Morgunblaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 50
i 50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 æ ®1981 Universal Press Syndicote/ " Opna&u cLyrr&v- þettz*. erbant /namma." ... að láta jólakortið hans á besta stað. TM Reg. U.S. Pat. Off —all rights reserved "1985 Los Angeles Times Syndicate Einn daginn valt skipið svo mikið að maðurinn minn lét binda sig fastan á bar- stólnum á fyrsta plássi og hann slapp við meiðsli. Kaktusar geta verið vara- samir sögðu þeir á slysa- deildinni. V* - HOGNI HREKKVISI *y 7—1 ■ i ■ »~*j /, Tl/Vtl TlL KO/YUMN FVRlR plG AE> LEíS&lA pis. LeuCTÍ/ttiNN Eg ©OlMN.'' ■’HITIit'.ui ’fi r ý fe ‘ M í I r < Frá úrslitum í rökræðukeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Háskólabíói. Mælskukeppni framhalds- skólanna ekki sjónvarpsins ~ Reiður menntskælingur skrif- ar: Síðastliðinn miðvikudag fór fram, eins og flestir sjónvarpsáhorf- endur vita, mælskukeppni fram- haldsskóla í Háskólabíói. Það sem setti liótan svip á þessa annars ágætu keppni voru frekja og^yfir- gangur stjómenda þáttarins „A líð- andi stundu". Þeir ásamt áhorfendum frá ISAL og Háskólakómum yfirtóku anddyri Háskólabíós fyrir tæki sín og tól en menntaskólanemum sem komnir Um söngvakeppni sjónvarpsins Kæri Velvakandi. (Skrifað á mánudegi 10. mars) Nú er hálfnað að senda út þau lög sem eiga að fara keppa til úr- slita í söngvakeppni sjónvarpsins. Þessi lög era valin úr tvö hundrað öðram, en ekkert þeirra sem þegar hefur heyrst, væri hugsanlegt að senda. Lag nr. 94 sungið af Pálma Gunnarssyni er það skásta sem enn hefur komið en það vantar lag handa Björgvini Halldórssyni, en auðvitað verður það hann sem sendur verður í keppnina. Hann er okkar langbesti dægurlagasöngv- ari. Öll þjóðin man þegar hann kom í sjónvarpið ásamt félögum úr karlakór og söng lagið „Loksins ég fann þig“. Það var lag sem hæfði hans rödd. Hin fágaða framkoma hans er þjóðarsómi. Ennþá vantar lagið en kemur það? Illa líst mér á það en vel má það reynast. Ég bíð í ofvæni eftir seinni helmingnum, því ef við fáum lag fyrir Björgvin Halldórsson vit- um við að til stendur að byggja tónlistarhöll hér á íslandi. E.H. 2034-1432. vora til að hvetja sína menn og gera sér glaðan dag, var meinaður aðgangur eftir kl. 7.55. Ekki nóg með það heldur átti kór Mennta- skólans við Hamrahlíð upphaflega að syngja við úrslitakeppnina en þar sem sjónvarpinu fannst passa svo vel að hafa Háskólakórinn í Háskólabíói var hann fenginn í staðinn. Hér er ekki spurt um hver á rétt- inn heldur hver hefur valdið. Þetta er mælskukeppni framhaldsskóla en ekki sjónvarpsins. Viðtölin hefði mátt taka upp áður eða annars staðar og þá hefðu fleiri nemar komist að. Einnig jók það á álag ræðumanna að fá að vita það andar- taki fyrir ræðuflutning að þeir væra ekki aðeins í Háskólabíói heldur líka inni í stofu hjá þorra þjóðarinnar. Nú legg ég til að þessi þrautleið- inlegi þáttur, sem hingað til hefur aðallega verið vettvangur stjóm- málamanna til að segja brandara eða gera sig að fíflum á annan hátt, verði lagður niður sem fyrst. Víkverji skrifar Akstur á nagladekkjum í vetur hefur slitið götunum í höfuð- borginni. í malbikið myndast hjólför vegna þessa slits og þegar rignir eins hressilega og nú síðastliðinn mánudag sezt vatn í hjólförin og langir mjóir pollar liggja á endilöng- um götunum. Þetta vatn getur verið hættulegt umferðinni og verða menn að vera varkárir, þegar ekið er við slík skilyrði. Vatnið getur t.d. haft þau áhrif að hemlunarlengd eykst til muna og sé ekið með miklum hraða í pollunum má lítið bregða út af, svo að menn missi ekki stjóm á ökutækjunum. Annað vandamál er þessu sam- fara og er það sá ami, sem gang- andi fólk á gangstéttum hefur af þessum pollum. Margir ökumenn aka með allmiklum hraða í þessum blautu hjólföram og sinna því ekki að út frá hvorri hlið bifreiðar þeirra gengur gusugangur mikill og fót- gangandi fólk á gangstéttum stend- ur eftir forugt og rennblautt — og kannski er ómælt tjón unnið á góðri flík. Það verður því aldrei nægilega brýnt fyrir ökumonnum, sem sitja í hlýjum og þægilegum bflum, að þeir taki tillit til þeirra, sem þurfa að ganga i roki og rigninu. Það er nóg að þetta fólk þurfí að koma heim eins og hundar af sundi dreg- ið, þótt föt þess séu ekki einnig ónýt af tjörumenguðu pollavatninu. XXX Já — það er ekki ofsögum sagt, hve veðurguðimir hafa verið góðir höfuðborgarbúum á þessum vetri, sem nú er langt liðinn. Og óvenju góður. Til skamms tíma vora plöntur í garði í Fossvogshverfi enn iðagrænar og eiga þó að teljast einærar. Þetta era svokallaðar stjúpmæður og er það harla óvenju- legt að þær lifí af veðráttu í febrúar- mánuði. Þó munu þær ekki hafa þolað frostakaflann, sem gerði nú á dögunum, þótt stuttur væri. Þá munu páskaliljur og túlípanar vera farnir að gægjast upp úr jörðinni víða í borginni. Þetta er auðvitað allt gott og blessað og minnir okkur á, að vorið og sumarið era framund- an, en páskahret getur þó haft ómældan skaða í för með sér fyrir jarðargróður, ef hann kann sér ekki hóf í vexti. Annars er gaman að fylgjast með því á vorin, þegar gróðurinn vaknar til lífsins. Sumar innfluttar tijá- plöntur láta oft gabbast af hlýinda- skeiðum á vetram og víða vora þessi erlendu tré farin að brama á dögunum. En ein er sú tijátegund, sem ekki lætur gabbast og er það íslenzka birkið, er hér hefur búið frá ómunatíð. Það er sama hve hlýtt er, bram birkisins lætur ekki á sér kræla, fyrr en nær dregur sumri. Sá, er þetta ritar, undraðist þetta eitt sinn og spurði skógfræðing, hvemig á þessu stæði. Hann kvað lofthita lítil áhrif hafa á birkið, fyrr en sól væri komin í ákveðna hæð á himni. Þetta sýnir kænsku þessar- ar íslenzku tijátegundar, sem hefur lært að lifa í þessu kalda loftslagi. Annað undraði manninn, en það vora tvær birkihríslur, sem stóðu hlið við hlið móti sólu við nákvæm- lega sömu lífsskilyrði að því er ef fer fram sem veðrið hefur verið, virtist, en þær höguðu sér mjög gæti þessi vetur jafnvel orðið mildr misjafnlega. Þannig munaði ávailt ari en síðastliðinn vetur, sem þó var um það bil hálfum mánuði, hve önnur bramaði fyrr en hin og var orðin nær allaufguð, þegar hin fór af stað. Auðvitað vora þetta tveir einstaklingar og því að sjálfsögðu ekki. eins, en svo mikill munur á laufgunartíma var furðulegur. Aft- ur var skógræðingurinn spurður, og það stóð ekki á svari. Það var sem sé ljóst að önnur var norðlenzk, en hin sunnlenzk. Onnur var í eigin átthögum, hin var aðflutt. Sú norð- lenzka var fyrri til að vakna til lífs- ins. Sólin sagði henni að gera það. XXX Nú, en þar sem þessi pistill í dag hefur eingöngu fyallað um veður og mál því skyld, er ekki úr vegi að minnast á veðurfregnir sjón- varpsins, en með þeim hefur þjóðin á síðustu áram fræðst mjög um veðurfræði'. Veðurfregnimar hafa breytzt nokkuð að undanfömu og nú standa veðurfræðingamir fram- an við kortin og hlustendur sjá þá allan tímann. Þetta er góð tilbreyt- ing frá því sem var, enda höfðu veðurfregnimar ekkert breytzt frá því er þær fyrst hófu göngu sína í sjónvarpinu. En stundum getur þessi nýi háttur þó verið dálítið asnalegur. Er það þegar verður- fræðingurinn hittir alls ekki á lægðinga, sem hann vill benda á. Þetta ku vera vegna þess að hann hefur kortið alls ekki fyrir framan sig á vegg, heldur er þetta kort, sem mynd hans sjálfs er sett inn í. Hann sér svo kortið á skjá við hlið sér. Það væri því miklu betra fyrir veðurfræðingana að hafa kortin hreinlega á rúllugardínum eins og þeir hafá þad gjaman í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Ætti þá ekki að fara á milli mála, hvar lægðimar era á kortunum. -5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.