Morgunblaðið - 13.03.1986, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
14
□ Robert Wyatt—Old Rotten Hat
Ntýjasta platan fra rödd bresku þjóðarinnar.
Innihald m.a. The Age Of Self, lag gefið út
til styrktar breskum námaverkamönnum.
Þessi plata hefur hvarvetna fengið frabært lof
gagnrýnenda.
□ Linton Kwesi Johnson - In Concert
Tvöfalt albúm með Linton og Dub-bandinu.
Stórkostlegt albúm með reggae-skáldinu og
hljómsveit hans, sem héldu ógleymanlega
tónleika hér fyrir nokkrum árum.
□ Microdisney - Clock Comes Down Stairs
Microdisney eru um þessar mundir tvi'mæla-
laust bjartasta von íra. Platan hefur dvalið í
1. sæti óháða listans í Bretlandi og vakið feikna
athygli. Frabær plata fyrir þá sem unna góðri
og vandaðri popmúsi'k.
Nýjar - athyglisverðar LR
□ Apartments — The Evening Visits ...
□ Bauhaus — Singles 2 LP
□ Jackson Browne — Lives In The Balance
□ Cocteau Twins — Treasure/Head.../
Gariands
□ Cult — Love
□ Clannad — MaCalla o.fl.
□ Uoyd Cole & The Commotions — Easy Pieces
□ Elvis Costello — King Of America
□ Cure — Head On The Door
□ Del Fuegos — The Longest Day
□ Float Up CP — Kill Me In The Morning
□ Fall — This Nation’s Saving Grace
□ Fine Young Cannibals — FYC
□ Joy Division — Still o.fl.
□ PereUbu — Terminal Tower
□ Jeffrey Lee Pierce — MiniAlbum
□ Simple Minds — Once Upon A Time o.fl.
□ Bruce Springsteen — Allar
□ Style Council — Café Bleu
□ TalkTalk —TheColourOf Spring
□ Talking Heads — Allar
Nýjar/klassískar 12“
□ Chris & Cosey —“.. .Sweet Surprise"
□ Cult — Revolution
□ Cocteau Twins — Echoes In A Shallow Bay
□ CocteauTwins—TinyPyramyds
□ Depeche Mode — Nokkrir titlar
□ Fall — Cruisers Creek
□ Joy Division — Love Will Tear Us Apart o.fl.
□ New Order — Subculture
□ New Order — Blue Monday
□ Svart hvítur draumur — Bensinskrimslið skríð-
ur(10“)
□ Robert Wyatt-/Jerry Dammers o.fl. — Wind
of Change
Eigum fyrírliggjandi ótrúlegt úrval af
alls konar tónlist, Bluesf Jazz, endur-
útgáfur o.fl. o.fl... .Leítid upptýsinga.
Sendum ípóstkröfu samdægurs.
Gæða tóniist á
góðumstað. gramm
Laugavegi 17, sími 91-12040.
Uppsögn fiskmatsmanns:
Ráðherra hvattur til að
endurskoða ákvörðun sína
eftirSverri
Þórðarson
Fyrir nokkru kom það fram í
fréttum að einum af reyndustu
starfsmönnum Fiskmats ríkisins,
Katli Jenssyni, hafi verið vikið fyrir-
varalaust og fyrir engar sakir úr
starfi sínu þar. Fiskmatsmaður
hefur hann verið um 25 ára skeið.
Vettvangur Ketils þar hefur lengst
af verið eftirlit með framleiðslu og
útflutningi grásleppuhrogna.
Vegna ákvörðunar sjávarútvegs-
ráðherrans, Halldórs Ásgrímssonar,
hafa allir helstu útflytjendur grá-
sleppuhrogna skrifað honum sjálf-
um eða fiskmatsstjóra, Halldóri
Ámasyni, sem er frændi ráðherrans
og mótmælt uppsögn Ketils. Fara
útflytjendur viðurkenningarorðum
um störf Ketils. Þeir gera grein
fyrir skoðunum sínum á þessari
neikvæðu ákvörðun ráðherrans og
fara fram á að ráðherra taki
ákvörðunina um óskiljanlega upp-
sögn Ketils til endurskoðunar. Bréf-
in sendu Guðjón Margeirsson vegna
Steinavarar hf. og Fiskiðjunnar
Artic hf., Gunnar Petersen fyrir
fyrirtækið Bemh. Petersen, útflutn-
ingsverslun Jóns Ásbjömssonar og
Ólafur Jónsson sölustjóri í sjávarút-
flutningsdeild SÍS. í Hafnarfirði
hefur Kjartan Friðbjamarson einnig
sent sjávarútvegsráðhera bréf, sem
gengur í sömu átt. Þá hefur Bjöm
Guðjónsson formaður Samtaka grá-
sleppuhrognaframleiðenda undirrit-
að bréf til ráðherrans, þar sem hann
vitnar í samþykkt aðalfundar sam-
takanna, sem haldinn var í byrjun
desember. Fundurinn lýsti fullu
trausti sínu á starfi Ketils, harmaði
uppsögn hans og fór fram á að sú
ákvörðun yrði tekin til endurskoð-
unar af ráðherranum.
Það fyrirtækjanna sem lengst
hefur annast útflutning á grá-
sleppuhrognum hérlendis er Bemh.
Petersen. Forstjóri þess er Gunnar
Petersen. Hann hefur gefið leyfi til
að birta bréfið en þar segir m.a.:
„Fyrirtæki okkar hefur flutt út grá-
sleppuhrogn í yfir 40 ár.
Það var stórt verkefni að koma
á eftirliti og mati en það kom í hlut
þeirra Ketils Jenssonar og Jóns Þ.
Ólafssonar. Útflytjendur sannfærð-
ust fljótlega um nauðsyn þess að
vel væri að þessu staðið og veittu
þá aðstoð er þeir gátu.
Saltendur grásleppuhrogna
munu þá hafa verið á fimmta
hundrað og voru þeim sendar leið-
beiningar og fyrirmæli.
Fóru þeir Ketill og Jón til Þýska-
lands síðla árs 1971 til að kynna
sér óskir og kröfur kaupenda þar.
Kom þá í ljós að árangur af matinu
var góður.
Meðferð um borð í bátum og í
vinnslu, svo og húsnæði, áhöld og
umhverfi á söltunarstöðvum hefir
stórlega batnað. Þetta hefur svo
skilað sér í betri vöru og að jafnaði
hærra verði fyrir íslensk grásleppu-
hrogn, en fengist hefir frá nokkrum
öðmm framleiðendum.
Ketill hefir unnið mjög gott starf
og haldið mönnum við efnið með
reglubundnum bréflegum áminn-
ingum og leiðbeiningum til saltenda
og útflytjenda um þrifnað við veiðar
Borgames:
Börnunum Heik-
og grunnskólum
gefin mjólk til vors
stofnana í Borgamesi og hefðu
allir tekið þessari hugmynd vel
og viljað vea með og gefa skóla-
bömum vikuskammt af mjólk.
Hefði Kaupfélag Borgfirðinga
brugðið skjótt við í þessu máli og
gefið Grunnskólanum í Borgar-
nesi kæliskáp og Mjólkursamlagið
hefði gefið Leikskólanum annan
kæliskáp undir mjólkina þar.
Sagði hann að búið væri að
tryggja gefins mjólk handa skóla-
bömunum út skólaárið og færri
komist að en vildu.
Sagði Hörður að það þyrfti að
breyta því viðhorfi unglinga að
það væri ekki fínt að drekka
mjólk. Einnig þyrfti að bjóða upp
í DAG afhenti Hörður Jóhanns-
son eigandi Bifreiðaþjón-
ustunnar í Borgarnesi, Grunn-
skólanum og leikskóianum i
Borgames 300 '/* lítra nýnyólk-
urfemur. Er þetta áætluð viku-
neysla, miðað við að hvert bam
drekki eina ferau á dag. Að-
spurður sagði Hörður að hann
hefið fengið kveikjuna að þess-
ari hugmynd þegar að hann
kom eitt sinn á matmálstíma i
baraaskóla í uppsveitum Borg-
arfjarðar og sá þá enga nýólk
á borðum. Sveitaböraunum
hefði aðeins verið boðið upp á
„4jús“.
Síðan þegar læknar hefðu farið
að vara við kalkskorti hjá skóla-
bömum og bændur farið að funda
um niðurskurð mjólkurframleiðsl-
unnar í landinu, þá hefði hann
ákveðið að gera þetta. Sagði
Hörður að honum fyndist að
bændur hefðu verið að vaða reyk
í þessum kvótamálum sínum.
Hann væri sannfærður um að það
væri til markaður fyrir alla þá
mjólk sem framleidd væri í dag,
en bændur þyrftu að vinna þennan
markað með því að auglýsa sína
vöm og markaðssetja hana betur.
Ein leiðin væri sú að koma
mjólkinni inn í skólana í landinu.
Kvaðst Hörður hafa rætt við for-
svarsmenn margra fyrirtækja og
Hörður Jóhannsson (t.v.) afhendir Guðmundi Sigurðssyni skóla
stjóra Grunnskólans í Borgarnesi mjólk fyrir börnin.
Nestið borðað Og mjólkinni fagnað. Morgunblaðia/Theodór Kr. Þórðarson
á fleiri tegundir af mjólkurvörum
á kvartlítrafemum svo sem létt-
mjólk og mysu. Kvaðst hann hafa
rekið sig á það að margir hefðu
ekki hugmynd um að það væri
hægt að fá nýmjólk á '/< lítra
femum. Fólk héldi að það væri
einungis G-mjólk í svoleiðis um-
búðum.
Guðmundur Sigurðsson skóla-
stjóri Gmnnskólans sagði að
þama væri um mjög góðan hlut
að ræða. Þama fengist trygging
fyrir því að skólabömin fengju
næringarríka fæðu og „blautu
skólatöskumar" ættu að vera úr
sögunni. En það vildu koma fyrir
að nestisumbúðir lækju hjá böm-
unum.
Auk Bifreiðaþjónustu Harðar
gefa eftirtalin fyrirtæki og stofn-
anir mjólk til bamanna: Sparisjóð-
ur Mýrasýslu, Ræktunarsamband
Mýramanna, Búnaðarsamband
Borgarfjaðar, Verksmiðjan Vír-
net, ESSO-stöðin, Kaupfélag
Borgfirðinga, Loftorka sf., og
Byggingafélagið Borg hf.
A blaðamannafundi sem Hörð-
ur hélt í Gmnnskólanum í tilefni
afhendingar mjókurinnar kom
fram að ríkisstjómin hefur ákveð-
ið að greiða mjólk til skólabama
niður um 12 krónur lítrann, þann-
ig að kvartlítrafeman lækkar um
3 krónur stykkið.
- TKÞ.