Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 B 5 M Yefrem Yankelevich, tengdason- '7 ur hans, segir: „Hann þolir einsemd- “Vj ina betur en við flest. Hann býr ■ yfir ótrúlegu hugarjafnvægi. Ég hef' aldrei séð hann þunglyndan. Hann saknar þó samfélagsins við vísinda- menn. Hann þarfnast þeirrar and- legu áreitni, sem felst í samskiptum við starfsbræður í vísindunum. Vís- indamenn þrífast ekki vel nema þeir geti velt upp hugmyndum og rætt þær fram og aftur. Óviss framtíð Ekkert er unnt að segja með vissu um það, hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þau, eftir að Yelena snýr aftur. Öll bjartsýni virðist ástæðulaus. Ekki eru nema fáeinir dagar liðnir frá því, að Gorbachev endurtók þá skoðun, að Sakharov fengi ekki að ferðast til útlanda vegna vitneskju sinnar um ríkis- leyndarmál. Þau geta tæplega vænst neins annars en að vera látin dveljast áfram um óákveðinn tíma í einangrun í bæ, sem er lokaður fyrir útlendingum. Pjöldi KGB-manna sér svo um að halda þeim fáu vinum, sem þau eiga eftir í Sovétríkjunum, í hæfilegri fjar- lægð. Fjölskyldan telur, að KGB eigi mikinn fjölda Sakharov-kvikmynda og sumar þeirra séu margra ára gamlar. Þessar myndir verði notað- ar til að blekkja fólk á Vesturlönd- um, efíst menn þar um velferð og öryggi hjónanna. Engin ástæða er til að ætla, að við þær aðstæður, sem nú ríkja, fái nokkur vinur Sakharov-hjónanna að sjá þau framar saman. Eitt skyldmenni þeirra segir: „Þeir gætu ruðst inn í íbúðina hans, kæft hann með púða og sagt, að hann hafi fengið hjarta- slag og dáið. Enginn gæti fært rök fyrir því hvað þá heldur sannað, að þeir væru að ljúga." Sumir kunna að segja, að slík hrottaverk séu ekki unnin í Sovét- ríkjunum nú á tímum undir stjóm Mikhails Gorbachev. Hitt er þó ólík- legt, að sovéska öryggislögreglan, KGB, láti slíkar vangaveltur ráða gjörðum sínum. Foringjar hennar hafa fengið meira en nóg af hug- rekki Sakharovs. Þeim mislíkar, að hann skuli hafa náð takmarki sínu í baráttunni fyrir rétti konu sinnar til að leita sér lækninga í útlöndum. Innan KGB ræður reiði foringjanna meiru en óijósar hugmyndir um að hafa beri hemil á valdbeitingu af stjómmálaástæðum. (Einkaréttur: The Observer, London) nýju, eftir að Yelena snýr aftur til Sovétríkjanna? Fáum við ekki frekari fréttir af henni og manni hennar, eftir að hún fer upp í lestina til Gorkí? Mikhail Gorbachev sagði ný- iega, að Sakharov mætti ekki fara frá Sovétríkjunum, af því að hann hefði vitneskju um hemaðarleynd- armál. Þau em að minnsta kosti 18 ára gömul, þessi leyndarmál. Trúir Gorbachev því, að 18 ára gömul vitneskja geti enn verið leyndarmál? Er hann að svara boði Suður-Afríkumanna um að hafa skipti á Sakharov og Nelson Mandela? Er hann að flytja þingi kommúnistaflokksins, sem hefst næstu daga, kveðju? Er hann að segja eitthvað um frelsun Shchar- anskys? Ég á ekki svör við þessum spumingum. Hitt átti Gorbachev auðvitað ekki að segja, að Sak- harov sé í útlegð í Gorkí vegna „lögbrota". Gorbachev, sem er lögfræðingur að mennt, ætti að vita betur. Honum ætti að minnsta kosti að vera ljóst, að samkvæmt sovéskum lögum er ekki unnt að flytja nokkum á brott, senda í útlegð eða refsa með öðmm hætti, sem ekki hefur verið dæmdur af dómara fyrir rétti. Það er tímabært fyrir Gorb- achev að taka fram fyrir hendum- ar á KGB og heimila Sakharov að setjast aftur að í Moskvu. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Samningamir efnahagsmálin Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til fundar á Hótel Hofi nk. mánudagskvöld 24. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Samningarnir og efnahagsmálin Frummælandi Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra. Fundurinn eröllum opinn. Framsóknarfélag Reykjavíkur Pægilegar og • falla vel að. . Tengist konum á öllum aldri 8; 5 * 2 S o Sloggi nærbuxur eru úr 95% bómull og 5% Lycra. Sloggi nærbuxur halda alltaf lögun sinni og góðri teygju. Sloggi nærbuxur falla þétt að líkamanum og því sjást engin brot í buxunum. ÁGÚST ARMANN hf. Jfk UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN #V\ SUNDABORG 24, SÍMI 686677 huv HALLDÓR JÓNSSON / VOGAFELL HF. Dugguvogi 8-10, sími 686066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.