Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 23

Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MARZ 1986 23 bending um hversu óheppilegur miðill sjónvarpið er til þessarar kennsiu. í þessum þáttum sendi skjárinn okkur engar upplýsingar, við sáum ekkert sem skipti máli. Mikilvægustu upplýsingarnar komu í gegnum hátalara sjónvarpstækis- ins. Óll táknin sem báru fýrir augu áhorfenda, slaufa mannsins, hár hans, varalitur og augu stúlkunnar o.s.frv. voru allt tákn með öllu óvið- komandi þeim upplýsingum sem þátturinn átti að miðla. Að sjálf- sögðu ber að geta velheppnaðrar notkunar á letri í mismunandi litum í þáttum þessum en gagnrýnin hér að ofan stendur enn sem áður. Eðli markmiða og viðfangsefna eiga að ráða hvemig skai miðla, ekki bara hefðin eða oftrú á mátt eins miðils eins og t.d. sjónvarps. Margt af því sem hér stendur um hijóðvarp og mál má heimfæra upp á nám í erlendum tungumálum. Hljóðvarp og hljóðbönd geta haft þar mikilvægustu hlutverki að gegna við framburðarþjálfun og málnotkun. Eitt enn er mikilvægt að hafa í huga þegar bera skai saman ágæti kennslusjónvarps annars vegar og kennsluhljóðvarps hins vegar, en það er kostnaðurinn. Sjónvarp og myndbönd eru mjög dýrir miðlar en hljóðvarp og hljóðbönd era til þess að gera mjög ódýrir miðlar. Innan Opna háskólans í Bretlandi eiga sér nú stað umræður um hvort ekki megi auka notkun hljóðvarps og -banda en það er mat sumra að þannig megi ná meiri árangri fyrir sama fé, en hjá þeim eins og öðram skólum er fé af skomum skammti. Aðrar leiðir Eins og fram er komið þá era fleiri leiðir færar í fjamámi en breiðgötur hljóðvarps og sjónvarps. Það sem átt er við með útsend- ingum sjónvarps á rituðum og/ eða grafískum upplýsingum er sú þjónusta sem sjónvarpsstöðvar víða erlendis bjóða upp á. Þar er um að ræða upplýsingabanka sem áhorfandinn getur gengið í með sín- um rásabreyti. Birtast þá á skjánum upplýsingamar sem letur eða graf- ík. Pjarskólinn getur hæglega nýtt sér þessa leið, mér dettur t.d. í hug að með þessum hætti væri heppilegt að miðla upplýsingum um námið sjálft jafnt sem námsatriðum. Kost- urinn við þessa leið er að hún er ekki dýr og þama getur nemandinn gengið að nýjum, fjölbreytilegum og miklum upplýsingum hvenær sem er. Tæknilegum hindranum hefur verið ratt úr vegi gagnvirkra myndbanda þó eftir standi aðrar viðskiptalegs eðlis. Bretar gera ráð fyrir þessum möguleika í sínum opna háskóla eftir um 10 til 15 ár, en þá er víst komið árið 2000. En hvað era gagnvirk myndbönd? Slík tæki sameina eða samþætta eigin- leika myndbandstækja og tölva og er það gagnvirkt því tölvan gerir það kleift að svara myndbandinu. Kennsluþættir sem framleiddir era eða verða fyrir gagnvirk myndbönd renna þannig t.d. að ákveðin náms- atriði era útskýrð og kennd og síðan er spumingum varpað á skjáinn og gefnir A-, B-, C-, D-, E-svarmögu- leikar sem nemandinn svarar síðan með því að styðja á viðeigandi lykil á lyklabori tölvunnar. A skjánum birtist innan örfárra sekúndubrota tilkynning um hvort svarið var rétt eður ei. Það er hollt að hafa einnig í huga hinar hefðbundnu samskipta- leiðir þegar fjallað er um fjamám því nýjungagimi tæknialdar getur byrgt bestu mönnum sýn. Fyrir utan að hagnýta sér dagblöð (sem ég tel vænlegan kost hér á landi), tímarit, póstþjónustu og síma, þá leggur fjarskólinn áherslu á mikil- vægi persónulegra samskipta. Það liggur í hlutarins eðli að í fjarnámi geta ekki átt sér stað mikil eða tíð persónuleg samskipti milli nemenda innbyrðis eða nemenda og kennara, því er nauðsyn að vanda tii þeirra persónulegu samskipta sem geta átt sér stað. Það er reynsla Opna háskólans breska að þau litlu sam- skipti sem þar eiga sér stað skipta sköpum hvað varðar að halda nemendum við efnið og koma í veg fyrir uppgjöf og fráhvarf. Sam- skiptin þar fara fram í litlum náms- hópum sem hittast reglulega og í þeim er fjallað jafnt um viðfangs- efni námsins sem og persónuleg vandamál einstaklinga innan hóps- ins. Námshópamir verða síðan að hóp kunningja sem fást við sömu hlutina og eiga við sömu vandamál að stríða og geta því nemendumir leitað hver til annars sem er afskap- lega mikilvægt því fjarnámið getur oft verið afskaplega einmanalegt. Að auki era nemendur með sinn umsjónar- og leiðsagnarkennara sem leita má til hvenær sem er auk þess sem hist er reglulega. Niðurlag í fjamámi era farnar fjölmargar náms- og samskiptaleiðir en engin ein þeirra er nægjanleg. Árangur af starfi skólans er best tryggður með samþættingu ólíkra leiða. Forðast ber oftrú á mátt einstaka miðils svo og nýjungagirni þar eð formlegt og óformlegt eðli námsins, viðfang og markmið námsþáttanna, svo og fjöldi og þarfir nemenda, eiga að ráða ferðinni um val náms- og samskiptaleiða. Fjamám er á næsta leiti. Það ætti að vera ljóst af lestri þessarar greinar að skipulag og framkvæmd fjamámsins er fjölþætt og ber þar margs að gæta. Fjamám byggir á samvinnu. Samvinnu menntastofn- ana á öllum stigum og samvinnu skóla og íjölmiðla. Það er því mikil nauðsyn að allt frá byrjun takist að sameina krafta fjölmiðlafólks með sérþekkingu á sviði tækni, framleiðslu og stjómunar og skóla- manna, almennra kennara, fag- kennara, sérkennara og kennslu- fræðinga. Það er von mín að yfirvöld fjöl- miðla og menntamála hér á landi beri gæfu til þess. Höfundur er við framhaldsnám í kennslufræðum ogfjölmiðlun i háskólanum í Manchester í Eng- landi. þakkaöi þessa miklu gjöf með íangvinnu lófataki. Fimmtudaginn 6. mars kom síð- an stjóm Grandar til fundar með dómprófasti og hinni nýskipuðu stjóm sjóðsins. Er dómprófastur sjálfkjörinn formaður, en aðrir í stjóminni era Baldur Möller, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri, frú Guð- rún Gíslasdóttir, aðstoðarforstjóri á Grand, Ingimundur Sigfússon, for- stjóri og formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar og Sverrir Júlíus- son, fyrrverandi formaður stjómar Seðlabankans. Einnig mættu á fundinum biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson og deildarstjór- inn í kirkjumálaráðuneytinu Þorleif- ur Pálsson. Við þetta tækifæri afhenti Gísli Sigurbjörnsson hinum nýstofnaða sjóði tvær milljónir króna og skal höfuðstóllinn ævin- lega óskertur og hluta vaxta fyrst úthlutað eftir 3 ár. í ræðu dómpró- fasts þegar hann þakkaði þessu miklu gjöf taldi hann hana í sér- flokki og mundu ekki margar stærri til kirkjunnar. Sagðist hann vonast til þess, að þiggjendur reyndust traustsins verðir og rifjaði upp fyrri gjafír frá Grand, sem hafi komið sér vel í starfi safnaðanna og pró- fastsdæmisins. Gísli Sigurbjörnsson lagði áherslu á það í ræðu sinni, að fé væri nauðsynlegt til allra fram- kvæmda, og þá fyrir kirkjuna líka og það starf, sem hún er kölluð til að inna af hendi og sagði núverandi stjóm Grandar vera að heiðra stofn- endur elliheimilisins með þessari gjöf, sem væri í anda þeirrar hug- sjónar, sem knúði þá og leiddi. Biskupinn sagðist vonast til þess, að þessi gjöf gæti af sér aðrar líkar og mundi þá kirkjan öll njóta og önnur prófastsdæmi. (Fréttatilkynning.) Þjóðsögur o.fL: A fmælisdagbækur: Afmælisdagar m/málsháttum kr. 625.00 Afmælisdagar m/vísum kr. 625.00 Afmælisdagar m/stjörnuspám kr. 625.00 Afmælisdagar m/stjörnuspám kr. 394.00 Fermingabókin kr. 950.00 Skálda, afmælisdagabók kr. 732.00 Biblfur: Biblía skiv. kr. 1.260.00 Biblía skb. kr. 2.400.00 Nýja testamentið og Sálmarnir kr. 613.00 Nýja testamentið og Sálmarnir kr. 1.156.00 Passíusálmar: Passíusálmar, stórt br. kr. 1.125.00 Passíusálmar kr. 300.00 Passíusálmar kr. 225.00 Sálmabók kr. 350.00 Orðabækur: íslensk — íslensk orðabók kr. 4.000.00 íslensk samheitaorðabók kr. 2.950.00 íslensk — dönsk orðabók kr. 1.988.00 íslensk — ensk orðabók kr. 1.988.00 íslensk — frönsk orðabók kr. 1.988.00 íslensk — norsk orðabók kr. 1.063.00 Dönsk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Ensk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Ensk — íslensk orðabók kr. 9.975.00 Frönsk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Sænsk — íslensk orðabók kr. 1.895.00 Þýsk — íslensk orðabók kr. 1.988.00 Ljóð og ritsöfn: Bókin um Veginn kr. 375.00 Spámaðurinn kr. 525.00 Þér veitist innsýn kr. 488.00 lllgresi Örn Arnarson kr. 1.399.00 Kvæðasafn og greinar Steinn Steinarr kr. 1.125.00 Kvæðasafn Einars Benediktss. 4 bindi, lítið br. kr. 3.500.00 Að norðan, Ljóðasafn 4 b. Davíð Stefánss. hvert b. kr. 1.230.00 Ritsafn Bólu-Hjálmars, 3bindi kr. 2.525.00 Rit TómasarGuðmundssonar 10 bindi Sendum í póstkröfu. Útvegum gyllingu. Þjóðsögur Jóns Árnasonar 6 bindi kr. 5.850.00 Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar 4bindi kr. 2.800.00 Þjóðsögur Sig. Nordal 1-3hv.b. kr. 750.00 íslenskar þjóðsögur og sagnir Sigf. Sigfússon 1 -5 kr. 3.893.00 íslensk fornrit, 19 bindi komin rexin, hv. b. kr. 1.000.00 íslendingasögur, fyrra bindi á ný-íslensku heft. kr. 1.980.00 bal. kr. 2.480.00 skb. kr. 3.880.00 ísland: Svipur lands og þjóðar Hjálmar Bárðarson kr. 1.874.00 íslenskt orðatakasafn 2 bindi, hv. bindi kr. 977.00 íslenskir málshættir kr. 875.00 Aldirnar 12 bindi, hv. bindi kr. 1.888.00 Ferðabók Eggerts og Bjarna 2 bindi í öskju kr. 3.875.00 Ferðabók Sveins Pálssonar 2 bindi í öskju kr. 3.490.00 Landið þitt 1 -5, hv. bindi kr. 2.394.00 Landið þitt — Lykilbók kr. 2.875.00 Veraldarsaga, 8 bindi komin hv.b. kr. 1.188.00 Þingvellir, Björn Th. Björnsson kr. 2.000.00 Gamlar þjóðlífsmyndir kr. 1.245.00 I MyndHstabækur I Nútímalistasaga kr. 1.750.00 Listasafn íslands kr. 3.705.00 Halldór Pétursson kr. 950.00 Einar Jónsson, myndh. kr. 2.000.00 Eiríkur Smith kr. 1.250.00 Finnur Jónsson kr. 992.00 Jóhann Briem kr. 1.250.00 JóhannesGeir kr. 1.875.00 Jóhannes S. Kjarval í Listasafni íslands kr. 750.00 Muggur kr. 1.500.00 Ragnar í Smára kr. 1.250.00 Þorvaldur Skúlason kr. 2.775.00 Líf og list Leonardos kr. 1.188.00 Líf og list Rembrandts kr. 1.188.00 Líf og list Goya kr. 1.188.00 Líf og list Manets kr. 1.188.00 Líf og list Matisses kr. 1.188.00 Líf og list Duchamps kr. 1.188.00 Líf og list Van Goghs kr. 1.188.00 Byggingarlistasaga kr. 1.325.00 Taktu betri myndir kr. 1.495.00 kr. 12.000.00 BÓKAVERZLUN^ SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18, REYKJAVÍK, SÍMI 18880

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.