Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 50

Morgunblaðið - 19.11.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR19. NÖVEMBER1985 . > „Fantasían hefur alla tíð verið mitt uppáhald“ — segir Sólveig Eggerz Pétursdóttir sem nú heldur málverkasýningu eftir 4 ára hlé SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir heldur nú málverkasýningu í nýjum sýning- arsal á Austurströnd 6 á Seltjarnarnesi og er þetta fyrsta sýning hennar eftir fjögurra ára hlé. Sólveig lenti ( bflslysi fyrir fjórum árum og sagói í samtali viö blaðamann að hún hefði alveg verið búin að sjetta sig við að mála ekki framar þar sem sjónkerfi hennar laskaðist „Ég að fikra mig áfram eins og byrjandi aftur eftir slysið. Ég á mjög erfitt með að mála án þess að vera alveg upp i því sem ég er að gera. Ég get ekki virt verk mín fyrir mér ef ég er langt frá þeim. Nú notast ég þvi mikið við ljósmyndavélina i stað skissublokkarinnar áður. Ég tek myndir af þvi sem mig langar til að vinna jafnframt þvi sem ég styðst við sjónminni. Jafnvel notast ég við fleiri en eina ljós- mynd til að vinna úr endurminn- ingunni. Ég á nú margt ólært þar sem ég þarf að þjálfa mig upp á nýtt en ég er tilbúin til þess þó ég sé orðin 60 ára.“ Sólveig sagðist vera Svarf- dælingur i báðar ættir þó hún hafi búið viða, m.a. i Glasgow, Kaupmannahöfn, Þýskalandi og Vestmannaeyjum. Sólveig kynntist manni sínum, Árna Jónssyni, syni Jóns Guðmunds- sonar i Belgjagerðinni, á Eng- landi en þar bjó hún sem inn- flytjandi árin 1946-48. Þau hjón eiga nú fjögur uppkomin börn og þrjú barnabörn. Tvö yngri börn hennar eru þroskaheft. „Auðvitað finnst mér jafnvænt um börnin min. Ég reyni að sinna þeim eins og ég mögulega get og reyni að hjálpa Styrktarfélagi vangefinna eftir mætti.“ Sólveig hefur undanfarin ár hannað jóla- kort sem félagið gefur út og eru frummyndir jólakortanna að þessu sinni, sem eru sex að tölu, á sýningu Sólveigar jafnframt þvi sem hægt er að kaupa kortin þar, á aðalskrifstofu Styrktarfé- lagsins og i Kúnst á Laugavegi. Morgunblaðið/Ol.K. Mag. Sóheig Eggertz og Goðmaodur Kristinsson halda á eiaai mynd Sóhreigar á sýningunni á Austurströnd 6, Seltjarnarnesi. Þetta er nýr sýningarsahir, sem Guðmundur rekur. „Ég er afskaplega þakklát fyrir að vera ekki úr leik sem málari. Þó finnst mér töluverður viðvaningsbragur á verkunum nú miðað við áður. Þetta er eins og að læra að stafa upp á nýtt. Ég veit hvernig gera á hlutina en litirnir vilja renna saman fyrir mér ef ég er ekki i skriffjarlægð frá þeim. Ég byrjaði að prófa mig áfram mikið til vegna föður míns. Hann lést i vor og var ég mikið hjá honum sl. vetur. Hann rak mig eiginlega út i þetta aftur og gerði ég það mikið til fyrir hann að reyna. Ég er ekki nógu ánægð með útkomuna en maður gefst ekki upp úr þvi sem komið er.“ Sólveig er hvað þekktust fyrir svokallaðar fantasíur sinar, sér- staklega þær sem málaðar eru á rekaviðarspýtur. „Sumir halda að spýtan hafi búið til fantas- iuna, en í raun bjó fantasian til spýtuna. Fantasian hefur alla tið verið mitt uppáhald. Þetta spýtu- ævintýri hófst eiginlega fyrir 15 árum þegar ég allt i einu fór að hugsa um lítinn leik sem ég bjó mér til í bernsku heima i sveit- inni fyrir norðan þar sem ég bjó i sjö ár. í kring um bæinn okkar lágu oft á tiðum girðingarstaur- ar, sem ég bjó til heilu leiksýn- ingarnar úr fyrir sjálfa mig. Ég hélt fyrstu spýtusýninguna árið 1969 i Danmörku og fékk þar mjög góða dóma i blöðunum sem opnaði mér leiðir inn i aðra sýn- ingarsali erlendis." Sólveig sagðist dá tvo lista- menn öðrum fremur, þá Engil- bert Gíslason, sem kenndi henni í Vestmannaeyjum á unglingsár- unum, og Ásmund Sveinsson, myndhöggvara, en hún fór i nám til Ásmundar eftir að börn henn- ar voru öll komin á ról. Sólveig var við nám i listaskóla á Eng- landi i tvö ár og brá sér i Mynd- listaskólann i Reykjavík fyrir stuttu i einn vetur. Sólveig sýndi fyrst fyrir 25 árum í Bogasal Þjóðminjasafns- ins svo sýningin nú er einskonar afmælissýning hennar. Þó sagð- ist hún hafa viljað undirbúa sýn- inguna meira en hægt hefði ver- ið. „Ég hef t.d. aldrei haldið sýn- ingu án þess að senda út boðskort i tilefni opnunar fyrr en nú. Ég er algjörlega að renna blint i sjó- inn með þessa sýningu og vona bara það besta,“ sagði Sólveig. Á sýningunni eru 48 vatnslita- myndir og nokkrar rekaviðar- spýtur sem hún hefur málað sínar fantasiur á. Sýningin stendur til 24. nóvember og er opin frá kl. 13.00 til 19.00 dag- lega. VIFTUREIMAR IÐNAÐARREIMAR optibelt (ontinental Þrælsterkar reimar, tenntar og sléttar Stærsta sérverslun landsins með reimar FALKINN Suðurlandsbraut 8. sími: 91-84670 105 Reykjavík Verslunareigendur! Innkaupastjórar! I áratugi hefur Söluskrifstofa KEA selt margs konar vörur til verslana, stofnana og þeirra sem vilja gera góð innkaup á vönduðum vörum á hagstæðu verði. Við getum útvegað þér vörur frá eftirtöldum fyrirtækjum: Frá Kjötíðnaðarstöð KEA: Allar tegundir af kjöti - s.s. lambakjöt, nautakjðf, hanglkjöt, svinakjöt og kjúklingar. Einnig býður Kjðtiðnaðarstðð KEA alls konar unnar kjötvörur, þar með taldar fjöldi áleggstegunda. Nú getur þú fengíð kjötlð meðhðndlað á ýmsan hátt og það kemur til þín pakkað i lofttæmdar umbúðir. Frá Smjörlíkisgerð KEA: Borðsmförfíki, bðkunarsmjðrfiki, kðkossmjðr og kökufeíti. Frá Smjödíkisgerð KEA kemur Flöru smjðrliki, sem þegar hefur sannað ágæti sitt. Fyrirtækið framleiðir einnig herta sojaoliu sem notuð er til djúpsteikingar á matvælum - s.s. kjðti, kartðtlum og laufabrauði. Frá Efnagerðinni Flóru: Avaxtasafi, marmelaði, sultur, steiktur laukur, poppmaís, kakð, ýmsar kryddtegundir og bðkunarvðrur. Flóra framleiðir einnig þrjár tegundir af fljótandi jurtaolíum til djúpsteikingar: Sojaoiia, SOIblómaolía og Jarðhnetuolía, Frá Brauðgerð KEA: Brauðgerð KEA tramleiðir allar tegundir af matarbrauðum - auk þess sem fyrirtækið hefur gott úrval ai kökum og tertum, Brauðgerð KEA hefur yfir að ráða mjög góðum vélakosti og úrvals starfsfólki - sem genr sitt besta til að útvega þér þær vðrur sem þú óskar eftir Frá Kaffibrennslu Akureyrar: Braga katfi - frá Kaffibrennslu Akureyrar þart vart að kynna. Vinsaaldir þess hér á landi segja sitt um gæði framleiðslunnar. Nu siðast kom fyrirtækið fram með Santosblöndu Hefur þú reynt hana? Þá minnum við á Ameríku kaffi, Koiombía katfi og koftínlausa Braga kaffið. Frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn: Sjöfn framleiðir alls konar tegundir af ræsti- og hreinsiefnum, en auk þess framleiðir Sjöfn málningu, sem landsþekkt er fyrir gæði, og Úretan quartz gótfefni. Hjá Sjöfn getur þú fengið svamp af ýmsum gerðum og stærðum. Nýlega hól Sjðfn framleMu á Bamba bleium og dðmubindum. Frá Mjólkursamlagi KEA: Vantar þig fjolbreytt úrval mjólkurvara? Þá lærðu vörurnar hjá Mjólkursamlagi KEA. Sifeilt er verið að fitja upp á einhverju nýju hjá Mjólkursamlagi KEA og má nefna drykkjarjðgúrt sem dæmi. Einnig er rétt að minna á Tropicana Þessi urvals ávaxtasafi er einmitt framleiddur hjá Mjólkursamlagi KEA, Þú ættir að slá á þráðinn! Það borqar siq! Söluskrifstofa KEA Hafnarstræti 91-95 602 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.