Morgunblaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ 1986 27 i4*J jí - N JUi Mikill viðbúnaður var í Kairó þegar uppreisnarástandið var. Hér sjást bryndrekar í röð fyrir framan járabrautarstöðina í upphafi þessarar viku. Hreinsanir i egypsku öryggissveitunum Kafró, II. mars. AP. „TIL ÞESSA hefur ekkert komið fram, sem bendir til þess að öfgahópar hérlendis eða erlend öfl hafi haft afskipti [af óeirðun- um, sem spruttu upp í egypsku öryggissveitunum í síðasta mán- uði],“ að því er Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í við- tali við vikublaðið Mayo, mál- gagn Lýðræðisflokksins. Forsetinn sagði að nú færu fram umfangsmiklar rannsóknir og var- aði við fyrirhyggjulausum ásökun- um. Sagði hann að niðurstöður rannsóknanna yrðu birtar að þeim loknum. Haft var eftir Zaki Bar, innan- ríkisráðherra, að öfgasinnaðir mú- hameðstrúarmenn og þá fyrst og fremst samtökin „Heilagt stríð" gætu hafa kynnt undir óeirðunum. Um tuttugu og eitt þúsund her- menn verða látnir víkja úr egypsku öryggissveitunum eftir óeirðinar. Hundrað og sjö manns létust í þeim að sögn yftrvalda og eru það þrisvar sinnum fleiri en í upphafí var talið. Að sögn stjómarinnar særðust sjö- hundmð og nítján í uppreisninni, sem braust út í röðum öryggissveit- anna, vegna orðróms um að Iengja ætti herskyldu. Badr segir að 21.644 mönnum yrði vikið úr öryggissveitunum um miðjan mars og nú sé verið að gera lista yfír þá, sem tilheyrðu spilling- aröflum innan sveitanna. Richard Murphy, sérlegur sendi- fulltrúi Bandaríkjastjómar, kom á sunnudag til Egyptalands til þriggja daga viðræðna við Mubarak og aðra egypska ráðamenn um undan- fama atburði í egypskum innan- ríkismálum. Moskva: Yurchenko skrifar bók um skipti sín við CIA Moskvu, 11. raars. AP. Yurchenko (í miðið) veifar fréttamönnum er hann yfirgefur utan- ríkisráðuneytið í Washington í fylgd sovéskra sendiráðsmanna. Myndin er tekin 5. nóvember, eftir fund Yurchenkos með banda- rískum embættismönnum. PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, greinir frá þvi í dag, að Sovétmaðurinn Vitaly Yurchenko, sem kom eft- irminnilega við sögu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, síðast- liðið haust, hafi í hyggju að skrifa bók um þá reynslu sína. í ágústmánuði sl. sögðu banda- rískir embættismenn frá því, að Yurchenko hefði leitað hælis í sendi- ráði Bandaríkjanna í Róm, og væri hann í hópi æðstu yfírmanna sov- ésku leyniþjónustunnar, KGB. En þremur mánuðum seinna skaut Yurchenko skyndilega upp í sov- éska sendiráðinu í Washington, þar sem hann lýsti þvi yfír, að CIA hefði rænt honum í Róm og flutt hann til Bandaríkjanna. Yurchenko hélt blaðamannafund, áður en hann hélt heim til Moskvu í nóvembermánuði, og endurtók fyrri ásakanir sínar. Kvað hann útsendara CIA hafa dælt í sig geðlyfjum og reynt að sannfæra sig um, að hann hefði svikist undan merkjum. Eftir að Yurchenko kom til Moskvu sagði hann gjörr frá reynslu sinni, „en hann á enn ýmis- legt ósagt," segir í frásögn Pravda, „og nú er hann að útbúa dagbók um þessa reynslu sína undir út- gáfu.“ Ekkert frekara var látið uppi um hagi Yurchenkos og í engu vikið að nýlegum orðrómi um, að hann hafí verið tekinn af lífí. Í erær eraf sovéska sendiráðið í Washington út yfírlýsingu, þar sem sagði, að „Vitali Yurchenko er á. lífí, við góða heilsu og starfar í Moskvu." Bandarísk útvarpsstöð sagði frá því í síðustu viku, að Yurchenko hefði verið tekinn af lífi. Bar stöðin ótilgreinda heimildarmenn innan bandarísku stjómarinnar fyrir frétt- inni. OCÞAER SKÍÐA BAKTERIAN KOMIN Á KREIK Á NÝJAN LEIK Því ekki að koma fermmgarbartúnu í snertingu við kana í sumar? SKÍÐASKÓUNN ( KERUNGARFJÖUJJM Brottför Tegund námskeiðs Daga- fjöldi Grunngjald breytilegt eftir aldri fátttakenda Júní 24. UNGLINGA 6 10.600 29. F/ÖLSKYLDU 6 6.925 ti/11.950 Júlí 6. FULLORÐINNA 6 11.950 13. FIÖLSKYLDU 6 6.925 til 11.950 20. FIÖLSKYLDU 6 6.925 til 11.950 27. FIÖLSKYLDU 6 6.925 til 11.950 Ágúst 1. ALMENNT ( verslunarmannahelgi) 4 4.325 til7.500 4. FIÖLSKYLDU 5 5.625 til 9.750 10. UNGLINGA 6 10.600 15. UNGLINGA 6 10.600 20. UNGLINGA 5 8.600 GRUNNGJALD felur i sér fæði og húsnxði í Skiðaskólanum. ferðir milli skála og skíðalands. afnot af skiðalyftum og aðgang að kvoldvökum. svo og skiðakennstu fyrir 15 ára og yngri. KENNSLUGIALD FYRIR FULLORÐNA er kr. 1.150 á 4 daga námskeiði. kr. 1.500 á 5 daga námskeiði og kr. 1 850 á 6 daga námskeiði FARGIALD RVIK - KERLINGARFJÖLL - RVÍK er kr 1.850. Afsláttur fyrir börn yngri en 12 ára á fjötskytáu- og almenningsnámskeiðum. FJÖLSKYLDU- OG HELGARNÁMSKEIÐ (fó.-su.) Allar ftelgar í júlí og helgina 8 -10. ágúst. Grunnverð kr. 3.025 til 5.250 Kennsla fyrir fullorðna kr. 800. UPPLÝSINCAR OG BÓKANIR. VIO AUSTURVOLL SIMI 26900 OC UMBOÐSMENN ÚRVALS UM LAND ALLT I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.