Morgunblaðið - 27.10.1985, Síða 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985
fólk f
fréttum
/~-yy^roreuer/-
JCryst/e
The love ihat lives lon?\>?r.
„Krystle“-ilmvatn
fyrir Dynasty-addáendur
Til eru ilmvötn kennd við ýmsar þekktar konur, svo sem Sophiu Loren,
svo dæmi sé tekið. Nýlega hefur meðfylgjandi auglýsing birst iðulega í
enskum og bandarískum tímaritum. Hér er á ferðinni ilmvatn kennt við
Krystle úr Dynasty-þáttunum og til þess að fullkomna leikinn er Blake
eiginmaður Krystle sagður hafa hannað ilminn sérstaklega fyrir hana.
Viltu
koma
út að
leika?
Ljóomynd/U.Stef.
Eina ráðið til að minnka álag á vegum landsmanna, draga úr
viðhaldskostnaði og fækka umferðarslysum er einfaldlega
að smækka bílaflotann ... eða þannig sko.
Kannski er samgönguráðherra Matthías Bjarnason að hug-
leiða þetta þar sem hann stýrir vörubílnum Dúa frá Leikfanga-
smiðjunni Oldu á Þingeyri.
Myndin var annars tekin á fjórðungsþingi Vestfirðinga í
sumar, sem haidið var á Reykhólum.
dvergar
•••
„Það búa litlir dvergar í
björtum dal, á bak við fjöll-
in háu ... Það er yngsta
kynslóðin frá leikskólanum
Hraunborg sem er mætt í
upptökusal útvarpsins að
syngja nokkur lög í barna-
þáttinn „Kátir krakkar" á
rás 2. Spenningurinn
leyndi sér ekki og áfram
sungu þau af fullum krafti
Dýravísur og um „hjólin á
strætó".
Að sögn Ragnars Ragn-
arssonar nema í Fóstur-
skólanum sem sér um þætt-
ina, er hér um að ræða
tónlistarþátt fyrir yngstu
kynslóðina sem eru á
þriðjudags- og miðviku-
dagsmorgnum. Reyndar
gefst hlustendum kostur á
að hlýða á þessa krakka á
rásinni í byrjun nóvember.
BARBARA CARTLAND
Er 14 daga að koma saman skáldsögu
Barbara Cartland heitir þessi
84 ára gamla kona, höfundur
vinsælla skáldsagna, sem stúlkur
hafa verið iðnar við að lesa og látið
næra dagdraumana sína. Það er
ýmislegt fleira sem Cartland hefur
verið kennd við, hún hefur leið-
beint konum um útlit, fegurð og
fataval og gefið út bækur um heil-
brigt fæðuval.
Barabara býr á fallegum herra-
garði þar sem bláir, rauðir og
bleikir litir ráða ríkjum. Hún seg-
ist halda sér unglegri með því að
borða jógúrt, vítamín og ginseng en
gera þó undantekningu um helgar
þegar börnin og barnabörnin koma
í heimsókn, þvi þá slái hún iðulega
upp veislu.
Ekki er Barabara hætt að skrifa
og tjáir viðmælanda sínum að það
taki hana um 14 daga að koma ein-
ni skáldsögu saman þegar hún á
annað borð sé búin með undirbún-
ingsvinnuna, það er að hafa lesið
um 20 skáldsögur og sett sig í spor
stúlku, sem lendir í spennandi ást-
arævintýri___
Cartland hefur mikið álit á
Díönu prinsessu og segir að sú
stúlka sé ímynd kvenlegrar fegurð-
ar og ljúf í hvívetna. Ennfremur
segir hún að það sé henni að þakka
að konur um allan heim hugsi nú
meira um útlit sitt en áður „Hún
heldur fast í gamlar hefðir, hún
lætur fjölskyldu sína sitja í fyrir-
rúmi og skapar börnunum sínum
gott heimili. Eg sjálf hefði ekki
getað orðið betri „prinsessa", segir
þessi roskna rómatíska frú að lok-