Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
Grandi hf. hóf starf-
semi á sunnudag
Vinna hjá fyrirtækinu fyrst í stað með
svipuðu sniði og var hjá BÚR og ísbirninum
HIÐ nýstofnaða sjávarútvegsfyrirtæki, Grandi hf, hóf starfsemi sína í gær.
Fyrirtækið er samansett úr Bæjarútgerð Reykjavíkur og ísbirninum og tekur
yfir rekstur og skuldbindingar þeirra fyrirtækja. Fyrst í stað verður vinna
hjá Granda með svipuðu sniði og verið hefur hjá áðurnefndum fyrirtækjum.
Togarinn Ásgeir landaði afla þar til uppgjöri á gömlu fyrirtækj-
sínum í gær og Jón Baldvinsson
landar í dag, báðir hjá fyrirtækinu
Granda, þrátt fyrir að það hafi
ekki formlega verið stofnað fyrr
en á sunnudag. Grandi greiðir
kostnað, laun og fleira, en sá afli
skipanna, sem veiddur var fyrir
stofnun kemur inn í fyrirtækið
sem framlag fyrri eigenda skip-
anna. Afla verður síðan skipt milli
húsa fyrirtækisins eftir þörfum
fyrst um sinn, það er til að halda
uppi samfelldri vinnu á báðum
stöðum.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri
Granda hf., sagði í samtali við
Morgunblaðið, að stjórnendur fyr-
irtækisins litu á sem svo að sam-
einingin ætti sér stað í þremur
stigum. Fyrst, að fyrirtækið yrði
gert rekstrarhæft við yfirtökuna
og undirbúningurinn hefði meðal
annars falizt í því að fara yfir
verkefnaskrá og búa þannig um
hnútana að rekstur gæti gengið
eðlilega fyrir sig. í öðru lagi væri
sú vinna, sem fælist í uppgjöri á
gömlu fyrirtækjunum og rekstri
hins nýja. Þá tæki við athugun á
mannaflaþörf og vinna við að
koma á sérhæfingu og sjálfvirkni.
Ekki væri á þessu stigi hægt að
segja til um það, hvenær sérhæfð
vinnsla færi að skiptast á milli
húsa á Norðurgarði og Granda-
garði.
Yfirstjórn og skrifstofufólki
gömlu fyrirtækjanna hefur verið
sagt upp með þriggja mánaða
fyrirvara frá og með 1. desember
næstkomandi, en fyrst um sinn
verða skrifstofur á báðum stöðum,
unum hefur verið lokið. Síðan
verða skrifstofur á Norðurgarði
og skrifstofuhald endurskipulagt.
Öðru starfsfólki hefur verið boðin
áframhaldandi vinna við hið nýja
fyrirtæki, en það verður að gera
upp hug sinn til þess innan einnar
viku.
Brynjólfur sagði ennfremur, að
afstaðin helgi hefði verið mjög
annasöm, enda í ótrúlega mörgu
að snúast við sameiningu tveggja
stórra fyrirtækja. Áherzla hefði
verið lögð á það, að fólk mætti í
vinnu hjá nýju fyrirtæki á mánu-
dag og því meðal annars þurft að
prenta mikið af alls konar eyðu-
blöðum og skýrslum, skipta um
skilti og merkja bíla upp á nýtt.
Auk þess hefðu birgðir verið taldar
hjá báðum fyrirtækjunum um
helgina. Hann vildi gjarnan koma
á framfæri þakklæti til starfsfólks
fyrir góða vinnu og hve vel þetta
hefði gengið allt saman.
Eignir hins nýja fyrirtækis eru
7 togarar, tvö frystihús og fisk-
verkunarhús, frystigeymslur og
fleira. Hlutafé er 200 milljónir
króna og eignir að verðmæti rúm-
lega 1,3 milljarðar. Stjórn fyrir-
tækisins skipa Ragnar Júlíusson,
formaður, Jón Ingvarsson, vara-
formaður, Þröstur Ólafsson, Þór-
arinn Þórarinsson og Vilhjálmur
Ingvarsson. Forstjóri er Brynjólf-
ur Bjarnason, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Jón Rúnar Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri út-
gerðarsviðs Bjarni Thors, fram-
kvæmdastjóri fiskvinnslusviðs
Svavar Svavarsson og fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs Gunnar
Sæmundsson.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda
ins í frystihúsinu á Norðurgarði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
hf., heilsar upp á starfsfólk fyrirtækis-
Jóhannes Nordal á aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða:
Hugmyndir um mis-
munandi vexti lífeyris-
sjóða varhugaverðar
JÓHANNES Nordal, Seðlabankastjóri, telur þær hugmyndir varhugaverðar,
að félagar í lífeyrissjóðum greiði lægri vexti af lánum, en aðrir lánþegar
sjóðanna. Hann telur, að slíkt skipulag myndi leiða til þess að erfitt yrði
að halda til streitu samræmdri stefnu um ávöxtun lífeyrissjóða.
Þetta kom fram í svari Jóhann-
esar við fyrirspurn frá Ásmundi
Stefánssyni, forseta Alþýðusam-
bandsins, á aðalfundi Sambands
almennra lífeyrissjóða í gær. Til-
efni fyrirspurnarinnar var sam-
þykkt, sem gerð var á þingi Lands-
sambands islenskra verslunar-
manna um helgina. Þar segir, að
þingið telji eðlilegt að vextir af
lifeyrissjóðslánum til sjóðsfélaga
vegna eigin ibúða verði lækkaðir
um leið og vextir af lánum sjóð-
anna til annarra lántakenda verði
hækkaðir.
Jóhannes Nordal kvað megintil-
gang lánveitinga lífeyrissjóða að
ávaxta fjármuni þeirra svo unnt
væri að standa við skuldbindingar
gagnvart sjóðsfélögum um
greiðslu lífeyris. Það væri hins
vegar ekki fyrst og fremst hlutverk
þeirra að veita lán. Seðlabanka-
stjóri sagði það skoðun sína, að
setja bæri reglur til að tryggja að
vaxtakjör þau sem lífeyrissjóðir
bjóða væru ekki óhagstæðari en
þau kjör sem þeir geta fengið
annars staðar. „Eg tel að allir sjóð-
imir eigi að lána með sömu vaxta-
kjörum, en greiðslukjör geta hins
vegar auðvitað verið breytileg,"
sagði hann.
Jóhannes Nordal flutti á fundin-
um erindi um framtíðarstefnu líf-
eyrismála. Hann kvað brýnt að
flýta sem mest setningu löggjafar
um lífeyrissjóði, þar sem kveðið
yrði á um réttindi þeirra og skyld-
ur, skipulag á starfseminni, fjár-
hagslega uppbyggingu og eftirlit
með rekstri.
Jóhannes varpaði fram þeirri
spurningu, hvort æskilegt væri að
breyta I framtíðinni verkaskipt-
ingunni, sem nú er á milli al-
mannatrygginganna annars vegar
og lífeyrissjóðanna hins vegar.
„Þróunin hefur hin síðari ár orðið
með þeim hætti, að vaxandi hluti
af lífeyrisgreiðslum almanna-
trygginga er fólginn í greiðslu
tekjutryggingar og annarra sér-
stakra uppbóta til lífeyrisþega,“
sagði hann. „Sú spurning hlýtur
því að vakna, hvort æskilegt sé,
að almannatryggingar haldi i
framtíðinni áfram að greiða öllum
lífeyrisþegum grunnlífeyri, án til-
lits til tekna, eða hvort æskilegra
sé, að hlutverk þeirra í framtíðinni
felist eingöngu í því að tryggja
afkomu þeirra, sem lakast eru
settir og stuðla með öðrum hætti
að tekjujöfnun milli lífeyrisþega
almennt. Mér virðist ýmislegt
mæla með síðari leiðinni, eftir að
öllum þorra manna hefur verið
tryggður hjá lífeyrissjóðakerfinu
viðunandi lífeyrir, sem bæði er
verðtryggður og tengdur heildar-
launum."
Jóhannes Nordal sagði, að það
lægi fyrir að núverandi iðgjöld
lífeyrissjóða þyrfti að hækka veru-
lega ef sjóðirnir eiga að geta staðið
við skuldbindingar sínar. Mikil
breyting væri að verða á aldurs-
samsetningu þjóðarinnar og nú
væri þvi t.d. spáð, að þeim sem eru
yfir 65 ára aldri muni fjölga hlut-
fallslega um nálægt 75% fram til
ársins 2020, en gæti fjölgað enn
meir, ef frjósemi lækkar hér á
landi eins mikið og hún hefur gert
í öðrum Evrópulöndum. „Hér er
vissulega við mjög erfitt viðfangs-
efni að glíma, þar sem byggja
verður spá um greiðslugetu kerfis-
ins á mörgum óvissum forsendum
um mannfjöldaþróun," sagði hann.
„Það væri hins vegar ábyrgðar-
leysi að draga ekki þegar í stað
þær ályktanir af þessum útreikn-
ingum, að tekjur sjóðanna þurfi
að auka að óbreyttum réttindum.
Því fyrr sem leiðrétting er gerð í
þessu efni, þeim mun minni þarf
hún að vera.“
25 ira gamalt tré rifnafti upp meö rótum f húsagarði á gatnamótum
Freyjugötu og Bragagötu í óveórinu um helgina.
Höfuðborgarsvæðið:
Minni háttar tjón af
völdum óveðursins
ÓVEÐURSLÆGÐIN sem lá yfir landinu aðfaranótt sunnudagsins og
sunnudaginn gerði töluverðan usla á höfuðborgarsvæðinu, og var í nógu
að snúast hjá lögreglu og björgunarsveitum. Rúður brotnuðu í húsum,
járnplötur fuku af húsum, tré rifnuðu upp frá rótum og í Hafnarfirði
slitnaði trilla frá bryggju og brotnaði.
1 Hraunbæ fauk rúða úr eldhús-
glugga í mannlausu húsi. Járn-
plötur fuku af skúr við Þjóðleik-
húsið. Ljósastaur losnaði og féll
til jarðar í Vesturbergi. í Skafta-
hlíð losnaði vinnupallur frá húsi
og fauk á og skemmdi nærstadda
bifreið. Vinnupallur losnaði einn-
ig frá við Bústaðakirkju. Við
Tækniskólann á Höfðabakka fauk
gámur á bíl og skemmdi hann
mikið. Grindverk losnuðu og fuku
langar vegalengdir við Suðurgötu
og Álagranda. í Kötlufelli gliðn-
aði sundur mænir á húsi. Gljávíð-
istré losnaði í moldinni í gamla
kirkjugaðinum við Kirkjustræti,
en það tókst að bjarga því áður
en það fór alveg. Á mótum
Freyjugötu og Bragagötu tók hins
vegar 25 ára gamalt tré upp með
rótum og féll út á götuna.
Svipað var upp á teningnum í
Kópavogi og Hafnarfirði, þak-
plötur, tunnur og lausadót kiufu
loftið og ollu minni háttar
skemmdum. Mesta tjónið varð
aðfaranótt sunnudagsins þegar
tveggja tonna trilla, Kristín HF
11, slitnaði frá óseyrarbryggju í
Hafnarfirði og rak yfir fjórðinn
vestur á Malir, þar sem hún
brotnaði í spón í fjörunni.
Þak á turni þin
eyrarkirkju fau
Hlonduósi, 18. nóvember.
MIKIÐ óveður gekk yfir A-Húna-
vatnssýslu síðastliðinn föstudag og
aftur aðfaranótt sunnudagsins.
Töluvert eignatjón varð í þessu
veðri, þó aðallega á föstudag inn.
Mest varð tjónið í framanverðum
Vatnsdal og Þingi. Þakið á turni
Þingeyrarkirkju fauk af í heilu lagi
og 70 þakplötur fuku af húsum f
Forsæludal. Ennfremur slitnaði
gamalt tré í Forsæludal upp með
rótum.
Eins og áður var greint frá var
tjón af völdum óveðursins mest í
Vatnsdal og Þingi, en á Blönduósi
fauk grindverk í kringum vél-
Þrennt slasað-
ist er jeppi
fauk af vegi
Mióhúsum, 18. nóvember.
í FYRRA óveðrinu sem gekk hér
yfír síðastliðinn laugardag fauk
Land Rover-bifreið út af veginum
rétt fyrir vestan Króksfjarðarnes.
Bíllinn mun hafa farið hálfa aðra
veltu. í honum voru hjón með sex
ára dóttur sína og voru þau fíutt í
sjúkrahúsið á Akranesi. Maðurinn
skarst nokkuð í andliti og litla stúlk-
an rifbeinsbrotnaði. Konan mun
hafa sloppið einna best, að því er
virðist. Jeppinn er mikið skemmdur.
1 sama veðri fauk brúin við
Geiradalsá. Misvindasamt var og
fauk brúin í átt til sjávar og eru
undirstöðurnar einar eftir. I
seinna veðrinu er ekki vitað um
tjón. Sveinn
smiðju Húnvetninga og þakplötur
fuku af iðnaðarhúsnæðinu Vot-
múla. Víða í héraðinu fuku hey
og þakplötur, sem of langt mæli
væri upp að telja. Að sögn smiða,
sem unnu að lagfæringu á turnin-
um á Þingeyrarkirkju, fór þakið
af í heilu lagi og sveif eina 30
metra án þess að koma neins
staðar við á- leiðinni. Engin
skemmd varð á steinhleðslu
turnsins eftir þessar hremmingar
og virðist sem þakið hafi þrýstst
upp eftir að rúða í kirkjuturnin-
um brotnaði. Þak turnsins er
eirklætt og að minnsta kosti V4
tonn að þyngd. Bráðabirgðavið-
gerð á þaki turnsins er lokið.
Sem dæmi um veðurofsann sem
var hér á föstudaginn, þá tókst á
loft heybindivél sem er á þriðja
tonn að þyngd á bænum Sunnu-
hlíð í Vatnsdal. Engin slys urðu
á fólki í þessu veðri svo vitað sé.
, r T JónSig.
Mývatnssveit:
Járnplötur
fuku af Sniðli
Mýyatnssreit, 18. nóvember.
MIKIÐ hvassviðri af suð-austri
gekk hér yfir Mývatnssveit í gær.
Hvassast var fyrir hádegi, en
síðdegis fór verulega að draga úr
veðrinu. Járnplötur fuku af tré-
smíðaverkstæði Sniðils hf. Hér
er sjálfsagt um mikið tjón að
ræða. Ekki er mér þó kunnugt um
aðrar skemmdir hér í veðurofsan-
um. Kristján
Mikið gekk á í óveðrinu
MIKIÐ gekk á f óveðrinu sem gekk yfír Borgarnes fyrir helgina. Um
helgina var unnið að lagfæringum þess sem skemmdist og sýnir myndin
menn við viðgerðir á þaki húss við Egilsgötu, en þakplötur fuku af hús-
inu f óveðrinu. Ekki var þó öllu bjargað. Hesthúsi tókst t.d. á loft í
gamla hesthúsahverfínu í „Votadal", fauk um 300 metra, yfír Borgar
brautina og „brotlenti“ skammt frá leikskólanum.