Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 1
ðfioi 51 Aöaas'i .csauöAdUKMUS .aiUAJavíuoflOM PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 BLAÐ fimmtudaginn sagði Morgunblaðið frá því, að Yelena Bonner, eiginkona Andreis Sakharov, hafi fengið leyfi til að dveljast á Vesturlöndum til 2. júní. Hún beið þessa leyfis í nokkurri eftirvæntingu, þar sem ella hefði hún orðið að snúa aftur til Sovétríkjanna fyrir 2. mars, en þá eru þrír mánuðir liðnir frá því hún flaug frá Moskvu til Rómar. Síðan hefur hún gengið til lækna og er á batavegi. Sakharov dvelst einn og einangraður í Gorkí. Hann getur yljað sér við minninguna um sigur yfir KGB í baráttunni um ferðaleyfi handa Yelenu. í dag birtir Morgunblaðið síðari hluta Gorkí-bréfa Sakharovs, þar sem hann lýsir því, hvernig hann vann sigurinn yfir KGB i þessu máli. Sumir telja, að sovéska öryggislögreglan ætli að hefna sín á honum. Fjölskylda Sakharovs bíður milli vonar og ótta. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að hann kunni að verða látinn laus á næstu mánuðum. Því var til dæmis haldið fram i þýska vikuritinu Der Spiegel, sem er eitt fjölmargra blaða og tima- rita, sem hafa birt þessi merkilegu gögn um sovéskt harðræði og grimmd. Nú um þessa helgi birtist sá hluti Gorki-skjalanna, sem hér er kynntur, i fyrsta sinn. Breska vikublaðið The Observer fékk einkarétt á birtingu bréfanna frá Gorkí, sem bárust fjölskyldu Sakharovs í Bandarikjunum eftir ókunnum leiðum. Hún dregur heimildagildi bréfanna ekki í efa. Þau eru ómetanlegur vitnisburður um atvik, sem áttu að fara leynt. Hér er stuðst við samantekt Nicholas Bethell, sem ritar í The Observer. Hann er breskur lávarður og á sæti á Evrópuþinginu fyrir íhaldsflokkinn. Hann er formaður nefndar þingsins, sem fjallar um mannréttindi. Bethell er kuniiur rithöfundur og þýðandi, meðal annars á verkum Alexanders Solzhenitsyn. Sjá næstu síðu. Bréf Sakharovs frá Gorkí: Allt lagt í sölurnar fyrir frelsi handa Yelenu Flokkurinn guggnaði að lokum og skipaði KGB að gefa eftir Andrei Sakharov og Yelena Bonner. Á myndinni stendur: í bænum Gorkí árið 1985. Minni myndin er tekin, áður en Sakharov hóf hungurverkföllin í baráttunni fyrir rétti konu sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.