Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 7

Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 7
SPILLT HEIMSVELDI Filippseyjar, sem Magellan fann 1521, eru um 7.100 talsins, flestar fjöllóttar nema við ströndina, og voru nefndar í höfuðið á Filippusi II Spánarkonungi þegar spænskir landkönnuðir gengu á land 21 ári síðar. Þá bjuggu þar hjarðmenn, fiskimenn og hirðingjar, sem flutzt höfðu þangað frá ýmsum hlutum Suðaustur-Asíu. Eyjarnar voru afskekktur og hálfgleymdur hluti spænska heims- veldisins þegar eyjaskeggjar gerðu byltingu gegn Spánveijum og lýstu yfir sjálfstæði 12. júní 1898. Þessu spillta heimsveldi hafði verið fjar- stýrt frá Madríd, en mestöll raun- veruleg völd voru í höndum kaþ- ólsku kirkjunnar, landeigenda og örfárra spænskra aðalsmanna, sem réðu iðnaðinum. Innan við 0,20% landeigenda á eyjunum áttu allt akurland. Þeir héldu glæsilegar veizlur í Manila, en leiguliðar þeirra greiddu skatt- ana og smábændur lifðu við sult og seyru. Filippseyingar voru níu milljónir þá og eru tæplega 50 milljónir nú. Þeir eru aðallega af malayískum uppruna, en blönduðust Spánveij- um, sem kristnuðu þá. Talsvert er af Kínveijum, Spánveijum og Bandaríkjamönnum og auk kaþ- ólskra manna eru allmargir Mú- hameðstrúarmenn og mótmælend- ur. Margir Filippseyingar búa í Bandaríkjunum, enda eru tengsl landanna náin. Um 95% þjóðarinnar búa á stærstu eyjunum: Luzon, Mindanao, Panay, Leyte og Cebu. „Pilipino", tunga byggð á taga- log, malayískri mállýzku, er opin- bert tungumál. Um 15—20 milljónir tala ensku og 1,5 milljónir spænsku, sem hefur verið á undanhaldi. Enska og spænska eru almennt notuð í stjómsýslu og viðskiptum. UPPREISN Filippseyingar eru léttlynt fólk, en fengu sig fullsadda á kúgun Spánverja og gerðu uppreisn undir forystu Emilio Aguinaldo. Þegar ófriður Spánverja og Bandaríkja- manna brauzt út 1898 var blóðug barátta eyjaskeggja gegn Spán- verjum í algleymingi. Flotadeild George Deweys flota- foringja eyddi spænska flotanum í Manila og hann hét byltingarmönn- um stuðningi. Eftir sigur sinn í stríðinu fengu Bandaríkjamenn Filippseyjar, Guam og Puerto Rico samkvæmt Parísar-sáttmálanum í desember 1898 og Kúba varð hjá- lenda þeirra. Aguinaldo hélt áfram uppreisn- inni, því Filipþseyingar vildu ekkert frekar vera undir stjórn Bandaríkja- manna en Spánverja. í marz 1901 var Aguinaldo tekinn til fanga og bardagamir fjömðu út, nema á eyjum þar sem múhameðskir Moro- menn bjuggu. Andspyma þeirra var að mestu bæld niður 1903—1905. Um tíma var 75.000 manna bandarískur her á eyjunum. William Taft, síðar forseti, var fyrsti borg- aralegi landstjóri Filippseyja (1901—1904) og tók við af Arthur MacArthur hershöfðingja, föður hershöfðingjans Douglas MacArt- hurs. Taft og eftirmenn hans unnu að því að búa eyjaskeggja undir heimastjórn og stuðluðu að fram- fömm, t.d. vegagerð, byggingu skólahúsa og stofnun heilbrigðis- þjónustu. Samkvæmt nýrri stjómarskrá 1935 fengu Filippseyingar sjálf- stjóm og loforð um sjálfstæði eftir 10 ár. Manuel Quezon var kjörinn fyrsti forseti landsins 1935. ANDSPYRNA Douglas MacArthur stjómaði vörnum Filippseyja þegar Japanir gerðu innrás sína 1941. Eyjamar höfðu verið taldar óverjandi og bandaríska herliðið gafst upp eftir hetjulega baráttu á Bataan-skaga og í Corregidor-virki í maí-júní 1942. Þá var MacArthur farinn frá eyjunum, en hann hét því að snúa aftur. Næstu tvö og hálft ár héldu filippeyskir skæmliðar uppi harðri baráttu gegn Japönum, sem náðu aldrei algemm yfirráðum yfir eyja- klasanum. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 Marcos forseti hefur gumað af því að hafa gegnt hetjulegu hlut- verki í skæmliðasveitinni „ Ang Mga Maharlika" (Fijálsir menn) 1942—1944. Það hefur verið ve- fengt, síðast í „New York Times", sem segir að hann hafi svikizt undan merkjum, en að lokum geng- ið í lið með Bandaríkjamönnum. Eftir innrás Japana mynduðu Quezon forseti og Sergio Osmena varaforseti (síðar forseti) útlaga- stjóm í Bandaríkjunum. Flestir þeir leiðtogar þjóðemissinna, sem héldu kyrru fyrir, tóku upp samvinnu við Japani. José Laurel fv. hæstaréttar- dómari varð forseti „sjálfstæðs" lýðveldis, sem stofnað var undir vemd Japana í september 1943. I marz 1942 höfðu kommúnistar sett á laggimar andspymuhreyf- ingu, sem var kölluð „Her and- spymu alþýðunnar gegn Japönum," skammstafað „Hukbalahap" og síð- an stytt í Huk. Hreyfingin rak skóla á Mið-Luzon með leiðbeinendum úr her Mao Tse-Tung. Leiðtogi „Húka“, Luis Tamc, fékk nýliða úr röðum ólæsra og blásnauðra smábænda, sem vissu ekkert um marxisma, en mikið um peningamangara og landeigendur, sem bjuggu fjarri eignum sínum. Húkamir komu fram í dagsljósið á tímabilinu frá því Bandaríkja- menn gengu á land á Leyte í októ- ber 1944 og þar til í febrúar 1945, þegar MacArthur hershöfðingi tók Manila, og hófust handa um að koma á laggirnar „lýðræðislegri alþýðustjóm". MacArthur leysti upp samtökin og lét handtaka Taruc, en hann var ekki lengi í haldi. SIGURÁ SKÆRULIÐUM Filippseyjar urðu sjálfstætt lýð- veldi 4. júlí 1946 og Manuel Roxas var kjörinn forseti. Filippseyingar fengu enga Marshallaðstoð og á næstu ámm var lítið gert til að hjálpa meirihluta smábænda og draga úr ringulreið og pólitísku ofbeldi. Huk-hreyfingin efldist og reynt var af hörku að bæla niður uppreisn hennar í þorpum flatlendisins á Luzon. „Húkar" hörfuðu til íjalla, hreiðmðu þar um sig og fóm til næturárása á sléttunni. Um 1950 hafði uppreisn Húka breiðzt út til Suður-Luzon og hluta Visayas og þeir vom um 16.000 talsins. Eftir það tóku við skipulagðari gagnaðgerðir með stuðningi Banda- ríkjamanna, einkum Edward Landsdale ofursta („hægláta Amer- íkumannsins"). Ramon Magsaysay landvamaráðherra gróf undan hreyfingunni með umbótum í hem- um og með því að flytja bændur til nýrra heimkynna, þar sem þeir vom endurhæfðir. A ámnum 1953 til 1954 var talið að tekizt hefði að bijóta hreyfinguna á bak aftur. Langt fram á næsta áratug vom aðeins dreifðir hópar Húka á Luzon og engin vemleg hætta stafaði frá þeim. Magasaysay varð forseti 1953 í stað Elpidio Quirinos, sem þótti duglítill. Magasaysay friðaði landið, beitti sér fyrir umbótum og barðist gegn spillingu. En þing Filippseyja þynnti út áætlanir hans um þjóð- félagsumbætur og jarðaskiptingu. Því var ekki staðið við allar þær tilslakanir, sem hann hét, og þótt Huk-hreyfingin væri ekki svipur hjá sjón átti hún stöðugt hljóm- grunn hjá snauðum smábændum. ítök Huk-hreyfingarinnar vom bundin við viss svæði og sama máli gegndi með áhrif islamskrar and- spymuhreyfingar Moromanna á Suður-Mindanao. Magasaysay var sakaður um of mikla fylgispekt við Bandaríkja- menn og í forsetakosningunum 1957 beið hann ósigur fyrir Carlos P. Garcia varaforseta, sem fylgdi þjóðernisstefnu undir kjörorðinu „Filippseyjar í fyrirrúmi". Fjársvik og spilling urðu honum að falli í næstu kosningum, 1961. Sigurvegarinn í þeim kosningum, Diosdado Macapagal úr Frjálslynda flokknum, sagði að stjóm Garcia væri sú spilltasta í sögu Filippseyja. Samkvæmt opinbemm skýrslum höfðu verið höfðuð 29.717 fjár- Douglas MacArthur hershöfðingi, sem stóð við það loforð sitt að snúa aftur til Filippseyja, og Manuel Quezon forseti. Macapagai (og fjölskylda): „samvizka alþýðunnar". Skæruliðar bera burtu særðan stjórnarhermann. Aguinaldo: stjómaði uppreisn- inni gegn Spánveijum. Magasaysay (og kona hans): frið- aði landið. B 7 svika- og mútumál í stjómartíð Garcia og þar af hafði 10.869 lokið með sakfellingu og 5.563 með sýkn- un,en 13.285 vom óútkljáð. Á Filippseyjum hafa stjómmála- menn löngum verið eins konar „fósturfeður" kjósenda sinna, sem bjóðast til að vera lífverðir þeirra, vinna fyrir þá á kjörstað, safna fyrir þá fé í kosningasjóði og reka fyrir þá áróður. í staðinn er ætlazt til að stjómmálamennimir komi í veg fyrir að kjósendur þeirra lendi í fangelsi og tryggi þeim laun frá ríkinu. Blóðhefndir, misferli og mútuþægni hafa verið fylgifiskar þessa kerfís. Macapagal kallaði sig „samvizku alþýðunnar" og bauðst til að láta skjóta sig, ef hann þurrkaði ekki út opinbera spillingu. Erlendar lántök- ur, greiðsluhalli og gengisfellingar settu svip sinn á forsetatíð hans, mörg fyrirtæki lögðu upp laupana og áætlanir um iðnvæðingu sigldu í strand. En þegar hann lét af störf- um var efnahagslífíð á Filippseyjum blómlegra en í öðmm löndum í þessum heimshluta og nú er allt í kaldakoli. ÓLGAEYKST Þegar Marcos varð forseti í stað Macapagals ríkti enn mikil fátækt, þótt Filippseyjar séu fijósamt land, auðugt af málmum og nálægt feng- sælum fiskimiðum. Margir fóm á þessum ámm frá landsbyggðinni til Manila í leit að atvinnu, borgin varð eins og stórt fátækrahverfí og glæpir vom tíðir. Filippseyingar væntu mikils af Marcosi, sem lofaði þeim að refsa fjárglæframönnum, bæta svifaseint skrifstofukerfi, útvega næga at- vinnu og veita „hetjulega forystu". Hann hófst handa um vegafram- kvæmdir og á næstu 20 ámm vom lagðir vegir, sem vom samtals 102.257 kílómetrar. Á þessum tíma reisti hann einnig 3.354 skólahús. En ekkert lát varð á Ijársvikum og spillingu, verð á undirstöðufæðu- tegundum hækkaði og þúsundir fengu enga atvinnu. Miklar raf- veituframkvæmdir urðu ekki til að draga úr fátækt smábænda. Árið 1968 endurskipulagði hópur ungra Húka undir forystu José Maria Sison flokk kommúnista, sem hafði verið bannaður, og hann hagnaðist á óánægju með stjómmálakerfi, sem þreifst á bitlingum. Um leið var komið á fót „hemaðararmi", „Nýja alþýðuhernum". Marcos var endurkosinn 1969 þegar hann sigraði andstæðing sinn, Sergio Osmena yngra, eftir róstusama kosningabaráttu, sem kostaði 70 manns lífið, og var sakaður um kosningasvik. Einum mánuði eftir embættis- töku Marcosar réðust 2.000 vinstri- sinnar á forsetahöllina. Árásinni var hrandið og fjórir stúdentar féllu í götubardögum. Einu ári síðar biðu níu bana og 100 særðust þegar óþekktir menn vörpuðu handsprengjum á útifundi stjómarandstæðinga. Marcos skellti skuldinni á kommúnista, felldi úr gildi lög um vemdun borgara gegn fangelsun án dóms og laga og lét handtaka vinstrisinnaða stúdenta- leiðtoga. Enginn var sóttur til saka, en a.m.k. 20 biðu bana í átökum við lögreglu næstu tveimur árum. Vinstrisinnuð æskulýðssamtök skipulögðu götumótmæli í höfuð- borgjnni og kröfðust þess að Marcos segði af sér. „Nýi alþýðuherinn" efldist á landsbyggðinni og var nú skipaður nokkur hundrað mönnum. HERLÖG Að morgni 23.septembers 1972 létu hermenn til skarar skríða víðs vegar í Manila og handtóku tugj leiðtoga stjómarandstöðunnar, blaðamenn, stúdenta og aðra, sem höfðu gagnrýnt Marcos. Hermenn lokuðu ritstjórnarskrifstofum og útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Um kvöldið tilkynnti Marcos í sjónvarpi að hann hefði komið á herlögum. Hann sagði að það væri nauðsynlegt til að bjarga Filippseyj- um frá kommúnisma og bæta þjóð- félagið. Fyrsturtil að mótmæla herlögun- um var harður andstæðingur Mare-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.