Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 B 3 forsendum. Hún var dæmd, vegna þess að hún stjórnaðist af eigin sannfæringu og fór að óskum mín- um og lét í Ijós skoðanir mínar og las það, sem ég hafði skrifað, bæði þegar hún tók á móti Nóbelsverð- laununurn og á ítah'u. Hún var dæmd, af því að hún var tengiliður minn við umheiminn, eftir að ég var dæmdur í útlegð í Gorkí. Hún hefur raunar verið svipt læknishjálp, meira að segja þeirri hjálp, sem hún naut í Moskvu og stundum varónóg. Hún hefur meðal annars fengið alvarlegt hjartaáfall 1983. Við það drápust margir vefir í hjartavöðvanum. Hún hefurfengið alvarlega krampa í hjartavöðvann og hafa þeir varað lengi. Hana hrjáir gláka, sem þrengir sjónsvið hennar jafnt og þétt. Mörg fleiri mein sækja á hana, þar á meðal slæm áhrif á hjartað afþeim lyfjum, sem hún hefur fengið við augn- veikinni, og á augun af nítrógluss- eríni, sem hún hefur fengið við hjartveikinni, þetta erþví vitahring- ur. Þetta krefst nákvæmrar hjúkr- unar, sem hún (áhersla Sakharovs) getur auðvitað ekki fengið í Sovét- ríkjunum. Um þessar mundir er hún mun verr á sig komin en fyrír ári. Hún hefur alls engin tengsl við fjölskyldu sína í Bandaríkjunum og vini í Sovétríkjunum. Hún mun aldrei geta séð móður sína, böm og barnaböm nema ákvörðun sé tekin um fararleyfí fyrir hana. Þetta veldur okkur báð- um jafnvel meiri sorg en veikindi hennar. Mitt eina úrræði er að hefja hungurverkfall að nýju, þrátt fyrír þá hættu, sem það hefur í för með sér fyrir mig, og það getur jafnvel orðið enn hættulegra fyrír konu mína. Ég treysti á hjálp ykkar, þegar églýsiþessum ásetningi mín- um. Ég er þess fullviss, að þið munuð aldrei gleyma okkur, sér- staklega konu minni, sem hefur fómað öllu fýrir mig með tryggð sinni við það, sem er heiðarlegt og gott, og hefur aldrei bmgðist nein- um. Mælist til þess, að refsingu henn- ar verði aflétt, að minnsta kosti tímabundið. Mælist til þess, að kona mín fái að fara til útlanda, svo að hún geti fengið nauðsynlega að- hlynningu, sem felst Iíklega íhjarta- og augnaðgerð, og svo að hún geti hitt móðursína, böm ogbamabörn. Ég bið um, að kröftunum verði einbeitt að för konu minnar. Ekki þarf aðhuga aðlíðan minni. Bjargið okkur! Ykkar, ívon Andrei Sakharov“ Með þessu bréfi sneri Sakharov sér til almennings um heim allan. Hann ætlaði að koma því á framfæri um leið og það var ritað. Það barst þó fyrst til Vesturlanda með skjöl- unum frá Gorkí, tæpu ári eftir að það var fest á blað — svo algjör var einangrun Sakharov-hjónanna. Pyntaður að nýju Hinn 16. apríl 1985 hóf Sakharov hungurverkfall enn á ný. Fimm dögum síðar var hann fluttur með valdi á héraðssjúkrahúsið í Gorkí. í bréfi til fjölskyldu sinnar, sem aldrei hefur birst áður, lýsir hann því, sem síðan gerðist: „Frá þeim degi (21. apríl) til 11. júlí var neytt ofan í mig fæðu. Á þessu tímabili og síðar var andstaða mín, oft en ekki alltaí, meiri af vilja en mætti. Stundum var það ótrú- lega sársaukafullt að taka við næringu. Ég var bundinn og mér var haldið í rúminu með svo miklu afli, að ég meiddist illilega í andlit- inu. Skeið var notuð til að opna á mér munninn og önnur til að hella í mig matnum. Haldið var fyrir nefið á mér eða sett á það klemma. Ég mataðist aðeins, þegar allt „mötunar-liðið" mætti til leiks og ekki annars staðar en í stofunni. Tvisvar sinnum drógu þeir mig inn í stofuna með aðstoð KGB-manna. Ég hafði enga hugmynd um það, hvort nokkur utan Rússlands vissi um hungurverkfall mitt.“ Sakharov-fjölskyldan í Boston vissi ekkert um þetta. Hið eina, sem hún hafði sér til vísbendingar, var, að póstkort, er bárust af og til frá Gorkí, hættu að koma. Þau voru tölusett til að sýna, hve mörg hefðu verið gerð upptæk. í desember 1984, rétt áður en Gorbachev fór í heimsókn til Bretlands, sendi KGB frá sér mynd af hjónunum, þar sem þau litu vel út. Engar nýlegar myndir af þeim bárust. Enn einu sinni voru Sakharov-hjónin horfin og fjölskyldan óttaðist hið versta. Huggunar-fréttir Það kraftaverk gerðist, að Sak- harov tókst að smygla handskrif- aðri orðsendingu frá Gorkí til Moskvu. Hún var dagsett 2. maí. í henni sagði: „Hungurverkfall hófst 16. apríl og nauðungarmötun í sjúkrahúsinu." Frá þessu sagði Associated Press-fréttastofan, en fréttin var aldrei staðfest. Nokkrum dögum síðar barst fjöl- skyldunni í Boston póstkort, sem virtist stangast á við grunsemdir um, að hjónin í Gorkí ættu í erfið- leikum. Það var dagsett 21. apríl og á því stóð meðal annars: “ ... svo nú er apríl liðinn ... snjórinn er farinn.“ Ólíklegt þótti, að Yelena hefði fest þessi orð á blað, ef maður hennar hefði nýlega hafið hungur- verkfall. Síðan barst önnur huggun. Irina Kristi, sem var hin síðasta úr vina- hópnum, sem hitti Yelenu eftir að einangrun hennar hófst í maí 1984, kom til Bandaríkjanna sem útflytj- andi frá Sovétríkjunum. Hún hafði með sér kveðjuskeyti frá Gorkí, sem sent hafði verið fáeinum dögum áður. Daginn eftir komu Irinu barst bömum Yelenu í Boston póstkort. Það var dagsett 21. apríl og þar stóð meðal annars: „Svo nú er apríl liðinn... Snjórinn hefur bráðnað og sólin skín.“ Svona kort mundi Yelena ekki skrifa, ef maður hennar væri í hungurverkfalli í sjúkrahúsi. Eftir nokkra daga höfðu sérfræð- ingar ráðið gátuna og komist að hinu sanna. „Fiktað" hafði verið við póstkortið. Yelena hafði skrifað það þremur vikum áður en dagsetningin gaf til kynna — áður en hungur- verkfallið hófst. Tölustafnum „2“ hafði verið bætt framan við og 1. apríl breytt í 21. apríl. Tveimur aðgreindum orðum hafði þar að auki verið breytt, svo að á kortinu stóð „apríl er liðinn" í stað „apríl er bytjaður" og „snjórinn hefur bráðnað" í stað „snjórinn er að bráðna". Útkoman varð sú, að allt virtist í himnalagi — einmitt þegar Sakharov var að hefja hungurverk- fallið. Símskeytið var einnig grunsam- legt og það kom fjölskyldunni í meira uppnám. Hún gaf út yfirlýs- ingu þess efnis, að hún vissi ekki hvort Sakharov hefði hafið hungur- verkfal! eða ekki, hún vissi ekki einu sinni hvort hjónin væra á lífi eðaekki. „Við vitum ekki til þess að nokk- ur hafi séð Sakharov-hjónin síðan í febrúar," sagði í yfirlýsingunni. „Þessi fölsuðu gögn vekja þeim mun meiri ógn fyrir þá sök, að þau kunna að hafa verið send á þeim forsend- um, að hjónin hafi aldrei tækifæri til að segja sannleikann. Við getum ekki útilokað, að þau séu látin." Kvikmyndir KGB og Helsinki-fundurinn Mánuði síðar birtist önnur lyga- frétt á Vesturlöndum. Það var hugvitsamlega staðið að henni. Send var filma af Sakharov, sem var greinilega tekin í sjúkrahúsinu í þeim sama mánuði. Hann sást lesa erlend blöð, horfa á sjónvarp, nota æfíngahjól, snæða og njóta lífsins en í bakgranni var almanak, Við þurfum heilbrigð bein til að dansa. Munum þvi eftir halkinu i mjólkinni. Með líkamanum skapar dansarinn listaverk. Með líkamanum tjáir hann hryggð, kátínu, reiði, stolt, hatur - allt tilfinningasvið mannsins. Heilbrigður og þrautbjálfaður líkami er dansaranum jafn mikil nauðsyn og röddin er söngvaranum. Eins og aðrir íslenskir dansarar í fremstu röð hugsar Asdís Magnúsdóttir vel um likama sinn. Hún æfir mikið og gætir þess að borða hollan mat. Og hún drekkur mikla mjólk. Úr mjólkinni fáum við kalk, auk fiölda annarra næringarefna, og án kalks getur líkami okkar ekki verið. Allir verða að neyta kalks, ekki aðeins í uppvexti á meðan beinin eru að stækka, heldurævilangt. Án stöðugrar kalkneyslu þynnast beinin, ve(ða brothætt og gróa seint eða ekki þegar þau brotna. Talið er að um 70% alls kalks sem við fáum komi úr miólkurmat, enda er hann lang kalkríkasta fæða sem við neytum að staðaldri. Drekkum miólk daglega alla ævi og tryggjum beinunum kalk í hæfilegu magni! um beln, kalk og mjólk eftlr dr. Jón óttar Ragnarsson Til þess að bein líkamans vaxi eðlilega í æsku og haldi styrk sinum á efri árum þurfa þau daglegan skammt af kalki. Mjólkin er ríkasti kalkgjafi sem völ er á. Líkaminn framleiðir ekki kalk sjálfur, en verður að treysta á að daglega þerist honum nægilegt magn til að halda eðlilegri líkamsstarfsemi gangandi. 99% af kalkinu fertil beina og tanna, hjá bömum og unglingum til að byggja upp eðlilegan vöxt, hjá fullorðnu fölki til að viðhalda styrknum og hjá ófr ískum konum og bijóstmæðrum til viðhalds eigin llkama auk vaxtar fóstursins og mjólkurframleiðslu I bijóstum. MJÓLKURDAGSNEFND Mjólk er nýmjólk, léttmjólk og undanrenna. ŒB AUGIÝSINGAPJÓNUSTAN / SÍA — MjÓlk 0f góð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.