Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 Ástandið á Filippseyjum hefur orðið til þess að svartsýnismenn hafa líkt því við umrótið í Iran áður en keisarinn hrökklaðist frá völdum og ýmsum hefur þótt það minna um sumt á Víetnam og Nicaragua. Ottazt er að ósveigjanleg afstaða Ferdinands Marcosar forseta geti leitt til ófarnaðar og skaðað mikilvæga hernaðarlega og pólitíska hagsmuni samherja Filippseyinga í allri Asíu. Hinir svartsýnustu hafa spáð því að stjórn herforingja eða kommúnista verði komin til valda innan fimm ára I þessu gamla vinaríki Bandaríkjamanna og fyrrverandi nýlendu þeirra, sem er orðið mesta hættusvæðið í Asíu. Mikið er í húfí fyrir Bandaríkjamenn á Filippseyjum, sem hefur verið líkt við ósökkvandi flugvéla- móðurskip. Þeir hafa tvær geysi- stórar herstöðvar í landinu, flota- töðina við Subic-flóa, sem er bæki- stöð 7. flotans, og Clark-flugstöð- ina. Þetta eru stærstu herstöðvar þeirra utan Bandaríkjanna og samningur um leigu þeirra rennur út 1991. Þá er hann uppsegjanlegur með eins árs fyrirvara. Þessar herstöðvar eru ómissandi hlekkur í vamarkerfi Bandaríkja- manna. Þaðan hafa þeir fylgzt með nálægum siglingaleiðum á Suður- Kínahafi, sem em hinar jQölfömustu í heiminum og tengja Japan, Banda- ríkin og olíusvæði Miðausturlanda. Ef upp úr sýður á Filippseyjumn mun valdajafnvægið á Kyrrahafi breytast í einu vetfangi. Banda- ríkjamenn yrðu annað hvort að fara eða skerast í leikinn. Ef þeir yrðu að taka afstöðu í borgarastríði, sem skæruliðar kommúnista reyna að ýta undir, yrði því haldið fram að þeir mundu sökkva í sama kvik- syndið og í Víetnam. Á undanförnum árum hafa Rúss- ar stóraukið hemaðarmátt sinn á Kyrrahafi. Hann byggist fyrst og fremst á herstöðinni, sem Banda- ríkjamenn reistu við Cam Ranh-flóa í Víetnam og yfírgáfu þegar stríðinu lauk. Nú er þetta stærsta herstöð Rússa utan Sovétríkjanna. Herstöðvar Bandaríkjamanna á Filippseyjum mynda mótvægi gegn þessari sovézku bækistöð og ef þeir neyðast til að fara frá Filippseyjum kynni sagan frá Cam Ranh-flóa að endurtaka sig. Þeir gætu reynt að flytja herstöðvarnar, t.d. til Guam, en aðstaða þeirra mundi stórversna, valdahlutföllin í Asíu mundu breyt- ast, mikilvægar siglingaleiðir kæmust í hættu og sjálfstraust Kín- veija og Japana biði hnekki. Áhrif- anna mundi einnig gæta annars staðar og allt valdajafnvægið í heiminum mundi raskast. Framvindan á Filippseyjum velt- ur að miklu leyti á afstöðu Ferdin- ands Marcosar forseta, sem verður 68 ára á þessu ári og hefur um tveggja áratuga skeið drottnað yfír þessu eyríki, þar sem inargt er enn með lénsstjómarsniði, lengst af sem raunverulegur einvaldur. Eitt helzta tákn stjómar Marcos- ar og gífurlegra valda hans er risa- stór bijóstmynd af honum úr stein- steypu, sem gnæfír yfír almenn- ingsgarði norður af höfuðborginni Manila. Bijóstmyndin minnir Filippseyinga á framkvæmdir á vegum ríkisstjórnar hans, m.a. vegagerð og byggingu skólahúsa, en líka á herlög og fjöldahandtökur, sem hafa mótað stjórnarferil hans. Þegar Marcos var kjörinn forseti í nóvember 1965 höfðu fimm forset- ar verið við völd frá því landið hlaut sjálfstæði 19 ámm áður og hver þeirra setið aðeins eitt kjörtímabil. Þá sem nú var stjómmálalífið samtvinnað spillingu og glæpum. Fyrirrennarar Marcosar höfðu ekki getað staðið við óhófleg kosninga- loforð og almenningur var svo reið- ur að talið var óhugsandi að nokkur forseti gæti setið lengur en eitt kjörtímabil. Marcos rauf þessa hefð þegar hann var endurkosinn í nóv- ember 1969, en þá bjóst enginn við því að heil kynslóð Filippseyinga mundi alast upp án þess að kannast við nokkum annan forseta. Marcos hefur ekki farið varhluta af ásökunum um spillingu frekar en ýmsir aðrir forsetar Filippseyja. Bandarísk þingnefnd kannar hugs- anlegar fjárfestingar hans í banda- rískum fasteignum, m.a. með fé sem Bandaríkjamenn veittu í að- stoð. Kona hans, Imelda, sem er fyrrverandi fegurðardrottning, hef- ur oft verið sökuð um eyðslusemi og hefur varið stórfé til „gæluverk- efna“ sem yfirvald á Stór-Manila- svæðinu og í starfi byggðamálaráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.