Morgunblaðið - 19.11.1985, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985
*m.- '■****■
Í .
i* * m.*:* ■
Stjómarfrumvarp:
Landsvirkjun kaupir Kröflu
— Verð 1.170 m.kr. — tjónáhættu skipt
FRAM hefur verið lagt stjórnarfnim-
varp á Alþingi sem heimilar ríkis-
stjórninni að selja Landsvirkjun
Kröflu, samkvæmt samningi milli
ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar
frá í júlímánuði síðastliðnum. Með
mannvirkjum Kröfluvirkjunar fylgir
réttur til virkjunar og hagnýtingar á
þeirri jarðhitaorku, sem fínnast kann
á Kröflusvæðinu, að afli sem svarar
allt að 70 MW til raforkuframleiðslu.
Kaupverð, 1.170 m.kr., greiðist með
Stuttar þingfréttir:
Námsbrautir sjávarút-
vegs í framhaldsskólum
Ný þingmál
NOKKUR ný og endurflutt þing-
mál vóru lögð fram á þingi í gær.
Meðal þeirra var tillaga átta þing-
manna úr fimm þingflokkum
(fyrsti flutningsmaður Skúli Alex-
andersson) um skipulagningu
námsbrauta á sviði sjávarútvegs.
Tillagan felur ríkisstjórn og
menntamálaráðuneyti, ef sam-
þykkt verður, að koma upp, innan
framhaldsskólakerfisins, skipu-
lögðum námsbrautum á sviði sjáv-
arútvegsins. „Stefnt verði að sem
mestri fjölbreytni í sjávarútvegs-
námi í framhaldsskólum með stutt-
um námsbrautum í fiskvinnslu og
sjómannafræðum, fyrri hluta námi
sérskóla sjávarútvegs, þ.e. fisk-
vinnslu-, stýrimanna- og vélstjóra-
námi, og undirbúningsnámi fyrir
þá skóla, auk námsbrautar sem
lyki með stúdentsprófi. Markmið
slíks náms væri að búa fólk undir
'störf í sjávarútvegi og að kynna
íslenzkan sjávarútveg.“
Graskögglaverksmiðja
í Flatey
EGILL JÓNSSON (S) flytur til-
lögu til þingsályktunar, þess
efnis, að ríkisstjórnin „hlutist til
um að gerðar verði nauðsynlegar
ráðstafanir til að starfsemi gras-
kögglaverksmiðjunnar í Flatey
verði á ný komið í eðlilegt horf
með framleiðslu grasköggla árið
1986.“
f greinargerð segir að afkoma
verksmiðjunnar sé góð.
Skattur á verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði
Fram hefur verið lagt stjórn-
arfrumvarp um sérstakan skatt
á verzlunar- og skrifstofuhús-
næði 1986. Skattur þessi var
fyrst lagður á 1979, til eins árs,
en hefur verið framlengdur um
eitt ár í senn síðan. Tekjuáætlun
fjárlagafrumvarps 1986 áætlar
að skatturinn gefi 110 m.kr. í
ríkissjóð 1986.
Verðtrygging tjóna-
og slysabóta
KJARTAN JÓHANNSSON og
fleiri þingmenn Alþýðuflokks
hafa lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um verðtryggingu
framangreindra bóta. Tillagan
felur heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra, ef samþykkt verður,
að „undirbúa löggjöf um verð-
tryggingu tjóna- og slysabóta
almennra tryggingafélaga“. í
greinargerð segir að fólk geti —
í verðbólgu sem nú er — orðið
fyrir verulegum skakkaföllum
vegna þess að bótagreiðslur
tryggingafélaga séu ekki verð-
tryggðar.
Bann við hönnun og
framleiðslu hergagna
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR og
fleiri þingmenn Kvennalista
flytja tillögu til þingsályktunar
um yfirlýsta andstöðu Alþingis
„við hugmyndir um að íslenzkt
hugvit verði nýtt til hátækniiðn-
aðar sem tengist vígbúnaði þann-
ig að íslendingar gerist þátttak-
endur í þeim gereyðingaráform-
um sem vopnaframleiðslu fylgja.
Alþingi ályktar að lýsa yfir því
að á Islandi verði ekki smíðuð
kjarnaorkuvopn eða svonefnd
varnarvopn gegn þeim ...“
„Misrétti gagnvart
samkynhneigðu fólki“
KRISTÍN S. KVARAN (BJ),
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.),
Helgi Seljan (Abl.) og ólafur Þ.
Þórðarson (F) flytja tillögu sem
felur það í sér að Alþingi „lýsir
yfir vilja sínum til að tryggja að
misrétti gagnvart samkyn-
hneigðu fólki eigi sér ekki stað
hér á landi". Tillagan felur jafn-
framt í sér að „ríkisstjórnin skipi
nefnd til þess að kanna stöðu
samkynhneigðs fólks á Islandi".
skuldabréfi til 25 ára, verðtryggðu
og með 3% vöxtum. Samningurinn
felur í sér tiltekna áhættuskiptingu
milli aðila í sambandi við hugsanlegt
tjón á virkjuninni af völdum jarð-
hræringa, eldsumbrota eða annarra
náttúruhamfara. Ríkissjóður skal, ef
meiriháttar tjón af þessu tagi verður,
bæta Landsvirkjun skaða umfram
40 m.kr. hverju sinni eða 200 m.kr.
alls. Minna tjón verður á áhættu
Landsvirkjunar. Áhætta ríkisins
takmarkast þó við ógreiddar eftir-
stöðvar kaupverðsins hverju sinni.
I tengslum við sölu Kröfluvirkj-
unar og með tilliti til þess að
Landsvirkjun er nú þegar eigandi
og rekstraraðili að jarðgufuafl-
stöðinni i Bjarnarflagi er gert ráð
fyrir því að Landsvirkjun kaupi
Jarðvarmaveitur ríkisins á sama
stað, ef um semst, segir í greinar-
gerð.
Til stóð að mælt yrði fyrir frum-
varpi þessu í gær. Fyrstu umræðu
var hinsvegar frestað að beiðni
stj órnarandstöðu.
iiMnci
Tillaga þingsmanns:
Hitaveitur
selii rafmagn
í GÆR var mælt fyrir tveimur frum-
vörpum, sem varða hitaveitur. Matt-
hías Bjarnason, sem gegnir embætti
iðnaðarráðherra, mælti fyrir frum-
varpi um Hitaveitu Suðurnesja, til
staðfestingar á kaupum hennar á
eignum Rafmagnsveitna ríkisins á
Suðurnesjum. Stefán Benediktsson
(BJ) mælti fyrir frumvarpi sínu um
heimildarákvæði til handa Hitaveitu
Reykjavíkur til að framleiða og selja
rafmagn.
Hitaveita Sudurnesja
Frumvarp þetta felur í sér að
Keflavíkurkaupstaður eigi 38,68%
í sameignarfyrirtækinu Hitaveita
Suðurnesja, ríkissjóður, 20%,
Nj arðvíkurkaupstaður 12,83%,
Grindavíkurkaupstaður 11,17%,
Miðneshreppur 6,99%, Gerða-
hreppur 6,07%, Vatnsleysustrand-
arheppur 3,57% og Hafnahreppur
0,69%. Sameignin ber einfalda
óskipta ábyrgð á skuldbindingum.
Stjórn fyrirtækisins er skipuð
níu mönnum. Hvert sveitarfélag,
sem hlut á að máli, skipar einn
stjórnarmann, iðnaðarráðherra
einn og fjármálaráðherra einn.
Stjórn hitaveitunnar setur
henni gjaldskrá um verð á seldri
orku.
Við afgreiðslu mála verður höfð
hlutfallsleg atkvæðagreiðsla (mið-
að við eignarhluta).
Hitaveita Reykjavíkur
Frumvarp Stefáns Benedikts-
sonar (BJ) gerir ráð fyrir því að
fyrirtækið fái heimild til þess að
framleiða og selja rafmagn. Flutn-
ingsmaður telur, í ljósi þess að
fyrirtækið kunni senn að nýta orku
frá háhitasvæði, að rétt sé að það
fái jafnframt að framleiða og selja
raforku, eins og Hitaveita Suður-
nesja, ef slíkt þyki leiða til meiri
hagkvæmni í framkvæmdum og
þjónustu við höfuðborgarsvæðið.
Nokkrar umræður urðu um
þetta mál. Karl Steinar Guðnason
(A) og Skúli Alexandersson (Abl.)
lýstu stuðningi við það. Sá fyrr-
nefndi taldi Landsvirkjun selja
„dýrasta rafmagn í veröldinni".
Ef hægt væri að tryggja almenn-
ingi aðgang að ódýrara rafmagni
þá á að leyfa það, sagði hann.
Ragnar Arnalds:
Opinn háskóli
Nýting nýrrar kennslutækni
„ALÞINGI ályktar ad skora á ríkis-
stjórnina að undirbúa nú þegar
stofnun og starfrækslu opins há-
skóla sem gerir nemendum sínum
kleift að stunda háskólanám í
heimahúsum með aóstoð útvarps
og sjónvarps, myndbanda og tölvu-
tækni. Skólinn sé undir stjórn
Háskóla Islands en öllum opinn án
tillits til fyrri menntunar."
Þannig hljóðar tillaga til
þingsályktunar sem Ragnar
Arnalds (Abl.) hefur lagt fram á
þingi. I greinargerð er minnt á
gífurlegar breytingar í vísindum
og tækni og mikilvægi þess „að
menntakerfið haldi í við tækni-
þróun samtímans, miðli nýjustu
þekkingu til fjöldans, en ekki
aðeins fárra útvaldra, og nýti sér
kennslutækni til fulls“.
Tilgangur. er sagður að veita
áhugasömu fólki, fjarri mennta-
stöðvum, tækifæri til æðri
menntunar; að byggja upp
áfangakerfi fyrir nemendur, sem
ekki uppfylla formleg menntun-
arskilyrði háskóla; að byggja upp
samfellt menntakerfi m.a. til
endurmenntunar starfsfólks i
atvinnulífi, hafa forystu um
notkun fjölmiðla í fræðsluskyni
og þróa kennsluaðferðir á þessu
sviði.
I greinargerð er vitnað til
áhuga háskólarektors, dr. Sig-
mundar Guðbjarnarsonar, á
opnum háskóla, en framkvæmd-
in sé að sjálfsögðu háð fjárveit-
ingum og ákvörðun Alþingis.
Nýir þingmenn
ÞRÍR varaþingmenn tóku sæti á
Alþingi í gær:
★ Kristjana Milla Thorsteinsson,
viðskiptafræðingur, fyrsti vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokks í
Reykjaneskjördæmi, í fjarveru
Salome Þorkelsdóttur í opinberum
erindagiörðum erlendis.
★ Kristln A. Tryggvadóttir,
fræðslufulltrúi, fyrsti varaþing-
maður Alþýðuflokks í Reykjanes-
kjördæmi, í fjarveru Kjartans Jó-
hannssonar sem er í opinberum
erindum erlendis.
★ Sveinn Jónsson, verkfræðingur,
fyrsti varaþingmaður Alþýðu-
bandalags í Austfjarðakjördæmi,
í veikindafjarveru Helga Seljan.