Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 áster___ . aðnjótaþess að láta hann klóra sér á bak- inu. TM Reg. U.S. P«t. Off.-aH riQhts reserved • 1979 Los Angetos Tlmes Syndicate Með morgunkaf&nu w*// Hvað hefur orðið af hesti og knapa? HÖGTSTI HREKKVÍSI 'iMmmhtiiísk Um nema og réttindi þeirra umfram aðra Jón G. skrifar: Það hefur ekki farið framhjá neinum að miklar umræður hafa farið fram um Lánasjóð íslenzkra námsmanna og vekja þessar um- ræður óhjákvæmilega nokkrar spumingar. Fram hefir komið að sjóðurinn hafi haft heimild til að ráða sex menn til starfa, en eftir því sem maður hefur séð í blöðum vinna þar í fullu starfi 24 „starfskraftar". Spumingin í þessu sambandi er því þessi: á sjóðurinn að vera at- vinnubótavinna fyrir námsmenn eða að gegna því hlutverki að veita þeim nauðsynleg lán? Ennfremur hefir komið fram að lán til námsmanna nema 50 til 60 þúsundum króna á mánuði séu þeir í hjónabandi og hafi eitt eða tvö böm á framfæri sínu. Þessi upphæð nemur ca. tveggja mánaða launum almenns verkamanns. Þessi lán (mætti ekki kalla þau laun?) em nátturlega skattfijáls, þar sem verkamaðurinn verður að greiða skatta og skyldur af sínum tekjum. Lánin em til fjörutíu ára og ákvæði mun um að ekki megi krelja námsmenn um nema ákveð- inn hundraðshluta af launum hans mánaðarlega að afloknu námi. Það er miklu lægri hundraðshluti en skattyfirvöldum er heimilt að beita gegn launþegum. Ef einhver þessara námsmanna skyldi nú vera svo gmnnhygginn að ætla að leggja kennslustörf fyrir sig að afioknu námi, þá er spuming- in þessi: — Hvaða líkur em til að þessi lán greiðist upp þegar laun t.d. menntaskólakennara em eftir 16 ára starfsaldur kr. 36.379.- á mánuði eða ca. 50% lægri en náms- lán (námslaun?) Sagan er ekki öll sögð með þessu, því að byijunarlaun þessara sömu kennara munu vera 22 til 24 þúsund krónur á mánuði, sama hvort náms- maðurinn er í vígðri sambúð eða ekki. Færi nú svo að námsmönnum dytti í hug að athuga hvaða launum þeir megi búast við að loknu námi hyggðust þeir leggja kennslustörf fyrir sig, þá efast ég stórlega um að nokkur þeirra hyggi á slíka æfintýramennsku. Gæti þásvo farið með tímanum að engir kennarar fyrirfyndust, eða geta nemendur þó þeir hafi há námslán skattfijáls að sjálfsögðu komist af án kennara? Ef svo er, til hvers emm við þá að halda uppi íjölmennri kennarastétt á sultarlaunum. Auðvitað er sú leið möguleg að fiytja inn erlenda kenn- ara eins og t.d. fiskvinnslufólk, en mundi þá ekki menntamálaráðherra hafa þungar áhyggjur af viðhaldi og framgangi íslenzkrar tungu? En viljum við ekki að ráðherrar hafi ærin umhugsunarefni, ekki viljum við að þeir „fljóti sofandi að feigðar- ósi“. Það kom fram í viðræðum við námsmenn nýlega að þeir töldu að námslánin skyldu miðuð og metin við framfærslukostnað. Þá vaknar sú spuming, hvers vegna skal sú eina stétt, þ.e. námsmenn, njóta þess að fá skattfijáls lán, sem í mörgum tilvikum eru hreint og beint laun, þegar allir almennir launþegar verða að taka við því sem að þeim er rétt hvort heldur er úr hendi ríkisins eða annarra iauna- greiðanda, án tillits til þess hvort Iaunþeginn getur framfleytt sér og sinni fjölskyldu á þeim sömu laun- um? Hvers vegna á að keppa að því að „troða" sem flestum gegnum háskólanám, þegar vitað er að þeirra sömu manna biðu í mörgum tilfellum betri lífskjör ef þeir legðu fyrir sig t.d. iðnnám? Ég vil þakka menntamálaráð- herra fyrir hans skeleggu baráttu að beijast fyrir því að hófs verði gætt í meðferð fjár skattborgar- anna og lýsi jafnframt megnustu andúð á afstöðu margra þingmanna Framsóknarflokksins í þessu máli, enda hefir það aldrei verið fram- sóknarmanna sterka hlið að fara gætilega í meðferð fjármuna ríkis- ins, svo ekki sé meira sagt. Víkveiji skrifar egar slangur af andstæðingum kynþáttastefnu Suður-Afríku- stjómar tók upp á því á dögunum að ganga með hjartalagað merki í barminum sem tákn um samstöðu sína og samúð með hinum undirok- uðu, ruku stjómvöld til og flokkuðu þau í snatri undir áróðurstól og friðarspilla og harðbönnuðu lands- mönnum þar með að bera þau. Þannig er á því herrans ári 1986 hægt að gerast lögbijótur þama suðurfrá með einum pappírssnepli. Hálfgerð hliðstæða er raunar til frá stríðsámnum hér heima. Merkið sem þá birtist hér á götunum var að visu ekki bannfært opinberlega en það fór ógn í taugamar á Bretan- um sem þá var orðinn landfastur héma og þess voru jafnvel dæmi að breskir dátar gerðu sig líklega til þess að plokka það af fólki með valdi. XXX Einkanlega unglingar skörtuðu merkinu og völdu til þess fyrsta þjóðhátíðardaginn okkar eft- ir hemámið. Þetta var lappi sem íslenski fáninn var prentaður á og mikið hvort áletrunin hét ekki: „Bretann burt“ eða „Burt með Bretana", eitthvað í þeim dúr var það að minnstakosti. Kommúnistunum okkar var eign- uð hugmyndin, sem var góðra gjalda verð þannig séð. Breska ljón- ið hafði óneitanlega ruðst inn á okkur óboðið og varla látið svo lítið að þurra af sér. Ennfremur for- dæmdu þessir fijálsboru íslending- ar Bretavinnuna sem svo var kölluð og jöfnuðu henni nánast við land- ráð. Gott og blessað, mundi margur segja, ef þessir ágætu föðurlands- vinir hefðu bara ekki tekið upp á því einn góðan veðurdag að kú- venda allt í einu. Eins og hendi væri veifað. Bretamir urðu á einni nóttu bestu strákar og maðurinn sem mokaði skít fyrir hemámsliðið varð sömuleiðis á einni nóttu fyrir- mynd annarra Islendinga. En hvað olli þessum sinnaskipt- um hinna baráttuglöðu og þjóð- ræknu landa okkar? Höfðu Bretam- ir skánað, nasistamir versnað? Að vísu ekki. En Hitler var búinn að ráðast á Sovétríkin. XXX Víkveiji hefur það eftir ólygnum — og sem er að auki banka- stjóri hér í Reykjavíkurkantinum — að ef staurblankur og örvinglaður húsbyggjandi leggi það á sig að arka einn ganginn enn í bankann í von um að kría út þó að ekki væri nema 50.000 króna bjarg- hring, þá eigi hann undir engum kringumstæðum að láta þess getið að hér staulist staurblankur ör- vinglaður húsbyggjandi. Hann eigi þvert á móti að gera sér far um að vera hinn snarborulegasti og helst að leika við hvem sinn fingur og trúa stjóranum eins og ekkert sé sjálfsagðara fyrir því að hann ætli að nota þetta lítilræði til þess að gera sér og sínum glaðan dag suður á Kanaríeyjum til dæmis. Heimildamaður Víkveija stendur á því fastar en fótunum að það sé Iangtum vænlegra til árangurs að fara fram á sólskinsspesíur af þessu tagi en peninga fyrir eldhúsvöskum og svoleiðis dóti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.