Morgunblaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986
Afganistan;
Skæruliðar
bíða ósigur
Islamabad, Pakistan, 11. mars. AP.
SKÆRULIÐAR urðu fyrir mild-
um áföllum í baráttu sinni við
sovéska herinn í Afganistan, er
sovéska hernum tókst að brjótast
í gegnum víglínu þeirra í Norð-
ur-Afganistan. Felldu þeir
marga skæruliða og náðu mikl-
um vopnabirgðum á sitt vald.
Sovétmenn gerðu árásina 2. mars
síðastliðinn, að því er heimildar-
menn herma, sem ekki vilja láta
nafns síns getið. Notaðist sovéski
herinn við skriðdreka og hermenn,
sem sérþjálfaðir eru í því að vinna
að baki víglínu óvinarins. Ekki var
getið um það hve margir skæruliðar
féllu, né hversu vopnabúr það var
stórt, sem sovéski herinn náði á
vald sitt.
Þá herma diplómatískar heimildir
að hermenn ættbálks í Suður-
Afganistan, sem þjálfaðir voru af
Sovétmönnum, hafi snúist gegn
kennurum sínum, er þeir áttu að
berjast við hlið þeirra gegn skæru-
liðum. Hafði þeim verið falið það
hlutverk að umkringja skæruliða
ásamt sovéska hemum. Gengu þeir
í lið með skæruliðum og varð sov-
éski herinn að hörfa og mátti þola
talsvert mannfall.
Sameinuðu þjóðirnar:
Sovétmenn mótmæla
3 þingmenn
handteknir
I
Ljósmynd/AP
Grímuklæddur mótmælandi steytir hnefann í útvarpinu „Fijálst
Ulster“ sem útvarpaði meðan á sólarhrings allsheijarverkfalli
mótmælenda stóð fyrir 10 dögum síðan, en með því vildu mót-
mælendur sýna fram á samstöðu sína gegn samkomulagi ríkis-
stjórna írlands og Bretlands um málefni Norður-írlands.
Norður-írland;
Moskvu, 11. mars. AP.
SOVÉSKA utanríkisráðuneytið
lagði í dag fram mótmæli í
bandaríska sendiráðinu í Moskvu
gegn fyrirskipun Bandarikja-
manna um að fækka starfsfólki
við höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna í New York. Sagði að
hér væri um ólöglega kröfu að
ræða, sem skaðað gæti leiðtoga-
fundi stórveldanna hér eftir.
Mótmælin voru munnleg, en birt
stafrétt sovésku fréttastofunni
Tass, og var þar ásökunum um að
starfsmenn Sovétmanna við SÞ
stunduðu einnig njósnir neitað.
Bandaríkjastjóm fyrirskipaði
Sovétmönnum á föstudag að fækka
starfsliði sínu við Sameinuðu þjóð-
imar um 105 manns, úr 275 niður
í 170, fyrirl.apríl 1988.
Bclfast, Norður-f rlaiidi, 11. mars. AP.
ÞRÍR stjómmálamenn mót-
mælendatrúar vom handteknir
eftir stympingar við lögreglu
fyrir utan Stormont-kastalann,
þar sem fulltrúar rikisstjóraa
Bretlands og írlands funda í
samræmi við samkomulagið
sem ríkissfjómimar gerðu með
sér um málefni Norður-írlands.
Stjómmálamennimir reyndu að
ijúfa gat á gaddavírsgirðingu,
sem komið hafði verið upp í kring-
um kastalann, og setja upp vegg-
spjöld, þar sem samningur ríkis-
stjómanna var fordæmdur.
Stjómmálamennimir eiga allir
sæti á norður-írska þinginu og
tilheyra Lýðræðislega sameining-
arflokknum, flokki prelátans Ians
Paisley. Þeir heita Gregory Cam-
pell, Jim Wells og Jack McKee.
„Waldheim ekki brúnstakk-
ur heldur hesturinn hans“
segir Sinowatz, kanslari Austurríkis
Vín, 11 .mars. AP.
PÓLITÍSKIR andstæðingar
Kurts Waldheim, fyrrum fram-
kvæmdasfjóra Sameinuðu þjóð-
anna, hafa nú hafið sókn í for-
setakosningunum í Austurríki og
opinberlega vakið máls á afskipt-
um hans af nasistum.
„Ég hef fengið nóg,“ sagði Fred
Sinowatz, kanslari, og neitaði reið-
ur ásökunum stjómarandstöðunnar
um að Sósíalistaflokkurinn stæði
að baki uppljóstrunum um að Wald-
heim hefði verið skráður félagi í
SA, brúnstökkum Adolfs Hitler.
Sósíalistar styðja Kurt Steyrer í
framboði á móti Waldheim í forseta-
kosningunum 4. maí. Þar til á
blaðamannafundi með Sinowatz og
öðmm leiðtogum flokksins hafa
sósíalistar haldið því fram að þeir
vildu ekki nota þetta mál í kosn-
ingaslagnum.
Sinowatz og tveir varaformenn
flokksins höfnuðu fullyrðingum
hægri manna um að sósíalistar
hefðu komið á kreik ásökunum um
að Waldheim hefði verið félagi í SA.
Gagnrýni á Waldheim hófst í síð-
ustu viku með ásökunum frá Al-
þjóðaþingi gyðinga og grein í dag-
blaðinu New York Times þar sem
sagði að Waldheim hefði ekki tekið
fram í sjálfsævisögu sinni að hann
hefði verið í þýskri herdeild, er
ofsótt hefði gyðinga í Júgóslavíu
og á Grikklandi.
' Waldheim neitar þessum ásökun-
um og heldur fram að skjöi, sem
beri aðild hans að SA vitni, hafi
einfaldlega verið skyssa skriffínns
sprottin af þeim sökum að hann
stundaði reiðmennsku hjá félags-
skap, sem síðar var innlimaður í SA.
Sinowatz gerði á blaðamanna-
fundinum lítið úr útgáfu Waldheims
af gangi mála: „Við tökum til at-
hugunar þá staðreynd að það var
ekki Waldheim, sem var félagi í SA,
heldur hesturinn hans.“
Sinowatz kvaðst aftur á móti
ekki bera kaldan hug til þeirra,
„sem villtust í völundarhúsi atburða
þessa tíma“ og gengu í félagsskap
nasista.
Blaðið Wochenpresse birti í dag
skoðanakönnun og segir þar að 52
prósent aðspurðra trúi Waldheim,
23 prósent trúi honum ekki og 25
prósent viti ekki' í hvom fótinn þau
eigi að stíga.
Sinowatz kvaðst á blaðamanna-
fundinum trúa Waldheim.
■ ■■
ERLENT
Halastjarnan með fastan kjarna
Moskvu, 11. marz. AP.
RYK úr halastjömu Halleys
buldi á sovézka könnunarfar-
inu Vega-2 á sunnudag er það
flaug þvert á braut stjöraunn-
ar, en engu að síður tókst far-
inu að senda frá sér mikilvægar
upplýsingar um stjörauna. Á
annað hundrað útlendra vís-
indamanna, sem vom í stjóra-
stöð sovézku geimvísindastofn-
unarinnar, sögðu árangurinn
af ferð Vega-2 stórkostlegan.
Örlitlir loftsteinar og ryk buldu
á sólrafhlöðum Vega-2 er það
geystist á 80 km hraða á sekúndu
gegnum braut stjömunnar. Við
það missti Vega-2 um 40% raf-
afls. Þrjú tæki biluðu einnig vegna
ryksins. Allt samband rofnaði við
könnunarfarið í 10 mínútur er það
fór inn yfír braut halastjömunnar.
Þessi mynd af halastjömunni Halley var tekin 5. mars gegnum
stjörausjónauka hjá Siding Springs stjörauathugunarstöðinni í
Ástraliu. Myndin var tekin í ljósaskiptunum til að hali stjöraunnar
sæist betur, en hann er nú yfir 18 milljónir kOómetra að lengd.
Vega-2 sendi frá sér skýrar
myndir af halastjömunni, sem var
í 8.500 kílómetra fjarlægð er farið
fór gegnum halann. Vísindamenn-
imir segja þær staðfesta að
stjaman hafi fastan kjama, en
óljóst sé hversu stóran þar sem
hann er hulinn rykhjúpi. Kjaminn
virðist þó vera um 6 kílómetrar
að þvermáli og sporöskjulaga.
Forstöðumenn evrópsku geim-
vísindastofnunarinnar, ESA, hafa
miklar áhyggjur af könnunarfarí
ESA, Giotto, sem fljúga mun
þvert yfír braut halastjömunnar
á fímmtudag, í aðeins 500 kíló-
metra fjarlægð frá stjömunni.
Óttast menn í ljósi upplýsinga frá
Vega-2 að ryk og smásteinar
eyðileggi Giotto er farið fer inn í
hala stjömunnar.
Aurskriður í Perú:
12 menn
biðu bana
Líraa, 11. marz. AP.
AURSKRIÐUR grófu fjögur
þorp í Mið-Perú að mestu, 12
manns biðu bana og 20 er saknað.
Þorpin eru í frumskógaijaðri í
Andesfjöllum og hefur reynst
erfitt að koma björgunarmönn-
um á vettvang. Gifurlegar rign-
ingar hafa verið á þessu svæði
undanfaraa daga.
Af opinberri hálfu var frá því
skýrt að fleiri hundruð manns hefðu
misst heimili sín og lífsviðurværi í
aurskriðunum. Akurlendi hefði
eyðilagst í aurskriðunum og búpen-
ingur einnig.
Talið er að a.m.k. eitthundrað
hús hafi horfið í skriðuföllunum.
Um 500 bændur misstu heimili sín,
akra eða búpening akra undir aur-
inn. Skriðurnar eyðilögðu marga
kartöflu-, bauna- og komakra.
Skriðumar féllu á borgina Santa
Maria del Valle og þorp í næsta
nágrenni i gærmorgun. Svæðið er
umlukið frmskógi og hefur enn
ekki tekizt að koma björgunarsveit-
,um á vettvang. Af þeim sökum er
talið að enn fleiri kunni að hafa
beðið bana, en óljósar fregnir hafa
borizt af svæðinu.
Prestur
fagnaði
morðinu
á Palme
Stokkhólmi, 11. mars. AP.
ULF Granasen, prestur
sænsku þjóðkirkjunnar, sagði
á sóknarfundi að hann væri
ánægður með að Olof Palme,
forsætisráðherra, hefði verið
myrtur. Hann lýsti yfir því í
dag að hann hefði látið af
prestskap og ætli að setjast í
helgan stein.
„Þetta er Ulf Granasen. Ég
er ekki lengur prestur í Váster-
landa," ansaði símsvari á heimili
hans.
„Ég hefði getað gert það
sjálfur og ég vona að hann
brenni í helvíti," sagði Granasen
á sóknarfundinum. Að þessum
orðum sögðum gekk presturinn
út og hækkaði í heila stöng
sænskan fána, sem flaggað
hafði verið í hálfa stöng vegna
morðsins á Palme.
Næsti yfírmaður Granasens,
Gösta Mellberg, sagði að Gran-
asen hefði ekki verið vært leng-
ur í þorpinu Vásterlanda í vest-
urhluta Svíþjóðar og honum
hefðu borist morðhótanir.
Áður hafa borist kvartanir
um athæfi Granasens. Þá laust
hann tvo meðhjálpara kinnhesti
og var annar þeirra örkumla
kona.
Gengi
gjaldmiðla
Lundúnum, 11. mars. AP.
Bandarikjadalur féll á gjaldeyr-
ismörkuðum gegn flestum helstu
gjaldmiðlum heims í dag, eftir
að hafa hækkað talsvert í gær.
Breska pundið kostaði þannig
1.4600 dali, samanborið við
1.4425 ígær.
Gengi annarra gjaldmiðla gagn-
vart dal var sem hér segir, innan
sviga gengið frá því í gær. Dalurinn
kostaði 2,2640 vestur-þýsk mörk,
(2,2785); 1,9210 svissneska franka,
(1,9332); 6,9650 franska franka,
(7,0075); 2,5520 hollensk gyllini,
(2,5740); 1.539,50 ítalskar lírur,
(1.548,50) og 1,39775 kanadíska
dali, (1,3995).