Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 Gengi gjaldmiðla ið í hina áttina Osló, 12. mars. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKI sjómaðurinn Einar Geir Einarsen fannst á reki á báti sínum á miðju Atlantshafi á laugardag eftir að hans hafði verið saknað tæpa sjö mánuði. Vélin í bátnum var í lamasessi og fjóra mánuði hafði hann rekið stjórnlaust. Olíuskip frá Líberíu fann Einarsen og fékk hann vatn og mat um borð. Hann viidi ekki þiggja far með skipinu til Evrópu, því að hann er á leið í þveröfuga átt: Til Trinidad. Móðir Einarsen í Björgvin og kona hans, Vera, sem stödd er á Trinidad, höfðu nánast gefið upp alla von um að Einarsen væri á lífi og fögnuðu ákaft þegar þær fregnuðu að hann væri á lífi. Einarsen lagði upp frá Lissa- bon, höfuðborg Portúgal, 31. ágúst. Hann ákvað að sigla til Trinidad vegna þess að of dýrt yrði að senda bátinn þangað í pósti. í janúar fór fjölskylda hans til norsku lögreglunnar og gert var viðvart um ailan heim að Einarsens væri saknað. Á laugardag fékk Qölskyldan að vita að þessi harðgeri sjómað- ur væri á lífí. Hann hefði náð talstöðvarsambandi við gasflutn- ingaskip, sem sigldi undir merkj- um Líberíu, og fengið að fara um borð. Þar baðaði hann sig fyrsta sinni frá því að ferðin hófst; hann þorði ekki í sjóinn af ótta við hákarla. Áhöfn skipsins reyndi að gera við vél bátsins. Þegar það tókst ekki hafnaði Einarsen boði um far til Evrópu. Aftur á móti þáði hann vistir. Vistir hans hafði þrotið fyrir fjórum mánuðum og síðan hafði Endresen veitt sér Verdens Gang/Simamynd Einar Geir Einarsen kemur ekki á leiðarenda fyrr en eftir mánuð. Schliiter kemur á óvart með stj órnarbreytingxmni til matar og drukkið regnvatn. Þess má vænta að ferð Einar- sens til Trinidad taki um mánuð og það er víst að kona hans, Vera, ætlar að taka á móti honum með kostum og kynjum. Nordfoto/Símamynd Nýju ráðherramir í stjórn Pauls Schliiters að loknum rikisráðsfundi. Á myndinni eru (f.v.) Thor Peder- sen húsnæðismálaráðherra (V), Niels Wilhjelm iðnaðarráðherra (í)> Svend Erik Hovmand orkumálaráð- herra (V), Paul SchlUter forsætisráðherra, Henning Dyremose atvinnumálaráðherra (í), Lars P. Gamm- elgárd sjávarútvegsráðherra (í) og H.P. Clausen menningarmálaráðherra. neytingu verður Knud Enggárd, fymim orkuráðherra. Hann var innanríkisráðherra frá 1978 til 1979 og hefur verið mikilvirkur á sviði norrænnar samvinnu. Mimi Stilling Jakobsen var einnig færð til, úr menningarmálaráðu- neytinu í félagsmálaráðuneytið. Hún nýtur virðingar og þykir dug- mikill ráðherra. Christian Christiansen heldur stól sínum sem umhverfismálaráð- herra og ráðherra norrænna mál- efna. Utanríkisráðherrann hefur heldur ekki stólaskipti og hið sama er að segja um Palle Simonsen, fjár- málaráðherra, Mette Madsen, kirkjumálaráðherra, Erik Ninn Hansen, dómsmálaráðherra, Hans Engell, vamarmálaráðherra, Tom Höyem, Grænlandsmálaráðherra, Isi Foighel, skattamálaráðherra, Bertel Haarder, menntamálaráð- herra og Anders Andersen, efna- hagsmálaráðherra. Á óvart kemur að honum skuli hlíft þar sem hann er 73 ára og fyrir löngu dottinn út af þingi. Reynsla hans, m.a. á sviði landbúnaðarmála, mun hafa ráðið því að hann situr áfram. Schluter kemur á óvart Poul Schluter, forsætisráðherra, er gjamt að koma mönnum í opna skjöldu og var svo einnig nú. Hann tilkynnti stjómarbreytingamar rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og það eitt olli hálfgerðri ringulreið á dönsku morgunblöðunum, sem urðu að gerbreyta síðum sínum til að geta flutt fréttina. Eftir breyting- una hefur ráðherrum íhaldsflokks- ins flölgað úr 8 í 9. Fjölgunin er á kostnað Miðdemókrata, en ráð- herrum þeirra fækkaði úr fjórum í þijá. Ráðherrar Venstre em 8 sem fyrr og Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur áfram einn ráðherra, en flokksmenn munu súrir yfir því að hafa ekki fengið fjölgun. Margrét Danadrottning er í leyfi í Noregi ásamt Sonju krónprinsessu og kom það því í hlut drottningar- móðurinnar, Ingiríðar drottningar, að stjóma ríkisráðsfundi þar sem hinir burtgengnu ráðherrar vom kvaddir og nýir settir í embætti. Kaupmannahöfn, 12. marz. Frá Ib Björnbak fréttaritara Morgunblaósins. PAUL Schlilter, forsætisráðherra, hefur gert umfangsmiklar breyt- ingar á stjóm sinni. Sex ráðherrar vom látnir víkja fyrir nýum mönnum og þrír ráðherrar vom látnir skipta um ráðuneyti. Langt er síðan gerðar hafa verið jafn stórtækar breytingar á danskri ríkis- stjóra. Það er greinilegt að Schliiter og Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra, sem er formaður næst stærsta stjómarflokksins, Venstre, telja pólitíska stöðu sína sterkari eftir sigurinn í þjóðaratkvæða- greiðslunni um breytingar á stofn- skrá Evrópubandalagsins. Forsæt- isráðherrann hefur ekki farið dult með það í dag að takmarkið með breytingunum er að styrkja sam- starf stjómarflokkanna fjögurra þannig að það vari fram á næsta áratug a.m.k. Telur hann flokkana sigurstranglega í næstu kosning- um. „Við höfum unnið okkur fram úr mestu efnahagsörðugleikunum og getum því litið tvíefldir fram á við,“ sagði Schlúter. í þessu sam- bandi má þó minna á að greiðslu- halli Dana gagnvart útlöndum er mikill og innan tíðar er að vænta aðgerða af hálfu ríkisstjómarinnar, sem hyggst reyna að rétta af hall- ann á utanríkisverzluninni með því að skerða kaupmáttinn. Skerðingin er í krónum talið metin á 10 millj- arða danskra króna, eða 50 millj- arða ísl. kr. Breytingamar á stjóminni komu á óvart og athygli vekur að þrír hinna nýju ráðherra em ekki þing- menn. Hér er um að rasða Nieis Wilhjelm, iðnaðarráðherra, sem gegndi formennsku í landsamtökum iðnaðarins, Henning Dyrmose, at- vinnumálaráðherra, sem var sölu- stjóri hjá lyfjafyrirtækinu Novo, og H.P. Clausen, menntamálaráð- herra, fyrrv. prófessor og ríkis- bókavörður. Fyrsta viðfangsefni hans verður að vinna áformum stjómarinnar um aðra rás vð danska sjónvapið meirihlutafylgi. Auk þessara var skipt um sjávarút- vegsráðherra, sem verður nú Lars P. Gammelgárd, orkuráðherra, sem verður Sv. E. Hovmand, og ráð- herra húsnæðismála, sem verður Thor Pedersen. Þeir eiga sæti á þingi. Konur víkja Tvær konur voru látnar vílqa úr stjóminni, Grethe Fenger Möller, atvinnumálaráðherra, og Elsebeth Kock-Petersen, félagsmálaráð- herra. Brottför Grethe Fenger Möller, sem er 38 ára, kemur ekki á óvart, því hún á senn von á sínu fyrsta bami. í sárabætur verður hún gerð að talsmanni þingfiokks íhaldsmanna. Hins vegar kemur á óvart að Kock-Petersen er látin víkja. Henni var boðið að taka við húsnæðismálaráðuneytinu en hún hafnaði því. Þá kemur vemlega á óvart að Henning Grove, sjávarútvegsráð- herra, og Niels Anker Kofoed, land- búnaðarráðherra, skyldu látnir víkja fyrir nýjum mönnum. Brottför Niels Bolmann, húsnæðismálaráð- herra, kemur hins vegar ekki á óvart því hann tekur senn við for- mennsku í þingflokki Miðdemó- krata, og Ib Stetter, iðnaðarráð- herra, varð að víkja vegna aldurs. Færðirtil Britta Schall Holberg, sem var innanríkisráðherra þar til í dag, naut lítilla vinsælda meðal stjóm- enda amta og meðal bæjar- og sveitarstjóma; þykir hranaleg og höstug. Hún hefur verið færð til og tekur við landbúnaðarmálunum. Eftirmaður hennar í innanríkisráðu- Verdens Gang/Símamynd Frá minningarathöfninni um hermennina sextán, sem fórast í sqjóskriðu í Norður-Noregi fyrir viku. Noregnr: London, 12. mars. AP. Bandaríkjadollari hækkaði í dag gagnvart öUum helstu gjaldmiðlum utan sterlings- pundinu á gjaldeyrismörkuð- um í Evrópu. í Tókýó kostaði dollarinn 180,10 japönsk jen (180,2) þegar gjaldeyrismarkaðir lok- uðu. í London kostaði sterlings- pundið 1,4700 dollara (1,4600). Gengi annarra helstu gjald- miðla var á þann veg að dollar- inn kostaði: 2,2770 vestur-þýsk mörk (2,2640), 1,92725 svissn- eska franka (1,9210), 7,0000 franska franka (6,9650), 2,5670 hollensk gyllini (2,5520), 1.549,00 ítalskar límr (1.539,50) og 1,3980 kanadíska dollara (1,39775). Mmmngarathöfn haldin í flugskýli ObIó, 12. mars. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. Minningarathöfn um her- mennina sextán, sem létust er féll á þá snjóskriða í Vassdal i Norður-Noregi fyrir viku, var haldin í Bardufoss, flugstöð hersins, I dag. Ólafur Noregs- konungur, Káre Willoch, forsæt- isráðherra, og æðstu yfirmenn norska hersins komu til að votta hinum Iátnu virðingu sína. í flugskýlinu voru sextán líkkist- ur, Qórir kransar við hveija. Fimm- tíu og fimm nánustu ættingjar hermannanna komu flugleiðis til að vera viðstaddir athöfiiina. Þama voru einnig flestir þeir hermenn, sem lifðu skriðuna af. ERLENT Norskur sjómaður finnst á reki: Þáðiekkifar, f örinni var heit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.