Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 11
3aei HAuaaa’? xs auoAauMHUg .aiaAjavíuonuM MORGUNBLAÐTÐ, SUNNUDAGURZ3.FEBRÚAR 1986 -S-tt * A hverju ári byrja 20 milljónir manna að reykja og bætast í hóp þess milljarðs manna sem svælir ofan í sig krabbameinsvaldandi tóbaks- reykinn SJÁ: REYKINGAR SAUDI-ARABIA | REYKINGAR Bænastund á þjóðveginum Japanski glæsivagninn, sem ég var í, hafði aðeins ekið rúmlega kílómetra frá alþjóð- lega flugvellinum í Riyadh, sem kenndur er við Khaled konung, þegar ekillinn lagði bflnum skyndilega á þjóðveginum og vatt sér út. Hann gekk fáein skref út í eyðimörkin, tók af sér ilskóna og kraup. Sólin var að setjast og það var kominn tími til kvöldbæna. Þegar bæna- stundinni var lokið, gekk hann að bflnum aftur og settist undir stýri og við héldum áfram ferð okkar inn í borgina. Þetta litla atvik sýnir glöggt hversu sterk tök trúin hefur ennþá á mönnum í Saudi-Arabíu þrátt fyrir þá skyndilegu auð- legð sem þjóðinni hefur hlotnast í kjölfar olíugróðans. Ólíklegt hlýtur að teljast að nokkur stað- ur annar sé til í víðri veröld þar sem verzlunum er lokað fimm sinnum á dag vegna bænagjörð- ar. Fadh konungur er ekki aðeins þjóðhöfðingi í sínu víðlenda ríki. Hann gegnir öðru hlutverki, sem ekki er síður veigamikið, þar sem hann er auk þess gæslu- maður helgistaða Múhameðs- trúarmanna í Mekka og Medína. Fyrir vikið á hann geysisterk ítök í þjóðinni og öll gagnrýni á hann og fjölskyldu hans er álitin jaðra við guðlast. íbúar Saudi-Arabíu þurftu að semja sig að nýjum aðstæðum á síðasta áratug þegar olíuauð- urinn fór að steyma til landsins. En nú hafa á ný skipazt veður i lofti því að tekjur af olíusölu hafa farið hríðlækkandi. Samt hafa þessar breytingar ekki haft í för með sér ókyrrð í landinu, hvorki af pólitískum eða félags- legum toga. Erlendur sendifulltrúi hefur skýringuna á reiðum höndum. Hann segir: Trúarbrögðin og einkar traust fjölskyldubönd eiga stóran þátt í því hversu lítið er hér um þjóðfélagsleg átök. Og þó geta ungir menn í Saudi- Arabíu í rauninni aðeins fengið útrás með þrenns konar hætti. I fyrsta lagi í trú sinni, í öðru lagi í knattspymu og í þriðja lagi virðast þeir haldnir ósvi- kinni „bfladellu". . Mörgum þeirra eldri er samt í nöp við knattspymu og á síð- asta ári reyndi klerkastéttin að leggja bann við kappleikjum á þeirri forsendu að slík iðja sneri hugum manna frá bænahaldi auk þess sem knattspymubún- ingurinn væri ósiðlegur. Sá hópur Múhameðstrúar- manna, sem hreintrúaðastur þykir, nefnir sig Wahabbi og setja siðvenjur hans mjög mark sitt á daglegt líf í Saudi-Arabíu. Um það vitnar fátt betur en staða kvenna. Sárafáar konur sjást á götum höfuðborgarinnar og bregði konu fyrir er hún með blæju fyrir andlitinu og jafnvel augun em hulin. Engin kona má vinna úti né heldur aka bfl. Þá er kvenfólki óheimilt að taka þátt í mannamótum þar sem karlmenn em. Hinar ströngu siðvenjur í landinu valda því að erlend blöð em rækilega ritskoðuð áður en þau em boðin til sölu. Til dæmis létu ritskoðarar nú nýlega afmá Ijósmynd úr brezka blaðinu Observer vegna þess að hún var af dansmeyju með beran háls, handleggi og fótleggi. Al-Saud-fjölskyldan, sem landið heitir eftir, gætti þess vandlega á uppgangstímunum á síðasta áratug að afla sér ekki óvinsælda meðal trúmálaleið- toga landsins. Og nú þegar harðnað hefur á dalnum hefur klerkastéttin ekki átyllu til að beita valdi sínu á pólitíska svið- inu. Það er samt sú ógn sem valdhafamir óttast mest í Ijósi þess sem gerðist í íran. - ROBIB LUSTIG Stórborgin er að kafna Aannan mánuð hafa íbúar í Mexíkóborg haft vaxandi áhyggjur af niðdimmu mengunar- skýi, sem frá áramótum hefur lagzt yfir götur og stræti í nokkrar klukkustundir á hveijum morgni. Stjómvöld hafa nú birt skýrslu um ástandið og samkvæmt því sem sérfræðingar halda fram staðfestir hún að mengun í höfuðborginni sé orðin meiri en í nokkurri annarri stórborg í heiminum. Fullyrðingar stjómvalda um, að ástandið sé ekki hættulegt, hafa hinsvegar ekki sannfært sífellt há- værari hópa náttúmvemdarmanna. Þeir em ekki heldur reiðubúnir til að draga úr þrýstingi sínum á þá embættismenn ríkisvaldsins, sem hafa verið ásakaðir opinberlega um að bera ábyrgðina á hröðum og óskipulögðum vexti Mexíkóborgar, en hann stuðlaði að þeirri gífurlegu eyðileggingu sem varð í jarðskjálft- unum í septembermánuði síðast- liðnum. Kannski er auglýs- ingabannið eintómt káf Þeim fjölgar stöðugt, sem vilja skera upp herör gegn tóbaks- nautninni og afleiðingum hennar, enda deyja fleiri af völdum reykinga en af nokkurri einni ástæðu ann- arri, sem unnt er að girða fyrir. Á ári hveiju falla tvær til tvær og hálf milljón manna í valinn fyrir tóbak- inu. Bandarísku læknasamtökin kröfðust þess í desember síðastliðn- um að tóbaksauglýsingar í blöðum og tímaritum yrðu bannaðar og olli sú krafa miklu fjaðrafoki hjá tób- aksfyrirtækjunum eins og vænta mátti. Ef tóbaksauglýsingamar verða bannaðar hefur mikill sigur unnist en aðeins í einni orrustu og eftir sem áður getur stríðið verið tapað. Það, sem málið snýst um, er hvort auglýsingar hafa yfirleitt einhver áhrif á reykingar eða hvort tóbakið sé svo sterkt og vanabind- andi, að nauðsynlegt sé að banna það til að ná tökum á ástandinu. Á hveiju ári byija 20 milljónir manna á því að reykja og bætast í hóp þess milljarðs manna, sem svælir ofan í sig krabbameinsvald- andi tóbaksreykinn. Þar sem lungnakrabbi kemur í fyrsta lagi fram tuttugu árum eftir að menn byija reykingar eru þeir, sem byij- uðu á sjöunda áratugnum, fyrst núna að komast í verulega hættu. Ef ekki dregur stórlega úr reyking- um stefnir í, að lungnakrabbamein verði 50% algengara um aldamótin en það er nú. Ef til væru lyf við tóbaksfíkninni eða bóluefni væri ekki ástæða til að beijast gegn tóbaksauglýsingum en reykingar verða einfaldlega ekki Veturinn í Mexíkóborg hefur verið óvenju kaldur og frostin hafa gert mönnum ljósa þá miklu um- hverfiskreppu sem þar ríkir í raun. Mengunarskýið, sem er hálfur annar kílómetri að þykkt, liggur við venjulegar aðstæður í um 45 metra hæð yfír borginni, en hefur leitað niður að jörðu upp á síðkastið. Hlýtt mengað loftið niður við jörðu slepp- ur ekki í burtu vegna kalds loft- massa fyrir ofan það. Afleiðingin er sú, að borgarbúar, um 18 milljónir manna, eru á ferli með sviða í augum og sárindi i lungum í nokkrar klukkustundir á morgni hveijum. Mengunarskýið er meðal annars mettað brennisteini, kolsýringi og blýi. Aðrar borgir eru nú oft nefndar í þessu sambandi, borgir þar sem íbúamir hafa mátt þola afleiðingar loftmengunar undanfama áratugi. í fjölmiðlum er mest rætt um mengunarskýið sem lagðist yfir Lundúnaborg árið 1952, en áætlað hefur verið að það hafí valdið eða stuðlað að dauða allt að fjögurra þúsunda manna. Umhverfisvemdarsamband Mex- íkó , sem stofnað var á liðnu ári af náttúmvemdarfélögum víðsveg- teknar sömu tökum og lömunar- veiki eða hlaupabóla. Þær verða aðeins stöðvaðar með því að breyta lífsháttum manna, með upplýsing- um, reglum og með því að umbuna þeim efnahagslega, sem ekki reykja. Flestum virðist augljóst og eðli- legt, að bann við tóbaksauglýsing- um verði til að draga úr reykingum en svo einfalt virðist málið ekki vera því miður. Reykingar em að stóraukast í sumum lör.dum þar sem tóbaksauglýsingar em bannað- ar en að minnka í öðram þar sem þær em leyfðar. Ekkert augljóst samband virðist vera á milli reykinga og auglýsinga. Pólveijar, Ungveijar og Júgó- slavar em miklir reykingamenn þótt auglýsingar séu bannaðar í löndum þeirra og helmingur nýrra reyk- ingamanna á síðasta áratug er Kín- veijar. í Kína em engar tóbaksaug- lýsingar leyfðar en þar reykja þó tveir þriðju fullorðinna karlmanna. í Hollandi og Bretlandi em tób- aksauglýsingar leyfðar en þó er þar um að ræða einu vestrænu löndin þar sem reykingar em minni nú en árið 1965. í báðum þessum löndum hefur verið rekinn harðvítugur áróður gegn reykingum og miklir skattar lagðir á tóbakið. ar um landið, heldur því fram, að árið 1985 hafí yfir ein milljón tonn af mengunarefnum rokið út í loftið yfír Mexíkóborg frá bifreiðum og verksmiðjum. Sambandið bendir á, að súrefnið í andrúmsloftinu sé að auki minna en víðast hvar annars staðar, enda er höfuðborgin í 2.256 metra hæð. Áhyggjur fólks em miklar. Eitt dagblaðanna fullyrti meira að segja á forsíðu, að loftmengunin gæti valdið alnæmi (AIDS). Umhverfis- vemdarmenn vekja athygli á þeirri Bann við tóbaksauglýsingum mun að öllum líkindum bera lítinn árangur. Kannski bjarga lífi ein- hverra en þó aðeins örfárra af þeim mikla fjölda, sem fellur í valinn fyrir tóbakinu. Reykingamennimir sjálfir munu sjá um auglýsingamar svo lengi sem þeir reykja á al- mannafæri og freista með því unglinga tii að fara að þeirra dæmi. Nauðsynlegt er að grípa til að- gerða, sem setja skorður við reykingum, vemda það fólk, sem ekki reykir, við reykingarstybbunni. Fyrir þessu er nú ötullega barist víða um lönd og er að því stefnt að tóbakið verði bannað á vinnu- stöðum, matstöðum og í opinberam byggingum. Fólk, sem ekki reykir, verður líka fyrir barðinu á reyknum þegar það er innan um reykingamenn. Það andar að sér sömu krabbameins- valdandi efnunum og reykingamenn og í 13 sjálfstæðum rannsóknum, sem gerðar vom víða um heim, kemur fram, að bindindisfólk, sem er reglulega innan um reykinga- menn, er tvisvar til þrisvar sinnum líklegra til að fá lungnakrabbamein en fólk, sem sleppur alveg við reykinn. Fólk, sem líður fyrir reykingar annarra, hefur nú eignast öflugan bandamann. Vinnuveitendur hafa nefnilega áttað sig á, að reykinga- mennimir kosta þá verulegt fé. Marvin Kristein, prófssor í hagspeki við ríkisháskólann í New York, áætlar að hver reykingamaður kosti vinnuveitanda sinn rúmlega 27.000 kr. á ári í heilsugæslu, minni afköst- i’.m ogbeinu eignatjóni. Að hlífa fólki við tóbaksauglýs- ingum er ágætt en enn betra er að hlífa fólki við tóbakinu sjálfu. Þess vegna em mestar vor.ir bundnar við þá baráttu, sem nú er háð víða um heim og felst í því að banna reykingamönnum að spilla loftinu fyrir öðmm. —WILLIAM U. CHANDLER staðreynd, sem bezt sýndi sig í Lundúnum fyrir rúmum 30 ámm, að það er fyrst og fremst aldrað fólk og böm, sem em í mestri hættu við svona aðstæður, svo og þeir sem þjást af sjúkdómum í öndunarfær- um, eins og til dæmis lungnakvefí og astma. Yfír tuttugu þúsund manns búa ennþá í tjöldum á gangstéttum og í görðum Mexíkóborgar eftir jarð- skjálftana í septembermánuði og þetta fólk er í vemlegri hættu. Tjaldfólkinu fjölgar fremur en hitt, þrátt fyrir loforð stjómvalda, því margir hafa yfírgefíð hjálparstöðv- ar hins opinbera vegna slæmrar meðferðar og óviðunandi aðbúnað- ar. Eiturskýið yfír borginni og jarð- skjálftamir hafa undirstrikað þær fullyrðingar umhverfísvemdar- manna, að hörmungarnar megi meðal annars rekja til ótrúlegs dugleysis stjómvalda. Otraustar byggingar, illa byggð- ar og án eftirlits hins opinbera, hmndu til jarðar í septemberskjálft- unum. Og mengunarskýið, sem íbú- amir hafa séð yfír höfði sér ámm saman, hefur nú sigið niður á göt- urnar. -- — PETER CHAPMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.