Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 47

Morgunblaðið - 19.11.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 47 ' A ^ AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TILFÖSTUDAGS .... _________tJUsLÍ1 Þessir hringdu . . Svali keyptur upp Guðrún Skúladóttir, Hjaröar- haga 48, hringdi: Mikið þótti mér það kjánalegt hjá Davíð Scheving Thorsteins- syni að kaupa upp allan lagerinn af Svala í Miklagarði, eins og skýrt var frá í DV á dögunum. Þvi mátti verslunin ekki selja Svalann á sérstöku tilboðsverði, fjölda viðskiptavina til mikillar ánægju? Eitt er víst að ég kaupi ekki Svala hér eftir. íbúðarlán til 40 ára Kristján hringdi: Mig langar að benda á það að hér áður fyrr voru algengustu íbúðarlánin til 40 og jafnvel 50 ára. Því finnst mér sem verið sé að stinga rýtingi í bakið á ungu fólki og eyðileggja fyrir því lífs- afkomuna, með því að lána með þessum háu vöxtum til aðeins tíu ára, eins og er mjög algengt núna. Vildi ég óska þess að mál þetta yrði tekið til mjög ná- kvæmrar athugunar hjá ríkis- valdinu og öðrum sem þessu ráða, og þau tíu ára lán sem þegar hafa verið veitt, verði framlengd til 40 ára. Hver orti þessa vísu? Kona í Nordurmýrinni hringdi: „Ég er með vísu í huganum sem mig langar mikið til að vita hver er höfundur að. Hún er svona: Sú var tíðin mér þótti þröngt milli þungbrýnu fjallanna minna. Nú kemst þar fyrir sú unun öll sem óska ég helst að finna.“ Kennsluþáttur í drykkjuskap Kona úr Skagafirði hringdi: Mig skortir nógu sterk orð til að láta í ljós aðdáun mína á grein Helga Hálfdanarsonar í Morgun- blaðinu 13. nóvember sl. Ekkert er svo gott til að Helgi eigi það skilið fyrir að rita þessa grein. Sjónvarpið mætti öllum að skaðlausu fella niður kennslu- þætti sína í drykkjuskap, laus- læti og glæpum. Ef stjórnendur fjölmiðlanna eiga ekki völ á menningarlegra efni ættu þeir að stytta dagskrá, hvíla sig þann tíma sem annars tekur að sýna þennan ófögnuð. Hvaða sæmi- lega viti borin manneskja hefur ánægju af að heyra og sjá hljóm- sveitir sem virðast sérhæfðar í að sýna viðurstyggilega tilburði og framleiða villidýrsöskur. Æska þessa lands er dýrmæt- ari en svo að gera eigi leik til að leiða hana á villigötur. Stjórn- endur fjölmiðla taki þetta til rækilegrar yfirvegunar. Út- varpshlustendur og sjónvarps- áhorfendur tökum höndum sam- an og neitum að greiða afnota- gjöldin verði þessi mál ekki tekin til endurskoðunar. Að skjóta sér undan ábyrgð Sveitakona hringdi: Ég var að hlusta á fréttirnar sl. fimmtudagskvöld og heyrði þá m.a. viðtal við fulltrúa ey- firskra bænda um ný fram- leiðsluráðslög. Var það greinilegt á þessu viðtali að eyfirskir bænd- ur sem hafa átt einn stærsta þáttinn í vanda landbúnaðarins, ætla að skjóta sér undan allri ábyrgð og láta litla bóndann bera byrðarnar. Ég skora á landbúnaðarráð- herra og forráðamenn í landinu að beita sér fyrir því að þeir sem hafa bestu efnin á að bera byrðar geri það. Væri ekki rétt að eitt- hvað tillit væri tekið til hversu margt fólk lifir af hverju búi? Eða er það réttlátt að hjón með tvö eða þrjú börn hafi rýmri kvóta en tvenn hjón með sex börn (hér á ég við félagsbú)? Sveitafólk látið til ykkar heyra. U nglingadansleik- ir standi til kl. 01 Foreldri skrifar: Ég sit hér um miðnætti og horf- ist í augu við þá nöturlegu stað- reynd að 14 ára gömul dóttir mín er á „unglingadansleik" niðri í miðbæ, sem samkvæmt dagblöðum lýkur ekki fyrr en kl. 03. Það vakna ýmsar spurningar. Hvað er „unglingadansleikur"? Við hvaða aldur er miðað og hvers vegna er ekkert slíkt tekið fram í auglýsingunni? Fæst virkilega leyfi hjá lögregluyfirvöldum til þess að stefna stórum hópi ungl- inga á skemmtistað við Austurvöll og láta honum ljúka á sama tíma og hleypt er út stórum hópum fólks af öðrum krám og skemmtistöðum í miðborginni? Harðfullorðnu fólki, sem ætti að kunna fótum sínum forráð, en við vitum öll að er oft í ömurlegu ástandi vegna fíkniefnaneyzlu (áfengi þar með talið þótt löglegt sé) og því miður Bréfritara finnst að unglingadans- leikir eigi ad standa til kl. 01 en ekki til 03, eins og almennir dans- leikir fyrir fullorðna. æskileg fyrirmynd fyrir ungling- ana, sem við viljum gjarnan að skemmti sér án áfengis. Hvað með lög um útivist barna og unglinga? Er ekki of langt gengið í gróðafíkn- inni og of lítið og of seint hugsað um velferð barnanna okkar? Þessi uppgjöf er geigvænleg og færi betur að lögin væru endurskoðuð og þeim þá breytt frekar en að hundsa þau, því lög sem enginn fer eftir eru verri en engin lög. Allir foreldrar unglinga vita hve þrýstingur frá félögum er sterkt afl og hversu erfitt er að standa gegn honum. Samt hefði mér liðið mun betur og þótt eðlilegra að dansleikur sem ætlaður er krökk- um á aldrinum 14—17 ára stæði eitthvað skemur en almennir dans- leikir, til dæmis til kl. 1. Hvað finnst ykkur kæru þjáningasystur og -bræður? Sem dæmi um slíkan dansleik vil ég nefna unglingaball- ið sem Æskulýðsráð Reykjavíkur stóð fyrir á Broadway fyrir skömmu og var unglingum og stjórnendum til sóma. Hér með skora ég á eigendur skemmtistaða að staldra aðeins við og hugsa þetta mál til enda, áður en efnt verður til næsta unglingadansleiks. Einnig skora ég á foreldra að láta heyra frá sér um þessi þýðingarmiklu mál, aldur og útivist. EN H.F, BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000. ifoíco Reiknivélar í úrvali RÁLL STEFÁNSSON UMBOÐS & HEILDVERZLUN ÖRYGGIS HÓLF i veggi Örugg og odýr lausn fyrir fyrirtæki og heimahús Póstsendum litabæklinga BLIKAHOLUM 12. R VlK SlMI (91 (-72530 r> 0 V BÓKATILBOÐ VIKUNNAR* 18/11-23/11 Á hverjum mánudegi til áramóta birtast i DV ný og spennandi bókatilboð. Spámaöur í fööurhúsi eftir Jón Orm Halldórsson áöur kr: 500,00 nú kr: 198,00 Elli. byggt á útvarpsþáttunum „Á Tali“ eftir Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Torberg. áöur kr: 545,00 núkr: 198,00 Gíslar í 444 daga. Sönn frásögn af 14 mánaða gíslingu 52 manna í íran. áöur kr: 500,00 nú kr: 95,00 Jenny. My diary, skáldsaga. áöur kr: 380,00 nú kr: 95,00 Coming through Slaughter. eftir Michael Ondsstje. áöur kr: 325,00 nú kr: 95,00 Nú er tækifærið aö gera góö kaup í jóla- pappír og jólakortum. Aöeins þessa viku: verulegur afsláttur af jólapappírsrúllum 100 x 150 cm og 10 jólakortum í pakka. Einnig þessa viku: litlir raöleikir og gesta- þrautir á ótrúlega lágu verði. Tilvaliö í „skóinn“. Muniö gestagetraunina - dregiö vikulega. Sjá ný bokatilboð í DV næstkomandi Manudaga *Á meðan birgðir endast BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR Hafnarstræti 4 sími: 14281 /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.