Morgunblaðið - 19.11.1985, Blaðsíða 52
Tll DAGIIGRA NOTA
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
íslenzka skipafélagið kaupir eignir Hafskips:
Vörn gegn erlendum kröfu-
höfum — greiðslustöðvun
Kyrrsetning skipa í erlendum höfnum hefur
vofað yfir. Aætlunum breytt af þeim sökum
NÝTT SKIPAFÉLAG, fslenzka skipafélagið hf., var stofnað í fyrradag og
skráð í gærmorgun. Keypti félagið skip og aðrar eignir sem tilheyra íslands-
rekstri Hafskips hf. og fékk Hafskip hf. greiðslustöðvun til þriggja mánaða
frá og með deginum í gær. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgun-
blaðsins er fyrirtækið stofnað til þess að forða því að erlendir kröfuhafar
á Hafskip geti gengið að eigum fyrirtækisins, en kyrrsetning skipa Hafskips
f erlendum höfnum hefur vofað yfir skipum félagsins síðustu daga.
Mikill fréttaflutningur að und-
anförnu um fjárhagsstöðu Haf-
skips hefur gert það að verkum
að erlendir kröfuhafar hafa
ókyrrst verulega og hafa stjórn-
endur Hafskips og Utvegsbankans
því óttast að almennar kröfur
þeirra yrðu að forgangskröfum, ef
um kyrrsetningu skipanna yrði að
ræða. Nýja félagið hefur því yfir-
tekið fslandsrekstur Hafskips og
skuldbindingar félagsins. Stofnun
þessa fyrirtækis, sem viðmælend-
ur Morgunblaðsins hafa nefnt
„pappírsfyrirtæki" gerir það að
verkum að ekki er hægt að ganga
að eigum fyrirtækisins.
„tltvegsbankanum voru kynnt
þessi viðhorf nú um helgina og
þetta var gert í samráði við bank-
ann. Við erum með stofnun þessa
fyrirtækis að búa í haginn fyrir
þá starfsemi, sem vonandi nást
samningar um að hefjist í sam-
vinnu við SÍS, síðar í þessari viku,“
sagði Ragnar Kjartansson, stjórn-
arformaður Hafskips hf., þegar
blaðamaður Morgunblaðsins
spurði hann í gær hvað lægi að
baki stofnun þessa nýja félags.
Ragnar sagði að það hefði bráðleg-
ið á að stofna nýtt félag, þar til
samningar hefðu tekist um fram-
tíðarskipan mála. Hann sagði að
Fékk 1350 þús.
í Getraunum
„ÞETTA er ótrúlegt og ég trúi
þessu varla enn,“ sagði Marjan
Zak, Júgóslavíu, sem búið hefur
á Islandi í átta ár, skömmu eftir
að honum var tilkynnt að hann
hefði unnið 1.350 þúsund krónur
í íslenzku getraununum í gær.
Þessi vinningur er sá hæsti, sem
einstaklingur hefur unnið í get-
raunum hérlendis.
Sjá nánar á íþróttasíðum á B1
og B12. _____________
Marian Zak.
Marcelo Houseman í búningi KR.
Argentínu-
menn í KR
Argentínumennirnir Rene og
Marcelo Houseman hafa gert
samning við Knattspyrnudeild
KR. Munu þeir leika með félag-
inu næsta sumar og einnig þjálfa
yngri knattspyrnuflokka KR.
Báðir hafa þeir leikið 1 landsliði
Argentfnu og Rene er einn af
heimsmeisturunum frá 1978.
þeir erfiðleikar sem skip Hafskips
hafa lent í erlendis að undanförnu
spiluðu þarna inn í. Meðal annars
hefðu stjórnendur fyrirtækisins
þurft að gera lítilsháttar breyting-
ar á áætlun skipanna.
Ragnar sagði að ekki væri hægt
að upplýsa hversu mikið hlutafé
væri í nýja félaginu, né á hvað
eigur Hafskips hefðu verið seldar.
Stofnendur Islenzka skipafé-
lagsins eru Sveinn R. Eyjólfsson,
Páll G. Jónsson, Hörður Einars-
son, Jón G. Zoéga og ólafur B.
Ólafsson. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins er Þórður H. Hilmarsson.
Stofnendur nýja félagsins og
stjórn Hafskips munu á næstu
dögum standa í samningaviðræð-
um við fulltrúa SÍS um hugsanlega
sameiningu íslenzka skipafélags-
ins og Skipadeildar Sambandsins
samkvæmt því sem Ragnar upp-
lýsti. Valur Arnþórsson, stjórnar-
formaður Sambandsins, sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær að hann ætti von á
því að þetta mál yrði kynnt á
sambandsstjórnarfundi í dag, en
hann taldi ólíklegt að niðurstaða
fengist í dag. Þó sagði hann að
niðurstaða yrði að liggja fyrir
innan fárra daga.
„Andinn um borð er nú svona
og svona. Menn eru auðvitað ekk-
ert hressir með þá óvissu sem ríkir
í málefnum félagsins, en allir
vonum við að þetta fari vel,“ sagði
óskar Gíslason skipstjóri á Skaftá,
einu flutningaskipa íslenzka
skipafélagsins hf., þegar blaða-
maður hafði samband við hann í
gærkvöldi en skipið var þá að nálg-
ast Elbu á leið frá Islandi til
Hamborgar. Óskar sagði að áætlun
Skaftár hefði ekki verið breytt og
þeir ekki orðið fyrir neinum töfum
síðustu daga vegna erfiðleika fé-
lagsins. Þegar haft var samband
við óskar í gærkvöldi vissi hann
ekki um hvað gerst hafði í málefn-
um Hafskips í gær, m.a. að hann
væri farinn að vinna hjá nýju
fyrirtæki. Hann sagðist eiga að
hafa samband heim í dag og fengju
þeir þá nánari fréttir af málunum.
Björgunarsveitarmenn viA leit (höfninni (Vestmannaeyjum.
23 ára maður drukknar
í Vestmannaeyjahöfn
Lík 23 ára skipverja, sem féll í Vestmannaeyjahöfn aöfaranótt mánu-
dags, fannst um miðjan dag í gær. Maðurinn mun hafa verið á leið i
skip sitt, sem lá í Friðarhöfn, þegar hann féll í höfnina. Hjálparsveit
skáta og björgunarsveit Slysavarnafélagsins hófu leit um þrjúleytið um
nóttina. Lík mannsins fannst síðan um hálfþrjú leytið í gær. Ekki er
hægt að skýra frá nafni hins látna að svo stöddu.
Selur Akureyri hlut
sinn í Landsvirkjun?
Tillaga fyrir bæjarstjórn um að kanna möguleika á því
SIGURÐUR J. Sigurðsson, Sjálf-
stæðisflokki, leggur í dag fram til-
lögu í bæjarstjórn Akureyrar þess
33 eignir á Suðurnesjum
seldar á uppboðum í ár
Stærstu málin gjaldþrot tveggja fiskvinnslufyrirtækja og Víkurbæjar
ÞAÐ SEM af er árinu hafa 33 eignir
verið seldar á nauðungaruppboðum
á Suðurnesjum. Stærstu málin eru
gjaldþrot tveggja fiskvinnslufyrir-
tækja og verslunarinnar Víkurbæjar.
Þrjár eignir voru seldar þegar fi.sk-
vinnslufyrirtækið Heimir hf. í Kefla-
vík var gert upp og fjórar eignir físk-
vinnslufyrirtækisins Suðurnes hf. (
Garði; tvö fískverkunarhús og tvö
einbýlishús eigenda. Allt árið í fyrra
voru 15 eignir seldar á nauðungar-
uppboðum á Suðurnesjum. Seldar
hafa verið eignir í Keflavík og Njarð-
víkum, Grindavík, Garði, Vogum og
Sandgerði.
„Erfiðleikar steðja að Suður-
nesjum og aðeins er seldur lítill
hluti eigna, sem auglýstur er á
nauðungaruppboðum. Við auglýs-
um á milli 30 og 40 nauðungarupp-
boð í viku hverri," sagði Jón Ey-
steinsson, bæjarfógeti í Keflavik
og sýslumaður Gullbringusýslu, í
samtali við Morgunblaðið.
Jón sagði, að flestar eignir ein-
staklinga, sem seldar hefðu verið,
væru lélegar, kjallarar og hús í
niðurníðslu. Hús í byggingu eða
nýleg hefðu ekki verið seld, þó
vandi húsbyggjenda væri áreiðan-
lega mikill. Þá sagði hann, að ýmis
þjónustufyrirtæki hefðu farið illa
út úr erfiðleikum sjávarútvegs-
fyrirtækja.
efnis, að bæjarráði verði falið að
kanna möguleika á að selja sam-
eignaraðilum Akureyrarbæjar í
Landsvirkjun, eða öðrum, eignar-
hluta bæjarins ( Landsvirkjun. Þetta
verði gert með það í huga að fjár-
magn sem bundið er í eignarhluta
bæjarins verði fíutt til Hitaveitu
Akureyrar sem eigið fjárframlag
Akureyrarbæjar í það orkufyrirtæki.
„Mín hugmynd er fyrst og
fremst sú, að þessi möguleiki verði
skoðaður í sambandi við ýmis
vandamál Hitaveitu Akureyrar.
Skuldir hennar nú eru yfir 1700
milljónir króna og þarna gæti
verið um skynsamlega lausn að
ræða,“ sagði Sigurður í samtali við
Morgunblaðið í dag.
Eignarhluti Akureyrarbæjar í
Landsvirkjun er 4,475%, en Sig-
urður sagði málið engan veginn
það langt komið, að hægt væri að
gera sér hugmynd um hver hugs-
anlegur kaupandi yrði. Ríkið á
50% í fyrirtækinu og Reykjavíkur-
borg 44,525%.
Sigurður sagðist halda menn
sammála um að gjaldskrá Hita-
veitu Akureyrar væri á því stigi
að „frekar verði ekki stigið skref
til hækkunar á henni. Tekjur Hita-
veitunnar af orkugjöldum nú duga
fyrir fjármagns- og rekstrarkostn-
aði — en á hverju ári i þau 10 ár
síðan fyrirtækið var stofnað hefur
þurft að taka viðbótarlán vegna
framkvæmda; til að fyrirtækið
gæti staðið við skuldbindingar
sínar."
Sigurður sagði ljóst, að yrði
ekkert gert fljótlega til lausnar
vanda Hitaveitunnar þyrftu bæj-
arbúar að búa við hátt orkuverð
um langa framtíð. „Það gæti haft
slæm áhrif á búsetuskilyrði hér í
bænum og eru það meginrökin
fyrir tillögunni. Það er skylda
bæjarstjórnar að leita lausnar á
vandanum."
Aðspurður sagði Sigurður ót-
ímabært að nefna nokkra tölu um
hugsanlegt söluverð Akureyrar-
bæjar í Landsvirkjun, en þess má
geta að eigið fé fyrirtækisins var
9 milljarðar um síðustu áramót.