Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.10.1985, Qupperneq 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 Haustmatur Nú hefur sláturtíð staðið í nokkrar vikur og stendur enn. Áður fyrr var þetta mikill annatími á heimilum. Ársmatarforði heimilanna var að mestu leyti búinn til á haustin. Fleira var búið til en slátur, svo sem rúllupylsa, kæfa, saltkjöt, alls konar súrmatur og fleira og fleira. Nú fæst hráefni í þetta allt árið, en slátur- tíð er eftir sem áður á haustin. Mér gafst kostur á að fylgjast með slátrun í slátur- húsi á Suðurlandi á þessu hausti. Lömbin eru rekin í einskonar rétt innanhúss kvöldið áður en þeim er slátrað. Þau fá ekkert að eta og gæta verður þess að þau hafi hægt um sig til þess að vöðvastyrkur eyðist ekki, en geymsla kjötsins og meyrnun er háð honum. Hver bóndi hefur sitt hólf og er allt frá sama bónda vigtað. Stundum skaddast kjöt í fláningu, en það bitnar ekki á bónda. Stjörnuflokkur getur fallið niður í annan flokk. í því sláturhúsi sem ég kom í, vinna um 130 manns. Þar er færiband sem skrokkarnir renna eftir. Eftir að lambið hefur verið aflífað, er blóðið látið renna eftir rennu. Áður var hrært í blóðinu með greinóttum hríslum til að ná úr því storknunarefni. Þá settust blóðlifrarnar á greinarnar. Nú eru aðrar aðferðir not- aðar til þess að lifrar verði ekki í blóðinu. Þegar lamb- inu hefur blætt úr, er haus skorinn af og dreift úr hausunum og þeir látnir kólna. Síðan er lambið hengt upp á öðrum aftur- fæti, þar sem það rennur eftir færibandinu, þar sem fólk stendur í röðum og vinnur hvert sitt verk. Lambið er fláð, en skrokk- Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON urinn er skolaður úr renn- andi vatni áður en tekið er innan úr. Þegar rist er á kvið, detta innyflin ofan á borð. Þó sitja nýru og nýrnamör eftir. Skrokkur- inn er skolaður vel að inn- an. Innyfli eru aðgreind. Lifur og lungu eru skoðuð sérstaklega til að athuga hvort einhver sýking sé. Þess er gætt að skrokkur og innyfli fylgist að. Dýra- læknir skoðar kjötið og stimplar með þríhyrningi og númeri. Þessi stimpill er á sex stöðum á fyrsta flokks kjöti, en kjötmats- maður setur aftur á móti miða á hækil skrokksins. Eftir að kjötmatsmaður hefur metið kjötið, er það látið hanga í sólarhring, en vegna geymsluskorts er ekki hægt að láta það hanga lengur. Síðan eru skrokk- arnir frystir hangandi. Þá er þeim staflað beinfrosn- um í hlaða. Nú er farið að geyma kjöt í plasti, og eru kjötpokar settir utan um plastið. Miklar tilfæringar eru hafðar við hreinsun á görnum, sem eru verðmæt- ar og notaðar utan um pyls- ur. Garnirnar eru marg- hreinsaðar í vélum og þar fara þær gegnum valsa sem skafa þær þar til þær eru mjólkurhvítar, örþunnar og næstum eins og tvinna- spotti. Kostnaðurinn við slátrun, frystingu, pökkun, geymslu og flutningskostn- aður er 55—56 kr. á hvert kíló af kjötinu. Kæfa 5 kg súpukjöt eða slög og súpukjöt 3—4 lítrar vatn 5 meðalstórir laukar 2 lárviðarlauf 1%—2msk. salt Vz tsk. allrahanda lk —1 tsk. pipar 1 tsk. basilikum (má sleppa) 1 tsk. skessujurt (má sleppa) 1. Setjið vatnið í pott og látið sjóða. Þvoið kjötið, setjið í sjóðandi vatnið, látið sjóða við hægan hita í 3 klst. 2. Takið kjötið úr pottinum, kælið örlítið, takið síðan beinin, sinar og einhverja fitu úr því. Hakkið kjötið síðan í hakkavél. Þetta ætti að vera um 3 kg af hökkuðu kjöti. 3. Látið soðið í pottinum sjóða á fullum straum, þar til það hefur minnkað niður í 1 lítra. 4. Afhýðið laukinn, skerið í bita og sjóðið í soðinu í 10 mínútur. Látið lárviðarlauf með lauknum út í pott- inn. Takið laukinn úr soðinu og hakkið með kjötinu. 5. Leytið fituna ofan af soðinu, setjið síðan salt, pipar, allrahanda, basilikum og skessujurt út í soðið, síðan kjötið og laukinn. Hrærið vel í og látið sjóða vel upp. Takið lárviðarlaufin úr. 6. Hrærið öðru hverju í kæfunni þar til hún er orðin hálfköld. Setjið hana þá í skál eða poka undan kaffi. Þurrkið kaffipokana vel að innan áður en þið setjið kæfuna í þá. 7. Látið kæfuna kólna vel og geymið í kæliskáp. Ef þið ætlið að geyma kæfuna lengi, þarf að frysta hana. Lifrarkæfa með beikoni 1 lítil lambslifur, u.þ.b. 450 g 200 g svínaspik (spæk) 1 lítill laukur 2 tsk. salt W tsk. pipar Vz tsk. allrahanda 3 msk. hveiti 2 dl mjólk 8—10 meðalstórar beikonsneiðar 1. Hreinsið allar taugar og æðar úr lifrinni. Hakkið hana ásamt svínaspiki. Setjið í hrærivélarskál. 2. Afhýðið laukinn og skerið smátt. Setjið saman við lifrina í skálinni. Setjið salt, pipar og allrahanda saman við. Hrærið smástund. 3. Setjið egg og hveiti saman við og hrærið áfram smástund. 4. Raðið beikonsneiðunum á botninn á eldföstu móti, álmót eru hentug. Hellið soppunni yfir. 5. Hitið bakaraofn í 180°C, setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í 45—60 mínútur. 6. Berið lifrarkæfuna fram heita eða kalda með brauði og súr/sætu grænmeti (piklis). Söltuð rúllupylsa 750 g slag 1 meðalstór laukur 1 msk. fínt salt Saltpétur milli fingurgómanna 1 tsk. pipar l/z tsk. sykur V* tsk. negull 'k tsk. allrahanda 2 msk. fínt salt utan á pylsuna. 1. Þvoið slagið vel úr köldu vatni. Þerrið með eld- húspappír. 2. Skerið niður með rifbeinunum og fjarlægið þau. Brjóskbein liggja þvert á þau, fjarlægið þau einnig. 3. Sláið létt með buffhamri á slagið. Skerið af endum þess þannig að slagið sé jafnt á alla kanta. Setjið það sem þið skerið af inn í pylsuna. 4. Afhýðið og saxið laukinn smátt. 5. Blandið saman salti, saltpétri, pipar, negul, sykri og allrahanda. Stráið þessu jafnt á slagið. Stráið síðan lauknum á slagið. 6. Vefjið pylsuna þétt upp. Haldið henni saman með kjötpinnum eða stórum stoppunálum. 7. Þræðið sterkan bómullarþráð í rúllupylsunál. Byrjið að sauma í miðjunni, en saumið síðan til beggja hliða. Vefjið síðan bómullarþráðinn utan um pylsuna. Sérstök handtök eru höfð við þetta verk. Þræðinum er smeygt upp á höndina og smeygt fram af utan um pylsuna. Eg kann því miður ekki að lýsa þessum handtökum. 8. Nuddið salti vel utan á pylsuna, setjið í plastpoka. Vefjið plastpokanum þétt utan um pylsuna. Setjið plast- pokann með pylsunni á aflangt fat. Geymið í kæliskáp. Snúið daglega. Eftir viku er pylsan tilbúin. 9. Skolið saltið utan af pylsunni. Sjóðið hana síðan í saltlausu vatni í 1—1 Vz klst. 10. Leggið pylsuna á fat, setjið bretti ofan á hana. Setjið farg ofan á brettið. Skál með vatni dugir alveg. Látið pylsuna kólna. 11. Sneiðið pylsuna þunnt og hafið ofan á brauð. Sviöasulta 5 sviðahausar 8—10 lítrar vatn 5—6 msk. gróft salt 3 blöð matarlím. 1. Leggið sviðin í bleyti i kalt saltvatn í 12 klst. Burstið síðan mjög vel með grófum bursta úr tveimur vötnum. Takið heilann úr hausnum og þvoið allt blóð í burtu. Þvoið sviðin vel upp með tungunni. 2. Hitið vatnið, setjið salt i það- Leggið kjammana saman og raðið ofan i vatnið. Reynið að láta sviðin liggja þétt saman. Sjóðið við hægan hita í 1 'k klst. 3. Takið sviðin úr soðinu, kælið örlitið og takið allan mat af beinunum. Skerið kjötið svo að það verði ekki í mjög stórum bitum. Fjarlægið augastein og eyrun. Leggið síðan þétt i djúpt, aflangt mót. Almót eru hentug. 4. Notið helming soðsins. Setjið fullan straum á hell- una og sjóðið soðið niður, þar til það er u.þ.b. 1 lítri. 5. Leggið matarlímið í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið upp úr vatninu, bræðið í heitu soðinu um leið og þið takið það af hellunni. Hellið soðinu yfir sviðin. Kælið eins fljótt og mögulegt er. Athugið. Ef þið notið matarlím í sultuna, linast hún síður, þegar hún kemur i stofuhita. Meðlæti: Rófustappa og flatbrauð. Arlegur fagnaö- ur Austfiröinga Austfiröingafélagiö í Reykjavík Heiðursgestur að þessu sinni verð- efnir til árlegs fagnaðar síns, Aust- ur Anna Sigurðardóttir, forstöðu- prðingamóts, á Hótel Sögu föstudag- maður Kvennasögusafns íslands, inn 1. nóvember næstkomandi kl. og mun hún ávarpa gesti. Þá gefst 8.00 að kvöldi. fólki kostur á að hlýða á söng Olaf- Það er löngu orðin föst venja að ar Kolbrúnar Harðardóttur við bjóða heiðursgesti að sitja mótið. undirleik Jóns Stefánssonar og Jóhannes Kristjánsson mun fara með gamanmál. Sonja Berg, vara- formaður félagsins, setur fagnað- inn með stuttri ræðu og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir frá Fá- skrúðsfirði verður veislustjóri, Hljómsveit Grétars örvarssonar leikur fyrir dansi. Austfirðingafélagið er 81 árs að aldri. Það á sér enga félagaskrá, en félagsmenn teljast allir brott- fluttir Austfirðingar, sem búsettir eru í Reykjavík og nágrenni. Rangæingafélagið heldur árleg- an kirkjudag í Bústaðakirkju ÁRLEGUR kirkjudagur Rangæinga- félagsins verður að þessu sinni sunnudaginn 27. október og hefst hann með guðsþjónustu í Bústaða- kirkju kl. 14.00. Formaður félagsins, Dóra Ingv- arsdóttir, prédikar og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir þjónar fyrir altari. A eftir guðsþjónustu verð- ur kaffisamsæti fyrir eldri Rang- æinga og aðra gesti í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Þessi sam- koma verður lokaþátturinn i 50 ára afmæli Rangæingafélagsins, en það var stofnað þann 12. des- ember 1935. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.