Morgunblaðið - 12.03.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ1986
43
Aldarminning:
Elín Friðriksdóttir
Fædd 23. febrúar 1886
DáinSO.maí 1982
Það var fyrir um það bil tuttugu
árum að ég var svo lánsamur að
fá að kynnast Elínu Friðriksdóttur
frá Hánefsstöðum í Svarfaðardal.
Elín var þá að nálgast áttræðis-
aldurinn, en það mátti ekki merkja,
svo vel bar hún aldur sinn. Elín var
á margan hátt lánsöm í lffinu, en
fyrir góða heilsu og farsælt líf var
hún afar þakklát.
Elín lézt 30. maí árið 1982, þá
96 ára gömul. Hún hefði því orðið
hundrað ára, þann 23. febrúar síð-
astliðinn.
Það eru ekki margir sem geta
fagnað því að lifa í nærri öld, án
þess að fá að kynnast sjúkdómum,
en Elín þurfti aldrei að dvelja á
sjúkrahúsi um ævina. Án efa hefír
einstakt skapferli hennar, jafnaðar-
geð og lífsgleði verið þættir sem
mótuðu og sköpuðu heilsteypt líf.
Það var ánægjulegt að fylgjast með
því hve Elín fylgdist með mönnum
og málefnum, allt þar til að hún
var kvödd úr heimi. Leyndi þá sér
ekki í allri umræðu hve vel gefin
hún var og greind. Það var þó ekki
hennar háttur, að láta á sér bera.
Hún sýndi af sér hógværð í öllum
hlutum, fór sér aldrei óðslega, en
stefndi af öryggi að þeim markmið-
um sem hún hafði sett sér f Iffinu.
Elín var dóttir hjónanna Guð-
rúnar Priðrikku Jóhannsdóttur og
Friðriks Friðrikssonar bónda á Há-
nefsstöðum í Svarfaðardal. Þau
hjónin eignuðust §ögur böm, Önnu
Friðrikku, Elinu, Valgerði Steinunni
og Jóhann Gunnlaug. Einnig ólu
þau hjón upp Sigurð Jónsson frá
Sauðanesi. 011 voru systkinin alin
upp að Hánefsstöðum. Þau, eins
og allir þeir, sem aldir eru upp í
Svarfaðardal, tengdust dalnum
óijúfanlegum böndum. Ánægjulegt
var að heyra Elínu rifla upp æsku-
árin á heimili sfnu. Hafði hún þá
yndi af því eins og svo margir
Svarfdælingar að lýsa dalnum sem
svo er rómaður fyrir náttúrufegurð
og gróðursæld. Ekki undanskildi
hún þó í lýsingu sinni, baráttu
vetrarins, en á þeim tímum gat
dalurinn hennar verið erfiður bú-
setu, sökum snjóþyngsla.
Á heimili sínu hlaut Elín gott og
traust uppeldi, sem eðlilega mótað-
ist mjög af hugsjónum aldamótaár-
anna. Þessar göfugu hugsjónir, sem
tengdust einkunnarorðunum „heil-
brigð sál í hraustum líkama" mót-
uðu allt uppeldi þessara ára. Og
þeir sem fyrir þeirri mótun urðu,
fundu og komust að raun um að
slíkar hugsjónir mótuðu og sköpuðu
heilbrigt líf, hjá einstaklingum og
reyndar þjóðinni allri.
Þegar að heimdraganum var
sleppt, lá leiðin fyrst að prestsetrinu
að Völlum í Svarfaðardal. Þar bjó
þá Sr. Stefán Kristinsson og fjöl-
skylda hans. Þar á heimili fékk
Elfn gott veganesti, en heimili hjón-
anna Sr. Stefáns og frú, var mikið
menningarheimili.
Samskonar veganesti á leið sinni
út í sjálft lífið hlaut Elín á Hólum
í Hjaltadal, en þar dvaldi hún um
skeið.
Elín var mjög þakklát forsjóninni
fyrir að hafa fengið að dvelja og
nema á áðumefndum heimilum.
Þeirri dvöl, því námi og skóla
gleymdi hún ekki á ferð sinni um
lífsins braut. Síðar lá leið hennar
til Akureyrar, en þar bjó hún allan
sinn farsæla og langa ævidag. Þar
kynntist hún Boga Daníelssyni tré-
smið, Danfels Danfelssonar bónda
á Kolugili í Víðidal, og konu hans
Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Þau
Bogi og Elín gengu að eiga hvort
annað 7. ágúst árið 1915. Þau hófu
sinn búskap í Hafnarstræti 64, en
húsið var síðar kennt við heimilis-
föðurinn, og nefnt Bogahús.
Bogi vann að iðngrein sinni, tré-
smíðum, en auk þess stundaði hann
búskap. Elín og Bogi eignuðust sex
böm, eitt þeirra, Bjöm, lést í frum-
bemsku. Ónnur böm þeirra em:
Ásta Elínboig gift Guðmundi Am-
órssyni, sem nýlega er látinn.
Gunnar, kvæntur Fanneyju Svein-
bjömsdóttur, Jóhanna Margrét, gift
Asgeiri Áskelssyni, Lýður, kvæntur
Erlu Magnúsdóttur. Yngst systkin-
anna er Björg, gift Stefáni Stefáns-
syni.
Öll vom bömin alin upp á heimli
sínu, í Bogahúsi, en þar bjó öll
fjölskyldan áfram eftir að Bogi lézt
þann 10. september árið 1943. Elín
bjó í Bogahúsi allt til ársins 1976.
Þar á heimili var oft líf og §ör, en
Elfnar þáttur í því að sameina alla
Qölskylduna í gleði og soig var
mikill. Ifyrir það og reyndar margt
annað sem hún gaf samfylgdarfólki
sínu, em og vom margir þakklátir.
Sjálf lagði hún mikla áherzlu á að
gjafír lífsins væm þakkaðar. Vel
er mér kunnugt um það, að aldrei
leið sá dagur að hún þakkaði ekki
í trú og einlægni þann dag, sem
að kveldi var kominn, um leið og
hún fól þeim sem á bak við alla
vemnd er, gjafaranum allra góðra
hluta, komandi tíð.
Ávallt vildi Elín gera gott úr
öllum hlutum. Hún lagði á það
áherslu við bömin sín og fjölskyldu,
að líta á hinar björtu hliðar mann-
lífsins, en einmitt þeim hliðum fékk
hún að kynnast á vegferð sinni.
Þegar litið er á lífsferil Elínar
og hann skoðaður kemur fljótt upp
í hugann hugtakið orðheldni. Aldrei
lét hún svo mikið sem eitt styggðar-
yrði falla um náungann. Ef hún
heyrði á einhvem samferðamann
hallað, lagði hún sig alia fram við
að rétta hlut þess, sem fyrir ádeil-
unni varð. Þetta einkenni í fari
hennar, og reyndar allt hennar
lundemi, skapaði henni virðingu og
traust.
Elín var mikil húsmóðir, gestrisin
og sönn móðir. Heimilið og bömin
var sá möhdull sem allt líf hennar
snerist um. Böm hennar og öll
Qölskylda hennar, og vinir eiga um
hana hugljúfar minningar.
Þeirra er ljúft að minnast, þegar
öld er liðin síðan hún leit augum
þann heim sem hún gisti f nfutfu
ogsexár.
Enginn efi var í huga hennar
gagnvart þeim þætti sem enginn
fær umflúið, sjálfum dauðanum.
Hún var reiðubúin „að fara heim“
eins og hún orðaði það. Hún var
þess fullviss að þar biði hennar
„sumarfríður dalur og gróðursæll".
Elín gerði svo sannarlega ráð
fyrir þeim sem sigraði sjálfan dauð-
ann á páskum. Hún vissi og fékk
að reyna, að líf í honum er líf án
skugga og dimmu. Hún fékk að
reyna að lífgeislar hans lýsa upp
allt myrkur, og að þeir benda
mönnum á braut eilífðarinnar.
Guð blessi minninguna um Elfnu
Friðriksdóttur.
Vigfús Þór Ámason
hef ég hitt sem unnu með Olgeir á
þessum stöðum og bera þeir honum
allir hina bestu sögu, vinnusamur
og stundvís, áreiðanlegur og félagi
góður og framar öllu prúður og
grandvar.
Olgeir kvæntist 1965 Ingibjörgu
Ámadóttur og sagði hann mér að
það hefði verið sitt stærsta gæfu-
spor í lífinu. Þau eignuðust þijár
dætur, Olgu, Ingu og Árdísi, einnig
ól hann upp son Ingibjargar frá 10
ára aldri. Ólgeir átti einnig son og
dóttur fyrir hjónaband. Veit ég að
fjölskyldan var honum allt, hann
var heimilisfaðir góður og sannur
vinur barna sinna.
Það var í febrúar 1978 sem
Olgeir réðst sem öiyggisvörður hjá
Iðnvogum og hafði hann þá unnið
dálftinn tíma f Hemlastillingu í Súð-
Olgeir Sigurðs-
son — Minning
Fæddur 5. ágúst 1933
Dáinn 4. mars 1986
Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni
að eigi geti syrt jafii sviplega og nú.
Aldrei er svo svart yfir sorgarranni
að eigi geti birt fyrir eilífa trú.
(MJ.)
Þessi orð komu mér í huga er ég
frétti hið skyndilega fráfall vinar
míns, Olgeirs Sigurðssonar, öiygg-
isvarðar Iðnvoga, sem eru samtök
65 fyrirtækja í Vogunum, en hann
varð bráðkvaddur í starfí aðfaranótt
4. mars síðastliðinn.
Olgeir var fæddur f Reykjavík
sonur hjónanna Sigurðar Jóhanns-
sonar sjómanns, dáinn 1947, og
Olgu Friðriksdóttur, dáin 1944. Þau
eignuðust sex syni: Karl og Jóhann
sem eru búsettir í Reykjavík, Jónas
dó á bamsaldri, Sigvaldi lést af
slysförum 17 ára, Jónas búsettur í
Alaska f Bandaríkjunum.
Olgeir var yngstur og er því mjög
ungur er foreldramir falla frá og
var honum komið fyrir hjá góðu
fólki í Biskupstungum til ferming-
araldurs, en þá kemur hann til
Reykjavíkur og fer að vinna fyrir
sér við höfnina og víðar.
15 ára fer hann að vinna suður
á Keflavíkurflugvelli og vinnur þar
í 11 ár. Vann svo í nokkur ár í
Málningarverksm. Hörpu hf., einnig
vann hann í 4 ár við akstur stórra
vömbifreiða á hálendinu við virkjun
Þórisóss og Sigöldu. Marga menn
arvogi 14 hjá Páli víni sfnum As-
grímssyni.
Ég var þá í stjóm Iðnvoga og
urðu kynni okkar því mikil í gegnum
starfið. Hann hafði því unnið í átta
ár hjá Iðnvogum er hann var burt-
kallaður og held ég að á engan sé
hallað að segja að skarð hans sé
vandfyllt á vaktinni. Og við í stjóm
Iðnvoga þökkum honum gott og
farsælt starf í áraraðir.
Eins og fyrr greinir kynntumst
við Olgeir meir nú seinni árin, en
við þekktumst frá unga aldri og
hittumst af ogtil allt hans lífshlaup.
Oft sagði hann mér hugfanginn
frá ferðalögum sínum á sumrin um
landið með fjölskyldunni og hafði
hann einstaka unun af ferðalögum.
Það hafði staðið til í 2—3 ár að
hann færi að heimsækja Jónas bróð-
ur sinn til Alaska og lét hann verða
af því núna loksins í október 1985
og fóm þau hjónin til Alaska, Kali-
fomíu, Hawaii og Chieaco.
Þetta var ferðasaga sem hann
var ekki búinn að klára enda kallað-
ur burt langt fyrir aldur fram. Hann
er syrgður af öllum sem til hans
þekktu og vottum við Ingibjörgu,
bömum og bamabömum og öllum
nánustu, innilega samúð okkar.
Útför Olgeirs fer fram frá Há-
teigskirkju miðvikudaginn 12. mars
kl. 15.
Fyrir hönd Iðnvoga,
Haraldur Haraldsson
María O.Jóns-
dóttir — Kveðja
Fædd 13. september 1982
Dáin 5. mars 1986
í dag þegar við kveðjum litla sál
er gott að eiga sér lifandi trú. Hún
María Ósk þurfti að beijast við sjúk-
leika frá fæðingu en nú hefur hún
fengið hvíld. Litli líkaminn lét loks-
ins undan eftir mikið stríð.
Það er trúlegt að við spyijum
innra með okkur, hver hafí verið
tilgangurinn með því að senda þetta
litla ljós í heiminn þessa stuttu
stund. Við sem sáum fegurðina og
sakleysið í sinni tærustu mynd í
augum þessa bams vitum að það
hafði tilgang.
Ég sendi æskuvinkonu minni,
sem rækt hefur móðurhlutverk sitt
af snilld og innileik, fjölskyldunni
allri og öðrum ástvinum, mínar
hjartans samúðarkveðjur.
Sigrún Vallaðsdóttir
og fjölskylda.
ist ég þá ótrúlegu seiglu sem bjó í
hinum litla sjúka líkama.
En þ. 5. mars sl. lauk svo þessu
stríði hennar Maríu Óskar.
Elsku Hrönn mín, þetta er búinn
að vera langur og erfiður tími fyrir
þig. Það má þó vera þér huggun
að þú gerðir allt sem í þínu valdi
stóð til að létta litlu dóttur þinni
baráttuna.
Ég veit að þú áttir allan þennan
tfma þá veiku von að María Ósk
mýndi lifa og ná einhverri heilsu.
En maður veit stundum ekki hvers
biðja ber. Sá sem öllu ræður hefur
ætlað Maríu Ósk annað hlutskipti
og við það verðum við sem eftir
lifum að sætta okkur. Við eigum
eftir góðar minningar um litla, ljúfa
stúlku með svo elskulegt og fallegt
bros að það bræddi hjörtu okkar
allra sem þekktum hana.
Fyrir hönd starfsfólksins á sér-
deildinni í Múlaborg sendi ég þér
Hrönn mín og öðrum ættingjum
Maríu Óskar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Leggég nú bæði líf ogönd,
IjúfiJesú, íþínahönd,
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson)
Borghildur Thors, deildar-
þroskaþjálfi.
X
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu'að stríða.
Upptil sælu saia
saklaust bam án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(Matth. Jochumsson.
María Ósk var dóttir hjónanna
Hrannar Gunnarsdóttur og Jóns
Odds Jónssonar og næst yngst fjög-
urra bama þeirra. Ég kynntist
henni fyrst þegar hún byijaði á
sérdeild Múlaborgar, hvolpadeild,
þ. 12. mars 1985, eða fyrir ári síð-
an. Mér fannst hún þá svo lítil og
fíngerð eins og viðkvæmt blóm, sem
átti eftir að springa út. En fljótt
kom í ljós að hún var líka furðulega
sterk og dugleg og hún tók vel við
aliri þeirri þjálfun sem hún fékk
hjá okkur á sérdeildinni.
Svo var það þ. 12. september,
daginn fyrir 3ja ára áfmælið henn-
ar, að hún þurfti að fara á Landspít-
alann í skurðaðgerð. Þaðan átti hún
ekki afturkvæmt. í næstum sex
mánuði barðist hún María ósk við
dauðann. í hvert skipti sem ég
heimsótti hana á spítalann undrað-
Styrkja varnir
likamans?
Þá er heillaráöið
O eöa O O
Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777