Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. QKTÓBER1985
Öllum þeim sem glöddu mig á áttatíu og fimm
ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum
og skeytum 5. október sl. færi ég mínar hjart-
anlegustu þakkir og árnaðaróskir.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Gudjónsdóttir,
Skipasundi 26.
+
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í
almennri skyndihjálp. Námskeiðiö verð-
ur í kennslusal Rauða kross íslands,
Nóatúni 21 og hefst þriðjudaginn 29.
okt. kl. 20. Þátttökutilkynningar í síma
28222.
Tölvunámskeið
fyrir verkfræðinga
Námskeiðið er ætlað verkfræðingum sem
vilja kynnast notkunarmöguleikum smá-
tölva við verkfræðistörf.
Dagskrá
★ Grundvallaratriði við notkun PC-töIva.
★ Töflureiknirinn MULTIPLAN.
★ CAD-kerfi og notkunarmöguleikar þeirra.
★ Aætlana- og tilboðsgerð með smátölvum.
★ Þjónusta Reiknistofnunar Háskólans við verk-
fræðistofur.
★ Umræður og fyrirspurnir.
Leiðbeinendur og fyrirlesarar:
Örn Stainar Jón Búi Dr. KristjAn Páll Jensson,
Sigurósson GuOtaugsson Ingvarsson verkfræðingur.
verkfrsaðingur verkfræðingur verkfræðingur
ITími 4. — 7. nóvember kl. 13—16.
Innritun í síma 687590 og 686790
QÍTÖLVUFPÆÐSLAN
Ármúla36, Reykjavík.
Bkðið sem þú vakrnr við!
I L
„Demantssfldin" söltuð í Reyðarfirði.
Marineruð „demantssfld"
FRAMLEIÐSLA á marineraðri „demantssfld" hófst
í Reyðaflrði síðastliðið vor og er dreifing í henni að
hefjast víða um land. Það er fiskréttafyrirtækið
Humall. sem hefur tekið að sér að sjá um dreifingu,
en sfldin er seld í 200 gramma krukkum. Uppskriftin
er ættuö frá fyrri sfldarárum.
í frétt frá framleiðendum, Verktökum hf. á
Reyðarfirði, segir meðal annars að þessa dagana
sé verið að veiða og verka demantssíldina". Mest
af síldinni veiðist inni á Reyðarfirði og hráefnið
sé því eins ferskt og mögulegt er. Strax og síldin
veiðist er hún vandlega kæld um borð og unnin
mjög skömmu síðar. I landi fari hún í gegn um
mjög strangt gæðaeftirlit og aðeins bezta síldin
sé valin til verkunar sem „demantssíld". Eftir
söltun er síldin síðan verkuð við nákvæmt hitastig.
Demantssíldin sé aldrei fryst og fær sérstaka
meðhöndlun, sem tryggir gæði hennar.
Það eru alls 8 síldarbátar, sem að mestu annast
síldveiðar fyrir Verktaka hf.
Auglýsing Verzlunarbankans:
Brýtur í bága við
góða viðskiptahætti
vega að spariskírteinum ríkissjóðs.
Taldi ráðið auglýsinguna brjóta í
bága við góða viðskiptahætti og félli
þar með undir greinar í verðlagslög-
unum er varða óréttmæta viðskipta-
hætti og neytendavernd og áminnti
bankann með bréfi.
— segir í samþykkt Verðlagsráðs
VERÐLAGSRÁÐ hefur afgreitt staka athugun á auglýsingu Verzlun-
beiðni fjármálaráðuneytisins um sér- arbankans, sem ráðuneytið taldi
Strætisvagnar Reykjavíkur:
Breytingar á leið
um 10, 13 og 14
Frá og með sunnudeginum 27.
október verða gerðar breytingar á
leiðum strætisvagna Reykjavíkur
númer 10,13 og 14.
Leið 10 (Hlemmur-Selás): Enda-
stöð færist frá Klapparási að Sel-
ásbraut við Þingás. Þá munu vagn-
arnir sleppa Ártúnshöfða á kvöld-
in og um helgar og aka á báðum
leiðum um Ártúnsholt.
Leið 13 (Lækjartorg-Breiðholt)
og leið 14 (Lækjartorg-Sel): Vagn-
arnir aka á kvöldin og um helgar
Bústaðaveg, Háaleitisbraut, Lista-
braut og Kringlumýrarbraut á
vesturleið og öfugt á austurleið í
stað samsvarandi kafla á Miklu-
braut. Leið vagnanna á þessum
tímum verður að öðru leyti
óbreytt. Viðkomustaðir verða á
Bústaðavegi gegnt Borgarspítal-
anum og á Listabraut við Kringlu
(nýr miðbær). Þessi breyting er
gerð til að bæta samgöngur við
Borgarspítalann.
Mánudaga-föstudaga kl. 7.00 til
19.00 munu vagnar á leiðum 13 og
14 aka eins og áður en nýir við-
komustaðir verða beggja vegna
Miklubrautar austan bensínstöðva
Skeljungs.
í bréfi sínu til Verzlunarbank-
ans leggur ráðið áherslu á að
bankinn birti ekki samanburð eða
upplýsingar, sem ekki uppfylli
meginreglur um góða viðskipta-
hætti svo ekki komi til deilna á
milli samkeppnisaðila eins og 1
umræddu tilviki. í bréfinu er einn-
ig sagt að Verðlagsstofnun hafi
skoðað auglýsingar annarra aðila
um ávöxtunarkjör og telji ástæðu
til að senda þeim bréf til kynning-
ar á þeim lagagreinum sem um
ræðir og sjónarmiðum verðlags-
yfirvalda. Gísli ísleifsson lögfræð-
ingur Verðlagsstofnunar sagði í
samtali við Morgunblaðið að Verð-
lagsráð hefði einnig ákveðið að
athuga hvort aðrir aðilar, innláns-
stofnanir og verðbréfasalar, væru
með auglýsingar sem brytu í bága
við lög og ef svo væri yrðu þeir
einnig áminntir.
WKS0
Helgar- og vikuferðir til Ýmis fargjöld til
Amsterdam frá kr. 13.135 Dússeldorf frá kr. 15.492
Edinborgar — kr. 12.902 Zúrich - kr. 17.534
Glasgow — kr. 11.753 Lúxemborgar - kr. 13.550
Kaupmannah.— kr. 14.178 Oslóar - kr. 13.259
London kr. 13.197 Stokkhólms - kr. 16.581
Lúxemborgar - kr. 14.449 Miami - kr. 25.333
Parísar kr. 14.533 Orlando - kr. 25.333
Rómar — kr. 22.783 • Chicago - kr. 15.717
Hawaii kr. 40.534 New York - kr. 14.668
Tenerife — kr. 26.815 London - kr. 12.795
Florida kr. 29.068
Sérstakar ævintýraferðir
I Jólaferð til Florída, 16 dagar kr. 34.960
»Sigling um Bahamaeyjar á 45 feta
lúxusskútu. Fæði innifalið. 14 dagar kr. 57.112
) Kenýa - safarí og sól, 14 dagar m/fæði kr. 52.900
> Hundasleðaferðir á Grænlandi o.fl. o.fl.
Kanaríeyjar frá kr. 28.503
Skíðaferdir kr 18 358
Flug og bíll kr. 11.963,
Ævintýraferðir um allan hejm
Langholtsvegi 111
Símar: 33050/33093