Morgunblaðið - 19.11.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.11.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 15 Grímudansleikur Tónlist Jón Asgeirsson Grímudansleikurinn eftir Verdi hefur verið tekinn upp aftur eftir smá hlé og nú syngur Hrönn Hafliðadóttir hlutverk spákon- unnar. Hrönn hefur sérkennilega rödd, einkum á lágsviðinu og feikna volduga hárödd. Þessi tví- skipting raddarinnar, sem trúlega var meira áberandi vegna reynslu- leysis og sem byrjandaóró, setti sérkennilegan svip á söng Hrann- ar. Þrátt fyrir að hlutverk spákon- unnar sé frekar lítið og taki aðeins yfir einn þátt, hefur það mikla þýðingu fyrir „drama" verksins, því mitt í alvöruleysinu er spáð fyrir um ógæfu elskendanna. Fyrri hluta þáttarins er framkoma spá- konunnar þóttafull en er hún verð- ur þess vísari, að hafa spáð kon- unginum ógæfu, snýr hún blaðinu við og aðvarar konunginn af ein- lægni um yfirsteðjandi lífshættu. Hrönn skilaði þessu mikilvæga hlutverki ágætlega, bæði í söng og leik og féli vel inn í heildarsvip sýningarinnar. í heild var þessi sýning, sem undirritaður hefur séð nokkrum sinnum, „dúndur“sýning og er þar einnig til að taka, sem vel er gert, að Kristinn Sigmundsson, Elísabet Eiríksdóttir, Katrín Sigurðardótt- ir, Robert Becker, Viðar Gunnars- son og allir sem tóku þátt í sýning- unni, stóðu sig með prýði, ekki þá síst Kristján Jóhannsson, sem söng frábærlega vel, einkum ar- íuna á undan grímuballinu og lokasönginn. Elísabet var mjög góð í „miðnætursenunni" og svo í ar- íunni með Kristni í næsta þætti en þar var söngur Kristins frábær. Sýningin í heild hafði vaxið og sviðsetning hennar, frá hendi Sveins Einarssonar, er því betri sem oftar er hlýtt á verkið. Samspil hljómsveitar og söngv- ara var, utan á nokkrum stöðum, mjög gott og hljómsveitin, sem er einn mikilvægasti burðarás sýn- ingarinnar, var góð undir stjórn ítalska stjórnandans Barberini. Það er ekki ofsögum sagt að telja Grímudansleikinn í uppfærslu Þjóðleikhússins stórsýningu, enda kunna áheyrendur að meta slíkt og var fögnuður þeirra einstaklega kraftmikill og innilegur. Uppáhaldsplata a húsbyggjandans! Milliveggjaplötur frá B.M. Yallá hf. Stærðir: 50x50x5 cm 50x50x10 cin 50x50x7cm 35x50x10cm Fáanlegar úr vikri eða gjalli — hagstætt veið og ókeypis heimsending innan höftiðborgarsx'ærtsins. Steinaverksmiðja D U IIII I í H Pantanir og afgreiðsla D.m. VrÍLLflf Breiðhöfða 3, 110 Reykjavík Sími: (91) 685006 ÞjóAleikhúHð/Jóhanna Ólnfadúttir Hrönn Hafliðadóttir f hlutverki spá- konunnar. JOLATILBOÐ NR.1 METSÖLUSAMSTÆÐAN FRÁ TECHNICS SYSTEM Z-100 er mest selda Teclmics hljómtækjasamstæðan á íslandi í dag. Ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru margar og augljósar. Plöstuspilarinn er með hinu fullkomna og nákvæma 4TP pick-up kerfi. Kröftugur 70 watta magnari, útvarp með FM-steríó, LB, MB, kassettutækið er með snertitökkum, nákvæmum fluorcent mælum og að sjálfsögðu Dolby kerfi. Tveir 100 watta hátalarar sjá svo um hljóminn. Ekki spillir glæsilegt útlit en tækin eru í vönduðum skáp með lituðu gleri og á hjólum. Nú gefst ykkur enn tækifæri til þess að eignast þessa frábæru hljómtækjasamstæðu á einstöku jólatilboðsverði. Rétt verð 48.370,- JÓLATILBOÐ 35.930,- •JAPIS BRAUTRHOLT 2 SÍMI 27133 SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúöin SÍÖumúla33 símar 81722 og 38125 RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.