenna foreldrunum svolítið á hljóðfærið og síðan hvernig þeir eiga að kenna barn- inu. Það er skilyrði að þeir taki þátt í vikulegum kennslustundum hjá kennaranum. Á þennan hátt næst beint samband milli skólans og heimilisins, sem hefur afger- andi þýðingu." Ekki verið að búa til snillinga „Suzuki-aðferðin byggir ekki á því að nemendur séu valdir úr hópi annarra nemenda með það fyrir augum að gera þá að einhverjum snillingum eða ýta þeim út í ein- hverja atvinnumennsku í tónlist. Tilgangurinn er að að nota tónlist- ina sem tæki til að ná persónuleg- um þroska. Það er mikilvægt tak- mark í kennslunni að börnin missi ekki áhugann á því að spila. Til þess að hvetja þau og auka áhug- ann eru börnin látin spila saman og hvert fyrir annað aðra hverja viku og hefur það gefið mjög góða raun. Þau hittast þá og spila eitt- hvað sem þau kunna alveg utan að og foreldrarnir koma oftast líka í þessa hóptíma. Þannig kynnist fólk innbyrðis á jákvæðan og skemmtilegan hátt og það verður börnunum eðlilegt að koma fram,“ segir Haukur og bætir við að þannig verði námið líka skemmti- legt fjölskylduverkefni. Börnin fá þannig öll einn einkatíma I hverri viku. Aðra hverja viku hittast þau svo öll saman í hóptíma. Haukur tekur það skýrt fram að það hafi ekkert að segja hvort foreldrarnir hafi einhverja tónlist- armenntun fyrir. Hann kenndi áður í Englandi, en þar eru haldin sérstök námskeið fyrir foreldra til að undirbúa þá áður en barnið byrjar sjálft í kennslunni. Haukur lauk einleikara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music í London árið 1982, en hóf skömmu áður nám í Suzuki-kennslufræð- um. „Suzuki-kennslufræði eru mikið nám. Maður þarf að kunna öll smáatriði utan að og í því felst gífurleg vinna," segir Haukur. Hann er nú fastráðinn við Sin- fóníuhljómsveit íslands og kennir við Tónlistarskólann á Seltjarnar- nesi auk þess sem hann tekur nemendur í einkatíma. Textc Bísabet Jónasdótir Myndir Ámi Sæberg og Bjami Bríksson Lykilorðin eru endur- tekning og hvatning Shinichi Suzuki, upphafsmaður móðurmálsað- ferðarinnar við tónlistarkennslu, sem einnig er kennd við hann og kölluð Suzuki-aðferðin, fæddist í borginni Nagoya í Japan árið 1898. Hann var orðinn 19 ára gamall þegar hann hóf fiðlunám, fyrst í Tókýó en síðar í Þýskalandi. Árið 1928 sneri hann aftur til Japan frá Þýskalandi ásamt þýskri eiginkonu sinni, hélt tónleika og starfaði við kennslu. Eftir að hafa kennt um nokkurt skeið fór hann að hafa vaxandi áhuga á því hverngi ung börn læra og einblíndi hann þá sérstaklega á það hvernig þau læra málið. Stöðug endurtekning og hvatning hefur þar mikið að segja og eftir að hafa rannsakað móðurmálsnám kom hann fram með aðferð við tónlistarkennslu sem byggði á sama grunni. Þessi kennsluaðferð hans hefur náð miklum vinsældum og kennt er eftir henni víða um heim. Shinichi Suzuki og Haukur F. Hannesson. Myndin var tekin í Bretlandi fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.