Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
Bandarísku gíslarnir:
Náttúruhamfarirnar í Kólumbíu
Miðaði áleiðis í viðræð-
um við mannræningjana
— sagði sendimaður biskupsins af Kantaraborg
London, 18. nóvember. AP.
TERRY Waite, sérlegur sendimaöur erkibiskupsins af Kantaraborg, kom í
gaer, sunnudag, heim úr for sinni til Beirút, þar sem hann átti leynilega
fundi með mannræningjunum, sem hafa bandarísku gíslana fjóra í haldi.
I gærkvöldi gaf hann Robert Runcie erkibiskup skýrslu um ferð sína til
Líbanons og í dag ræðir hann við bandaríska embættismenn.
Larry Speakes, blaðafulltrúi við mannræningjana, en líf gísl-
Bandaríkjastjórnar, sagði í gær í
Genf, að vonir væru bundnar við,
að árangur yrði af ferð Waites.
Hann lagði þó áherslu á, að banda-
ríska stjórnin væri ekki til viðræðu
um neinar tilslakanir við mann-
ræningjana.
A sunnudag sagði Waite við
fréttamenn, er hann kom til Heath-
row-flugvallar, að honum hefði
.miðað áleiðis" í viðræðum sínum
anna væri enn í hættu.
„Við höfum enn tækifæri, en ég
veit ekki hversu lengi það stendur,"
sagði hann.
Bandarísku gíslarnir fjórir hafa
verið í haldi hjá öfgasamtökunum
„Heilagt stríð" í 4-10 mánuði og
hafa samtökin lýst yfir, að þau
hafi tekið af lífi bandaríska stjórn-
arerindrekann William Buckley,
sem saknað hefur verið.
Læknar fínna nýjan vírus:
Gæti verid kveikjan
ad heila- og mænusiggi
New York, 12. nóvember. AP.
LÆKNAR komust nýverið að því að áður óþekktur vírus leynist í blóði
og heilavökva sjúklinga, sem þjást af mænu- og heilasiggi (MS). Þeir
útiloka ekki að vírus þessi gæti verið ein kveikjan að hinum óskýrða
sjúkdómi.
Ekki hafa enn verið borin
kennsl á vírusinn, en hann er
sagður svipaður HTLV-I, vírusi,
sem veldur óalgengu afbrigði af
hvítblæði í mönnum.
Læknar hafa rekist á gen úr
nýju veirunni í T-frumum, einni
gerð hvítra blóðkorna, í sýnum
teknum úr heila- og mænuvökva.
Vökvi þessi umlykur heila og
mænu.
Heila- og mænusigg leggst á
heilann og taugakerfið og ræðst
á mýelínið. Mýelín er hvítt fitu-
ríkt slíður, sem umlykur síma
margra taugafrumna. Sjúk-
dómurinn veldur því að tauga-
frumur harðna, það safnast á
þær sigg.
„Þau, sem fundu vírusinn, eiga
skilin Nóbelsverðlaun, ef allar
niðurstöður standast," segir dr.
Wallace Tourtellotte, taugafræð-
ingur og sérfræðingur í heila- og
mænusiggi við Wadsworth
sjúkrahúsið í Los Angeles.
Elaine Defreitas var meðal
þeirra, sem fundu vírusinn. Hún
segir: „Við höldum ekki fram að
hér sé komin orsökin að heila-
og mænusiggi. Enda höfum við
ekkert í höndum til að styðja
slíka fullyrðingu." Auk hennar
starfaði Magnhild Sandberg-
Wollheim frá Svíþjóð við rann-
sóknirnar.
Sjúklingarnir, sem skoðaðir
voru, eru frá Svíþjóð og Key
West í Flórída. Heila- og mænu-
sigg er mjög algengt í Svíþjóð
og á eynni Key West ganga 37
menn með sjúkdóminn. Aðeins
27.000 manns búa á eynni.
Um 250 þúsund Bandaríkja-
menn þjást.af heila- og mænu-
siggi. Einkenni sjúkdómsins eru
misjöfn, eftir því hvaða heila-
og taugafrumur verða fyrir barð-
inu á honum. Sumir eiga við
hreyfingarörðugleika að stríða,
en aðrir lamast og missa mál,
sjón og hugsun.
37 prósent rannsakaðra sjúkl-
inga gengu með vírusinn. Mót-
efni gegn vírusnum var mun
meira í 50 til 60 prósent sjúkl-
inga, en í fólki, sem ekki er með
heila- og mænusigg eða á við
aðra heilasjúkdóma að stríða.
Enn hefur ekki verið greint
frá rannsóknum á nýja vírusnum
í heild sinni, en grein um þær
birtist í tölublaði breska vísinda-
tímaritsins Nature, sem kemur
út í þessari viku.
Farið hefur verið fram á það
við sérfræðinga um heila- og
mænusigg að þeir hefji rann-
sóknir á vírusnum sem fyrst.
í JÓLAFÖNDRIÐ
Ódýrar skálar,
pottar, bakkar
og múkur leir.
PÓSTSENDUM.
A fréttamannafundinum á
sunnudag kvaðst Waite þess full-
viss, að átta breskum gíslum, sem
verið hafa í haldi í Líbýu og Iran,
yrði sleppt.
„Eg skil vel, hvernig fólki er
innanbrjósts, þegar ástvinir þess
eru teknir í gislingu," sagði hann.
„Það er erfitt að sætta sig við svo
harkalega staðreynd. En ég hvet
þetta fólk til að glata ekki voninni.
Eg er sjálfur vonbetri en ég var
áður en ég fór til Beirút og það er
margt prýðisfólk, sem mun gera
allt, sem í þess valdi stendur til að
leysa málið."
Á þessari loftmynd má sjá farveg eyðileggingarinnar niður eldfjallið Nevado
del Ruiz að þorpinu Armero.
„Guð minn góður,
hann er á lífi“
Blaðaljósmyndari bjargar mannslífi
Armero, Kólumbíu, 18. nórember. AP.
GUILLERMO Perez lá 60 klukkustundir hálfgrafinn í aurskriðu, sem hrifs-
aði með sér fjölskyldu hans og fæðingarborg. Þessi fjögurra ára gamli strák-
ur var orðinn úrkula vonar um að björgun bærist þegar Jorge Parga, Ijós-
myndari dagblaðsins E1 Tiempo, kom honum til hjálpar.
Parga fór með björgunarþyrlu á
sunnudag og ætlaði að taka mynd-
ir fyrir blað sitt. Hann kom
skyndilega auga á lítinn dreng
liggja nakinn á hliðinni, andlit
hans að hluta á kafi í eðju. Parga
hélt að hann hefði fundið enn eitt
fórnarlamb aurskriðunnar, sem
vall yfir Armero-dal á miðvikudag.
Hann bað flugmanninn að fljúga
GLIT
HÖFÐABAKKA 9 -
S(MI 685411
■ REYKJAVlK
/
yfir drenginn og fór að taka mynd-
ir: „Hendur drengsins voru milli
fóta honum. Hann lá í hnipri og
skelfingu mátti lesa úr augum
hans,“ skrifaði Parga í E1 Ti-
empo á sunnudag. „Skyndilega
greindi ég hreyfingu og ég hrópaði
til flugmannsins: „Guð minn góð-
ur, hann er á lífi.“
Flugmaðurinn lækkaði flugið og
drengurinn Guillermo leit upp til
hinnar feiknlegu vélar, sem hnit-
aði hringa yfir sér, og hóf hendur
til himins.
Strákhnokkinn var dreginn upp
í þyrluna og rakti hann raunir
sínar: „Ég þreyttist á að biðja
bjargar og að tveimur nóttum og
tveimur dögum liðnum fór ég að
gráta. Og ég kastaði mér flötum í
drulluna til að deyja eins og pabbi,
bræður mínir báðir og frænkur
mínar," sagði Guillermo og bætti
við: „Ég er svangur."
Áhöfn þyrlunnar horfði þegj-
andi á drenginn háma í sig brauð-
sneið og allt í einu tók Parga eftir
því að þeir grétu: „Og það var ekki
að ástæðulausu," sagði ljósmynd-
arinn.
En björgunarstarfið hefur líka
sínar skuggahliðar. Björgunar-
menn höfðu reynt í tvo daga að
bjarga tólf ára stúlku, sem festist
undir rústum, eðju og líki móður
sinnar, sem einnig var undir vatn-
inu, að sögn vitna og björgunar-
manna. Aðeins höfuð stúlkunnar,
Omayra Sanchez, stóð upp úr vatn-
inu og var hún með meðvitund
meðan reynt var að bjarga henni.
En stúlkunni hafði blætt mikið og
lést hún á laugardag áður en tókst
að ná henni lausri.
Maður nokkur lifði hamfarirnar
af, en festist í rústum húss síns
og drullu og eðju og missti fæturn-
ar. Björgunarsveitir reyndu mikið
að bjarga honum, en allt kom fyrir
ekki. Fylltist maðurinn slíku von-
leysi að hann greip hníf og stakk
sigtil ólífis.