Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 22

Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 Leiðtogafundurinn í Genf Austur-Evrópa: Vonast eftir árangri í Genf Varsjá, 18. oóvember. AP. Reagan hittir forseta Sviss AP/Sfmamynd Ronald Reagan Bandaríkjaforseti situr hér ?ið hlið Kurts Furgler, forseta Sviss. Reagan ræddi stuttlega við Furgler í dag eftir að opinber móttökuathöfn var að baki. Viðræður Reagans og Gorbachevs hefjast á raorgun, þriðjudag. Gorbachova tekur för- ina til Genfar alvarlega MARGIR Austur-Evrópubúar gera sér vonir um að samskipti austurs og vesturs batni eftir leiðtogafund- inn í Genf og Austur-Evrópuríki fái fleiri tækifæri til viðskipta við vest- ræn ríki og jafnframt aukin mann- réttindi. Fréttaskýrendur segja að sam- skipti stórveldanna hafi ætíð batn- að eftir að leiðtogar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna hafi ræðst við. Það hafi sérstaklega komið fram í auknum tilslökunum aust- rænna stjórnvalda við fyrirtæki til að skipta við vestræn ríki. Samskipti austurs og vesturs hafa dregist mikið saman undan- farin fimm ár og ríkisstjórnir Austur-Evrópulanda eiga allar við aðkallandi vandamál að stríða í efnahagsmálum. Verslun hefur beðið skipbrot og lánveitingar hafa verið af skornum skammti. Nú þegar Sovétmenn þurfa að leysa úr eigin efnahagsvanda hafa þeir sett strangari verslunarreglur og líta því önnur Varsjárbanda- lagsríki vonaraugum til vesturs. Flokkar andófsmanna vona að mannréttindi aukist austantjalds, ef þíða kemst í samskipti Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna eftir fundinn í Genf. „Ef áfram andar köldu milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna Hún benti á að hún væri á fund- inum sem fréttamaður og neitaði að fara. Ljósmyndarar og blaða- menn þyrptust að henni og sovéski talsmaðurinn brást illa við og seinkaði fundinum eftir að hann náði ekki athygli fréttamanna frá Grivnine. Hún svaraði nokkrum spurningum fréttamanna en flýtti sér síðan í burtu til að ná vél til Amsterdam þar sem hún býr nú með manni sínum og börnum. Grivnine er gyðingur og var andófsmaður í Sovétríkjunum þangað til henni var „hleypt" úr landi fyrir þremur vikum og hún var svipt ríkisborgararétti. Hún hefur setið eitt ár í fangelsi í Sovétríkjunum en var send úr landi eftir að hollenskt vikutímarit í Amsterdam réð hana fréttaritara sinn í Sovétríkjunum. Hún var komin á leiðtogafund- inn til að minna á vin sinn og kunningja, vísindamanninn Ana- toly Koryagin, sem er í haldi í Sovétríkjunum og var dæmdur í 12 ára dvöl í vinnubúðum árið 1981. Hann er mjög farinn að heilsu eftir mörg hungurverkföll og í dreifi- bréfi sem Grivnine dreifði frá Vladimir Boekovski-hreyfingunni segir að hann þarfnist hjálpar og þrýstings utanfrá til að verða lát- inn laus. Grivnine dreifði dreifi- bréfunum á fundi á sunnudag og hrópaði spurningar að Mikhail Gorbachev úti á flugvelli þegar mun það hafa slæm eftirköst í Póllandi og ekki síður í öðrum Austur-Evrópuríkjum,“ segir Bronislaw Geremek, pólskur sagn- fræðingur og ráðgjafi Samstöðu. Austur-Þjóðverjar vonast til að leiðtogarnir ákveði að fækka með- aldrægum eldflaugum. { strlði myndi mikið mæða á Austur- Þjóðverjum, þar sem skilin milli austurs og vesturs liggja um landamæri Austur- og Vestur- Þýskalands. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Erich Honecker, leið- togi Austur-Þýskalands, heimsæki Vestur-Þýskaland eftir fundinn í Genf. Honecker hætti við heim- sókn til Vestur-Þýskalands á síð- asta ári. Ungverjar og Pólverjar hefðu sérstaklega efnahagslegan ávinn- ing af batnandi samskiptum milli risaveldanna. Sérfræðingar segja að stjórnvöld í Kreml gætu séð sér hag í að leyfa bandamönnum sín- um að versla meira við vestræn ríki. Slíkt myndi ef til vill tryggja pólitískan stöðugleika í umrædd- um ríkjum. Aftur á móti er talið að tvö tryggustu leppríki Sovétríkjanna beri minnst úr býtum, ef leið- togafundurinn tekst vel. Þessi ríki eru Tékkóslóvakía og Búlgaría. hann kom til Genfar. Það þykir líklegt að Sovétmenn hafi grunað hana um að hafa ætlað að trufla WaahinKton, 18. nÓTember. AP. GREINT var fri því í Pentagon í dag að verið væri að rannsaka hvern- ig bréf, sem Weinberger sendi Reag- an um væntanlegan leiðtogafund í Genf, hafi komist í hendur blaða- manna. Sjálfur hefur Reagan lýst yfir því að ekkert sé hæft í að atvik þetta verði til þess að Weinberger verði rekinn frá störfum. í bréfinu greinir Weinberger frá því að mikil óvissa ríki um mikilvæg atriði í afvopnunarmál- um innan varnarmálaráðuneytis- ins. Bréfið var birt i tveimur dag- blöðum áður en Reagan átti þess kost að lesa það. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, var spurður á laugardag hvort rannsókn yrði hafin á þvi hvernig blaðamenn hefðu komist yfir bréfið. Speakes Genf, 18. nóvember. AP. KONA Mikhails Gorbachev, Raisa Gorbachova, kom með manni sínum til Genfar í dag. Hún mun ræða við Nancy Reagan meðan eiginmennirn- ir ræða afvopnunarmál. Raisa hefur í vestrænum fjölmiðlum verið rómuð, fund talsmanns utanríkisráðu- neytisins og þess vegna beðið um að hún yrði fjarlægð úr salnum. Henni tókst að vekja athygli á málstað sínum í Genf en hún sagði áður en hún fór að hún óttaðist um líf sitt. kvaðst ekki viss um að rannsóknar væri þörf og sagðist halda að Weinberger eða einhver hans nán- ustu samstarfsmanna hefðu gert bréfið opinbert. Talsmaður Weinbergers, Robert Sims, sagði aftur á móti að þetta sé rangt og tilgreindi alla þá embættismenn, sem fengið hefðu afrit af bréfinu í hendur. Þeirra á meðal voru Robert McFarlane, öryggisráðgjafi forsetans, George Shultz, utanríkisráðherra, Donald Regan, starfsmannastjóri í Hvita húsinu, og William Casey, yfir- maður CIA. Sims sagði ekki ólíklegt að þessir menn hefðu látið bréfið fara víðar innan stofnana sinna og ráðu- neyta. Sims lagði á það áherslu að varnarmálaráðuneytið hefði ekki sem „leynivopn Kremlar“ fyrir frjálslegt fas sitt. Raisa gekk við hlið manns síns niður landgöngustigann á Coin- trin-flugvellinum í Genf. Frétta- mönnum þótti fremur þungt yfir hjónunum og leyfði hvorugt sér að brosa er þau gengu fyrir mót- tökusveitina og heiðursvörðinn. Raisa Gorbachova er þekkt fyrir fremur gáskafulla framkomu, en í dag virtist hún fremur alvarleg, þótt hún brosti til nokkurra þeirra svissnesku embættismanna, sem hún heilsaði við komuna. Hún var klædd í hnésíða ullar- kápu og bar loðhatt á höfði. Napur vindurinn fékk loðhattinn til að ganga í bylgjum og Gorbachev til að draga hatt sinn niður að eyrum. Sovéska sendinefndin var öll fremur gráklædd og lífgaði upp á gráleikann að Gorbachev skyldi draga upp rauðan vasaklút til að þurrka sultardropa af nefi sér. Kurt Furgler, forseti Sviss, hélt stutta ræðu á flugvellinum. Fyrstu setningar ræðunnar voru á rússn- esku og þegar Furgler hafði farið með þær ávarpaði hann Raisu og látið birta bréfið almenningi. Varnarmálaráðherra gerir ráð- leggingar sína til forsetans ekki opinberar og hann var æfur yfir því að einhver skyldi hafa sent einkabréf sitt til dagblaða. Sagði Sims að Weinberger hefði þegar fyrirskipað rannsókn á málinu. Sovétmenn hafa sagt að bréf þetta beri því vitni að vissir aðiljar innan Bandaríkjastjórnar vilji ekki semja um afvopnun, en í bréf- inu stóð að Reagan ætti að varast þrýsting Sovétmanna um að semja um gagnkvæma umsjón með því að fylgst sé með að Salt II samn- ingurinn sé haldinn. Þá ætti Reag- an ekki að láta Sovétmenn hártoga eldflaugavarnasamninginn frá 1972 á þann veg að það hefði áhrif á geimvarnaáætlunina. hló hún við. Ætli hann hafi ekki verið að spyrja hvort hann hafi komist klakklaust gegnum völund- arhús rússneskrar tungu? Raisa Gorbachova tekur heim- sókn sína til Genfar mun alvarleg- ar en för sína til Parísar í síðasta mánuði. I París fór hún í tísku- verslanir og hitti tískuteiknarana Pierre Cardin og Yves Saint Laur- ent að máli. Nú ætlar leiðtogafrúin að skoða svissneskan bóndabæ og votta Lenín virðingu sína með því að fara í bókasafn, sem Lenín starfaði í í útlegð sjnni. Raisa hittir Nancy Reagan að máli bæði á morgun, þriðjudag, og miðvikudag. Þetta er fyrsta sinn í sex ár, sem konur leiðtoga Bandarfkjanna og Sovétríkjanna hittast. Nancy Reagan átti hug- myndina að því að þær ræddu málin meðan eiginmennirnir sætu á rökstólum um heimsmálin. Lítið hefur borið á Nancy frá því hún kom með manni sínum til Genfar á laugardagskvöld. Og búist er við því að augu vestrænna fjölmiðla beinist fremur að Raisu en Nancy. Fjölmiðlar hafa enda ekki enn gefist upp á að velta fyrir sér hvernig á því standi að meiri þokka stafar af konu aðalritara Sovétrfkjanna en forverum henn- ar. /Míelev þurrkarar Hrein ánægja. Miele annað er mála- miðlun. Blaðamannafundur sovéska utanríkisráðuneytisins: Andófsmaður þurfti að yfirgefa salinn Genf, 18. nóvember. f'rá Önnn BjarnadóUur, fréttnritnra Mbl. ÞAÐ varð uppi fótur og fit í upphafi fundar talsmanns sovéska utanríkisráðu- neytisins með fréttamönnum á leiðtogafundi Reagans og Gorbaschevs á mánudagseftirmiðdag þegar einkenniskiæddur svissneskur öryggisvörður gekk upp að sovésku konunni Jurina Grívnine og bað hana að yfirgefa þéttsetinn salinn. Bréf til Reagans í höndum blaðamanna Weinberger kennt um lekann, en Reagan lætur sér á sama standa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.