Morgunblaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 33
íslenska handknattleiksliðið.
Deilt um 5 millj. kr. styrk til HSÍ:
„Popp-pólitík“
- sagði Kristín Halldórsdóttir
TILLAGA um 5 milljón króna fjárstuðning við Handknattieikssam-
band íslands kom til fyrri umræðu í sameinuðu þingi í gær og
mælti Ellert B. Schram (S.-Rvk.) fyrir henni.
í máli þingmannsins kom fram,
að tillagan er flutt í framhaldi af
mjög góðum árangri íslenska hand-
knattleiksliðsins í heimsmeistara-
keppninni í Sviss. Kvaðst þing-
maðurinn fullviss um að meirihluti
þjóðarinnar vildi þakka frábæra
frammistöðu liðsins með sérstakri
fjárveitingu úr ríkissjóði.
Helgi Seljan (Abl.-Al.) kvaðst
gleðjast yfir árangri liðsins og vera
hlynntur ríflegum fjárveitingum
ríkisins til ungmenna- og íþrótta-
starfsemi. Það væri hins vegar
vandaverk að skipta naumum fjár-
munum á milli íþróttagreina og
skyndiákvarðanir í þeim efnum
vafasamar. Hann sagðist ekki
treysta sér til að styðja tillöguna
og svo væri um fleiri samflokks-
menn sína, þ.á m. Hjörleif Gutt-
ormsson.
Kristín Halldórsdóttir
(Kl.-Rn.) tók undir gagnrýni á til-
löguna og kenndi málflutning frum-
mælanda við „popp-pólitík“, sem
hún kvað heldur ómerkilega pólitík.
Hún kvaðst sjálf hafa fylgst af
miklum áhuga og ánægju með
frammistöðu íslenska handknatt-
leiksliðsins og vera reiðubúin að
styrkja það með fé úr eigin vasa.
Hins vegar væri Kvennalistinn
andvígur því að tillagan um 5 millj-
ón króna fjárveitingu yrði sam-
þykkt. Í því sambandi benti hún á
að íþróttasamband íslands fær 22,5
milljónir kr. á fjárlögum og af því
fengi Handknattleikssambandið um
1 milljón. Auk þess fengi Ólympíu-
nefndin 1,5 millj. kr. og á síðasta
ári hefði fyrrverandi fjármálaráð-
herra veitt nefndinni aukafjárveit-
ingu upp á 2 millj. kr. til að styrkja
íslenska handknattleiksliðið í
heimsmeistarakeppninni.
Kristín spurði hvers vegna Hand-
knattleikssambandið hefði ekki
notfært sér almenna hrifningu þjóð-
arinnar og auglýst eftir framlögum
á gíróreikningi strax og sigurganga
íslenska liðsins hefði verið ljós.
Taldi hún það skynsamlega leið til
að afla fjár og kvaðst sannfærð um
að peningar hefðu streymt inn hefði
þessi leið verið farin.
Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.)
kvaðst vera hlynntur styrkjum til
íþróttastarfsemi, en hann setti hins
vegar spumingu við tillöguna.
Gagnrýndi hann m.a. hina formlegu
hlið tillögunnar, þar sem skorað er
á fjármálaráðherra að veita styrk-
inn. Benti hann á, að ráðherra
gæti ekki veitt slíka styrki án end-
anlegs samþykkis Alþingis og yrði
þvi að leggja málið fyrir þingið á
ný í öðra formi.
Albert Guðmundsson, iðnaðar-
ráðherra, sagði, að handknatt-
leiksliðið hefði ekki náð svo góðum
árangri, sem raun bæri vitni, ef
ekki hefði komið til ríflegur opinber
stuðningur. Kvaðst hann taka undir
tillöguna, hún væri góð og hann
vildi gjaman hafa verið einn flutn-
ingsmanna hennar.
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Listadagar Mennta-
skólans á Akureyri
Akureyri, 11. marz.
LISTADAGAR Menntaskólans á
Akureyri voru settir í níunda
skipti í gærkvöldi. Þeir standa
nú yfir til 20. þessa mánaðar.
Axel Pétur Asgeirsson, forseti
hagsmunaráðs skólafélagsins,
setti Listadagana og síðan tróðu
nemendur upp. Lásu úr eigin
verkum og léku tónlist.
Dagskrá Listadaganna að þessu
sinni er á þessa leið: í dag, þriðju-
dag, var kvikmjmdasýning í Borg-
arbíói þar sem sýnd var „Síðasta
lestin" eftir Traffaut. Framhaldið
er þannig:
Miðvikudagur 12. marz
Kvikmyndasýning á vegum
Bóma (Bókmenntafélag MA) í stofu
M2. Mynd um Robert Frost „þjóð-
skáld Bandaríkjanna" og mynd um
John Steinbeck. Kvikmyndasýning-
in hefst kl. 17.00. Kl. 20.00 verður
síðan jazzkynning af plötum á setu-
stofu heimavistar. M.a. verður tríó
Eddie Harris kynnt.
Fimmtudagur 13. marz
Málverkasýning Baltasars opnuð
í Möðravallakjallara kl. 16.00.
Aðgangseyrir er kr. 100.00 fyrir
aðra en nemendur MA.
Föstudagur 14. marz
Tónleikar með Stuðmönnum í
íþróttahöllinni — hefjast kl. 21.00.
Laugardagur 15. marz
Opnuð ljósmyndasýning fram-
haldsskólanema á göngum Möðra-
valla. Það verður gert kl. 14.00.
Bókmenntakynning: Einar Kárason
rithöfundur les úr verkum sínum.
Kaffihlaðborð — kl. 15.30.
Sunnudagur 16. marz
Tónleikar. Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð syngur í Akureyrar-
Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmsson
Axel Pétur Ásgeirsson, forseti
Hagsmunaráðs MA, setur lista-
dagana.
kirkju kl. 20.30. Síðasti dagur mál-
verkasýningar.
Mánudagur 17. marz
Lifandi djass í setustofu heima-
vistar kl. 20.30.
Þriðjudagur 18. marz
Opnuð ljósmyndasýning Fálma
(félag áhugaljósmyndara í MA) í
Möðravallakjallara kl. 10.25.
Kvikmyndasýning í Borgarbíói:
„Nútíminn" eftir Charlie Chaplin.
Aðgangseyrir kr. 150.00 kl. 17.00.
Miðvikudagur 19. marz
Kvöldvaka í Möðravallakjallara
kl. 20.30.
Fimmtudagur 20. marz
Kaffisamsæti. Verðlaunaafhend-
ing. Verðlaunaverk lesin, skoðuð
og spiluð. Listadögum slitið kl.
20.30 í Möðruvallakjallara.
Fríverzlun við Bandaríkin
Frá opnunarkvöldinu í kjallara Möðruvalla — raungreinahúss
menntaskólans.
Könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi
Akureyri:
Atvinnuleysisdögum
fækkaði um 35% milli ára
Gunnar G. Schram (S.Rn.)
hefur lagt fram tillögu til þings
ályktunar, þessefnis, að ríkis-
stjómin “láti fara fram könnun
á gerð fríverzlunarsamnings við
Bandaríkin með hliðsjón af þvi
hver yrði viðskiptalegur hagur
af slíkum samningi fyrir íslenzka
atvinnuvegi og útflutningsstarf-
semi“.
Mikilvægasti
markaðurinn
í greinargerð með tillögu þing-
mannsins um könnun á fríverzlun-
arsamingi við Bandaríkin segir að
þar sé að finna „mikilvægasta
markaðinn fyrir íslenzkar útflutn-
ingsafurðir. Ekkert ríki kaupir jafn
mikið af framleiðslu okkar og
Bandaríkin en þangað fóra 29%
útflutningsins árið 1984".
í greinargerð segir ennfremur
að við flytjum fyrst og fremst ýmsar
sjávarvörar, svo sem frystan flsk,
til Bandaríkjanna, en líkur séu tald-
ar á því að hægt sé að stórauka
útflutning íslenzks iðnvamings til
Bandaríkjanna, en þar fæst einna
hæst verð fyrir slíkar vörar.
Tilgangur tillögunnar er sagður
að freista þess að lækka eða fella
niður tolla á íslenzkum framleiðslu-
vöram og bæta samkeppnisstöðu
íslenzkra útflytjenda.
Kanadamenn hafa sýnt mikinn
áhuga á fríverzlunarsamningi við
Bandaríkin. Bandaríkin mun ekki
hafa gert slíka samninga við aðrar
þjóðir.
Könnun á valdi í
íslenzku þjóðfélagi
Sex þingmenn Framsóknar-
flokks, fyrsti flutningsmaður Har-
aldur Olafsson, flytja þingsályktun-
artillögu um „könnun á valdi í ís-
lenzku þjóðfélagi. Könnunin skal
fólgin í því að rannsaka og greina
hvemig háttað er völdum og valda-
hlutfollum stofnana og samtaka,
bæði opinberra og óopinberra.
Könnun þessari skal lokið innan
þriggja ára og niðurstöður hennar
kynntar á Alþingi."
Tilgangur tillögunnar er sagður
að „að safna aukinni þekkingu á
þjóðfélagi okkar. Könnun á margsl-
ungnu valdakerfi er einmitt til þess
fallin að auka skilning á þjóðfélag-
inu og gerð þess,“ segir í greinar-
gerð. „A líkum skilningi byggist öll
umræða um hvemig gera megi
umbætur og endurbætur á því.“
í greinargerð er lagt til að Há-
skóla íslands verði falin þessi könn-
un.
Ferðaskrifstofa
ríkisins
Ferðaskrifstofa ríkisins á engar
fasteignir. Hinsvegar á skrifstofan
hlut í félögum: Kynnisferðir ferða-
skrifstofa sf., kr. 956.260.-; Gestur
hf. (félag um rekstur Hótels Flóka-
lundar) kr. 15.000.-; og Árey hf.
(félag um rekstur Hótels Hvolsvall-
ar) kr. 525.000.-.
Ferðaskrifstofa ríkisins leigir
allnokkur skóiahús, sem og húsnæði
í Kópavogi og Reykjavík. Eigendur
þessa leiguhúsnæðis era ríki, sveit-
arfélög, Sölufélag garðyrkjumanna,
og tveir nafngreindir einstaklingar.
Húsaleiga til skólanna er á bilinu
7,5%-10% af heildarsölu Eldduhót-
ela. Skrifstofu- og geymsluhúsnæði
er leigt á ákveðnu verði pr. fer-
metra. Heildarleigugreiðslur Ferða-
skrifstofu ríkisins 1985 vóra 11,4
m.kr., þar af 10,5 m.kr. vegna hót-
elrekstrar. Samningsbundnar
greiðslur vegna viðhalds í skólum
vóra 1,8 m.kr.
Ferðaskrifstofa ríkisins veitti auk
framangreinds aðstoð við rekstur
Hótels Borgamess, Hótels ísaflarð-
ar og Hótels Flókalundar.
Framangreint kom fram í svari
Matthíasar Bjamasonar, sam-
gönguráðherra, við fyrirspum frá
Stefáni Benediktssyni (Bj.-Rvk.)
Akureyri 10. marz.
Atvinnuleysisdögum fækkaði
mjög á Akureyri milli áranna
1984 og 1985. Fyrra árið voru
þeir 33.179 en i fyrra voru at-
vinnuleysisdagar 21.587. Fækk-
un hefur þvi orðið um 11.592
daga milli ára - sem er um 35%
fækkun daga. „Þetta eru góðar
fréttir á sama tima og íbúum
bæjarins fjölgar,“ sagði Úlfhild-
ur Rögnvaldsdóttir, bæjarfull-
trúi Framsóknarflokksins, á
bæjarstjórnarfundi i dag.
Bótadögum fækkaði um 36%
milli ára, úr 31.992 í 20.397 árið
1985. Útgefin atvinnuleysisbóta-
vottorð vora 2.995 árið 1985 en
4.453 árið 1984, mismunurer 1.458
vottorð eða 33% milli ára.
Bótaþegum fækkaði úr 763 árið
1984 i 749 i fyrra eða um 14, 0,2%.
Verkfall sjómanna í marz-mánuði
1985, er um 270 verkamenn frá ÚA
fengu greiddar atvinnuleysisbætur,
veldur þvi að tala bótaþega lækkar
ekki meira. Fjöldi karla á bótum
árið 1985 var 359 en kvenna 390.
Atvinnuleysisdögum hjá konum
fækkaði um 44%, úr 13.685 árið
1984 í 7.631 i fyrra og hjá körlum
um 28%, úr 19.494 árið 1984 í
13.956 ifyrra.
Tónleikar
Musica
antiqua
í Skálholti
TÓNLEIKAR verða haldnir á
vegum Musica Antiqua i Skál-
holtskirkju fimmtudaginn 13.
mars nk. kl. 21.00.
Flutt verður endurreisnartónlist
frá 16. og byrjun 17. aldar eftir
Palestrina, Viadana, Morley, Dow-
land o.fl.
Fram kemur 8 manna sönghópun
Marta og Hildigunnur Halldórs-
dætur, Svava Kristín Ingólfsdóttir,
Sverrir Guðjónsson, Helgi Braga-
son, Kjartan Óskarsson, Jón Stef-
ánsson og Halldór Vilhelmsson.
Einnig hljóðfæraleikaramir Camilla
Söderberg, ólöf Sesselja Óskars-
dóttir og Snorri Öm Snorrason sem
leika á blokkflautur, viola da gamba
Og ÍÚÍU. (Fréttatilkynninfir)