Morgunblaðið - 13.03.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ 1986
19
I-
Syrgjandi Svíar halda á loft mynd af leiðtoga sínum.
1981, er eiginkona Abdullah Ocal-
ans, leiðtoga PKK, kom til Svíþjóð-
ar. Enda þótt Sápo liti á þetta sem
vfsbendingu um, að PKK hefði í
hyggju að koma upp aðalstöðvum
sínum í Svíþjóð, þá fékk konan leyfí
til þess að vera þar um kyrrt. En
þegar maðurinn hugðist lfka koma
til Svfþjóðar nokkru seinna, var
honum neitað um dvalarleyfí og það
rökstutt með þvf, að hann væri
forsprakki fyrir hryðjuverkasam-
tökum.
Morð í Uppsölum
Um sumarið þremur árum síðar
var Kúrdinn Enver Ata myrtur á
torginu í Uppsölum með byssuskoti
í hrygginn. Morðinginn var útsend-
ari PKK, sem skömmu áður hafði
komið til Svfþjóðar. „Glæpur" Atas
var fólginn f þvf, að hann hafði
sagt sig úr PKK, en samkvæmt
lögum þessara samtaka hefur eng-
inn meðlimur í þeim leyfí til þess
aðsegjasigúrþeim.
í nóvember sl. var svo enn einn
fýrrverandi félagi PKK, Cetin
Gungör, myrtur á veitingahúsi í
Stokkhólmi. Einnig hann var drep-
inn með skoti f gegnum hrygginn
og enn einu sinni var morðinginn
sérstakur útsendari PKK. Gungör
hafði farið úr samtökunum einmitt
f þeim tilgangi að mótmæla þannig
þeim afobeldisaðferðum, sem sam-
tökin beittu.
{ báðum þessum tilfellum voru
morðingjamir gripnir á staðnum og
þeir afplaána nú báðir ævilangt
fangelsi í Svíþjóð.
Átta aðrir Kúrdar úr röðum PKK,
sem búsettir eru f Svfþjóð, eru
stimplaðir sem hryðjuverkamenn
af sænskum stjómvöldum. Þeir
hafa aðsetur á mismunandi stöðum
í landinu og öllum er þeim bannað
að yfírgefa bæjarfélagið, þar sem
þeir eiga heima. Ástæðan fyrir því,
að þeim hefur ekki verið vfsað burt
frá Svfþjóð, er einfaldlega sú, að
ekki hefur fundizt neitt það land,
sem taka vill við þeim. Þá hafa
sænsk stjómvöld ekki viljað senda
þá til lands, þar sem þeir gætu átt
dauðarefsingu yfír höfði sér.
Það var morðið á Enver Ata vorið
1984, sem fyrst varð til þess, að
Sápo fór fyrir alvöru að fá áhuga
á PKK. Því lauk með bréfí til stjóm-
arinnar fíá Sápo, þar sem fram kom
m. a.: „Vegna þess að Abdulah
Öcalan var neitað um leyfí til þess
að koma hingað, er talið, að hann
hafí í hyggju að grfpa til hefndar-
ráðstafana gagnvart Svíþjóð og þá
einkum og sér í lagi gagnvart Olof
Palme forsætisráðherra. Innan
PKK er litið svo á, að Svíþjóð gangi
erinda fasismans og sé þannig óvin-
ur samtakanna."
Ásakanir um fasisma komu einn-
ig fram þjá Yildirim þeim, sem getið
var hér í upphafí, í viðtali hans við
Svenska Dagbladet fyrir um það
bil hálfu ári síðan. Yildirim er nú
farinn frá Svíþjóð og er ekki vitað,
hvar hann dvelst. Hann lét svo um
mælt á sínum tíma, að Svíþjóð hefði
„haft samvinnu" við þáverandi
herstjóm í Tyrklandi gegn PKK.
Nokkmm vikum sfðar birti
Svenska Dagbladet skjöl, sem bentu
til þess, að viss samvinna hefði átt
sér stað í reynd í þeim skilningi,
að Svíþjóð hefði fengið send afrit
af skjölum, sem tyrkneska lögregi-
an hafði lagt hald á f aðgerðum
sínum gegn PKK.
Tyrknesk blöð birtu fyrir nokkr-
um dögum myndir af þremur félög-
um PKK og bar myndimar saman
við þá tilbúnu mynd, sem gerð hefur
verið af meintum morðingja Palme.
Blaðið Hurriyet, stærsta blað Tyrk-
lands, heldur því fram, að einn
mannanna lfkist mjög manninum á
mynd þeirri, sem sænska lögreglan
hefur látið frá sér fara
„Maðurinn, sem um er að ræða,
likist á vissan hátt manninum á
myndinni," sagði sænski sendiherr-
ann í Ankara, Lennart Dafgaard.
„En það má ekki gleyma þvf, að
blöð í Tyrklandi og tyrkneska ríkið
hafa mörgum sinnum veitzt að
Kúrdum á undanfömum árum.“
Önnur hryðju-
verkasamtök
En það eru ekki bara samtökin
PKK, sem sænska lögreglan beinir
nú athygli sinni að. Hún rannsakar
einnig sem ákafast hugsanlega
starfsemi ýmissa annarra útlenskra
samtaka í Svíþjóð og hvort þau
kunni að hafa átt einhveija aðild
að morðinu á Palme. Þar eru vest-
ur-þýzk samtök, sem kennd eru við
hryðjuverkamanninn Holger Meins
hvað efst á blaði.
Hvorki Svíar né Vestur-Þjóðveij-
ar hafa gleymt þeim atburði, er
gerðist 1975, en þá réðst hópur
vestur-þýzkra hryðjuverkamanna,
sem kenndi sig við Holger Meins,
inn í sendiráð Vestur-Þýzkalands í
Stokkhólmi. Myrtu þeir þar tvo
menn og sprengdu síðan sendiráðs-
bygginguna f loft upp. Hryðjuverka-
mennimir náðust allir, en einn
þeirra, stúlka, réð sér bana, eftir
að hafa skotið á sænska lögreglu-
þjóna, sem nálguðst hana.
Holger Meins var félagi í stjóm-
leysingjasamtökunum Baader
Meinhof. Hann lést í fangelsi árið
1974 eftir hungurverkfall.
Getgátur hafa einnig komizt á
kreik um, að samtök útlaga frá
Króatíu kunni að standa að baki
morðinu á Palme. Ástæðan er m.
a. sú, að fjöldi fólks frá Júgóslavfu
býr í Svfþjóð. Fengu þessar get-
gátur byr undir báða vængi f síðustu
viku, er tveir menn frá Júgóslavfu
vom handteknir í Danmörku að
tilmælum sænsku lögreglunnar.
Þessir menn vom raunar búsettir
annars staðar á Vesturlöndum en
í Svíþjóð og var þeim sleppt að
lokinni yfírheyrslu, þar sem sannað
þótti, að þeir stæðu í engum tengsl-
um við morðið á sænska forsætis-
ráðherranum.
Bollaleggingaraar um, að útlend-
ingur kunni að hafa framið morðið
á Palme, hefur vissulega vakið ugg
f bijósti útlendinga f Svfþjóð ekki
sfður en hjá Svfum sjálfum. Kuldi
og óvinátta í garð útlendinga f
landinu hefur nefnilega aukizt vem-
lega af þessum sökum, en útlend-
ingar búsettir í Svíþjóð em hvorki
fleiri né færri en 800.000. Stafína
B.S.S. (Bevara Sverige Svensk)
„Höldum Svíþjóð sænskri" má nú
æ oftar sjá málaða eða krotaða á
veggi og girðingar í borgum og
bæjum í landinu.
Ef grunsemdimar um, að morð-
inginn sé útlendingur, eiga við rök
að styðjast, má allt eins búast við
þvf, að Qandskapur Svfa í garð út-
lendinga eigi eftir að magnast mjög
og þá auðvitað mest í garð fólks
af sama þjóðemi og morðinginn.
Þvf á einn háttsettur sænskur
embættismaður að hafa látið hafa
eftir sér. „Það væri illskást, ef
einhver vitskertur Svíi hefði framið
morðið."
(Heimildir: Svenska Dagblad-
et, Aftenposten o. fl.)
f
Allt nýslátrað og það tvisvar í viku.
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalaek i.s. 6865»
Pantið
tímanlega
s. 622511-686511.
Svínalæri 247 kr. kg. Svínaskankar 96 kr. kg.
Svínabógar245 kr. kg. Svínalifur 125 kr. kg.
Svínahryggir47O kr. kg. Svínahnakkafillet420 kr. kg.
Svínakótilettur 490 kr Svínahamborgarhryggir
Svínahnakki með beini 325 kr. kg. 508 kr. kg.
Svínasnitchel 525 kr. kg.
Svínagullasch475 kr. kg.
Svínalundir 666 kr. kg.
Svínaspekk 110 kr. kg.
Grípið tækifærið.
Okkar Ijúffenga hangikjöt
læri aðeins 325 kr. kg.
frampartar 265 kr. kg.
úrb. hangilæri 435 kr. kg.
úrb. hangiframpartar375 kr. kg.
London lamb, læri úrb. aðeins 435 kr.
kg.
svínaskrokkar €1.
30 kg á 225 kr. kg. tilbúnir í frystinn. Hvergi lægra verð.