Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 28

Morgunblaðið - 27.10.1985, Page 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 „Guð hefiir gefið ykkur eitt andlit, en þið búið sjálfar tíl annað“ (WILLIAM SHAKESPEARE) ó fegurð manns- ins lúti sömu lög- málum og fegurð náttúrunnar, stendur hún yfir- leitt lengur við, þó er það ekki ein- hlítt. Það fer eftir heilsu og lífsvenjum. Nú þegar þær fregnir berast frá Ameríku að menn hafi sannreynt við umfangsmiklar rannsóknir að fai- legu fólki vegni betur í lífinu, fái betri einkunnir og sé öðrum vel- komnara á vinnumarkaðinn, þá þyk- ir manni ekki lengur kynja þó fólk hafi frá örófi alda lagt á sig eitt og annað til að betrumbæta sköpunar- verkið. Svart strik þar og rautt hér í hörundsflúri villimannsins; allt er þetta af sömu rót runnið og ýmis fegurðariðkan í dag. Þaö gegnir furðu hve litlum breytingum fegrun- araðgerðir og fegrunarlyf hafa tekið síðan sögur fyrst hófust. Árið 1926 var efnagreint innihald í smyrsla- bauk sem staðið hafði 3.300 ár í gröf Tut-ank Amons. Efnagreiningin leiddi í Ijós að í smyrslunum voru trjákvoða og balsam, hrært saman við dýrafitu, nákvæmlega samskon- ar efni og er í ýmsum kremum sem framleidd eru í dag. Að lita neglur er komið frá Forn-Egyptum Fyrir þúsundum ára þekktu menn margar tegundir andlitsfarða, t.d. hvítan blýhvítufarða, rauðan farða úr brennisteinskvikasilfri og svartan úr brennisteinsantimoni. Allir þessir litir eru notaðir enn í dag. Það má sjá á ævagömlum egypskum mynd- um að alsiða hefur verið að sverta augabrýr og augnahár og sú tíska að lita neglur rauðar virðist vera komin beina leið frá Egyptalandi. Krem voru gerð úr bómolíu og ólífuolíu, vaxi og dýrafitu, en moskus, reykelsi Fátt er manninum hugstæðara en fegurð- in. Óbrotin og einlæg á hún greiða leið að hjart- anu. Það er engu líkara en hún opni sálinni und þar sem út rennur sælu- blandinn sársauki, gleð- in sem fegurðin vekur er ávallt blandin sorg- inni yfir forgengileika hennar. í geðshræringu sinni yrkja menn, semja lög og mála í ör- vita löngun til að kyrr- setja hina hraðfleygu stund og gefa öðrum hlutdeild í henni með sér. og myrra látin saman við til að gera kremið ilmandi. Henna var notað til að lita hár rautt og í ilmvötn. Gyðingar lærðu fegrun hjá Egypt- um. Olíusmurning var fyrst helgi- athöfn, en var smátt og smátt tekin í þjónustu fegrunarinnar. Gyðingar til forna kunnu einnig að búa til gervitennur úr fílabeini og gulli. Hjá Rómverjum náði fegrunar- listin mik- illi fullkomnun Með aröbum fluttust fegrunarlyf- in frá Austurlöndum til Spánar og öldum saman höfðu Spánverjar for- ystuna á þessu sviði. Þeir reistu verksmiðjur til að framleiða fegrun- arlyf og settu á stofn skóla til að kenna fegrunarlist. Æ fleiri lærðu að búa til ilmandi olíur og fegrunar- lyf komust í hvers manns hendur. Á tímum rómverska heimsveldisins náði fegrunarlistin þeirri fullkomn- un, sem hún hefur ekki náð aftur fyrr en á allra síðustu tímum. Þar var notaður alls kyns andlitsfarði úr ilmandi fitutegundum, ennfremur háreyðandi lyf og tengur til að reyta burt hár. Á þeim tíma fóru menn líka að gera sér grein fyrir að feg- urðin ætti eitthvað skylt við hreyst- ina og meðal almennings urðu böð algeng. Lögð var mikil áhersla á andlitssnyrtingu, hárskurð og hár- greiðslu. Á kvöldin smurðu menn andlit sitt með deigsmyrslum, t.d. úr brauðmylsnu og mjólk. Á morgnana voru smyrslin þvegin burt með ösnu- mjólk. Líkþornalæknar voru á hverju strái á þeim tímum. Á miðöldum gleymdist aftur sambandið milli fegrunarlistar og heilbrigðisfræði Á miðöldum gleymdist aftur sam- bandið milli fegrunarlistar og heil- brigðisfræði. Þá hnignaði flestu nema ilmvatnsiðnaðinum, miðstöðv- ar hans voru í Flórenz, Genúa og Feneyjum. Tækni eins frægasta skurðlæknis miðalda, Guy de Chaulia, er að mörgu leyti svipuð því sem enn tíðk- Egypsk tískudrós um 1400 fyrir KrisL Grísk fegurð um 300 fyrir Krist. 99 Tœkni eins frægasta skurðlœknis miðalda, Guy de Chaulia, er að mörgu leyti svipuð því sem enn tíðkast og í bók sinni um handlœkningar ráð- leggur hann ýmist handlækningaaðgerðir við lík- amslýtum, eða smyrsl við þeim. Sumir lyfseðla hans eru notaðir enn í dag. U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.