Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.03.1986, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986 Minning: Aðalsteinn Skúlason frá Hornstöðum Fæddur 9. september 1904 Dáinn 3. mars 1986 Útför Aðalsteins Skúlasonar frá Homstöðum fór fram frá Hjarðar- holtskirkju laugardaginn 8. mars sfðastliðinn að viðstöddu miklu fjöl- menni. Það var að morgni mánu- dagsins 3. mars að Aðalsteinn andaðist á Vffilsstaðaspítala eftir nokkurra mánaða legu þar. Sú frétt að Aðalsteinn væri dáinn átti ekki að koma okkur er til þekktum á óvart, því heilsu hans hafði hrakað mjög sfðustu vikumar. En þó er það ætfð svo að þegar kallið kemur, þá virðist það svo óvænt. Aðalsteinn fæddist að Hom- stöðum f Dalasýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann var elstur 5 systkina er upp komust en 4 dóu þegar á unga aldri. Það var snemma hlutskipti Aðalsteins að taka við umsjón búskapar á Homstöðum. Var þar um að kenna heilsuleysi föður hans, Skúla Guðbrandssonar. í fyrstu vann hann þetta verk ásamt móður sinni, Helgu Markúsdóttur, en er fram liðu stundir þá tók Guðjón bróðir Aðalsteins við bú- skapnum með honum. Sú mikla ábyrgð er lögð var á ungar herðar Aðalsteins, að taka við búskapnum og sú mikla vinna er þvf fylgdi, hefur eflaust markað sín spor f persónuleika Aðalsteins er gerðu hann svo sérstakan. Oft er það að andstæðumar gefa okkur hið fagra og eftirsóknarverða í lffinu og þannig minnist ég Aðalsteins á Homstöðum. Vegna lfkamlegrar fötlunar var hann ekki mikill fyrir mann að sjá. En það var persónan, hún var stór og hún bjó yfir þvf ríkidæmi sem eftirsóknarvert er hveijum hugsandi manni. Vegna sinna góðu mannkosta þá valdist Aðalsteinn til margvíslegra trúnaðaretarfa fyrir sveitarfélag sitt og má þar nefna setu hans f hreppsnefnd og sjúkrasamlagi ásamt ýmsum öðrum trúnaðaretörf- um er ekki verða rakin hér nánar. Já, þannig var Aðalsteinn, hann naut trausts og virðingar þeirra er hann þekktu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim bræðrum Aðal- steini og Guðjóni fljótlega eftir að ég tengdist inn í fjölskyldu þeirra. Þær voru margar ferðimar sem við Anna kona mín, systurdóttir þeirra, áttum vestur f Dali til að hitta bræðuma og Lóu á Homstöðum. Hvað það var sem dró okkur ungu hjónin úr höfuðborginni og vestur að Homstöðum sumar eftir sumar er auðvelt að skýra. Það var sér- stakur blær yfir því að koma til þeirra bræðra, Aðalsteins og Guð- jóns. Viðmót þeirra og skilningur á þörfum og hugsanagangi yngri kynslóðarinnar gerði það að verkum að ungt fólk og þá ekki sfður böm hændust að þeim bræðrum. Ég er t Eiginmaöur minn, ÞÓRHALLUR STEINÞÓRSSON, Heiðmörk 38, Hverageröi, lést á heimili sinu 9. mars sl. Jarösett verður frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Garöyrkjuskóla ríkisins. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Steinunn G. Helgadóttir. t Móðirokkar, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR OLSEN áður búsett Bergholti, Vestmannaeyjum, er látin. Börn hinnar látnu. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaöir og afi, VILHJÁLMUR PÁLMASON, Sœviðarsundi 18, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Margrét Sigurðardóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Auður Vilhjálmsdóttir, Sigurður Einarsson, Erla Vilhjálmsdóttir, Magni Blöndal Pótursson, Pálmi Vilhjálmsson, Sigriður Vilhjálmsdóttir, Jóhann Bjarnason og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GESTS JÓNASSONAR, Álfagerði, Mývatnssveit, Kristfn Jónsdóttir, Jónas Gestsson, Helga Kristvinsdóttir, Lovfsa Gestsdóttir, Hólmgeir Hallgrfmsson, Jóhann Gestsson og barnabörn. sannfærður um að fleirum hefur verið líkt farið og okkur að eftir heimsókn að Homstöðum fóru þeir heim með nýjan fjárejóð hið innra. Rfkidæmi Aðalsteins var ekki af gulli og silfri heldur af þeim gjöfum Guðs sem bestar eru, bróðurelska og kærleikur til alls er lifir. Aðal- steinn átti auðvelt með að setja sig f spor annarra og ekki síst ef erfið- leikar voru þar til staðar. Hann sjálfur hafði ekki farið varhluta af þeim á yngri árum. óspar miðlaði hann af reynslu sinni og þekkingu. Ég hygg að sveitungar Aðalsteins hafi notið góðrar liðveislu hans til lausnar ýmsum málum f héraði, meðan kraftar og heilsa leyfðu. Aðalsteinn var vel greindur og minnugur með afbrigðum oggiögg- ur að koma auga á fareælustu lausnimar hveiju sinni. Var þá sama hvort málið varðaði búskapinn heima við eða heill sveitungans hvort tveggja var honum jafn kært. Það sem ég man einna gleggst eftir frá fyretu ferðum okkar að Hom- stöðum var það hvemig samskipt- um þeirra bræðra var háttað. Það var sem einn hugur og ein hönd væri þar að verki, svo samstíga vom þeir á öllum sviðum. Að sjálf- sögðu greindi ég það strax að það var annar bræðranna sem tók ákvörðunina í hveiju máli, eins og vera ber en hún var aldrei tekin nema með samþykki hins. Ég er sannfærður um að aldrei hefur skugga borið á samstarf þeirra bræðra Aðalsteins og Guðjóns öll þeirra búskaparár og mætti margur þar af læra. Samviskusemi og fóm- fysi fyrir bústofninum var þeirra aðalsmerki. Ég man að einhveiju sinni sátum við Aðalsteinn saman og ræddum landsins gagn og nauð- synjar eins og gerist og gengur á góðri stund. Þá sagði hann þessi orð sem í raun segja allt um þennan látna heiðuremann: „Við höfum aldrei lagt kapp á að hafa bústofn- inn stóran, heldur nýta þeim mun betur það sem við höfum." Að skapa foreendur fyrir góðri afkomu á skepnum og jörð var þeim brasðrum metnaður. Það var þeim bræðrum mikið áfall er þeir fyinr allnokkrum árum urðu að skera niður allt sitt fé vegna riðuveiki. Ég hygg að þótt þeir hafi ekki haft hátt um þá hluti þá hafi þeim fundist fótum undan sér kippt. Æmar voru sem hluti af þeim sjálfum, eins og hjá flestum góðum bændum, svo ekki hefur það verið sársaukalaust að horfa á eftir góðum fláretofni er mörg ár hafði tekið að rækta upp. En þessu sem öðru var tekið með æðruleysi. Þeir höfðu mætt mótlæti fyrr. Þar sem aldurinn færðist yfir og þeir gerðu sér það ljóst að heilsunnar vegna gætu þeir ekki búið á Homstöðum öllu lengur, þá vaknaði sú von I bijóstum þeirra bræðra að þeir fengju inni á Dvalarheimili aldraðra í Búðardal sem nú er nýlega risið. Svo sá draumur mætti rætast þá styrktu þeir byggingu þeirrar stofii- unar sem mest þeir máttu. Það sem þeir bræður þráðu hvað mest var að þeir mættu eyða ævikvöldinu í nálægð hvore annare heima í sveit- inni sinni. Aðalsteinn naut þess alla tíð að eiga sem mest og best sam- skipti við annað fólk. Að sitja með vinum og rifla upp atburði liðsins tíma var Aðalsteini afar kærkomið. Minni hans var flárejóður af fróðleik um fólk og málefni og skipti þá ekki máli hvort rætt var um nútlð eða þátíð. Aðalsteinn fylgdist vel með öllu til hinstu stundar. Það átti ekki fyrir honum né Guðjóni að iiggja að flytjast inn (Dvalarheimili aldraðra I Búðardal. Heilsan var brostin hjá þeim bræðrum báðum. Guðjón andaðist þann 12. janúar síðastliðinn á sjúkraháuinu á Akra- nesi eftir stranga sjúkralegu. Það liðu ekki tveir mánuðir á milli andláts þeirra bræðra. Já, þeir voru svo samstíga í öllum hlutum og það er eins og hinn Himneski faðir sem kallið gefur hafi ekki viljað raska þeim sam- hljóman er var með þeim alla tíð. Það er gæfa hvere manns að mega höndla hið góða í lífinu og rækta það svo aðrir megi af njóta. Þetta gerðu bræðumir á Hom- stöðum. Þeir veittu af auðlegð hjartans, kærleika, fómfysi, gleði og visku. Allir er þá þekktu nutu þessa. Góðar minningar eru það dýrmætasta sem við eigum um látna vini. Þegar við sem eftir stöndum lftum f þeirra gengnu spor, þá fyllast hjörtu okkar þakklæti tií Guðs fyrir allt það er Hann gaf okkur í þeim bræðmm. Megi blessun Guðs varðveita góð- ar minningar og ævistarf þeirra heima f Laxárdal. Gísli H. Árnason Aðalsteinn Skúlason var til mold- ar borinn frá Hjarðarholtskirkju í Laxárdal f Dölum, laugardaginn 8. febrúar. Hann andaðist á lungna- deild Vífilsstaða, eftir nokkurra mánaða legu þar. Aðalsteinn fæddist 9. september 1904 og ólst upp í foreldrahúsum ásamst systkinum sínum, að Hom- stöðum í Dölum. Foreldrar hans voru Skúli Guðbrandsson og Helga Markúsdóttir. Systkini hans voru María, Sigríður, Guðmundur og Guðjón, sem er nýlátinn. Þeir bræður, Aðalsteinn og Guð- jón, bjuggu að Homsstöðum fyret í stað með foreldrum sínum og eftir þeirra dag bjuggu þeir einir eða höfðu ráðskonur, allar sómakonur. Lengst var hjá þeim Ólöf Gísladótt- ir, henni kynntist ég best, er ég dvaldi að Homsstöðum í 2 sumur á unglingsámm mínum. Oft dvaldi ég með fjölskyldu mína að Homs- stöðum, hjá Aðalsteini, Guðjóni og Ólöfu, þau vom svo samvalin í því að láta okkur líða vel hjá sér að einstakt er. Böm mín og annarra nutu kær- leika þeirra og skilnings. Mér hefur stundum dottið í hug að þau hefðu yfir að ráða einstökum eiginleika í að umgangast böm, að þó þau hefðu lært alla þá uppeldis- og sál- arfræði sem þekkt er í dag, gætu þau ekki hafa gert betur. Þeim bræðmm fór búskapurinn einstaklega vel úr hendi. Skepnur þeirra vom oftast með mestu nyt- ina, það var ekki oft sem þeir bræður misstu lamb við sauðburð, enda var alltaf sofið í fjárhúsunum þennan annatíma yfir sauðburðinn. Snyrtimennskan á Homsstöðum var orðlög. Þeir byggðu upp allan húsakost á jörðina, einnig ræktuðu þeir mikið land. Homsstaðir er í dag góð til ábúðar. Þeir urðu fyrir því mótlæti á sínum búskaparámm að tvisvar var allt þeirra fé skorið niður vegna mæðuveiki, í seinna skiptið fyrir nokkmm ámm. Þeir tóku niðurskurðinn mjög nærri sér, bræðumir höfðu komið sér upp góðu sauðfjárkyni. Hver skepna var þeim mikils virði. Mesta mótlæti þeirra var er allt þeirra sauðfé var skorið niður vegna riðu- veiki. Þeir vonuðust lengi vel eftir að þeim auðnaðist að hafa fáeinar kindur til að annast. En það dróst vonum framar að til þess fengist leyfi. Fyrir fjómm ámm urðu þeir bræður að bregða búi vegna van- heilsu. Þeir vom búnir að fá íbúð á dvalarheimili aldraðra í Búðardal, en þeir höfðu ekki heilsu til að njóta þeirra vistar. Aðalsteinn naut um tíma þess að dvelja hjá grönnum sínum í Engihlíð. Mér er vel kunn- ugt að þar leið honum vel. Alltaf var hann aufúsugestur á heimili systra sinna, einkanlega lét María systir hans sér annt um hann. Hann dvaldi tíma hjá Ólafi Finn- bogasyni og Maríu. Aðalsteinn var einn af þeim meðbræðmm okkar sem gera dag- legt Iíf auðugra fyrir samferðafólk sitt. Þolinmæði og skapfesta var lyndiseinkunn hans. Sá einstaki hæfileiki hans að taka þátt f kjörum annarra, sérstakt var hvesu létt hann átti með að setja sig í spor ungs fólks, og skipti það ekki máli hvort það vom borgarböm eða böm úr hans nánasta umhverfi. Aðalsteinn var greindur maður, vel lesinn og fróður, þess fróðleiks naut ég vel. Hann var mikill sam- vinnumaður og þeim hugsjónum ávallt trúr. Aðalsteinn gegndi mörgum trún- aðaretörfum fyrir sveit sína. Hann sat í hreppsneftid, og annaðist sjúkrasamlag Laxdælinga um lang- an tíma. Éinnig sá hann um laxeldi í Laxá. Aðalsteinn átti trúnað allra þeirra sem honum kynntust. Fyrir mig sem ungling var það ómetan- legt að kynnast þeim mætu mönn- um, sem Homstaðabræður vom. Af þeim lærði ég margt sem hefur verið mér til þroska á lífsieiðinni, það fæ ég seint fullþakkað. Um leið og við hjónin kveðjum kæmm vin okkar hinstu kveðju votta ég eftirlifandi systkinum hans og öðr- umn aðstandendum mína innleg- ustu samúð. Sólveig Þórðardóttir ísafjörður: Prófkjör hjá Alþýðuflokknum ísafirði, 11. mars. PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins á ísafirði vegna bæjarstjómar- kosninganna fór fram um síðustu helgi. Fimm menn gáfu kost á sér til prófkjörs, þau Kristján Jónasson framkvæmdastjóri, sem nú er í fyrsta sæti listans, Snorri Hermannsson skólastjóri, sem nú situr í öðru sæti auk þeirra Halldórs Guðmundssonar forstöðumanns, Ingibjargar Ágústsdóttur húsmóður og Sig- urðar R. Ólafssonar formanns Sjómannafélags ísfirðinga, en ekkert þeirra er á núverandi lista. Úrslit urðu þau að Kristján Jón- asson hlaut flest atkvæði í fyreta sæti 123 og 204 atkvæði samtals. Halldór Guðmundsson hlaut 144 atkvæði í fyreta og annað sæti, alls 213. Ingibjörg Agústdóttir 154 atkvæði í þijú fyretu sætin, alls 200 og Snorri Hermannsson alls 155 atkvæði í íjögur sætin. Kosið var um flögur sæti og fengu þessi öll bindandi kosningu. Það vekur athygli að Sigurður Ólafsson formaður Sjómannafélags fsfirðinga náði ekki kjöri en hann hlaut samtals 140 atkvæði. 237 tóku þátt í prófkjörinu, en fyrir síðustu kosningar fékk flokk- urinn 178 atkvæði í sameiginlegu prófkjöri flokkanna á ísafirði. Al- þýðuflokkurinn á nú tvo fulltrúa í bæjaretjóm og myndar meirihluta með Alþýðubandalaginu, Fram- sóknarflokki og lista óháðra kjós- enda. Úlfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.