Morgunblaðið - 13.03.1986, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. MARZ1986
Rætt við Víglund Þorsteinsson formann félags
íslenskra iðnrekenda um erf iðleika ullariðnaðar-
ins og tillögur iðnrekenda um úrbætur
IJLLARIÐNAÐURINN á í töluverðum rekstrarerfiðleikum. Á síðasta
ári varð verulegt tap hjá nær öllum fyrirtæiyum í greininni og halli
á öllum þáttum rekstrarins: framleiðslu á bandi, voð og fullbúnum
flíkum. HeUdartapið er talið nema 6% af tekjum, eða um 80 miUjónir
króna, og tapið heldur áfram á yfirstandandi ári.
Ullariðnaðurinn hefur vaxið mjög
á undanfömum áram og er mikil-
væg útflutningsgrein. Þegar best
lét í þessum iðnaði var flutt út fyrir
35 milljónir dollara. Sem dæmi má
nefna að þá fluttu íslendingar meira
af vefnaðarvöra út til Bandaríkj-
anna en öll hin Norðurlöndin til
samans. Verðmæti útfluttrar ullar-
vöra var nær 1.200 milljónir kr. á
síðasta ári og er það 38% af verð-
mæti útfluttra iðnaðarvara, að frát-
öldu áli og álmelmi. Hlutur ullariðn-
aðarins í heildarútflutningi lands-
manna var um 3,6% á síðasta ári
en 4% árið 1984. Yfir 1.200 manns
starfa við þennan iðnað í fjölda
fyrirtækja um allt land.
Nú era blikur á lofti í þessari
mikilvægu atvinnugrein og hefur
Félag íslenskra iðnrekenda sent rík-
isstjóminni skýrslu um stöðu ulla-
riðnaðarins og gert tillögur að
aðgerðum til að treysta stöðu hans.
Af þessu tilefni ræddi blaðamaður
við Víglund Þorsteinsson formann
félagsins.
Lækkun dollars og
tískubreytingar
Víglundur var fyrst spurður um
ástæður erfíðleikanna: „Því valda
einkum tveir samverkandi þættin
lækkun Bandaríkjadollars og sölu-
erfiðleikar vegna tískubreytinga á
markaðnum. Dollarinn er aðalgjald-
miðill þessara viðskipta og lækkun
hans gerði það að verkum að hann
var nánast óbreyttur að krónutölu
allt síðasta ár. í yfír 30% verðbólgu
hér heima skapaði þetta gífurlega
erfiðleika, sérstaklega seinni hluta
ársins.
Jafnframt þessu hefur hægt og
bítandi verið að koma í ljós að „ís-
lenska línan“ er ekki lengur sama
hátískuvaran í ullarfatnaðinum og
hún hefur verið undanfarin áratug.
ÖIl þessi ár hefur verið byggt á
íslensku ullinni með sínum sauðalit-
um sem granni. Fyrirtækin hafa
unnið gott starf í hönnun fatnaðar-
ins á þessum granni í takt við tísk-
una, bætt við litum og svo fram-
vegis og tekist með því móti að
auka söluna stöðugt.
Vöruþróunin byggir á
nýju bandi
Þróunin er hins vegar í átt til
léttari fatnaðar, þar sem ullin hent-
ar ekki eins vel og áður. Vöraþróun-
in felst ekki lengur í því að breyta
útlitinu og endurhanna flíkur úr
sama bandinu og gert hefur verið
undanfarin 15 ár. Fyrirtækin era
því að þróa nýtt band til að fá fram
léttari fatnað. Þetta nýja band er úr
blöndu af mismunandi ullartegund-
um og þar sem íslenska ullin passar
ekki inn í þetta og verður það að
byggjast á innfluttu hráefni að
veralegu leyti. SíVaxandi fram-
leiðsla af angórahári hér innanlands
getur komið hér að góðum notum,
Víglundur Þorsteinsson, formað-
ur Félags íslenskra iðnrekenda.
það gerir fatnaðinn léttari og gefur
honum mýkri áferð.
íslensku fyrirtækin verða að
horfast í augu við það að þau hafa
misst forystuna í hátískufatnaðin-
um. Þau verða að ná framkvæðinu
aftur í sínar hendur. Það er jafn
stórt verkefni og var hjá ullariðnað-
inum í upphafl. Fyrirtækin era að
ýmsu leyti vel í stakk búin til að
gera þetta en það tekur langan
tíma. Fýrirtækin hafa unnið að
vöraþróuninni og árangurinn ætti
að fara að skila sér á næstu tveim
til þrem áram. Vandinn núna er sá
að á sama tíma og fyrirtækin þurfa
að hámarka íjárfestinguna í vöra-
þróuninni era þau komin í bullandi
taprekstur.
Fyrirtækin þurfa skul-
breytingu
Okkur er ljóst að vandi ullariðn-
aðarins verður ekki leystur með
gömlu hefðbundnu gengislækkun-
Búast má við að þörfin fyrir skuld-
breytingu sé á bilinu 200-300 millj-
ónir kr.
Það er sömuleiðis ljóst að fyrir-
tækin þurfa að fá áhættulán í vöra-
þróun og markaðsstarfsemi fyrir
hinar nýju framleiðsluhugmyndir.
Þama er um 40-50 milljónir kr. að
ræða. Þá verða sum fyrirtækin
einnig að auka hlutafé sitt til stand-
ast þessi átök.
Þá má nefna ýmis smærri atriði
sem þarf að lagfæra. Ullariðnaður-
inn er með búvöravandamál á sínum
herðum. Hann greiðir bændum fullt
grandvallarverð fyrir ullina en fær
síðan mismuninn á því og heims-
markaðsverði greiddan úr ríkissjóði.
Endurgreiðsla á þessum mismun
kemur seint og illa og veldur það
fyrirtækjunum erflðleikum. Ifyrir-
tækin þurfa að fá þessar endur-
greiðslur strax. Sömuleiðis fær
iðnaðurinn endurgreiddan uppsafn-
aðan söluskatt við útflutning, þar
sem ekki er búið að koma á virðis-
aukaskatti. Þessar endurgreiðslur
dragast oft úr hófl en þær þurfa
að koma strax.
araðferðinni; hún getur aðeins linað
þjáningamar um tíma. Það er ekk-
ert sem getur rétt ullariðnaðinn við
nema mjög kröftug vöraþróun og
öflugt markaðsstarf. Tillögur Fé-
lags íslenskra iðnrekenda ganga út
á að fyrirtækjunum verði auðvelduð
þessi vöraþróun með ákveðnum
hætti.
Fyrirtækin vora rekin með tapi
í fyrra og verða einnig rekin með
tapi í ár. Greiðslustaða þeirra er
því orðin slæm og eiga þau erfitt
um vik að snúa sér að þeim verkefn-
um sem nauðsynleg era. Við teljum
nauðsynlegt að gefa þeim kost á
skuldbreytingu til að losna út úr
lausafjárerfiðleikum augnabliksins.
Starfsstúlkur í Álafossi með trefla sem þær voru að pijóna fyrir Rússlandsmarkað fyrir 20 árum.
Fyrirtækjunum blæði
ekkiút
Tillögur okkar snúa einnig að
sveitarfélögunum. í flestum sveitar-
félögum greiða fyrirtækin miklu
hærra aðstöðugjald en til dæmis
fiskiðnaðurinn. Staðan hjá fyrir-
tækjunum er þannig að það er vel
hugsanlegt að sveitarfélögin verði
að horfast í augu við það hvort
ekki sé betra að fá lægra aðstöðu-
gjald af ullariðnaðarfyrirtækjunum
en ekki neitt. í tillögum okkar vora
einnig óskir um niðurfellingu launa-
skatts. í kjölfar kjarasamninganna
var það gert og rafmagnið sömu-
leiðis lækkað. Það hjálpar fyrirtækj-
unum tvímælalaust nokkuð.
Við höfum þá trú gangi þessir
hlutir fram skapist hér mjög gott
tækifæri fyrir ullariðnaðinn til að
hagnýta sér þá vöraþróun sem
fyrirtækin vinna að. Stöðugleiki í
kjölfar kjarasamninganna gerir
þeim auðveldara um vik að ráðast
að vandanum með hagræðingu í
fyrirtækjunum sjálfum. Þannig ætti
að vera hægt að breyta þessu tapi
í greininni í hagnað. Allar þessar
tillögur okkar miða að því að fyrir-
tælqunum blæði ekki út á meðan
þau era að vinna sig út úr vandan-
um,“ sagði Víglundur.
-HBj.
Hin hefðbundna „íslenska lína“ er ekki lengur sú hátiskuvara sem
hún var. Myndin er af sýningarflokki sem fór til Norður-Ameríku
á vegum Hildu hf. fyrir nokkrum árum.
Framleiðsla á nýju bandi
lykillinn að nýrrí sókn
I I I
MWZTtr.m m i rcrrre
Vörumarkaðurinn hl