Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 I I lirM/ViB l\VM\HyNDANNA Vinsælasta myndin á Islandi 1985: „Löggan í Beverly Hills“ með Eddie Murphy var vin- sælasta myndin á íslandi 1985. „Löggan íBeverly íslenskir kvikmyndahúsa- eigendur eru ekki vanir að bera á torg tölur yfir selda aðgöngumiða. Aðsóknartölur eru aðeins gefnar upp yfir einstaka myndir— myndir sem slá í gegn vel að merkja. Morgunblaðið hefur undan- farið reynt að fá uppgefnar tölur yfir selda miða á síðasta ári. Tilgangurir.n var að gefa lesendum blaðsins einhverja hugmynd um vinsældir mynda sem sýndar eru hér á landi. Það reyndist ekki heiglum hent, því kvikmyndahúsaeig- endur eru síður en svo hrifnir af hugmyndinni. Aðeins tveir þeirra, Friðbert Pálsson, fram- kvæmdastjóri Háskólabíós og Grétar Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Laugarásbíós, opnuðu bækur sínar fyrir blaðamanni. Kvikmyndahúsa- eigendur báru fyrir sig fjöl- margar ástæður, en ekki er ástæða til að rekja þær hér. Undirritaður fann sig því knúinn til að setja saman e.k. bráðabirgðalista yfir vinsældir kvikmynda á íslandi árið 1985. Hvert kvikmyndahús er tekið fyrir í einu, nefndar tölur yfir selda aðgöngumiða þegar töl- ur er að hafa, en annars staðar eru nefndar vinsælustu myndir húsanna og leiddar getur að seldum miðum. „Löggan í Beverly Hills“ með Eddie Murphy var lang- vinsælasta myndin 1985. Hana sáu alls 62.000 manns. Há- skólabíó sýndi einnig næst vinsælustu mynd ársins, hina rómuðu „Amadeus", sem 52.000 manns sáu. „Indiana Jones“ var þriðja stærsta mynd Háskólabíós. Hana sáu 47.000 manns, en athuga ber að hún var frumsýnd í desem- ber 1984. „Vitnið" með Harri- son Ford sáu 40.000 manns, Rambo 34.000, The Killing Fields 32.000 og Jólasveininn 25.000 manns. Myndin um James Bond, „Víg í sjónmáli", sem Bíóhöllin sýndi, var þriðja vinsælasta mynd ársins: hana sáu 50.000 manns. Bíóhöllin sýndi senni- lega flestar myndir á árinu og nutu margar þeirra vinsælda. Næst vinsælasta mynd Bíó- hallarinnar var hin þýska „Sag- an endalausa“, sem frumsýnd var í desember 1984 og sýnd var fram á mitt ár 1985. Ná- kvæmar aðsóknartölur fengust ekki uppgefnar, en undirritaður hefur heyrt töluna 40.000. Af öðrum myndum Bíóhallarinnar sem óhætt er að nefna hér, eru jólamyndin Goonies, Öku- skólinn (Moving Violations), Cotton Club, sem um 20.000 sáu, Hefnd busanna og Heiður Prizzis, sem enn er sýnd. 1985 var ekki besta ár Laug- arásbíós enda stóð kvik- myndahúsið í miklum bygg- ingaframkvæmdum fyrri hluta ársins. Vinsælasta mynd Laug- arásbíós var „Aftur til framtíð- ar“, sem 16.000 sáu í desem- ber og rúmlega 30.000 höfðu séð í lok janúar 1986. „Grím- una“ sáu 14.000, „Morgun- verðarklúbbinn" 11.000, „Stre- ets of Fire“ 8.000 og „Into the Night" 7.000 manns. „Draugabanarnir" var stærsta mynd Stjörnubíós. Hana sá um það bil 45.000 manns og örlitlu færri sáu „Karate Kid“. Draugabanarnir Louis Walle gerir sfna fimmtu mynd í Bandaríkjunum ALAMO BAY heitir nýjasta mynd Louis Walle og er hún sú fimmta í röðinni, sem hann gerir í Bandaríkjunum. Hún er byggð á sannri sögu, gerist í Texas og fjallar um flótta- Hills“ var frumsýnd í desember 1984. Ekki fengust uppgefnar nákvæmar tölur hjá Stjörnu- bíói, en af öðrum vinsælum myndum skal nefna „The Last Dragon", „Micki og Maud" og „Starman". Jólamyndin 1985, Silverado, kemur þar á eftir. „Lögregluskólinn" (Police Academy) var vinsælasta mynd Austurbæjarbíós og „Gremlins" var númer tvö. Hvor um sig dró um það bil 35.000 manns í bíóið. Tarzan- myndin „Greystoke" og tón- listarmyndin „Purple Rain“ nutu einnig vinsælda. Ekki fengust fleiri myndir uppgefn- ar, en aðspurður sagði Árni Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Austurbæjarbíós, að „Zelig" með Woody Allen hefði verið vinsælli en hann bjóst við. Ekki er gott að segja hverjar myndir nutu vinsælda í Tóna- bíói eða Nýja bíói, en þó er ekki fráleitt að ætla að „Red Dawn“ hafi verið stærsta mynd Tónabíós 1985. Engar tölur er hægt að nefna, ekki heldur um myndir Nýja bíós, en þó má ætla að „Romancing the Stone“ og „Steggjapartí" hafi verið vinsælastar. Fimm íslenskar kvikmyndir voru sýndar á árinu. 30.000 manns sáu Gullsand eftir Ágúst Guðmundsson. 30.000 höfðu séð Löggulíf eftir Þráin Bertelsson um miðjan janúar síðastliðinn en hún var frum- sýnd í desember. „Svart og sykurlaust" var sýnd um svip- að leyti en innan við 1.000 manns sáu hana. Snemma árs 1985 voru sýndar Stuðmanna- myndin „Hvítir mávar", sem um það bil 20.000 sáu og „Skammdegi" sem 15.000 sáu. HJÓ menn frá Suðaustur-Asiu, sem sótt hafa til Bandaríkj- anna frá því Víetnamstríðið var og hét, og hvernig þeim gengur að koma sér fyrir í nýju landi. Það gengur víst ekki andskotalaust fyrir sig. Walle, sem er franskur og frægur fyrir myndir eins og Pretty Baby og Atlantic City, hefur lýst því í viðtali hvenær hann hafi ákveðið að verða leikstjóri. Hann sagði: „Ég var 12 eða 13 ára. Foreldar mínir urðu mjög hneykslaðir á mér því enginn í fjölskyldunni hafði nokkru sinni verið viðriðinn skemmtanaiðnaðinn. Þau hefðu ekki orðið meira hissa ef ég hefði sagt þeim að ég ætlaði að verða fífl." Sagt hefur'verið að kvik- myndagerðarmenn af kynslóð Walle hafi orðið fyrstir til að taka kvikmyndina alvarlega, sem listform. Um það segir Walle: „Já, við héldum að kvik- myndin væri alveg eins mikil- væg og skáldsagan. Við höfð- um þessa indælu stofnun, Cinematheque Francaise, sem Henry Langlois stóð fyrir, og það var þar sem við lærðum virkilega um kvikmyndir. Við sátum þar saman og horfðum á mynd eftir mynd, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Það var mjög spennandi. Þarna komu menn eins og Chabrol og Truf- faut og við töluðum um bíó- myndir til morguns. Það var dásamlegt og svo gerðist það sem okkur óraði ekki fyrir, á tveimur árum vorum við allir orðnir kvikmyndagerðarmenn sjálfir. —ai Louis Walle i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.