Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.10.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER1985 B 37 VELVAK/ -*r <ANDI SVARAR í SÍMA 10109 KL. 10—11.30 FRA MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS * Odrengileg framkoma Afstaða vissra íbúa Teiga- hverfisins gagnvart húsinu að Laugateigi 19 er aðeins táknrænt dæmi um óheilindi mannfólksins. Stór hópur af ibúum Teigahverfisins er örugglega fólk sem er á hinn betri veg. En nokkrar persón- ur með óhreint huglíf geta í augnablikinu raskað jafn- vægi þeirra aðila sem raun- verulega vilja öðrum vel. Einn æskufélagi minn sem er varð- stjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík hefur boðið mér í nokkur skipti þangað í heim- sókn að kvöldlagi og við það er ekkert athugavert, en, þrátt fyrir það, eru þar til starfsmenn, einn eða fleiri, sem líta málið þann veg að hann sé að bjóða þangað glæpamanni, frekar heldur en venjulegum sakleysingja. Þessir náungar eru síst fyrir- myndir í þjóðfélaginu og ég tel mig sist vera það sjálfan. En stutt viðtal við gamlan æskufélaga er einfalt mál en þessir hugarfarslegu náungar óheilindanna reyna samt að gera það stórt. Ég kom við eitt kvöld hjá slökkviliðinu fyrir um hálfum mánuði, frekar illa fyrir kallaður, og þá notaði einn af þessum ná- ungum tækifærið og frá hans sjónarmiði séð var þessi æskufélagi minn að fremja jafnvel afbrot í sambandi við þessar heimsóknir mínar þangað. Hans ummæli voru orðrétt: „Hann æskufélagi þinn, varðstjórinn, hann ber fulla ábyrgð á því að hafa látið þig koma hingað inn í umrædd skipti! Hvílíkt inn- ræti, hvílíkt orðaval. Ég vorkenni þessum slökkviliðsmanni. Þorgeir Kr. Magnússon Eigi skal höggva Velvakandi! í hörðum dómum Hrafnkels Helgasonar yfirlæknis um ávirð- ingar Snorra Sturlusonar — goð- orðsmanns á 13. öld — sem hann studdi með því að láta lesa úr ritum Sturlu Þórðarsonar, sagna- ritara (í útvarpið 20. okt. kl. 10.30) voru orðin hugleysi og hræðsla þau sem langoftast voru sögð. Það hve orðin voru oft endurtekin — 10-12 sinnum að ég held — gæti bent til þess að aá sem sagði þau, hafi ekki verið alviss um réttmæti þeirra. — Mér hefur alltaf fundizt síðustu orð Snorra: „Eigi skal höggva" vera virðuleg og manni sæmandi. En satt er það að enginn styrjaldarmaður var Snorri Sturluson, og man ég ekki dæmi um það úr Sturlungu, að nokkur bardagi yrði af völdum Snorra eða liðsmanna hans. Ekki er hægt að kenna Snorra um, þótt bandamenn hans Vatnsfirðingar hefðu í frammi þær ögranir við Sturlu á Sauðafelli, sem urðu þeim að ald- urtila. — Vandfundin held ég verði líka nokkur þau grimmdarverk sem Snorri lét fremja, og mun það með eindæmum, að maður sem réð fyrir tugþúsundum skyldi komast hjá slíku á þeim tíma — og mættu læknar nútfmans kunna að meta slíkt. Mikil ástæða er til að taka undir það með Hrafnkeli Helgasyni, að þessi skortur á hörku, sem vissu- lega er til staðar hjá Snorra, muni vera nokkuð því að kenna, að hann ólst ekki upp hjá föður sínum. (Sömu skoðun hefur nær níræður bóndi í Borgarfirði haldið fram við mig lengi.) I bræðra- og frændaliði Snorra voru þeir hugmenn og kjarkmenn, að varla fundust þeirra jafningjar. Uppeldið í Odda hefur að þessu leyti efalaust verið Snorra óhagstætt. Eða var það nú með öllu óhagstætt? Um einka- og fjölskyldumál Snorra mætti margt rita, og frá ýmsum sjónarhornum, en um höfðingsskap hans er ég á töluvert öðru máli en þeir sem mest gagn- rýna skort hans á hermennsku og harðræðum. Það kemur líka viða fram, meira að segja í þeim köflum sem doktor Hrafnkell lét lesa, að vinsældir Snorra meðal almennings voru mjög miklar, og kynni þar að vera nokkur hluti skýringarinn- ar á hinum mikla og skjótfengna uppgangi hans og mannaforráð- um, sem þeir Hrafnkell undruðust svo mjög. Menn söknuðu hans í sveitum lengi eftir að þeir misstu hann, eins og m.a. kemur fram í tilsvörum þeirra Borgfirðinga við tilkalli konungs, sem lesa má um í Þorgils sögu skarða. Menn af því tagi sem Snorri Sturluson var, eiga mikið undir þvi hvernig hugarfar almennings er á öld þeirra. Það er íslenskri fornmenningu til hróss, að hann skyldi þó verða það sem hann var — en til lítillar sæmdar að þeir skyldu myrða hann í myrkri. Og það stendur íslenskri nútíma- menningu ekki á litlu, hvaða hug- arfar hún metur mest. Það er til dæmis alveg víst, að ef við sjáum enga betri leið til bjargar en þá sem Adolf Hitler benti á — maður sem doktor Hrafnkell nefndi þarna af miklum skörungsskap — þá er kynstofn okkar og menning dauða- dæmdur. En takist okkur að nema önnur ráð og betri, þá er björgunin vís og það fyrr en varir. Þorsteinn Guðjónsson. Konur í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins Velvakandi. Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um á landsfundi sjálfstæðismanna þegar svo fáar konur komust í miðstjórn flokksins. Þær voru aðeins tvær og hin mikla hæfi- leikakona Björg Einarsdóttir náði rétt kjöri. Mér sýndist það margar konur á fundinum að þær hefðu getað komið fleirum að. Ég gladd- ist þó yfir að okkar dugmikli borg- arstjóri Davíð Oddsson skyldi fá flest atkvæði en næstur honum kom Einar Guðfinnsson. Ef til vill hafa þær hrifist svo af glæsimenn- inu frá Bolungarvík. Hér hefur verið hafður frammi áróður af verstu tegund, að ekki skyldi komast í miðstjórnina nema tvær konur og engin kona utan af landi. Sjálfstæðiskona. Góður matur í Kvosinni Þurí og Ingi hringdu og vildu koma á framfæri þakklæti til veitingar- staðarins Kvosarinnar fyrir frá- bæra þjónustu og sérlega góðan mat. „Við teljum matinn eigi hvergi sinn líka, höfum við þó notið veitinga víða um heim. Við sendum Kvosinni okkar bestu kveðjur og þakklæti og vonumst að sjást sem fyrst aftur.“ Fjárfesting í Reykjavík — æðri en menntun á Norðurlandi? Velvakandi. Enn eru við lýði afturhaldssegg- ir, sem sjá ofsjónum yfir fram- förum og uppbyggingu úti á landi. Einn þeirra var með pistil í Vel- vakanda um daginn, nafn hans lagði ég ekki á minnið. Hann vildi ekki leyfa háskóla á Norðurlandi. kvað hann þjóðarbúið ekki hafa efni á slíkri stofnun. Minnir þetta á andófið kringum 1930, þegar til stóð að breyta Gagnfræðaskólan- um í Menntaskólann á Akureyri. Hinn síðarnefndi hefir þó vissu- lega sannað tilverurétt sinn í lið- lega hálfa öld. Þessir menn þegja þunnu hljóði, þegar höfuðborgarsvæðið eys út fé í þarfa og óþarfa hluti. Þar er nú í smíðum tröllaukin Seðlabanka- bygging, útvarpshús, borgarleik- hús, tónlistarhöll, skautahöll, reið- hestahöll, svo að ekki sé nú minnzt á banka- og verzlunarhallirnar. Þetta finnst sumum betri fjárfest- ing en æðri menntun á Norður- landi. MG TIL SÖLU ERU EFTIRFARANDI TÆKI OG TRÉSMÍÐAVÉLAR Vörubíll: Ford C-8000, árgerö 1974 meö díselvél og sturtum. Lyftari: LM-840, tveggja drifa meö gaffal framleng- ingarstykki og snjóskóflu. Lyftari: Manitou meö driflæsingu og gaffalfram- lengingu. Einnig trésmíðavélar: Stór hjólsög, þykktarheflar, kýlvél, plötusög, radíalsög, afréttari, fræsari og fleiri verkfæri. Tilboö óskast í ofangreind verkfæri og tæki, sem eru til sýnis virka daga klukkan 9—12. Upplýsingar í síma 14615. — - A43°%**4/r= T|| ITIIVIBURVERSLUN MU ÁRNA JONSSONAR & Co. HF LAUGAVEGI 148 - SÍMAR 11333 OG 11420 IBM -PC Fjölbreytt og vandaö námskeið í notkun IBM-PC. Kennd eru grundvallaratriöi við notkun tölvunnar og kynnt eru algeng notendaforrit. Dagskrá: Leiðbeinandi: ★ llppbvggine og notkunarmöguleikar IBM-PC ★ Stýrikerfið MS-DOS ★ Ritvinnslukerfið WORD ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN ★ Gagnasafnskerfið Dbase II ★ Assistant forritin frá IBM ★ Bókhaldskerfi á IBM-PC Tími: 9. og 10. nóv. kl. 10—17. Dr. Krittjén Ingvsruon, vnrklraMngur Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavík. og jólatllboð Viö bjóðum viöskiptavinum okkar tilboös- verö í Ijósin hjá okkur fra 25. október til l.janúay^ ' I I \ Jumbo Special: stakurtími220kr., 5 tíma kórt á 1.000 kr. og 10 tíma kort á 1.800 kr. Jumbo Quick Tan: stakurtími 170kr., 5tímakort 750 kr. og 10 tíma kort á 1.400 kr. Andlitsljós: stakurtími80kr., 5tímakort300kr. Athugiö: B geisli í perum í lágmarki (0,1). Mjög regluleg peruskipti. Geriö verösam- anburö í sambærilega lampa. Sólbaðstofan Garöasól lönbúð 8 Garöabæ. Sími 641260. Opiðalla daga. $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.