Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR19. NÓVEMBER1985 53 Kjaramálaályktun Verkamannasambandsþingsins: Allir sjálfkjörnir í stjórn og varastjórn ALLAR tillögur kjörnefndar um fulltrúa í stjórn og varastjórn Verka- mannasambands Islands voru samþykktar mótatkvæóalaust á 12. þingi sambandsins um helgina. Þriggja manna kjörnefnd var önnum kafin allan þingtímann við að stilla upp lista um stjórnarmenn og var talsvert fyrir því haft að koma í veg fyrir að innbyrðis deilur landssambanda og fjórðungssambanda leiddu til kosninga um cinstaka menn. Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára, Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur var endurkjörinn varaformaður, Ragna Berg- mann formaður Framsóknar í Reykjavík var endurkjörin ritari og Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja var endurkjörinn gjaldkeri sambs.ndsstjórnarinnar. í sambandsstjórnina var að auki kosinn 21 fulltrúi, þar af fimm nýir. Hinir nýju eru Haf- þór Rósmundsson í Vöku á Siglu- firði, sem tekur sæti Kolbeins Friðbjarnarsonar formanns fé- lagsins, Hrafnkell Jónsson for- maður Árvakurs á Eskifirði tek- ur sæti Sigurðar Hannessonar fyrrum formanns Jökuls á Höfn, Sigrún Clausen frá Akranesi færðist úr varastjórn í aðal- stjórn, Sigurður óskarsson for- maður Alþýðusambands Suður- lands tekur sæti Hilmars Jóns- sonar fyrrum formanns verka- lýðsfélagsins á Hellu og Sævar Frímannsson í Einingu á Akur- eyri tekur sæti Jóns Helgasonar formanns Einingar. Aðrir sambandsstjórnarmenn voru endurkjörnir en það eru: Aðalheiður Þorleifsdóttir Akur- eyri, Dagbjört Sigurðardóttir Stokkseyri, Einar Karlsson Stykkishólmi, Elína Hallgríms- dóttir Reykjavík, Guðríður El- íasdóttir Hafnarfirði, Guðrún Ólafsdóttir Keflavík, Guðmund- ur J. Hallvarðsson Reykjavík, Halldór Björnsson Reykjavík, Hallgrímur Pétursson Hafnar- firði, Jóhanna Friðriksdóttir Vestmannaeyjum, Jón Karlsson Sauðárkróki, Kristján Ásgeirs- son Húsavík, Páll Jónsson Vík, Pétur Sigurðsson ísafirði, Sig- finnur Karlsson Neskaupstað og Sigrún Elíasdóttir Andakíl. Varamenn í sambandsstjórn- ina voru kosin þau Þorbjörg Samúelsdóttir Hafnarfirði, Kar- ítas Pálsdóttir ísafirði, Hall- steinn Friðþjófsson Seyðisfirði, Garðar Steingrímsson Reykja- vík, Jóhann Möller Siglufirði, Anna María Hafsteinsdóttir Sauðárkróki, Bárður Jensson ól- afsvík, Helga Jóhannesdóttir Stöðvarfirði og Matthildur Sig- urjónsdóttir Akureyri. Þau fjög- ur síðastnefndu eru ný í vara- stjórninni. Endurskoðendur sambandsins voru einnig endurkjörnir en það eru þau Benedikt Franklínsson Selfossi og Snjólaug Kristins- dóttir Reykjavík. Varaendur- skoðandi er Sæmundur Valdi- marsson Reykjavík. Hin eiginlega valdastofnun Verkamannasambandsins er framkvæmdastjórn þess. f hana eru sjálfkjörin formaður, vara- formaður, ritari og gjaldkeri en síðan kýs sambandsstjórnin fimm til viðbótar. Á fyrsta fundi nýju stjórnarinnar, sem haldinn var strax að loknum þingstörfum á sunnudagskvöldið, voru kosin í framkvæmdastjórnina þau Guðríður Elíasdóttir, Halldór Björnsson, Jón Karlsson, Sig- finnur Karlsson og Sævar Frí- mannsson. Fram komu einnig tillögur um þær Sigrúnu Clausen og Sigrúnu Elíasdóttur en hvor- ug náði kosningu. Morgunblaöiö/Emilía Guðmundur J. Guðmundsson endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Kaupmáttartrygging — en ekki endilega gamla vísitölukerfið — fjölskyldur leysast upp og hrekjast á vergang TILLAGA um að gera kröfu um 22 þúsund króna lágmarkslaun í kom- andi kjarasamningum var felld með öllum atkvæðum gegn fjórum á þingi VMSÍ um helgina. Líklega hafa flestir þingfulltrúar hugsað á sama veg og Guðríður Elíasdóttir, formaður Framtíðarinnar í Hafnarfirði og 2. varaforseti Alþýðusambandsins, sem sagði í umræðum um kjaramál að þegar gerðar hefðu verið samþykktir um ákveðna krónutölu „þá höfum við aldrei náð því fram“ í inngangi ályktunarinnar segir: „Mikil umskipti hafa átt sér stað í afkomu almennings undanfarin þrjú ár. Annars veg- ar hefur samningsbundinn kaup- f kjaramálaályktuninni, sem samþykkt var eftir miklar um- ræður, segir meðal annars: „Verkamannasambandið gerir kröfur um kaupmáttartryggingu og bætt lífskjör og er reiðubúið til viðræðu um nýjan kjarasamn- ing án þess að gera kröfur um að gamla vísitölukerfið verði aftur upp tekið. Ástand, þar sem allt er í reynd verðtryggt nema vinnulaun, verður ekki þolað. Aukning og trygging kaup- máttar er krafa okkar og til þess að svo geti orðið þarf ríkisstjórn- in að gerast ábyrgðaraðili að samningunum. Óþolandi er að hið opinbera gangi á undan í verðhækkunum, eins og tíðkast hefur um árabil.“ Auk kaupmáttartryggingar- innar verður meginkrafa Verka- mannasambandsins í komandi kjarasamningum að miða við að ná meðalkaupmætti ársins 1983 en í síðari áföngum verði náð kaupmætti ársins 1980. Gert er ráð fyrir að launastiganum verði breytt þannig, að mestar hækk- anir verði á lægstu töxtunum, framfylgt verði lögum um launa- jafnrétti karla og kvenna og gerðar verða þær kröfur til ríkis- valdsins, „að það gangi milli bols og höfuðs á okurlánamarkaðnum og komi skipulagi og eftirliti á „frjálsa" peningamarkaðinn". Um kröfugerð segir ennfremur að almennt þurfi að lækka vexti frá því sem nú sé og setja á stig- hækkandi eignaskatt, afnema beri aila gjaldtöku á sjúklinga og leggja niður sjúkratrygginga- gjald, sérstakt átak verði gert í þágu aldraðra, afnema beri tekjuskatt af almennum launa- tekjum, gera þurfi verulegt, sameiginlegt átak i húsnæðis- málum með aukningu félagslegra íbúðabygginga og ráðstafanir þurfi að gera til að bjarga tekju- lágu fólki, sem nú sé að missa íbúðir sínar vegna óhagkvæmra lána og hárra vaxta og gerð er krafa um að opinberir aðilar leggi fram mun meira fé til stofnunar og rekstrar barna- heimila. MorjjunbladiÖ/Emilía Austfirðingarnir fylgjast með umræðum. Flutningsmaður tillögunnar um uppsögn bónussamninga, Hrafnkell A. Jónsson, er lengst til hægri. Bónussamningum sagt upp fyrir 1. desember „Hlutdrægni“ sjónvarpsins mótmælt FRETTASTTOFA sjónvarpsins naut ekki mikilla vinsælda á þingi VMSÍ um helgina. Þingið samþykkti samhljóða ályktun- artillögu frá Hreini Erlends- syni, formanni Þórs á Selfossi, þar sem harðlega er mótmæít „hlutdrægri frásögn sjónvarps- ins af störfum þingsins", eins ogþað er orðað. I ályktuninni segir enn- fremur: „I aðalfréttatíma sjónvarpsins á laugardags- kveldið var meginfrásögn frá störfum þingsins viðtðl við tvo talsmenn atvinnurek- enda, sem boðið var að halda fyrirlestra á þinginu, og í fréttayfirliti í dagskrárlok var sú frásögn ein frá þing- inu, að annar þeirra atvinnu- rekenda teldi að vinnusvik hefðu aukist í fiskiðnaði en væru þó meiri í öðrum at- vinnugreinum." Ásamt Hreini stóðu að til- lögunni þau Ingibjörg Sig- tryggsdóttir úr Þór, Dagbjört Sigurðardóttir formaður Bjarma og Vestmanneying- arnir Jóhanna Friðriksdóttir og Jón Kjartansson. máttur launa rýrnað um 30% og er nú sá lægsti um áratuga skeið. Vegna þessara lélegu lífskjara hefur atvinnuþátttaka kvenna og barna farið vaxandi um leið og vinnutími almennt hefur lengst. Er nú svo komið, að íslenskt verkafólk býr í senn við einhver lélegustu launakjör (lífskjör) og mesta atvinnuþátttöku allra þjóða á norðurhveli jarðar. Rangsnúið húsnæðismálakerfi og allt of háir vextir gera fólki ómögulegt að koma sér þaki yfir höfuðið og þeir, sem það reyna, hrekjast á vergang fyrr en síðar. Við blasir hörmuleg mynd, þar sem fjölskyldur leysast upp og heimili eru eyðilögð. Á hinn bóginn er það hinn hluti þjóðarinnar — lúxusstéttin — sem á valdatíma núverandi ríkisstjórnar hefur fengið frelsi til að ákveða kjör sín sjálf, án þess að vera bundin á klafa fastra samninga. Skattaívilnanir og skattsvik, frjálst verðlag og okurlán ein- kenna veröld þessarar nýju stétt- ar. En á sama tíma sér þjóðin fram á nýtt aflamet og útflutn- ingsverðlag er hátt. Andstæður í lífskjörum þjóðarinnar eru hrikalegri en um margra áratuga skeið. Þessum ójöfnuði verður að linna." í lok kjaramálaályktunar Verkamannasambandsþings er heitið á allt verkafólk að standa þétt að baki stéttarfélögum sín- um í komandi samningum og treysta stöðu þeirra. Verkalýðs- félögin „eru okkar vopn og þau geta bitið sárt ef vel er brýnt", segir í ályktuninni. Enginn fögnuður yfir áformum um útvarpsstöð UMRÆÐUR og deilur um bónus- samninga, sem svo mjög hefur borið á undanfarnar vikur, fóru ekki hátt á þingi Verkamannasam- bandsins í Reykjavík um helgina. í kjaramálaumræðunni kom m.a. fram í máli Guðmundar J. Guðmundssonar formanns sam- bandsins, að samkomulag hefði verið gert um að gera ekki mikið úr ágreiningi um þau mál á þing- inu og í raun var ekki mikið talað um bónussamninga eftir að þeirra var getið í umræðum um skýrslu stjórnar í upphafi þings- ins. Þingið samþykkti hinsvegar samhljóða tillögu frá Hrafnkeli A. Jónssyni, formanni Árvakurs á Eskifirði, þar sem því er „beint til aðildarfélaga að segja upp gildandi bónussamningum ekki síðar en 1. des. nk., þannig að samningar verði lausir ekki síðar en 1. júlí 1986. Felur þingið fram- kvæmdastjórn að beita sér fyrir samræmdri kröfugerð og samn- ingaviðræðum á heildargrund- velli," eins og segir í samþykkt- inni. Þar segir einnig, að megin- markmið komandi bónussamn- inga verði að „breyta hlutfalli fastakaups og bónusálags á þann veg, að fastakaupið verði stór- aukinn hluti heildarlauna“. „VIÐ SEM búum á landsbyggðinni lifum á fiski og aftur fiski. Við lifum hvorki á sjónvarpi né blöðum. Ef við ættum að geta fylgst með öllum fjölmiðlum þá þyrftum við einfaldlega að hætta að vinna,“ sagði Daði Guðmundsson, varafor- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Bolungarvíkur, í umræðum um fræðslumál á þingi VMSÍ. Daði var ásamt mörgum öðr- um andvígur klausu í áliti fræðslunefndar þingsins, þar sem lagt var til að lýst væri yfir fögnuði yfir fyrirætlunum verka- lýðssamtakanna um rekstur út- varpsstöðvar og bent á mikilvægi þess að nýta þá starfsemi til upplýsinga og fræðslu innan verkalýðshreyfingarinnar. í af- greiðslu þingsins var þessi klausa felld út úr ályktuninni. I samþykkt um fræðslumál er hvatt til áframhaldandi erind- rekstrar sambandsins og frekari uppbyggingar og eflingar trún- aðarmannakerfis aðildarfélag- anna. Fagnað er áætlunum um starfsmenntunarnámskeið fisk- vinnslufólks og því lýst yfir að hefja verði markvissa fullorðins- fræðslu og kynningu til þeirra, sem koma nýir út á vinnumark- aðinn. Þá styður þingið fyrir- huguð námskeið fyrir heima- vinnandi húsmæður er hyggja á vinnu utan heimilis og telur að hér sé um merkt framtak að ræða, eins og segir í ályktuninni. Málefni Félagsmálaskóla al- þýðu bar nokkuð á góma og kom fram í máli manna að þeir hefðu áhyggjur af hve illa námskeið skólans væru sótt. Var því ítrek- uð áskorun til aðildarfélaganna um að sem flestir félagsmenn sæktu félagsmálaskólann og sambandið hvatt til að styrkja minnstu félögin til þátttöku í honum. Þá var framkvæmda- stjórn sambandsins hvatt til að „gefa fleirum tækifæri en verið hefur til að sækja ráðstefnur og námskeið, sem haldin eru í er- lendu samstarfi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.