Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 49

Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÖVEMBER1985 49 Sjómaður byggir verslunarhúsnæði: Framkvæmdasjóð- ur Akureyrar lánar honum 300 þúsund BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að veita Kristjáni Gunnarssyni 300.000 króna lán úr framkvsmda- sjóði Akureyrar vegna byggingar húsnæðis fyrir matvöruverslun við Móasíðu 1 þar í bæ. „Ég sótti um lánið fyrir skömmu, en bæjaryfirvöld sýna því mikinn skilning að það bráð- vantar matvöruverslun í þetta hverfi. Verslunarlánasjóður hefur hins vegar neitað mér um lán í tvígang vegna byggingarinnar þrátt fyrir að hann láni til stór- felldrar verslunaruppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu, en ég trúi ekki öðru en ég fái lán úr honum á næsta ári,“ sagði Kristján í samtaii við blaðamann Morgun- blaðsins. Kristján er sjómaður að atvinnu — skipverji á frystitogaranum Siglfirðingi frá Siglufirði. Versl- unarhúsnæði það sem hann er með í byggingu verður 772 fermetrar að stærð. Byrjað er að steypa upp kjallara hússins. „Það verður að gera eitthvað meðan ég bíð eftir láni,“ sagði Kristján. Skv. áætlun sem Kristján lét gera verður kostnaður við byggingu hússins 7 til 8 milljónir, en þegar hefur verið unnið fyrir 2 milljónir króna. Kristján sagðist bjartsýnn á að hann gæti opnað verslunina fyrir jól næsta ár „ef ég fæ lán úr Verslunarlánasjóði". Neytendasamtökin: Neytendur séu á varðbergi gagnvart ómerktum vörum Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi frétt frá Neytendasam- tökunum: „Komið hefur fram í fréttum, að á markaði hér hafa verið hjól- barðar, sem búið er að má af nafn framleiðanda og — eða aðrar upplýsingar. Neytendasamtökin benda neytendum á, að vera á varðbergi gagnvart vörum sem þannig eru boðnar til sölu. Nafn framleið- anda vöru er í öllum tilfellum mikilsverðar upplýsingar fyrir neytendur og í sumum tilfellum ákveðin trygging fyrir gæðum. Þetta á ekki síst við um vörur sem varða öryggi neytenda, eins og ástand og gæði hjólbarða. Það verður að teljast furðuleg framkoma seljanda gagnvart kaupanda að má burt, eða selja vöru sem máðar hafa verið af, upplýsingar er koma eiga vænt- anlegum kaupanda eða notanda að gagni. Slíkt samrýmist varla góðum viðskiptaháttum. Það er kaupandi vörunnar sem greiðir andvirði hennar og notar hana í felstum tilvikum og tekur jafnvel áhættuna af notkun hennar. Neytendasamtökin ítreka enn kröfu sína um bættar neytenda upplýsingar og mótmæía því harðlega að upplýsingum sem fyrir hendi eru sé leynt, eða þær jafnvel vísvitandi máðar burt.“ Ordsending! til þeirra sem vilja mikið fyrir lítið: Og nú gerð C-12 - ennþa meira fyrir lítið: Sjalfvirk miðjusetning texta, sjálfvirk undirstrikun, sjálfvirk niðurröðun talna, leiðréttingarminni ein lína o.fl. ( sjóferð, ert þú þá með það á hreinu hvar allur björgunarbúnaður skipsins er staðsettur og hvort öll siglingatæki eru virk? Það er góð regla ( upphafi hverrar sjóferðar, að glöggva sig á staðsetningu og ástandi öryggisbúnaðar skipsins. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁHA SJÓMANNA SJÁLFRA. ÖRYGGISMÁLANEFND SJÓMANNA midas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.