Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 12

Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 Líf og fjör á elliheimili Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Siglufjarðar: SÓLSETUR eftir Sólveigu Traustadóttur. Leikstjóm og leikmynd: Sólveig Traustadóttir. Aðstoðarleikstjóri: Þórólfur Tóm- asson. Ljósameistari: Magnús Magnús- son. Búningar: Ingunn Jónsdóttir. Tónlist og útsetning: Elías Þor- valdsson. Lífið þarf ekki að vera dauflegt á elliheimili er boðskapur Sólset- urs, leikrits Sólveigar Trausta- dóttur. Og það kemur á daginn að mikið fjör er á elliheimilinu Sólsetri, allt frá opnunardegi þess í fyrsta og öðrum þætti til þriðja og síðasta þáttar sem gerist sex til átta mánuðum seinna. Efni leikritsins er kátleg uppá- koma á Sólsetri, samdráttur tveggja vistmanna sem leiðir til giftingar og ekki síst er leitast við að draga upp mynd kvensams sýslumanns sem á drykkfellda frú og er vitlaus í einni starfs- stúlkunni. Á elliheimilinu er einnig smalinn Jón, löngum með hugann við smalamennskuna. Pipruð forstöðukona fær við lítt ráðið. En í leikritinu eru ekki tóm ærsl. Hildur er fulltrúi dapur- leikans. Hún er að bíða eftir að hitta látna dóttur sína sem drukknaði i bæjarlæknum, hefur tapað vitinu og eigrar sífellt um sviðið. Sólveigu Traustadóttur tekst best við hið spaugilega og er laginn við að búa til skemmtilega fléttu. Tilsvör eru mörg hnyttin. Aftur á móti má segja um hina alvarlegu hlið verksins, þátt Hildar, að margt í honum takist vel, en hann er sundurleitari. Hildur verður þegar á líður of fyrirferðarmikil í leikritinu. Hún er í rauninni efni í annað leikrit. En hefði höfundurinn gert hlut hennar minni, án þess að þurrka hana alveg út, gengi dæmið betur upp. Hildur er utan við ærslaleik- inn. Hún gæti komið beint úr leik- Sólveig Traustadóttir riti eftir Nínu Björk Arnadóttur þar sem ljóðrænar setningar skipta oft svo miklu máli. Það vantar ekki að margt er fallegt og spaklegt í tali Hildar. Til dæmis: Regndropinn bíður eftir að breytast í foss. í ærslaleiknum stendur Sól- veig Traustadóttir nær Kjartani Ragnarssyni og ýmsum kunnum fyrirmyndum farsanna. Leikfélag Siglufjarðar er þannig mannað að Sólveig Traustadóttir nýtur góðs af og úr verður heppnuð áhugaleiksýn- ing. Ég skemmti mér vel og svo var greinilega um fleiri í veit- ingahúsinu Ríó í Kópavogi á laugardaginn (16.11.). Mest var um vert að hér gerðu heimamenn eitthvað sjálfir, buðu ekki upp á gamla lummu eins og svo oft vill verða þegar áhugaleikfélög eru á ferðinni. Það hefur að vísu líka sína afsökun. Eins og vænta mátti var ýmis- legt viðvaningslegt í sýningunni, hreyfingar stirðar og ómarkviss- ar og framsögn gölluð á köflum. En þetta lagaðist þegar á leið sýninguna og sumir leikaranna skiluðu hlutverkum sínum með eftirtektarverðum hætti. Ég nefni í því sambandi Elvar Elefs- sen í hlutverki Jóns, Ragnhildi Bergþórsdóttur í hlutverki Hild- ar, Ingibjörn Jóhannsson sem lék Kristin og Guðbjörgu Ásgeirs- dóttur sem lék Rósu. Magnús Traustason komst nokkuð vel frá sýslumannshlut- verkinu þótt hann væri frosinn inn á milli. Svanhildur Björns- dóttir fór sömuleiðis lipurlega með hlutverk sýslumannsfrúar- innar. Margrét Gunnarsdóttir var hin unga Díana, ástkona sýslumannsins, og féll ágætlega inn í það hlutverk. Forstöðukona Birnu H. Björnsdóttur er ekki auðvelt hlutverk, einum of staðl- að, en Birnu tókst að gæða það nokkru lífi í síðasta þætti. Minni hlutverk voru ekki kröfuhörð, en vel æfð og öllum til sóma, ekki síst höfundi og leikstjóra em sýndi hugkvæmni, einkum með þætti raddanna þriggja. Leikfélag Siglufjarðar sannaði með þessum gestaleik að áhuga- mennsku í leiklist ber síst að vanmeta. Og við kynntumst nýj- um höfundi sem ætti að mínu viti að stefna á brattann og halda áfram. Leikhópur Leikfélags Siglufjaröar. SACHS V-þýsk gæðavara. Opið laugardaga kl. 9—12 Kúplingar PRESSUR, DISKAR, LEGUR. Geriöyerðsamanbu£- VandiðvoniOSL SACHS Skittiborð Verslun Verkstæði Soludeild 38600 39230 39760 31236 Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 Collonil ffegrum skóna Collonil vatnsverja á skinn og skó Guðrún Kristín Magnúsdóttir, leir- kerasmiður. Sýnir verk úr steinleir í Habitat GUÐRÚN Kristín Magnúsdóttir, leirkerasmiður, sýnir smáverk úr steinleir í Habitat, verslun Krist- jáns Siggeirssonar, á Laugavegi 13 þessa dagana. Á sýningunni eru lágmyndir og lítil höggmyndaverk. Verkin eru öll til sölu. Fréttatilkynning Hótel Borg: Myndasýning frá ferð í Himalayafjöll HELGI Benediktsson fjall- göngumaður segir frá ferð sinni og fjallgöngum í Himalayafjöll- um í Pakistan, á Hótel Borg annað kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst dagskráin kl. 20.30. Helgi k'leif m.a. tindinn Diran 7.273 m, en það er hæsti tindur sem íslendingur hefur klifið. Helgi mun jafnframt sýna litskyggnur úr ferðinni. Fréttatilkynning Kynningartilboð Við bjóðum 15% afslátt á Rolldeck, hinu frábæra sjálffljótandi gólfefni frá M. Matthys fram til 15. des. 3 mismunandi litir. Hentarfyrir: Verksmiöjur, verkstæði, lagera, þvottahús, eldhús, geymslur, skóla. Einnig bjóðum við gólfviðgerðir af ýmsu tagi, gólffræs- un og ílagnir með flotgólfum. SIMAR 52723-54766 Nýi miðbærinn Af sérstökum ástæöum er til sölu 4ra herb. 121,8 fm íb. á efstu hæö sem gefur mikla möguleika ásamt bílskúr. íb. er tilb. undir trév. en bílskúr fokheldur aö innan, frág. utan. Allt fullfrág. aö utan og sameign inni. Til afh. nú þegar. Fasteignasalan Hátún, Nóatúni 17 - Sími 21870 og 20998. Nýtt verslunarhúsnæði við Skólavörðustíg Til sölu glæsilegt 125 fm nýtt verslunarhúsnæöi. Til af- hendingar nú þegar. Lofthæö 3,20 m. Hentugt fyrir margskonar rekstur. SÉREIGN — S. 29077, Skólavörðustíg 38A.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.