Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 Fangar mánaðarins Stjórn Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKí afbendir lieknum Borfanpftak taekiA. Borgarspítalinn: Fært að gjöf tæki til rannsókna á vélinda Mannréttindasamtðkin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirfar- andi samviskufanga í nóvember. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. Eþíópía: Mengesha Gebre-Hiwot er 55 ára sérfræðingur i kennslu- málum, fyrrum aðstoðarmaður menntamálaráðherra og starfs- maður SÞ. Hann er einn úr hópi 18 manna sem hafa verið i haldi síðan í desember 1983 vegna meintrar aðildar að stjórnmála- flokki (EPDA) sem hefur gagnrýnt samband rikisstjórnarinnar við Sovétríkin. Þeim er gefið að sök að hafa dreift „andbyltingarsinn- uðum“ flugritum „sem lið í tilraun heimsvaldasinna til að kæfa eþí- ópsku byltinguna". Ekkert virðist benda til að flokkur þessi hafi beitt eða hvatt til ofbeldis. 18-menning- arnir hafa að sögn verið beittir pyntingum í yfirheyrslum, m.a. með höggum á iljar. Samkvæmt upplýsingum AI hefur Mengesha Gebre-Hiwot misst annan fótinn af þessum sökum. Nú er óttast um líf hans, þar sem fjölskyldu hans er ekki íengur leyft að senda hon- um mat, en það var leyft á fyrri helmingi þessa árs. Haiti: William Josma er 37 ára gamall verkfræðingur sem haldið hefur verið án ákæru eða dóms síðan í april 1981. í tilkynningu frá stjórnvöldum frá því í febrúar 1984 er hann sakaður um hryðju- verkastarfsemi, en formleg ákæra hefur ekki verið lögð fram og yfir- völd hafa hvorki réttað í máli hans né lagt fram sannanir máli sinu til stuðnings. AI telur Josma i haldi vegna friðsamlegrar and- stöðu hans við stjórn Jean-Claude. Duvalier. Josma bauð sig fram á eigin vegum til þings árið 1979 en dró framboð sitt til baka vegna þrýstings frá stjórnvöldum. Þrátt fyrir ákvæði í stjórnarskránni um frelsi til að bindast stjórnmála- samtökum eru þeir sem reyna að stofna stjórnarandstöðuflokka tíð- um fangelsaðir eða verða að sæta yfirgangi af ýmsu öðru tagi. Will- iam Josma var ekki í hópi 37 póli- tískra fanga sem hlutu náðun i apríl 1985 og vegna fullyrðinga yfirvalda um að „enginn sé lengur í haldi vegna afbrota af pólitiskum toga“ er óttast um afdrif hans. Malaysía: Loo Ming Leong er 42 ára verkamaður á gúmmíplantekr- um, sem hefur verið i haldi í 13 ár án ákæru eða dóms, vegna meintr- ar aðildar hans að Kommúnista- flokki Malaysiu sem er bannaður. Fangelsun hans styðst við hæpnar lagagreinar sem heimila stjórn- völdum að hafa i haldi i tvö ár i senn fólk sem þau telja hættulegt öryggi landsins. Aðbúnaður í fang- elsisvistinni hefur verið afar slæmur. Pólitískir fangar i Batu Gajah-fangelsinu, þar sem Leong var til skamms tíma, máttu þola einangrun i 22 klst. á sólarhring og i Taiping-fangelsi, þar sem hann er núna, er föngum haldið í heitum og illa loftræstum fanga- klefum, og er hreyfing og læknis- hjálp ónóg. Loo Ming Leong er sagður þjást af nýrnabilun og háum blóðþrýstingi. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavik, simi 16940. KVENNDADEILI) Reykjavíknr- deildar Rauóa kross íslands færói Lyflækningadeild Borgarspítalans nýlega aó gjöf tæki til sírítunar sýrustigs í vélinda. í frétt frá Borgarspítalanum segir að tæki þetta gefi mögu- leika á að rannsaka þátt maga- sýru í einkennum sjúklinga, ss. brjóstverkjum sem ekki skýrist af hjartasjúkdómum o.fl. Einnig nýtist tækið við mat á því hvort aðgerð við þindarsliti sé líkleg til árangurs. Tækið mæli sýru- stigsbreytingar í vélinda sjúkl- ings yfir heilan sólarhring og skrái niður á tölvu. Þessa rann- sókn sé unnt að gera jafnt á sjúklingum utan spítala sem innan og muni því nýtast öllum. í frétt Borgarspítalans segir ennfremur að tæki þetta sé fyrsta sinnar tegundar á íslandi og gefi möguleika á rannsóknar- tækni sem ekki hafi verið unnt að framkvæma hér til þessa en víða verið notuð erlendis. " S ■> 5 STJÖRNUKVÖLD MAGNÚS ÞÓR EINARJÚLÍUSSON ^ * JÓHANN HELGASON PÓNIK OG EINAR LEIKA FYRIR DANSI SIGMUNDSSON ANNA VILHJÁLMSDÓTTIR * JÓHANN G. JÓHANNSSON JÚLÍUS BRJÁNSSON KYNNIR ÞORSCAFE FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD • HÚSIÐ OPNAÐ KL. 19°° STÓRKOSTLEG ÞRÍRÉTTUÐ MÁLTÍÐ • ÓLI OG JÚLLI SJÁ UM DISKÓTEK3Ð ÖRYCCI í VETRARAKSTRI Á GOODYEAR VETRARDEKKJUM Öruggari akstur cott grip l brekkum Góðlr aksturselginleikar á isllogðum vegum meö lausum snjó á ójófnum vegum Stóðuglelkl i hálku Cóðir hemlunareiginlelkar viö erflöar aöstæður GOODYEAR vetrardekk eru gerð ur sér- stakrl gúmmíblöndu og með mynstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrlp. CODOYEAR vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð. Fullkomin hjólbarð Tðlvustyrð Jaf GOOD0EAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.