Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
Iriiia Kristi, vinkona Sakharov-hjónanna, fékk skyndilega brott-
fararleyfi frá Sovétríkjunum í maí 1985. Hér sést hún með eigin-
manni sínum, Sergei Genkin, og syninum Grigory á flugvellinum
við Vínarborg, þegar þau komu vestur fyrir járntjald. Hún var með
skeyti frá Gorki í fórum sínum — það reyndist falsað.
Úr KGB-kvikmyndinni. Sakharov-hjónin á markaðstorgi í Gorkí.
Allt lagt í
sölurnar fyrir frelsi
handa Yelenu
SKOÐANIR Mikhails
Gorbachev, sovéska
flokksleiðtog-ans, á því,
hver skuli vera framtíð
Andreis Sakharov sýn
ast ótvíræðar. Hann lét
orð falla um það í
Moskvu fyrir tveimur
vikum, að Sakharov
feng-i ekki að fara frá
Sovétríkjunum, af því
að hann þekkti of mörg
vísinda-leyndarmál.
Hafi þessi ummæli
borist eftir ein-
hveijum króka-
leiðum til dr.
Sakharovs, þar
sem hann býr nú
einn í útlegð í íbúðinni við Gagarín-
stræti í Gorkí, koma þau honum
ekki á óvart. Sjálfur hefur hann lýst
því yfir við sovésk yfirvöld, að hann
sætti sig við, að þau kunni aldrei
að leyfa honum að ferðast til Vest-
urlanda.
Frásögnin af því, hvemig þessi
yfírlýsing varð til, er í bréfí, sem
hann ritaði fjölskyldu sinni í Boston
í nóvember sl., en því hefur nú verið
smyglað vestur fýrir jámtjald. í
því kemur fram, að hann hafði þrek
til að hefja nýtt hungurverkfali á
árinu 1985, þótt hann hafi tapað
samskonar baráttu 1984 (sjá Morg-
unblaðið síðasta sunnudag). Hann
vann sigur á árinu 1985. Hann
vannst þó ekki áfalialaust: Sak-
harov var neyddur til þess af KGB
að afsala sér rétti til að ferðast til
útlanda.
„Ég skrifaði og sagðist sætta
mig við rétt sovéskra yfirvalda til
að neita mér um fararleyfí út fyrir
landamæri ríkisins, þar sem ég hef
haft aðgang að sérlega mikilvæg-
um, hemaðarlegum leynigögnum,
sem kunna að hafa gildi enn þann
dag í dag.“
I sama bréfí skýrir Sakharov fíá
því, að í miðju hungurverkfallinu
hafí hann skrifað til Gorbachevs og
Iýst fyrir honum þeim skoðunum
og stefnu, sem hann hafði tileinkað
sér á 5 útlegðarárum sínum.
„Ég er tilbúinn að bera ábyrgð
á eigin gjörðum, jafnvel þótt ég
telji mig beittan rangindum og ólög-
um. Hitt er með öllu óbærilegt fyrir
mig, að ábyrgð á gjörðum mínum
sé varpað á axlir konu minni.“
Og hann gerði Gorbachev ótrú-
legt tilboð: „Ég vil gjaman hætta
öllum opinberum afskiptum (nema
auðvitað í alveg sérstökum undan-
tekningartilvikum) og helga mig
þess í stað vísindastörfum mínum.“
Frásögn af baráttu Sakharovs
hefur aidrei áður birst opinberlega,
þótt undarlegt sé. Til þessa hefur
KGB varðveitt hana sem leyndar-
mál.
Þögn akademíunnar
Löngu og mælsku bréfí Sak-
harovs frá því í október 1984 til
Anatoly Alexandrov, forseta sov-
ésku Vísindaakademíunnar (sjá
Morgunblaðið síðasta sunnudag),
var svarað með þögn. Ekki er vitað
til þess, að neitt hafi verið gert af
hálfu stjómvalda í framhaldi af
því. Ekki sáust að minnsta kosti
nokkur merki þess í Gorkí. Á hinn
bóginn var ekki fallist á úrsögn
Sakharovs úr akademíunni. Að því
er virðist geta félagar í mikilvægum
sovéskum stofnunum ekki sagt af
sér. Það er bara unnt að reka þá.
Næsta bréf, sem hann ritaði
þennan vetur, hafði að geyma áfrýj-
un vegna dómsins, sem kveðinn var
upp yfir Yelenu, þar sem hún sætti
refsingu fyrir að „ófrægja Sovétrík-
in“. Eftir að hún hafði verið dæmd
í fimm ára útlegð í Gorkí, var henni
bannað að ferðast til Moskvu, þar
sem hún hitti vini þeirra hjóna.
Lögreglan innsiglaði íbúð þeirra í
húsi 48B við Chkalov-stræti í
Moskvu. Þar voru lögregluþjónar
stöðugt á verði. Síminn var fjar-
lægður og númerið (227-2720)
afhent byggingafyrirtæki.
Einmana á erfiðum vetri
í áfrýjunarbréfínu til ríkissak-
sóknara (9. nóvember 1984) benti
Sakharov á, að réttarfarsreglur
hefðu verið brotnar. Hann gat
vænst þess, að KGB snerist gegn
honum af fullri hörku fyrir bragðið.
Hann yrði að safna kröftum fyrir
nýtt hungurverkfall. Hann yrði að
búa sig andlega undir það, að lenda
aftur í höndunum á „hjúkrunarkon-
unurn" í héraðssjúkrahúsinu í
. Gorkí, sem neyddu ofan í hann mat.
Sakharov-hjónin dvöldust ein í
íbúð sinni í Gorkí þennan vetur og
höfðu ekkert samneyti við aðra.
Dag og nótt var lögreglumaður fyrir
utan dymar hjá þeim. Fylgst var
með svefnherbergisglugganum og
pallinum úr næsta húsi, sem er í
20 metra fjarlægð. KGB-menn í
húsbíl höfðu gætur á gluggunum
fjórum, sem sneru út að Gagarín-
stræti. Færi annað hvort þeirra út
á götu, var þeim fyigt eftir af hópi
KGB-manna, sem slógu um sig og
réðust gegn hveijum, er reyndi að
tala við þau. Færu þau í búðir, voru
KGB-menn einnig á næsta leiti þar.
Þau gátu lítið annað gert en að
sitja heima yfír bókum. Sakharov
reyndi að sinna vísindastörfum eftir
bestu getu, en hann saknaði þeirrar
hvatningar, sem samband við
starfsbræður í vísindunum er. Lísa,
tengdadóttir Yelenu, sem fór nokkr-
um sinnum til Gorkí, áður en hún
yfirgaf Sovétríkin í árslok 1981,
lýsir íbúðinni þannig, að í henni séu
tvö sæmilega stór herbergi og tvö
mjög lítil. Þar er eldhús og bað.
Hún var áður „leyni-hótel" KGB
fyrir gesti og yfírheyrslumenn.
Það er sjónvarpstæki í íbúðinni,
en lítið gagn er að því, vegna þess
að truflunarstöð hefur verið komið
upp í nágrenninu til að hindra, að
Sakharov-hjónin geti hlustað á er-
lendar útvarpsstöðvar. Truflunar-
geislinn er svo öflugur, að illa
heyrist í Útvarpi Moskvu og ná-
grannastöðvum. Vilji þau hlusta á
útvarp, fara þau með ferðatækið
sitt í tæplega tveggja kílómetra
Qarlægð frá íbúðinni. í Gorkí eru
miklar vetrarhörkur. Þær eru síður
en svo til þess að draga úr þeirri
tilfinningu Sakharov-hjónanna, að
þau séu ein og yfírgefin.
Opið bréf til vina
um heim allan
Snemma í mars 1985 tók Sak-
harov loks af skarið. Hann samdi
opið bréf, þar sem hann lýsti ráða-
gerðum sínum:
„Kæru vinir!
Ég ætla aftur í hungurverkfall
til að tryggja konu minni, Yelenu
Bonner, rétt til aðleita sér lækninga
í útlöndum. Hún er hjartveik og
með augnsjúkdóm. Hún þarfnast
lækninga utan yfírráðasvæðis KGB,
hún þolir ekki sálræna áreitni KGB
og hatur. Með hungurverkfallinu
vil ég einnig styðja kröfu hennar
um að fá að hitta móður sína, börn
og barnabörn eftir áralangan sárs-
aukafullan aðskilnað.
KGB hefur gert allt til að hindra
einu lausnina á þessu máli, að leyfa
henni að fara úr landi. KGB hefur
notað þýlynda dómara og saksókn-
ara og jafn þrællundaða lækna.
Sjálfur var ég neyddur með pynt-'
ingum, þegar mat var troðið ofan
í mig meðal annars með því að
nota nefklemmuna, til að binda
enda á fyrra hungurverkfall 26.
maí 1984. Og ég hætti síðara
hungurverkfalli í september 1984
til að geta hitt konu mína aftur
eftir fjögurra mánaða aðskilnað.
Heilsu minni var gert mikið og
óbætanlegt tjón af þeim læknum,
sem fóru að fyrirmælum KGB.
Kona mín hefur verið dregin fyrir
gervidómara. Hún hefur mátt þola
lygavitnisburð og ákæru á fölskum
í Gorkí-sjúkrahúsinu. Myndin er tekin með falinni kvikmyndavél KGB. Henm var síðan dreift á mynd-
bandi til Vesturlanda til að telja mönnum trú um, að Sakharov fengi góða umönnun í sjúkrahúsinu.