Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 12

Morgunblaðið - 27.10.1985, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 FIÐLUBALL MR1%9 Margir straumar leika um unga fólkið sem fer í mennta- skóla landsins. Gjörðir nemenda endurspegla lífið, vonir og hugmyndir um lífið og söguna. Nemendur eru að mótast, velja braut í lífinu og kynnast. Haustið 1969. Miklir ólgutímar í hugum ungs fólks Bob Dylan. Bítlarnir að leysast upp, eða hvað? Island var á mörkunum, fæðingarhríðir nútímans voru á næstu grösum. Allir höfðu sína drauma. í MR komu nokkrir ungir menn saman yndir forystu Geirs Waage og Jóns Gröndal og ákveð- ið var að reyna að halda svonefnt fiðluball. Nokkurs konar gullin draum, litla innsýn í draumaheim Loðvíks fjórtánda. Kenna öllum sem vildu að dansa menúett og aðra hefðar- dansa. Ákveðið var að reyna þetta og auglýst var Fiðluball og ókeypis danskennsla þannig að allt yrði nú í bezta lagi. Hljómsveit Jans Moravek lék fyrir dansi. Móttökustjórarnir við dyrnar, Valdimar og Billó. Texti: Friðrik Ásmundsson Brekkan Myndir: A. Magnússson Rektor Einar Magnússon ásamt eiginkonu sinni hylltur á 70 ára afmælinu. Arnór Egilsson pantar dans hjá Dagnýju Emils- dóttur. Skráð í dansbókina. Danskennsla var haldin á sal Menntaskólans og var hún vel skipulögð og undir góðri stjórn þeirra Geirs Waage og Jóns Gröndal. Undirritaður sótti tvær kennslustundir hjá þeim heiðurs- mönnum og varð það að nægja. Áhugi minn á menúett og síðkjól- um var enda í lágmarki á þessum tíma. Sé eftir því nú að hafa ekki haldið út í dansnámskeiðinu. Hefði ef til vill fengið aðalhlutverkið í Amadeus hefði ég verið góður menúettnemandi. Stóra stundin rann upp. í kring- um þann fyrsta desember árið 1969 var kveikt á kristalsljósakrónum á sal MR og embættismenn fiðlu- ballsins settu sig í stellingar. Geir Waage hlaut nafnbótina „Fiðlu- ballskanzlari" og stýrði hann starfsliði sínu, dyravörðum, nafna- kallara, stallara, þjónustuliði, dansstjórum og hljómsveit af mikilli röggsemi. Gestir streymdu inn í anddyri MR, gestabók lá frammi, blásaratríó lék í anddyri. Borðalagðir starfsmenn ballsins með silkihanzka og satínhatta leiddu frúrnar í silkikjólunum inn. Á fyrstu hæð var hárgreiðslustofa sett upp fyrir dömurnar. Þegar upp á aðra hæð var komið tók við kallari sem hrópaði nöfn gesta þeirra er gengu í salinn. Til nánari áherzlu sló kallarinn staf einum heilmiklum í gólfið um leið og nöfnin voru sögð. Allt var þetta eins og hjá Loðvík fjórtánda og ekki laust við að maður hafi séð anda hans bregða fyrir öðru hverju. Kennzlustofum var breytt í borðsali og bornar fram léttar veitingar undir stjórn Kjartans Gunnarssonar, sem var starfs- mannastjóri ballsins. Þá hófst hin hátíðlega stund á sal. Ballið var sett. Davíð Oddsson Inspector Scholae setti samkomuna, Geir, „Fiðluballskanzlari" sagði nokkur orð. Skólakórinn söng undir stjórn hins unga tónlistarmanns Atla Heimis Sveinssonar sem þá var nýkominn heim úr námi. Jón Gröndal tók til máls og ásamt öðrum ræðumönnum hylltu þeir Rektor MR, Einar Magnússon, en hann átti einmitt 70 ára afmæli þetta kvöld. Var það hátíðleg stund og söguleg. Þá lék hljómsveit Jans Moravek nokkur lög og ballið hófst fyrir alvöru. Menn hneigðu sig og heilsuðu hefðardömunum og óskuðu eftir að skrifa nöfn sín sín í dansbók, sem hver kona hafði við belti. Lítil gyllt bók ásamt penna. Dansinn dunaði frameftir öllu og skemmtu menn sér hið bezta. Undirritaður hafði mestan hugann við hið sögu- lega gildi þessa atburðar og fór mikill tími í myndatökur og skipu- lag en það verð ég að segja að ég er viss um að þeir sem tóku þátt ( þessu fiðluballi muna það alla tíð. Ég hef víða ferðast og átt því láni að fagna að sjá ýmsar glæsi- samkomur en þessi samkoma á sal Menntaskólans í Reykjavík árið 1969 er ein af þeim eftirminni- legustu. Þjónustulið ásamt yfirþjóninum Kjartani Gunnarssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.