Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1986 33 94 rithöfundar hlutu starfslaun — Sljórn Launasjóðs rithöfunda bárust umsóknir frá 161 höfundi LOKIÐ ER uthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1986. í lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslenskum rithöfundum starfslaun samsvarandi byrjunarlaunum menntaskólakennara. Þessi laun eru nú kr. 29.618 á mánuði, segir í frétt frá stjórn Launasjóðs rithöfunda. Alls bárust stjóminni að þessu sinni umsóknir frá 161 höfundi og sóítu þeir um því sem næst 804 mánaðarlaun auk mánaðarlauna til ótiltekins tíma frá 10 rithöfundum. Fjárveiting til sjóðsins nam hins vegar aðeins 283 mánaðarlaunum. Starfslaun til sex mánaða hlutu að þessu sinni 4 rithöfundar, til fímm mánaða 8 höfundar, fjögurra mánaða laun hlutu 16 höfundar, þriggja mánaða laun hlutu 24 höf- undar og tveggja mánaða laun hlutu 42 höfundar. Alls hefur því verið úthlutað starfslaunum til 94 rithöfunda. Starfslaun era veitt samkvæmt umsóknum. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun til þriggja mánaða eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfí meðan hann nýtur starfslauna. Tveggja mánaða starfslaun má veita vegna verka sem birst hafa á næsta almanaksári á undan og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fastlaunuðu starfí. Öllum umsóknum hefur verið svarað og skrá um úthlutun verið send menntamálaráðherra, segír í fréttinni frá stjóm Launasjóðs rit- höfunda. 6 mánaða starfslaun hlutu 4 rit- höfundar: Einar Kárason, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðar- ' dóttir, Þorgeir Þorgeirsson. 5 mánaða starfslaun hlutu 8 rit- höfundar: Birgir Sigurðsson, Einar Már Guðmundsson, Guðbergur Bergsson, Kristján Karlsson, Ólafur Haukur Símonarson, SvavaJakobs- dóttir, Thor Vilhjálmsson, Þorsteinn frá Hamri. 4 mánaða starfslaun hlutu 16 rithöfundar: Andrés Indriðason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðlaug Richter, Guðlaugur Arason, Guð- mundur (Gíslas.) Steinsson, Hafliði Yilhelmsson, Jón úr Vör, Jónas Árnason, Nína Björk Ámasdóttir, Ólafur Gunnarsson, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Stef- án Hörður Grímsson, Steinar Sigur- jónsson, Vigdís Grímsdóttir, Þórar- inn Eldjám. 3 mánaða starfslaun hlutu 24 rithöfundar: Ármann Kr. Einarsson, Ámi Ibsen, Auður Haralds, Eðvarð Ingólfsson, Einar Bragi, Geirlaugur Magnússon, Guðbjörg Þórisdóttir, Guðjón Sveinsson, Guðmundur Daníelsson, Gyrðir Elíasson, Hann- es Pétursson, Hjörtur Pálsson, ísak Harðarson, Jón Óskar, Kristján frá Djúpalæk, Magnea J. Matthías- dóttir, Magnús Þór Jónsson, Oddur Bjömsson, Ólafur Jóhann Sigurðs- son, Sigfús Daðason, Sigfús Bjart- marsson, Sigrún Eldjám, Svein- bjöm I. Baldvinsson, Valdís Óskars- dóttir. 2 mánaða starfslaun hlutu 42 rithöfundar: Aðalheiður Karlsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Agnar Þórðarson, Ámi Bergmann, Atli Ingólfsson, Baldur Óskarsson, Birgir Svan Símonarson, Birgitta H. Halldórsdóttir, Bolli Gústavsson, Einar Ólafsson, Eiríkur Brynjólfs- son, Elías Mar, Elín Pálmadóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún), Friðrik Guðni Þórleifsson, Guðmundur Björgvinsson, Gunnar Dal, Hannes Sigfússon, Ingimar Erl. Sigurðsson, Indriði Úlfsson, Jóhann Hjálmars- son, Jóhannes Óskarsson (Jóham- ar), Jón Hnefíll Aðalsteinsson, Jón Bjamason, Jónas E. Svafár, Krist- inn Reyr, Kristín Bjamadóttir, Ólaf- ur Ormsson, Olga Guðrún Áma- dóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Sigur- jón Birgir Engilbertsson, Siguijón Birgir Sigurðsson (Sjón), Snjólaug Bragadóttir, Steingerður Guð- mundsdóttir, Vésteinn Lúðvíksson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þór Eldon, Þór Whitehead, Þorri Jóhannsson, Þorsteinn Antonsson, Þorsteinn Marelsson. Við hjá Veisluréttum tökum að okkur að sjá um veislur, bæði stórar og smáar, svo sem fermingarveislur, afmælisveislur og fl. og fl. Nánari uppl. í símum 19969 — 10340 VEISLUR ETTIR Geymið auglýsinguna Eddie Harris til Islands EINN vinsælasti jazzleikari Bandaríkjanna, Eddie Harris, kemur til íslands þann 16. mars ásamt triói sínu og mun leika í Svartfugli í Nýja Alþýðuhúsinu á Akureyri þann dag og í Broad- way í Reykjavík þann 17. mars. Það eru Jazzklúbbur Akureyrar og Jazzvakning sem standa að komu triós Eddie Harris. Ekidie Harris fæddist árið 1934 í Chicago og byrjaði að syngja í kirlqukóram fímm ára gamall. Ungur lærði hann á píanó og víbra- fón en síðan á básúnu, trompet og saxafón. Hann lék um tíma með hljómsveit tenórsaxafónleikarans Gene Ammons, en stofnaði síðan eigin hljómsveit. Hann varð heims- frægur er hannlék lagið úr kvik- myndinni Exodus inná litla plötu, og seldist hún í yfír milljón eintök- um í Bandaríkjunum. Eddie hefur alltaf haft mikinn áhuga á raf- magnstónlist og hann var fyrstur manna til að rafmagna saxafón og er rafmögnun blásturshljóðfæra byggð á tilraunum hans. Eddie hefur líka brallað margt með venju- leg hljóðfæri. Hann blæs stundum í saxafóninn með básunumunn-. stykki og í trompetinn blæs hann alltaf með saxafónmunnstykki. Eddi er góður söngvari og auk þess að syngja venjulega og í falsettu syngur hann oft í gegnum saxafón- inn. Hann er frábær grínisti og reytir brandarana af sér milli laga. Að því leyti minnir hann á gömlu meistarana: Louis Amstring og Fats Waller. Tónlist hans er mjög fjölbreytt og á rætur sínar í bíl- boppi, blús og gospeltónlist. Hann kann þá list öðram fremur að skemmta fólki konunglega án þess að það bitni á gæðum tónlistarinn- ar. Það era engir smákallar er koma með honum hingað. Rafbassaleikar- inn Ralph Amstrong og trommarinn Sherman Ferguson. Ralph er í hópi fremstu rafbassaleikara heims og varð frægur er hann ver bassaleik- ari í hljómsveit John McLaughlis: Mahavishnu Orchestra. Hannlék líka með hljómsveit fíðlarans Jean- Luck Ponty: Experinence. Ferguson Iék mjög lengi með gítaristanum Kenny Burrell. Þess má að lokum geta að Eddie Harris var fyrsti jazzleikarinn er seldi breiðskífu í yfír milljón ein- taka. Það var Swiss Moments er út kom árið 1969. Fréttatilkynning frá Jmvakningu Eiríkur Finnur efstur í prófkjöri á Flateyri Flateyri, ll.mars. EIRÍKUR Finnur Greipsson oddviti varð efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna á Flateyri sem fram fór um helgina. Fékk hann 59 atkvæði i 1. sætið og 69 at- kvæði alls. 74 tóku þátt i próf- kjörbiu og eru það 72% þeirra sem rétt höfðu til þess. 71 at- kvæði vargilt. I öðra sæti í prófkjörinu varð Guðmundur Finnbogason fískiðnað- armaður með 27. atkvæði í 1.-2. sætið og 45 atkvæði alls. í þríðja sæti varð Guðmundur Helgi Krist- jánsson skipstjóri með 27 atkvæði í 1.-3. sætin og 51 atkvæði alls. í fjórða sæti varð Sigriður Sigur- steinsdóttir umboðsmaður með 27 atkvæði í 1.-4. sæti og 45 atkvæði alls. Níu gáfu kost á sér í prófkjörinu og hlutu 4 þeir efstu bindandi kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í hreppsnefnd- inni á Flateyri, 3 menn af 5. Við síðustu kosningar var Eiríkur Finn- ur í 1. sæti listans. Kristján J. Jó- hannesson núverandi sveitarstjóri var í 2. sæti. Hinrík Kristjánsson verkstjóri var í 3. sætinu. Magnús T. Benediktsson var í 4. sætinu og fastur maður í hreppsnefnd síðan Kristján tók við sveitarstjórastarf- inu. Eirfkur Finnur er sá eini af þessum mönnum sem gaf kost á sér í prófkjörið að þessu sinni. Fréttaritari. IBM System/36 DISPLAYWRITE/36 Displaywrite ritvinnslukerfið er hannað með Displaywriter ritvinnslutölvuna sem fyrirmynd. Þetta kerfi, sem verður notað jafnt á IBM-4300 tölvur, IBM System/36 tölvur og IBM-PC tölvur, er nú tilbúið á S/36. ____________________Markmið:______________________ Tilgangur þessa námskeiðs er tvíþættur. Annars vegar að þjálfa þátttakendur í notkun Displaywrite/36 og hins vegar að kenna uppsetningu skjala og bréfa með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem DW/36 býður upp á. _______________________Efni:______________________ Valmyndir S/36 • Skipanir kerfisins • /Efingar ■ íslenskirstaðlar • Prentun ■ Útsending dreifibréfa með tengslum við Query/36 • Tengsl við önnur kerfi. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM tölva sem áhuga hafa á að kynnast þessu nýja kerfi og möguleikum sem það býður upp á. Tími og staður: 21. og 24.-26. mars kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Leiöbeinandi: fíagna Siguröardóttir, Guöjohnsen. ▲Stiórnunarfélaa islands Ánanaustum 15 Símii 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.