Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 13

Morgunblaðið - 13.03.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986 Sundurlyndið á Sjöundá Leiklist Jóhann Hjálmarsson Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Handrít og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Tónlist: Jón Þórarinsson. Leikmynd og búningar: Stein- þór Sigurðsson. Lýsing: David Walters. Fimmti kafli Svartfugls Gunn- ars Gunnarssonar hefst á þessum orðum: „Þegar hér var komið tók mönnum að verða æ tíðræddara um sundurlyndið á Sjöundá, bænum afskekkta og utangátta, ósamlyndið milli bændanna og einnig hjónanna innbyrðis." Það er kunnara en frá þurfti að segja að sundurlyndi þetta er hið dramatískasta og gefur góð- um höfundi tækifæri til að skyggnast um í myrkviðum mannssálarinnar. Svartfugl Gunnars Gunnarssonar er tví- mælalaust meðal merkari verka hans. Á yfírborði er Svartfugl sakamálasaga, en í rauninni sál- fræðileg skáldsaga og margslung- in. Bríet Héðinsdóttir hefur sagt um leikgerð sína að hún sé tilraun til að setja skáldsögu á svið, til- gangur hennar sé fyrst og fremst að beina athygli manna að skáld- sögunni, fá fólk til að lesa hana. Þetta er auðvitað ærinn tilgangur, en því ber ekki að neita að leik- sviðsverk verður að geta staðist sem slíkt. Það er grundvallarat- riði. Leikgerð Bríetar er leikræn og hefur ýmsa kosti, en þó er hún einkum upprifjun sögunnar. Það er líkt og vanti herslumun. Leik- gerðin freistar þess að skýra for- boðnar ástir þeirra Bjama og Steinunnar og það reynist auðvelt þegar hinir vesælu makar þeirra eru hafðir í huga. Á ýmsu er tæpt, en ekki með neinum afger- andi hætti. Sögumaður er eins og í skáldsögunni, Eyjólfur Kolbeins- son, kapellán í Saurbæ á Rauða- sandi. I upphafí skáldsögunnar kallar hann sig „óverðugan" kap- ellán og gefur það til kynna samviskubit hans, það að hann kennir sér um að hafa átt þátt í „öllu því illa og hörmulega, sem gerðist í þann tíð“. Tveir leika Eyjólf kapellán, þeir Jakob Þór Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson. Ekki styrkir þetta sýninguna með neinum hætti. Kapellán Þorsteins verður fremur utangátta í sýningunni, kapellán Jakobs aftur á móti á réttum stað og réttri stundu. En þetta er vissu- lega skiljanlegt þegar markvisst er stefnt að sviðsetningu skáld- sögu. Áhorfandinn á ekki bara að sjá og skynja, heldur heyra söguna sagða. I leikgerð Svartfugls og reynd- ar skáldsögunni eru morðið og syndin ekki aðalatriðið, heldur sektin, eða eins og Bríet Héðins- dóttir kemst að orði: „En fyrst og fremst snýst Svartfugl um sekt séra Eyjólfs sjálfs, sekt hans gagnvart sakamönnunum, sekt hans gagnvart bróður sínum.“ Meðal þess sem gott er að segja um sýninguna er leikmynd Stein- þórs Sigurðssonar sem rúmar mikið þrátt fyrir það að hún sé hin sama allan tímann. Einnig er tónlist Jóns Þórarinssonar falleg og lýsing David Walters sterk og áhrifamikil. Sýningin í heild sinni íþyngir ekki áhorfandanum. Hún er ekki löng. Ég tel að þessi sýn- ing muni fyrst og fremst höfða til yngra fólks og vonandi verður hún til þess að bækur Gunnars Gunnarssonar verða ekki látnar rykfalla. Um einstaka leikara verða ekki höfð mörg orð. Mest kveður að Margréti Helgu Jóhannsdóttur í hlutverki Steinunnar. Hún lifir sig mjög inn í hlutverkið og er leikur hennar trúverðugur. Sigurður Karlsson leikur Bjama og kemst vel frá hlutverk- inu, en verkar ekki nógu sann- færandi. Jakob Þór Einarsson f hlutverki Eyjólfs kapelláns túlkaði hinn sakbitna mann á hljóðlátan hátt og náði að sýna hina innri spennu og það sem hijáir jafnan hugsandi mann. Gísli Rúnar Jónsson lék Guð- mund Scheving, settan sýslumann og rannsóknprdómara. Gísli Rúnar fór á kostum í þessu hlut- verki og skyggði um leið á marga aðra leikendur. í sýslumanninum speglast rangsleitni yfírstéttar 19. aldar. Hann lítur niður á almenn- ing og vill fyrst og fremst dæma, rétt eða rangt snertir hann ekki þegar um slíkt hyski er að ræða og Bjama og Steinunni. Leik- gerðin gerir of mikið úr löstum sýslumanns, málar hann alltof svörtum litum svo að það veikir sýninguna töluvert. En fram- ganga Gísla Rúnars er litrík og áhorfanda kærkomin. Smærri hlutverk verða sum hver minnisstæð. Valgerður Dan og Karl Guðmundsson eru meðal þeirra sem draga upp eftirminni- legar persónumyndir í hlutverkum þeirra Guðrúnar og Jóns, hins óhamingjusama fólks. Sigrún Edda Bjömsdóttir er skínandi í hlutverki Ólafar, konu kapelláns- ins. Gísli Halldórsson bætir hér enn hlutverki í litskrúðugt safn sitt: Jón Ormsson prófastur er það að þessu sinni. Steindór Hjörleifs- son er galvaskur sækjandi. Bömin leika eðlilega og óþvingað: Esther Thalía Guðrúnardóttir, Eva Hrönn Guðnadóttir og Janus Bragi Jak- obsson. Fleiri leikara mætti vissu- lega nefna. Leikgerð Svartfugls er tilraun að endurvekja á sviði bókmenna- verk sem fyrir löngu er orðið klassískt. Eins og dæmin sanna beygði Gunnar Gunnarsson Sjö- undármál undir lögmál skáldskap- ar og uppskeran var eftir því. Áð þessu sinni hafa verið famar of hefðbundnar leiðir, sú sköpun sem leiklistin þarf hvað mest á að halda varð aðeins endurómur. En viðleitnin er nokkurs virði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.