Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986
Meira um upp-
sagnir en áður
- segir Böðvar Bragason lögregluslgóri
„SÚ staðreynd liggnr fyrir, að
það hefur verið meira um upp-
sagnir á síðasta ári og það sem
af er þessu heldur en áður“,
sagði Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri í Reykjavík er Morg-
unblaðið bar undir hann ummæli
Einars Bjarnasonar, formanns
Lögreglufélags Reykjavíkur, um
óánægju lögreglumanna með
launakjör sín og flótta úr starf-
inu af þeim sökum.
„Það er ljóst varðandi launakjör-
in, að lögreglumenn telja sig hafa
lágt grunnkaup og það getur hver
maður séð með því að bera saman
VSÍ samþykkti
samningana
Framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambands Islands
samþykkti í gær samningana
við Alþýðusamband íslands
og mun tilkynna það til ASÍ
ídag.
í dag rennur út frestur beggja
aðila til að staðfesta samkomu-
lagið og kemur því í ljós í kvöld
eða á morgun hvaða félög innan
ASÍ hafa samþykkt samningana
og hver ekki.
laun þeirra og annarra ríkisstarfs-
manna", sagði lögreglustjóri enn-
fremur. Hann sagði að lögreglu-
menn hefðu þó vissa sérstöðu hvað
varðar yfirvinnu, sem væri meiri
en hjá mörgum öðrum stéttum.
Hins vegar væri því ekki að neita,
að meira hefði verið um uppsagnir
en áður og misjafnlega hefði gengið
að ráða í lausar stöður.
„í stóru liði gengur auðvitað á
ýmsu með að halda úti fullskipuðu
liði á hverjum tíma og nú eru
nokkrar stöður lausar, þótt ekki
vanti mikið upp á. En auðvitað
væri æskilegt að geta nýtt allar
stöðuheimildir sem embættið hef-
ur“, sagði Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri.
Bein útsendingfrá Akureyri:
Morgunblaðið/Skapti
Þátturinn Á líðandi stundu verður sýndur frá kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Hér
Akureyri í beinni útsendingu í kvöld. Meðal annars er verið að mynda í fiskvinnslusal fyrirtækisins.
verður rætt við Gísla Konráðsson, annan fram-
Veruleg verðlækkun bif-
reiða vegna tollalækkana
Dráttarbátur
kom að Goða-
fossi í gærkvöldi
KANADÍSKA dráttarbátnum
Irving Cedar seinkaði nokkuð á
leið sinni að Goðafossi í gær, en
samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Eimskip
í gærdag var dráttarbáturinn
væntanlegur að skipinu klukkan
23.001 gærkvöldi.
Að sögn Eimskipsmanna amaði
ekkert að skipshöfn Goðafoss, en
skipið hefur nú verið á reki suðaust-
ur af Hvarfi sfðan um miðja síðustu
viku, er öxull í vél bilaði. Hofsjökull
var kominn að skipinu í gærdag,
en þá voru suð-vestan 5 vindstig á
þessum slóðum og veðrið að ganga
niður. Talið er að það taki dráttar-
bátinn um 10 daga að draga Goða-
foss til hafnar í Everett við Boston.
— tekjur bifreiðaumboða rýrna um 30% á seldan bíl
ALÞINGI samþykkti frumvarp á mánudag um lækktm tolla af bif-
reiðum í 10 prósent og jafnframt um sérstakt gjpld af bifreiðum,
sem fer stighækkandi eftir stærð þeirra. Breytingar þessar taka
gildi frá 1. mars. Morgunblaðið hafði samband við nokkur bílaumboð
og spurðist fyrir um verð á bílum, bæði fyrir og eftir verðlækkun.
Álagning umboðanna lækkar hlutfallslega jafn mikið og söluverð
bifreiðanna. Hjá mörgum umboðanna hafði ekki verið gengið endan-
lega frá verðútreikningi og getur því munað nokkru frá þeim tölum
sem hér birtast.
Vegna þeirrar umræðu sem orðið
hefur upp á síðkastið útaf lækkun
aðflutningsgjalda á bifreiðum í
kjölfar kjarasamninga aðila vinnu-
markaðarins hefur Bílgreinasam-
bandið sent frá sér eftirfarandi
fréttatilkynningu: Bílgreinasam-
bandið fagnar því fyrir hönd bif-
reiðainnflytjenda að nú hafi að-
flutningsgjöld á fólksbifreiðum
verið stórlækkuð eftir áratuga bar-
áttu. Eins og komið hefur fram
urðu mistök í útreikningum hjá
stjómvöldum eftir samningana
þannig að lækkun bifreiða varð
ekki eins mikil og um hafði verið
samið. Eins og alþjóð er kunnugt
hefur það nú verið leiðrétt. Meðan
þetta millibilsástand varði komu
upp þær ásakanir á hendur bifreiða-
innflytjendum, að þeir hefðu hækk-
að álagningu sína og að það væri
ástæðan fyrir því að bifreiðir lækk-
uðu ekki í verði sem skyldi. Hið
sanna er að tekjur bifreiðainnflytj-
enda á seldan bíl rýma um 30 pró-
sent og á eftir að koma í ljós hver
kostnaðarþróun verður og hvort
aukin sala muni vega upp á móti
þessu tekjutapi, segir í fréttatil-
kynningu Bílgreinasambandsins.
Hjá Bifreiðum og landbúnaðar-
vélum fengust þær upplýsingar að
Lada station sem kostaði fyrir
breytinguna 209 þúsnd kr. kosti
nú 178 þúsund kr. Lada lux kostaði
fyrir breytinguna 211 þúsund kr.
en kostar nú 189 þúáund kr. Lada
sport jeppi kostaði 325 þúsund kr.
en kostar nú 209 þúsund kr.
Hjá Velti hf. fengust þær upplýs-
ingar að Volvo 340DL sem kostaði
593 þúsund kr. kostaði nú 399
þúsund kr. Volvo 240DL kostaði
747 þúsund kr. en kostar nú 561
þúsund kr. Volvo 740GL kostaði
926 þúsund kr. en kostar nú 702
þúsund kr. og Volvo 760GLE kost-
aði 1.330 millj. kr. en kostar nú
1.006 millj. kr.
Hjá Ræsi hf. fengust þær upplýs-
ingar að miðað við tollgengi í mars
kostaði Mercedes-Benz 190 1,185
millj. kr. fyrir breytinguna en kostar
nú 818 þúsund kr. Mercedes-Benz
300SC kostaði 2,212 millj. kr. en
kostar nú 1,626 millj. kr.
Hjá Kristni Guðnasyni hf. fen-
gust þær upplýsingar að Renault
5TL kostaði fyrir breytingu 462
þúsund kr. en kostar nú 304 þúsund
kr. Renault 9GTL kostaði 542 þús-
und kr. en kostar nú 373 þúsund
kr. Renault 11 GTL (5-dyra) kostaði
566 þúsund kr. en kostar nú 390
þúsund kr.
BMW 316 kostaði fyrir breytingu
738 þúsund kr. en kostar nú 511
þúsund kr. BMW 520 kostaði 1,037
millj. kr. en kostar nú 715 þúsund
kr.
Hjá Jöfri hf. hafði ekki verið lokið
við verðútreikninga samkvæmt
nýju reglunum en þó fengust þær
upplýsingar að Skoda 105 S sem
kostaði 193.3 þúsund kr. kostar nú
135.3 þúsundkr.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðinu hafa borist kostaði Dai-
hatsu Charade áður 401 þúsund kr.
en kostar nú 280 þúsund kr. Volks-
wagen Golf kostaði 585 þúsund kr.
en kostar nú 403 þúsund kr. Nissan
Cherry kostaði áður 510 þúsund
kr. en kostar nú 355 þúsund kr.
Mazda 323 kostaði áður 490 þúsund
kr. en kostar nú 341 þúsund kr.
Niðurstaðajafnréttisráðs:
Menntamálaráðherra
braut j afnréttislögin
- með því að ganga fram hjá Helgu Kress við veitingu lektorsstöðu í íslenskum bókmenntum
JAFNRÉTTISRÁÐ telur, að Sverrir Hermannsson, menntamála-
ráðherra, hafi með setningu Matthíasar Viðars Sæmundssonar í
lektorsstöðu við heimspekideild Háskóla íslands brotið ákvæði
laga frá 1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Tildrög þessa úrskurðar, sem kveðinn var upp í fyrradag, eru,
að Helga Kress, dósent, fór þess á leit við ráðið 7. janúar sl. að
það kannaði hvort gengið hefði verið fram hjá henni vegna
kynferðis við ráðningu í umrædda stöðu, en hún var einn af sex
umsækjendum.
Staðan, sem um ræðir, var
auglýst laus til umsóknar í júlí
1985 og veitt hinn 29. desember
1985 til þriggja ára, en Vésteinn
Ólason, dósent, sem skipaður er
í stöðuna, hefur fengið leyfi frá
störfum þennan tíma.
í framhaldi af bréfi Helgu
Kress óskaði jafnréttisráð hinn
10. janúar sl. eftir upplýsingum
frá menntamálaráðherra um
menntun, starfsreynslu og aðra
sérstaka hæfíleika þess sem ráð-
inn var í umrætt starf. Bréfíð var
ítrekað 29. janúar og í svarbréfí
ráðherra 3. febrúar er rakinn
náms- og starfsferill Matthíasar
Viðars Sæmundssonar. Vísað er
m.a. til dómnefndarálits heim-
spekideildar, þar sem fram kemur
að hann sé vel hæfur til að gegna
stöðunni.
Jafnréttisráð telur svar ráð-
herra ófullnægjandi og bendir á
það í samþykkt sinni, að enda þótt
náms- og starfsferill Matthíasar
Viðars sé rakinn í svarbréfínu sé
ekki vikið að því einu orði hvort
og þá hvaða sérstökum hæfíleik-
um hann sé búinn, sem væntan-
lega hafí ráðið úrslitum um skipun
hans í lektorsstöðuna.
Orðrétt segir í samþykktinni:
„Þar sem ekki verður af bréfi
menntamálaráðuneytisins ráðið,
að Matthías Viðar hafí sérstaka
hæfíleika, umfram Helgu Kress,
til að gegna þessu starfí og með
hliðsjón af umsögn dómnefndar,
sem telur Helgu vera hæfasta, og
atkvæðagreiðslu heimspekideildar
Háskóla íslands, sem styður
Helgu með yfírgnæfandi meiri-
hluta atkvæða, telur jafnréttisráð
ekkert fram komið í málinu, sem
réttlæti að framhjá jafnhæfri
konu var gengið við setningu í
lektorstöðu við heimspekideild
Háskóla íslands."
Síðan segir: „Þegar þetta er
virt og höfð í huga sú aukna
skylda, sem á herðar atvinnuveit-
enda var lögð með gildistöku laga
nr. 65, 1985 um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla, verð-
ur að líta svo á, að með setningu
Matthíasar Viðars Sæmundssonar
í lektorsstöðu við heimspekideild
Háskóla íslands hafí verið brotið
ákvæði 2.tl. 5. gr. laga nr. 65,
1985. Öðru vísi verður vart séð
hvemig tilgangi og markmiðum
laga um jafna stöðu ogjafnan rétt
kvenna og karla verði náð.“
Sjáeinnigáþingsíðu bls. 32-33.
Óhappið á Reykja-
víkurflugvelli:
Slökkviliðið
var rúmar
tvær mínútur
á leiðinni
SLÖKKVILIÐ Reykjavíkurflug-
vallar kom að FL-32 2 mín. og
13 sek. eftir að borist hafði til-
kynnig frá flugturninum um að
óhapp hefði orðið eða fjórum
mínútum og einni sekúndu eftir
að vélin hóf flugtak. Flugtuminn
tilkynnti slökkviliði flugvallarins
og borgarinnar um óhappið á
beinni línu í neyðarsíma 38 sek.
eftir að flugvélin stöðvaðist utan
við flugbrautina.
Þetta kemur fram í frétt frá
flugmálastjóm og flugslysanefnd
sem vegna gagnrýni um viðbrögð
slökkviliðs Reykjavíkurflugvallar
könnuðu þær tímasetningar, sem
liggja fyrir af segulbandsupptökum
í flugtumi. Nákvæmni upplýsing-
anna er um 10 sek. til eða frá.
Ástæðan fyrir því að um misræmi
gæti verið að ræða er að nákvæm
tímasetning um hvenær óhappið
átti sér stað liggur ekki endanlega
fyrir. Endanleg niðurstaða fæst
ekki fyrr en útskrift er komin frá
flugrita vélarinnar en aflestur af
honum fer fram erlendis á næs-
tunni.